Morgunblaðið - 16.04.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.04.2005, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KRAFTAVERKABARN Hin fjögurra ára Anna Sigrún er farin að mæta á ný í leikskólann Múlaborg í Reykjavík, nokkrum vik- um eftir að hún féll fram af svölum fjórðu hæðar í fjölbýlishúsi. Móðir stúlkunnar segir það kraftaverki lík- ast að hún skyldi lifa fallið af, sem og að ná þetta góðum bata. Ópera í afmælisgjöf Vigdís Finnbogadóttir varð 75 ára í gær og af því tilefni færði Leikfélag Reykjavíkur henni að gjöf flutning á óperunni Rhodymenia palmata eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við ljóð Halldórs Laxness úr Kvæðakveri. Vilja lengri frest Hópur áhugafólks sem vill gera til- boð í Símann hefur óskað eftir því við framkvæmdanefnd um einkavæðingu að frestur til að skila inn tilboðum verði framlengdur um fjórar til átta vikur. Átti hópurinn fund með Hall- dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra í gær, sem hvatti til þessara aðgerða. Sjóræningjaskip á veiðum Fjögur svonefnd „sjóræn- ingjaskip“ eru nú á úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg. Land- helgisgæslunni er ekki heimilt að hafa afskipti af þessum veiðum en skipin sigla undir hentifánum, skráð í Dóminíku en hafa tengst Þýskalandi. Berlusconi í vanda Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst þvinga fram nýjar kosningar fái hann ekki þingstuðning til að mynda nýja stjórn. Fjórir ráð- herrar og tveir flokkar sögðu sig í gær úr samsteypustjórn hans og hef- ur ríkisstjórnin því ekki lengur meiri- hluta í efri deild en hins vegar naum- an meirihluta í hinni neðri. Stjórn Berlusconis hefur setið síðan 2001 en kjörtímabilið rennur út á næsta ári. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 40 Fréttaskýring 8 Fermingar 42/43 Úr verinu 14 Kirkjustarf 43 Viðskipti 20 Messur 44 Erlent 21/24 Minningar 45/49 Minn staður 25 Skák 50 Akureyri 28 Dagbók 54/56 Suðurnes 28 Víkverji 54 Árborg 29 Staður og stund 55 Menning 30, 57/65 Velvakandi 55 Ferðalög 31/33 Af listum 59 Forystugrein 34 Bíó 62/65 Daglegt líf 36/38 Ljósvakamiðlar 66 Úr vesturheimi 39 Staksteinar 67 Umræðan 39/41 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #            $         %&' ( )***                         IMPREGILO SpA, aðalverktakinn við Kárahnjúkavirkjun, náði í gær samningum við nokkur fjármála- og verktakafyrirtæki á Ítalíu um þátt- töku í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækisins. Auka á hlutaféð um 650 milljónir evra, eða um tæpa 53 milljarða króna, og að auki var samið um lán upp á 1.770 milljónir evra, eða fyrir um 143 milljarða. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo hér á landi, segir að að- koma nýrra eigenda komi ekki til með að breyta stefnu fyrirtækisins eða hafa áhrif á starfsemina á Ís- landi. Ómar segir að útlitið hafi ekki verið gott varðandi skuldabréf sem átti að greiða af í byrjun maí. „Hefði ekki komið til endurfjár- mögnunar hefði fyrirtækið sennilega lent í vandræðum en þátttaka þess- ara nýju hluthafa sýnir að fjárfestar hafa mikla trú á fyrirtækinu,“ segir Ómar í samtali við blaðið. Í yfirlýs- ingu frá Gemina SpA, stærsta hlut- hafa Impregilo, kemur fram að stjórn fyrirtækisins muni koma sam- an til fundar í dag og ákveða hlut- hafafund, sem ætlað er að fjalla um hlutafjáraukninguna. Á sá fundur að fara fram í síðasta lagi fyrir 20. maí nk. Þá verða einnig mannabreyting- ar í stjórnunarstöðum og búist við nýjum stjórnarformanni og forstjóra Impregilo Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að þessi fjár- hagslega endurskipulagning Im- pregilo eigi ekki að hafa nein áhrif á framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Fyrirtækið fái greitt eftir því sem verkþættir klárast og allar trygging- ar frá bönkum hafi verið teknar gild- ar. Fari allt á versta veg hjá fyrir- tækinu þá séu ákvæði í verk- samningnum um að Landsvirkjun taki yfir verkefnin við Kárahnjúka, bæði tæki og mannafla, ein og sér eða í samstarfi við aðra. Impregilo eykur hlutaféð og endurfjármagnar reksturinn Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HÓPUR barna úr Melaskóla söng afmælissönginn fyrir Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, í anddyri Háskóla Íslands í gærmorgun. Tilefnið var árleg söfnun ABC- barnahjálpar sem gengur undir nafninu Börn hjálpa börnum, en söfnunin fór formlega af stað í gær. Börnin sungu tvo söngva, hefð- bundna afmælissönginn og söng Atla Heimis Sveinssonar. Síðan gaf Vigdís 5.000 krónur sem fyrsta framlag söfnunarinnar. Þá bauð Ólafur Ragnar Grímsson 50 krökkum til sín á Bessastaði í há- deginu í gær og vildu allir krakk- arnir fá forsetann til að gefa í sinn söfnunarbauk. Guðrún Margrét Pálsdóttir, for- maður ABC-barnahjálpar, býst við að í kringum 3.000 börn úr 4.–7. bekk grunnskóla taki þátt í söfn- uninni sem stendur til 24. apríl. Verið er að safna fyrir byggingu á Heimili litlu ljósanna, sem er í bæn- um Gannavaram á Suðausturströnd Indlands. Húsið er fyrir börn á aldrinum fimm til tuttugu ára og er heimilið eingöngu rekið fyrir ís- lenskt styrktarfé. Morgunblaðið/ÞÖK Margir krakkar heimsóttu Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastaði með söfnunarbaukana sína. Afmælisbarnið gaf fyrsta framlag í ABC-söfnunina Krakkar úr Melaskóla syngja afmælissöng fyrir Vigdísi Finnbogadóttur í Háskóla Íslands. Vigdís gaf 5.000 krónur í söfnun ABC-barnahjálparinnar. TVEGGJA daga tungumálaráðstefnu, Samræður menningarheima, sem haldin var til heiðurs Vig- dísi Finnbogadóttur, lauk í gær, en þá fagnaði Vigdís 75 ára afmæli sínu. Fjöldi gjafa og heillaóska barst Vigdísi. M.a. barst kveðja frá Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu og ríkisstjórn Íslands. Þá var Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur styrkt með fjárframlögum. Søren Langvad frá fyrirtæk- inu E. Phil & Søn gaf styrktarsjóði Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur 10 milljónir kr. nýverið. Einnig bárust stofnuninni tæpar þrjár milljónir kr., eða 300 þúsund sænskar kr., frá seðlabank- anum í Svíþjóð til þess að vinna að þróun stofn- unarinnar sem alþjóðlegrar tungumálastofnunar eða heimkynna tungumála, eins og fram kom í einni málstofunni á ráðstefnunni. Þannig fái stofn- unin alþjóðlegt hlutverk til lengri tíma litið. Þar verði safnað og varðveitt gögn um tungumál og menningu tengda tungumálum. Þá ætlar Robert Bosch-stofnunin í Þýskalandi að styrkja að umtalsverðu leyti gerð þýsk/ íslenskrar orðabókar. Margar gjafir Dönsk stjórnvöld gáfu svo rúmar tvær milljónir til rannsóknarverkefnis sem tengist eldri Dönum á Íslandi. Í tilefni af afmæli Vigdísar ákvað stjórn Landverndar að gróðursetja 75 bjarkir í Alviðru, en Vigdís er verndari Landverndar. Í tilkynningu frá Landvernd segir að þessi tré muni mynda Vigdísarrjóður og að það muni verða skjól þeim börnum sem í framtíðinni sækja fræðslu og útivist í Alviðru. Síðast en ekki síst fékk Vigdís að gjöf bók sem heitir Ordenes slotte – om sprog og litteratur i Norden. Bókin er gefin út í tengslum við afmæli Vigdís- ar og er norrænt rit sem fjallar um bókmenntir og tungumál Norðurlandanna. Í upphafi bókarinnar er að finna kveðjur frá Norðurlandabúum til Vigdísar. Vigdís fékk kveðju frá Danadrottningu Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sín- um í gær að hefja undirbúning að út- færslu rannsóknar- og vinnsluleyfa vegna hugsanlegra rannsóknarbor- ana og olíuleitar á Jan Mayen-svæð- inu. Enn fremur verður hafinn und- irbúningur að lagabreytingum vegna slíkra rannsókna. Gert er ráð fyrir því að þessi undirbúningur taki tvö ár. Áhugi alþjóðlegra fyrirtækja á olíu- leit á svæðinu hefur farið vaxandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra. „Ef áhugi er fyrir hendi á olíuleit er það skylda okkar að láta þann áhuga ekki stranda á lagaum- hverfinu,“ segir hún. Meðal annars þurfi að ákveða hvernig skattaum- hverfið eigi að líta út þannig að eðli- legur arður skili sér af hugsanlegri olíuvinnslu til samfélagsins. „Ég vil þó halda því til haga að það er engin gullgrafarahugmynd í þessu.“ Rannsóknir hafa sýnt að þykk set- lög eru á svæðinu og að greinilegur skyldleiki sé milli þeirra og setlaga á landgrunni V-Noregs og A-Græn- lands, þar sem olíu er að finna. Leyfi til rannsókna undirbúin DANSVERK Jóhanns Freys Björg- vinssonar, Græna verkið, hefur verið valið sem opnunarverk stærstu nú- tímadanshátíðar New York-borgar, New York Int- ernational Dance Festival. Sýna þrír dansarar frá Ís- landi verkið þann 11. júlí, þau Steve Lorenz, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Lovísa Gunn- arsdóttir. Á morgun verður nýtt dansverk Jó- hanns frumsýnt í Klink og Bank, sem heitir Játningar minnisleysingjans. Íslenskt verk opnar danshátíð Jóhann Freyr Björgvinsson  Að láta tilfinninguna/30 ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.