Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Með nokkrum orðum langar mig að minnast vinar okkar, Bjarna Vi- borg Ólafssonar. Fljótlega eftir að fjölskylda mín fluttist hér á Vatns- leysuströndina tókust kynni okkar og fjölskyldunnar í Hvammi. Öll voru þau kynni góð, og óhætt að segja að þar hafí ekki borið skugga á síðan. Bjarni var þá ungur, en fljótt fann ég að þarna var á ferðinni ein- staklingur, sem mér var mjög að skapi. Við gátum strax talað saman á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir all- nokkurn aldursmun. Hann var glað- vær og glettinn, gat verið smástríð- inn, en græskulaust var það alla jafna. Vel gefinn og las mikið, var víða heima. Þessi kynni okkar héld- ust alla tíð og þótt stundum slitnaði sambandið vegna tímabundinnar fjarveru vegna vinnu breytti það engu um framhaldið. Bjarni var víð- förull í besta lagi, var í siglingum um heimshöfin, en á seinni árum var BJARNI VIBORG ÓLAFSSON ✝ Bjarni ViborgÓlafsson fæddist 1. janúar 1956. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja laugardaginn 9. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ólaf- ur Herjólfsson og Ingibjörg Bjarna- dóttir. Bróðir Bjarna er Þorgrímur Einar, kvæntur Klöru Sig- urðardóttur, þau búa á Húsavík. Sambýliskona Bjarna er Den Sa- watdee, f. 10. maí 1963. Sonur Bjarna og Þórunnar Þórarins- dóttur er Ari, f. 21. mars 1981. Bjarni var lengi til sjós, bæði á fiski- og millilandaskipum. Einnig starfaði hann mörg ár sem tækja- stjóri á þungavinnuvélum, síðustu árin hjá Ístaki. Bjarni verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hann vinnuvélstjóri við vegaframkvæmdir víða um land, enda harð- duglegur og útsjónar- samur verkmaður. Um tíma áttum við samleið í baráttu við sameigin- legan andstæðing, og styrkti það enn þá vin- áttu sem við áttum fyr- ir. Það kom svo eins og reiðarslag yfir okkur öll, þegar hann veiktist mjög hastarlega, og greindist í framhaldi af því með þann sjúkdóm sem loks lagði hann að velli eftir harða en hetjulega baráttu þar sem æðruleysi hansog baráttuvilji kom berlega í ljós. En enginn ræður sín- um næturstað segir máltækið, og sannast það hér enn. Fjölskylda mín saknar vinar í stað, og hugur okkar reikar til eft- irlifandi foreldra, sonar og bróður og þeirra fjölskyldna. Megi minningin um góðan dreng verða þeim léttir í sorginni. Við þökkum Bjarna vini okkar samfylgdina. Hafsteinn Snæland og fjölskylda. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar ég minnist Bjarna vinar míns þau 28 ár sem ég hef þekkt hann, að það væri efni í heila bók, en ég læt það bíða, geri það kannski seinna, og þá í samráði við hann. Þegar ég flutti í Vogana kynntist ég Bjarna fljótlega, hann var ungur og ör en við löðuðumst fljótlega hvor að öðrum. Sú vinátta entist til síðasta dags. Nokkrum ár- um síðar lágu leiðir okkar Bjarna saman í björgunarsveit sem stofnuð var hér í þorpinu og frá þeim tíma á ég margar góðar minningar. Hann vinur minn hafði alveg einstakan húmor, og frásagnargleði hans var mikil. Ég man sérstaklega eftir einni æfingarferð sem við fórum upp í Borgarfjörð og sváfum við fimmtán saman í stóru tjaldi. Þegar kvöldaði og húmið færðist yfir tók Bjarni upp bók með rammíslenskum drauga- sögum og hóf lestur. Þegar sagan stóð sem hæst og menn þéttu sig saman með hálfgerðum hrolli varð mér litið á vin minn og sá þá að hann var ekki með neina bók, hann var löngu búinn að leggja hana frá sér, svona var frásagnargleði hans mikil. Hér stikla ég á stóru en mörgum ár- um seinna stofnuðum við Bjarni og rákum lítið fyrirtæki og þá fyrst reyndi á vinskapinn svo um munaði, þá sá ég enn betur hvílíkur dugnað- arforkur og félagi Bjarni var. Það gekk á ýmsu en aldrei var það svo að við næðum ekki saman um hlutina. Bjarni var einstakur maður og það var okkur öllum mikið áfall er hann greindist með illkynja sjúkdóm fyrir hálfu öðru ári. Já ég sagði ein- stakur, fram á síðustu stundu var það hans einstaki húmor sem stóð upp úr, og þegar ég spurði hann fyr- ir nokkrum dögum hvernig honum liði sagði hann: Ég þarf ekki að kvarta, það hefur það örugglega ein- hver verra en ég. Svona var Bjarni. Gamli vinur, þakka þér fyrir sam- fylgdina, þakka þér fyrir hvað þú varst börnum mínum góður, þau búa að því alla tíð. Guð blessi minningu Bjarna V. Ólafssonar. Elsku Inga, Óli, Þorgrímur, Klara, Ari og aðrir aðstandendur, við Elísabet, Einar Örn og Tinna Sigurbjörg vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hallgrímur. Þegar ég frétti að Bjarni í Hvammi væri látinn, þá komu fram minningarnar þar sem hann var í að- alhlutverki. Bjarni var skarpgreind- ur sem barn og var snemma fluglæs, hann las fleira en skólabækurnar því hann var snemma fjölfróður um margt. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá Bjarna. Ein minningin er að þegar ég kom í Hvamm 9 til 10 ára að spyrja eftir Gimma var Inga búin að færa þeim morgunkaffið í rúmið, þar sátu þeir bræður, Bjarni að lesa Innansveitarkróniku Lax- ness og Gimmi að lesa Sven Hassel og veltist um af hlátri. Sjómennskan var Bjarna í blóð borin, hann byrjaði snemma að sigla á síkinu bæði með litla spýtubáta og á flekum. Þegar ég minnist þess að hafa verið á fleka á síkinu þá var oft erfitt að stjaka sér áfram vegna leir- drullu í botninum og vildi stjakan festast. Þá sá maður Bjarna sigla hraðskriði með aðferð sem Kínverj- ar og gondólasiglarar í Feneyjum nota. Bjarni fór snemma á sjóinn og var fljótur að ná tökum á öllu því sem sjómennsku varðaði. Við vorum eina vertíð saman á Gústanum, Bjarni kokkur og á dekki og þar lærði maður ýmislegt sem kom að góðum notum þegar ég byrjaði að kokka á sjó, t.d. að henda beingödd- uðu læri inn í ofn, og eftir eina trossu krydda það, og eftir næstu trossu var það tilbúið. Bjarni var einn af stofnfélögum í Björgunarsveitinni Skyggni, þar var hann strax kosinn í stjórn. Það var sótt eftir að sitja í sama bíl og Bjarni þegar Skyggnir var að fara ferðir, því það runnu upp úr honum sögur og brandarar oft tengdir þeim land- svæðum sem við fórum um. Ég er viss um að sögurnar um Langa- vatnsmóra og Mýrnatangadrauginn lifa áfram í hugum okkar félaganna. Það eru mörg gullkornin sem komu upp úr Bjarna, það væri góð bók ef þeim væri safnað saman. Hér er að- eins eitt korn. Skyggnir var með móttöku á fatnaði fyrir nauðstadda í Afríku, kom þá maður, mjög grann- ur, með poka fullan af fötum. Þá sagði Bjarni: Loksins kom eitthvað sem ekki þarf að þrengja. Minningin lifir. Hannes frá Hofi. Bjarni er maður af gulli gerður. Hvar sem hann var og hvert sem hann fór gaf hann af sér ákveðinn ljóma sem hver maður tók eftir. Bros hans var það fyrsta sem maður tók eftir, svo innilegt og svo hrein- skilið og á eftir því, augun hans því þau ljómuðu með brosinu sem mað- ur fékk frá honum. Ég kynntist Bjarna þegar ég var barn þar sem hann var góðvinur for- eldra minna, og seinna fékk ég ein- stakt tækifæri til að kynnast honum betur sem persónu. Það sem situr efst í minni eru samræðurnar sem við Bjarni áttum og voru þær ófáar þegar ég vann í sjoppunni eða á Mamma Mía í Vog- unum. Bjarni kom reglulega í heim- sókn í smá spjall og gátum við spjall- að saman um allt á milli heima og geima, oft kom hann líka bara til að segja hæ og fá bros á móti! Hann sagði oftar en ekki að honum fyndist svo merkilegt að hann gæti talað svona við mig þar sem hann og pabbi voru góðir vinir. Já þetta þótti hon- um svolítið merkilegt en jafnframt fannst mér vænt um þegar hann sagði að það væri svo gott að tala við mig því honum fyndist ég virkilega vera að hlusta á hann. Sem var alveg rétt hjá honum því Bjarni kunni svo sannarlega að segja frá. Þær voru ótrúlegar sögurnar sem maður fékk að heyra frá honum, sögur af sjón- um, frá þeim stöðum sem hann hefur ferðast á og eins og hann sjálfur sagði oftar en ekki, frá því eina góða sem hann hefði búið til, syni hans! Og stundum voru sögurnar svo svakalegar að ég þurfti að spyrja stundum foreldra mína hvort sög- urnar hans væru virkilega sannar, hahaha. Það sem yljar mér um hjartarætur, er að Bjarni verður sko góð viðbót í himaríki, einstaklega skemmtilegur karakter hefur bæst í hópinn og hann mun sko ekki verða í vandræðum með að halda uppi fjör- inu. Ég votta fjölskyldu Bjarna mína innilegustu samúð, minning hans mun lifa í hugum og hjörtum okkar allra. A. Elsa Hannesdóttir. Mig langar í örfáum orðum, að minnast æskuvinar míns, Bjarna Vi- borg Ólafssonar, sem lést eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm, hinn 10. apríl 2005. Ég man eft- ir Bjarna, jafnsnemma og ég man eftir mér sjálfri. Inga, Óli, Bjarni og Gimmi eru svo sterklega tengd bernskuminningunum frá Sjónar- hóli, þau bönd eru ekki óljósari en önnur fjölskyldusamskipti frá mín- um fyrstu árum. Bjarni var mér alltaf svo góður, og þegar systkini okkar, öll á svipuðu reki, vildu gjarnan vera laus við ✝ Jóhanna Stein-unn Sveinsdóttir fæddist á Skálanesi í Gufudalssveit 3. júlí 1920. Hún lést í Hveragerði 11. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Maríu Albertínu Sveinsdóttur, f. 11. október 1880, og Sveins Bergmanns Einarssonar, f. 10. maí 1876. Systkini hennar voru Pálína, ljósmóðir í Flatey á Breiðafirði, f. 1905, d. 1952, Einar smiður, f. 1908, d. 1984, og Ragnheiður Guðrún, f. 1917, d. 1948. Steinunn fluttist að Laugalandi í Reykhólasveit árið 1921 og ólst þar upp. Eftir lát föð- ur hennar, 1932, flutti fjölskyldan í Hvallátur á Breiðafirði. Steinunn giftist 5. október 1946 Sigurjóni Einarssyni garðyrkju- manni frá Tóftum í Stokkseyrar- hreppi, f. 28. september 1907, d. 22. september 1955. Börn Stein- Ólafsdóttir, f. 1969, hún á einn son. 5) Sveinn Bergmann Sigur- jónsson, f. 26. ágúst 1950, kvænt- ur Guðrúnu Sigríði Friðriksdótt- ur, f. 10. ágúst 1957. Börn þeirra eru: Einar Bergmann Sveinsson, f. 1976, hann á einn son og eina stjúpdóttur, Sigurjón Unnar Sveinsson, f. 1980, og Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir, f. 1984. 6) Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 30. janúar 1952. Börn hennar eru: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 1969, Steinar Guðmundsson, f. 1970, hann á tvo syni, og Arna Arnardóttir, f. 1973. 7) Pálína Gestrún Sigurjónsdóttir, f. 29. nóvember 1953. Sonur hennar er Helgi Valur Ásgeirsson, f. 1979. Steinunn bjó fyrstu hjúskapar- árin í Borgarfirði en fluttist ásamt eiginmanni sínum til Hveragerðis haustið 1950 og bjuggu þau á Varmá, sem var rétt fyrir ofan að- albyggðina. Hún starfaði í Þvotta- húsi HNLFÍ frá 1958 til 1965 og á Dvalarheimilinu Ási 1965 til 1993, var þar ráðskona í Ásbyrgi frá 1972. Hún var heimilismaður í Ási frá hausti 1995 og fór á hjúkr- unardeild í árslok 2003. Steinunn verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði. unnar eru: 1) Valborg Guðmundsdóttir, f. 18. ágúst 1939. Dætur hennar eru María Berglind Þráinsdótt- ir, f. 1960, Bára Hauksdóttir, f. 1962, og Hanna Björg Hauksdóttir, f. 1964, hún á tvo syni. 2) Ragna Rósberg, f. 1. desember 1943, gift Stefáni Óskarssyni, f. 29. ágúst 1937. Börn hennar eru: a) Hjalti Sigurjón Hauksson, f. 1960, hann á tvær dætur og einn son. b) Benedikt Hauksson, f. 1963. c) Jóhanna Steinunn Hauksdóttir, f. 1965, hún á tvær dætur og einn son. d) Guðný Ósk Stefánsdóttir, f. 1975, hún á þrjár dætur. e) Sigrún Mjöll Stefánsdóttir, f. 1978, hún á eina dóttur og einn son. 3) Hjalti Sig- urjónsson, f. 14. janúar 1948, d. 9. ágúst 1957. 4) Ragnheiður Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 21. janúar 1949. Dóttir hennar er Hera Kveðja frá dóttur. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín Vallý Valborg. Mitt sorgbitna hjarta skal huggast við góða minningu um hugljúfa og yndislega konu. Steinunn Sveinsdóttir var tengda- mamma mín og vinur. Hún varð ekkja 35 ára. Var húsmóðir, fyrir- vinna, dóttir, móðir, amma og langamma. Bjó þröngt í litlu húsi og lét aldrei deigan síga. Hún vissi ung hvað barátta var, 12 ára missti hún föður sinn og á sínum fyrstu búskap- arárum missti hún báðar systur sín- ar, manninn sinn eftir langvarandi baráttu við illvígan sjúkdóm og son sinn 9 ára af slysförum. Ég var 17 ára þegar ég kynntist þessari hetju, sem þá var starfandi ráðskona, hress 55 ára kona, sem hafði gaman af að lesa, ferðast og hugsa um ömmubörnin sín. Það var ekki að sjá og finna að þessi kona væri búin að ganga í gegnum alla þessa reynslu. Hún bjó í litlu húsi, starfsmannabústað á lóð dval- arheimilisins, þar sem hún starfaði. Eftir að hún hætti að vinna flutti hún í sitt gamla hús, þá vorum við búin að byggja við hliðina á því og fóru þá í hönd nýir tímar fyrir mig. Þegar ég kom heim úr vinnu beið hún með kaffi, stundum búin að fara heim til okkar, setja í þvottavél og sortera sokka. Allir þessir ósamstæðu sokkar voru henni ráðgáta, hún gat hreinlega ekki skilið hvernig sokkar gátu týnst inni í þvottavélinni. Við hlógum oft mikið að þessu. Börnin mín nutu þess að hafa ömmu í næsta húsi með mjólk og kök- ur þegar þau komu úr skólanum. Hún var hér með okkur í rúm 2 ár, en þá ákvað hún sjálf að fara á elliheimili. Þar bjó hún með nokkrum heiður- skonum úr Hveragerði, sem voru ým- ist gamlir vinnufélagar hennar eða saumaklúbbsvinkonur. Samband hennar við Siggu Hannesar, Siggu Jóns og Önnu Jóns var alveg einstakt og skömmu eftir að hún fór á hjúkr- unarheimilið komu Sigga Jóns og Anna þangað líka. Þær sjá nú á eftir góðri vinkonu og vil ég nota tækifær- ið til að þakka þessum heiðurskonum fyrir þá hlýju og umhyggju, sem þær sýndu tengdamömmu ávallt. Megi góður guð blessa minningu yndislegr- ar tengdamóður. „Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Guðrún Friðriksdóttir. Við systurnar vorum aldar upp í Vestmannaeyjum og þó að hvert tækifæri væri notað til þess að fara upp á land til ömmu í Hveragerði var ekki farið þangað oft. Því fylgdi alltaf mikil tilhlökkun og óhætt er að segja að Hveragerði hafi verið ævintýra- heimur æsku okkar. Þar var allt með öðrum hætti en við þekktum. Húsið hennar ömmu á Varmá var gamalt, hlýtt og notalegt og niðurinn í ánni vaggaði okkur í svefn á kvöldin. En fyrst og fremst var ævintýrið fólgið í því að fá að vera hjá ömmu og að hitta systkini mömmu. Það var alltaf gam- an þegar amma eða einhver úr Hveragerði kom til Eyja. Þegar fór að gjósa í Vestmannaeyjum var fyrst talað um að bíða fyrir utan Eiðið á meðan þetta gengi yfir en við vildum ólmar fara upp á land og hitta ömmu. Frá þeim tíma höfðum við miklu meiri samskipti við hana enda bjugg- um við tæpt ár í Hveragerði. Og minningarnar hrannast upp. Amma að gefa okkur hinn ómissandi morgunverð í Hveragerði – mallið. Amma að skjótast úr vinnunni. Fá sér eina sígarettu og athuga hvort við hefðum nóg að borða og að allt væri í lagi. Amma að spjalla við mömmu um fólk úr Eyjunum og oft var Eylenda dregin fram og grúskað í henni. Það er ekki fyrr en í seinni tíð að við höfum farið að hugsa um hvernig líf ömmu var. Hún fylgdist ung með dauðastríði föður síns en hann lést úr krabbameini og kvaldist mjög mikið. Systur hennar, börn þeirra og sum barnabarna létust úr heilablóðfalli. Eiginmaður hennar og sonur létust með stuttu millibili. Amma varð ekkja með 6 börn á framfæri aðeins 35 ára gömul. Móðir okkar var ekki alin upp hjá henni heldur í skjóli ömmu sinnar og Pálínu móðursystur sinnar í Flat- ey á Breiðafirði. Amma tókst á við erfiðleikana með jákvæðu hugarfari enda hafði hún um marga að hugsa. Hún var ljúf í lund og það var alltaf gott að vera nálægt henni. Hún bjó nokkur síðustu æviár sín á elliheim- ilinu í Hveragerði með konum úr Hveragerði og voru þær henni mjög kærar. Þegar amma varð áttræð samdi hún ljóð sem lýsir jákvæðu hugarfari hennar mjög vel. Það hljóð- ar svo: Nú hef ég lifað áttatíu árin, eins og þið sjáið hvít eru orðin hárin. Já, árin líða, tímans klukkur kalla, kátt var oft og mikið glatt á hjalla. Ég þakka ykkur allar liðnar stundir og yndislegir þessir vinafundir. Þeir munu líka lengi með mér vaka í minningunni, er ég lít til baka. María, Bára og Hanna Björg. STEINUNN SVEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.