Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 2

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRAFTAVERKABARN Hin fjögurra ára Anna Sigrún er farin að mæta á ný í leikskólann Múlaborg í Reykjavík, nokkrum vik- um eftir að hún féll fram af svölum fjórðu hæðar í fjölbýlishúsi. Móðir stúlkunnar segir það kraftaverki lík- ast að hún skyldi lifa fallið af, sem og að ná þetta góðum bata. Ópera í afmælisgjöf Vigdís Finnbogadóttir varð 75 ára í gær og af því tilefni færði Leikfélag Reykjavíkur henni að gjöf flutning á óperunni Rhodymenia palmata eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við ljóð Halldórs Laxness úr Kvæðakveri. Vilja lengri frest Hópur áhugafólks sem vill gera til- boð í Símann hefur óskað eftir því við framkvæmdanefnd um einkavæðingu að frestur til að skila inn tilboðum verði framlengdur um fjórar til átta vikur. Átti hópurinn fund með Hall- dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra í gær, sem hvatti til þessara aðgerða. Sjóræningjaskip á veiðum Fjögur svonefnd „sjóræn- ingjaskip“ eru nú á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg. Land- helgisgæslunni er ekki heimilt að hafa afskipti af þessum veiðum en skipin sigla undir hentifánum, skráð í Dóminíku en hafa tengst Þýskalandi. Berlusconi í vanda Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst þvinga fram nýjar kosningar fái hann ekki þingstuðning til að mynda nýja stjórn. Fjórir ráð- herrar og tveir flokkar sögðu sig í gær úr samsteypustjórn hans og hef- ur ríkisstjórnin því ekki lengur meiri- hluta í efri deild en hins vegar naum- an meirihluta í hinni neðri. Stjórn Berlusconis hefur setið síðan 2001 en kjörtímabilið rennur út á næsta ári. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 40 Fréttaskýring 8 Fermingar 42/43 Úr verinu 14 Kirkjustarf 43 Viðskipti 20 Messur 44 Erlent 21/24 Minningar 45/49 Minn staður 25 Skák 50 Akureyri 28 Dagbók 54/56 Suðurnes 28 Víkverji 54 Árborg 29 Staður og stund 55 Menning 30, 57/65 Velvakandi 55 Ferðalög 31/33 Af listum 59 Forystugrein 34 Bíó 62/65 Daglegt líf 36/38 Ljósvakamiðlar 66 Úr vesturheimi 39 Staksteinar 67 Umræðan 39/41 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #            $         %&' ( )***                         IMPREGILO SpA, aðalverktakinn við Kárahnjúkavirkjun, náði í gær samningum við nokkur fjármála- og verktakafyrirtæki á Ítalíu um þátt- töku í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. Auka á hlutaféð um 650 milljónir evra, eða um tæpa 53 milljarða króna, og að auki var samið um lán upp á 1.770 milljónir evra, eða fyrir um 143 milljarða. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo hér á landi, segir að að- koma nýrra eigenda komi ekki til með að breyta stefnu fyrirtækisins eða hafa áhrif á starfsemina á Ís- landi. Ómar segir að útlitið hafi ekki verið gott varðandi skuldabréf sem átti að greiða af í byrjun maí. „Hefði ekki komið til endurfjár- mögnunar hefði fyrirtækið sennilega lent í vandræðum en þátttaka þess- ara nýju hluthafa sýnir að fjárfestar hafa mikla trú á fyrirtækinu,“ segir Ómar í samtali við blaðið. Í yfirlýs- ingu frá Gemina SpA, stærsta hlut- hafa Impregilo, kemur fram að stjórn fyrirtækisins muni koma sam- an til fundar í dag og ákveða hlut- hafafund, sem ætlað er að fjalla um hlutafjáraukninguna. Á sá fundur að fara fram í síðasta lagi fyrir 20. maí nk. Þá verða einnig mannabreyting- ar í stjórnunarstöðum og búist við nýjum stjórnarformanni og forstjóra Impregilo Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að þessi fjár- hagslega endurskipulagning Im- pregilo eigi ekki að hafa nein áhrif á framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Fyrirtækið fái greitt eftir því sem verkþættir klárast og allar trygging- ar frá bönkum hafi verið teknar gild- ar. Fari allt á versta veg hjá fyrir- tækinu þá séu ákvæði í verk- samningnum um að Landsvirkjun taki yfir verkefnin við Kárahnjúka, bæði tæki og mannafla, ein og sér eða í samstarfi við aðra. Impregilo eykur hlutaféð og endurfjármagnar reksturinn Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HÓPUR barna úr Melaskóla söng afmælissönginn fyrir Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, í anddyri Háskóla Íslands í gærmorgun. Tilefnið var árleg söfnun ABC- barnahjálpar sem gengur undir nafninu Börn hjálpa börnum, en söfnunin fór formlega af stað í gær. Börnin sungu tvo söngva, hefð- bundna afmælissönginn og söng Atla Heimis Sveinssonar. Síðan gaf Vigdís 5.000 krónur sem fyrsta framlag söfnunarinnar. Þá bauð Ólafur Ragnar Grímsson 50 krökkum til sín á Bessastaði í há- deginu í gær og vildu allir krakk- arnir fá forsetann til að gefa í sinn söfnunarbauk. Guðrún Margrét Pálsdóttir, for- maður ABC-barnahjálpar, býst við að í kringum 3.000 börn úr 4.–7. bekk grunnskóla taki þátt í söfn- uninni sem stendur til 24. apríl. Verið er að safna fyrir byggingu á Heimili litlu ljósanna, sem er í bæn- um Gannavaram á Suðausturströnd Indlands. Húsið er fyrir börn á aldrinum fimm til tuttugu ára og er heimilið eingöngu rekið fyrir ís- lenskt styrktarfé. Morgunblaðið/ÞÖK Margir krakkar heimsóttu Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastaði með söfnunarbaukana sína. Afmælisbarnið gaf fyrsta framlag í ABC-söfnunina Krakkar úr Melaskóla syngja afmælissöng fyrir Vigdísi Finnbogadóttur í Háskóla Íslands. Vigdís gaf 5.000 krónur í söfnun ABC-barnahjálparinnar. TVEGGJA daga tungumálaráðstefnu, Samræður menningarheima, sem haldin var til heiðurs Vig- dísi Finnbogadóttur, lauk í gær, en þá fagnaði Vigdís 75 ára afmæli sínu. Fjöldi gjafa og heillaóska barst Vigdísi. M.a. barst kveðja frá Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu og ríkisstjórn Íslands. Þá var Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur styrkt með fjárframlögum. Søren Langvad frá fyrirtæk- inu E. Phil & Søn gaf styrktarsjóði Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur 10 milljónir kr. nýverið. Einnig bárust stofnuninni tæpar þrjár milljónir kr., eða 300 þúsund sænskar kr., frá seðlabank- anum í Svíþjóð til þess að vinna að þróun stofn- unarinnar sem alþjóðlegrar tungumálastofnunar eða heimkynna tungumála, eins og fram kom í einni málstofunni á ráðstefnunni. Þannig fái stofn- unin alþjóðlegt hlutverk til lengri tíma litið. Þar verði safnað og varðveitt gögn um tungumál og menningu tengda tungumálum. Þá ætlar Robert Bosch-stofnunin í Þýskalandi að styrkja að umtalsverðu leyti gerð þýsk/ íslenskrar orðabókar. Margar gjafir Dönsk stjórnvöld gáfu svo rúmar tvær milljónir til rannsóknarverkefnis sem tengist eldri Dönum á Íslandi. Í tilefni af afmæli Vigdísar ákvað stjórn Landverndar að gróðursetja 75 bjarkir í Alviðru, en Vigdís er verndari Landverndar. Í tilkynningu frá Landvernd segir að þessi tré muni mynda Vigdísarrjóður og að það muni verða skjól þeim börnum sem í framtíðinni sækja fræðslu og útivist í Alviðru. Síðast en ekki síst fékk Vigdís að gjöf bók sem heitir Ordenes slotte – om sprog og litteratur i Norden. Bókin er gefin út í tengslum við afmæli Vigdís- ar og er norrænt rit sem fjallar um bókmenntir og tungumál Norðurlandanna. Í upphafi bókarinnar er að finna kveðjur frá Norðurlandabúum til Vigdísar. Vigdís fékk kveðju frá Danadrottningu Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sín- um í gær að hefja undirbúning að út- færslu rannsóknar- og vinnsluleyfa vegna hugsanlegra rannsóknarbor- ana og olíuleitar á Jan Mayen-svæð- inu. Enn fremur verður hafinn und- irbúningur að lagabreytingum vegna slíkra rannsókna. Gert er ráð fyrir því að þessi undirbúningur taki tvö ár. Áhugi alþjóðlegra fyrirtækja á olíu- leit á svæðinu hefur farið vaxandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra. „Ef áhugi er fyrir hendi á olíuleit er það skylda okkar að láta þann áhuga ekki stranda á lagaum- hverfinu,“ segir hún. Meðal annars þurfi að ákveða hvernig skattaum- hverfið eigi að líta út þannig að eðli- legur arður skili sér af hugsanlegri olíuvinnslu til samfélagsins. „Ég vil þó halda því til haga að það er engin gullgrafarahugmynd í þessu.“ Rannsóknir hafa sýnt að þykk set- lög eru á svæðinu og að greinilegur skyldleiki sé milli þeirra og setlaga á landgrunni V-Noregs og A-Græn- lands, þar sem olíu er að finna. Leyfi til rannsókna undirbúin DANSVERK Jóhanns Freys Björg- vinssonar, Græna verkið, hefur verið valið sem opnunarverk stærstu nú- tímadanshátíðar New York-borgar, New York Int- ernational Dance Festival. Sýna þrír dansarar frá Ís- landi verkið þann 11. júlí, þau Steve Lorenz, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Lovísa Gunn- arsdóttir. Á morgun verður nýtt dansverk Jó- hanns frumsýnt í Klink og Bank, sem heitir Játningar minnisleysingjans. Íslenskt verk opnar danshátíð Jóhann Freyr Björgvinsson  Að láta tilfinninguna/30 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.