Morgunblaðið - 16.04.2005, Síða 50

Morgunblaðið - 16.04.2005, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ EINS og flestir vita hefur heims- meistarakeppnin í skák verið í ógöngum síðan 1993. Þá urðu heims- meistararnir tveir í stað eins; annars vegar sá sem varð sigurvegari í heimsmeistarakeppnum sem alþjóð- legu skáksamtökin, FIDE, hafa haldið og hinsvegar sigurvegari keppna sem samtök á vegum Kasp- arovs stóðu fyrir. Á heimasíðu FIDE, www.fide.com, er þessa dag- ana að finna upplýsingar um heims- meistaramót sem samtökin hyggj- ast halda í október næstkomandi. Forseti samtakanna, Kirsan Ilymzhinov, sem jafnframt er forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu í Rússlandi, hefur heitið að eyða 600.000 bandaríkjadölum svo að keppnin geti farið fram í Elistu, höf- uðborg lýðveldisins. Hugmynd FIDE er að átta skákmenn keppi um sameiginlegan heimsmeistara- titil, þeir fjórir skákmenn sem tefldu heimsmeistaraeinvígi á síðasta ári og fjórir aðrir skákmenn sem hafa hæsta meðaltal skákstiga á stiga- lista FIDE 1. júlí 2004 og 1. janúar 2005. Í fyrri hópinn falla FIDE heimsmeistarinn Rustam Kaz- imdzhanov (2670), Michael Adams (2737), Peter Leko (2763) og heims- meistarinn í „klassískri skák“, Vlad- imir Kramnik (2753). Síðarnefndi hópurinn samanstendur af Garry Kasparov (2812), Viswanathan An- and (2785), Veselin Topalov (2778) og Alexander Morozevich (2717). Taki einhver þessara keppenda ekki þátt munu þeir skákmenn taka sæti þeirra sem hafa haft hæstu stigin að meðaltali á fyrrnefndum stigalistum FIDE. Þessar reglur voru gefnar út 31. mars sl. og var þá jafnframt opn- að fyrir þann möguleika að keppnin væri haldin annars staðar en í El- ista. Svo að það væri hægt þyrfti FIDE að hafa borist boð um slíkt fyrir 28. apríl nk. Það er raunhæft að ætla að ef slíkur mótshaldari gæti útvegað sem samsvari 100 milljón- um íslenskra króna myndi vera hægt að tryggja að eingöngu einn heimsmeistari yrði viðurkenndur. Þessi fjárhæð er ekki ýkja há sam- anborið við að á nokkrum dögum hefur blaðamanni á Morgunblaðinu ásamt öðrum aðilum tekist að safna hlutafjárloforðum í Símann upp á marga milljarða. Halda mætti áfram með samanburðinn og nefna að varla má líta á fasteignaauglýsingar þessa dagana nema að einbýlishús slagi upp í að kosta 100 milljónir króna. Áhugamenn um skák á Ís- landi hafa sýnt það og sannað að kraftaverk geta gerst á undraverð- um tíma. Þannig hefur Skákfélagið Hrókurinn á síðustu árum staðið fyrir skákviðburðum sem engan ór- aði fyrir að hægt væri að halda. Hverjum hefði dottið í hug að fara til Grænlands og boða þar fagnaðarer- indið um skák eða standa fyrir þró- unarstarfi í Afríku og hjálparstarfi í Sarajevo með því að kenna skák? Fyrir utan þetta hefur félagið haldið ótal alþjóðleg skákmót á Íslandi með miklum myndarbrag. Vissulega er félagið ekki lengur keppnisfélag heldur einblínir á barna- og ung- lingastarfið en samt – ef einhver ís- lenskur aðili ætti að geta bjargað heimsmeistaramálunum í skák þá er það Skákfélagið Hrókurinn. Al- mennt hefur starf Hróksins haft hvetjandi áhrif á aðra innan skák- hreyfingarinnar, þannig hefur Skáksambandi Íslands tekist að vekja meiri athygli á sér en áður, t.d. með áherslu á kvennaskák. Með hliðsjón af því að Kasparov er hætt- ur að tefla og líkur standi til þess að Judit Polgar fengi að taka þátt í heimsmeistarakeppninni er einnig upplagt fyrir Skáksambandið að fá fjársterka aðila til þess að halda keppnina. Bankarnir græða á tá og fingri þessa dagana og í stað þess að eyða fjárfúlgum í að æfa auglýsinga- leikstjóra í að taka upp flott mynd- skeið gætu menn Mammóns lagt til hliðar andvirði tveggja til þriggja raðhúsa á höfuðborgarsvæðinu og bjargað heimsmeistaratitlinum í skák frá ævarandi glötun. Þetta snýst bara um að vilja, þora og geta! Slíkt framlag myndi tryggja að sköpun á æðstu stigum skáklistar- innar haldi áfram. Það er alltaf nota- legt að sjá fallega skák og fyrir stuttu naut einn sterkasti skákmað- ur Rússlands, Alexey Dreev, þeirrar auðnu að tefla frábæra sóknarskák. Dreev þessi er sennilega kunnastur fyrir margslunginn byrjunarundir- búning og mikla endataflstækni en á sjötta Karpov-mótinu í Rússlandi fyrir skömmu var annað uppi á ten- ingnum gegn kúbverska stórmeist- aranum Lenier Dominguez. Hvítt: Alexey Dreev (2704) Svart: Lenier Dominguez (2661) 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4!? Þessi leikur er orðinn mjög al- gengur í þessu afbrigði slavneskrar varnar en Alexey Shirov lék þessu fyrstur manna árið 1992 á Apple skákmótinu í Reykjavík gegn Þresti Þórhallssyni. Síðan þá hafa margir beitt þessari hugmynd, þar á meðal Kasparov. 7...dxc4 8. Bxc4 e5 9. Bd2 O-O 10. O-O-O exd4 11. Rxd4 Re5 12. Be2 Rexg4 13. Hhg1 Rxf2 Svartur er nú tveim peðum yfir en línurnar að svara kónginum eru hálfopnar og það þykir hvítu hrók- unum ekki leiðinlegt. Svarta staðan er því mun vantefldari en sú hvíta þar sem mjög erfitt er að koma í veg fyrir að sókn hvíts þróist stig af stigi. Sjá stöðumynd 1 14. Hdf1 Rh3 15. Hg2 Be5?! 16. Rf3! De7 17. Bd3 g6 18. Bc4 Rg4 19. Rxe5 Rxe5 20. Re4 Kh8 21. Rf6 b5 22. Be2 Rd7? 23. Bc3! Dxe3+ 24. Kb1 Rxf6 25. Hxf6 Kg8 Svartur er nú þrem peðum yfir en hefur hvorki komið hróknum sínum né biskup á drottningarvæng út. Riddarinn er úti á kanti og líkist ei- lítið gömlum fanti. Mesti vandinn liggur þó í kóngstöðunni sem hrynur nú til grunna með snjallri hróksfórn. 26. Hgxg6+! fxg6 27. Hxg6+ Kf7 Svartur hefði orðið mát eftir 27... hxg6 28. Dxg6#. Nú fer kóngurinn svarti út á vergang á mitt borð og það boðar ekki gott þegar andstæð- ingurinn hefur drottningu, hrók og biskupapar til að þjarma að honum. 28. Hg7+ Ke6 28...Ke8 hefði ekki gengið upp vegna 29. Bh5+. 29. Bg4+ Kd5 29... Kd6 hefði verið svarað með 30. Dd1+! og svörtum eru allar bjargir bannaðar. 30. Dd1+ Ke4 30... Kc5 hefði ekki gengið upp vegna 31. b4+ Kc4 32. Db3+ Kd3 33. Dc2+ og 30... Kc4 hefði verið svarað með 31. Db3+. Eftir texta- leikinn vinnur hvítur drottninguna til baka og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum. 31. He7+ Kf4 32. Hxe3 Bxg4 33. Dd4+ Kg5 34. Dg7+ Kh5 35. Dxh7+ Kg5 36. He5+ Hf5 37. Bd2+ og svartur gafst upp. Íslandsmót grunn- skólasveita í skák Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2005 fer fram dagana 16. og 17. apríl nk. í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, Reykja- vík. Tefldar verða níu umferðir, um- hugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppanda.Keppt er í fjögurra manna sveitum (auk varamanna). Taflið hefst báða daga kl. 13.00 og gert er ráð fyrir að það standi fram til kl. 18.00. Tiltekin skilyrði þarf að uppfylla til að taka þátt en að öllum líkindum getur Skáksamband Ís- lands séð til þess að flestir þeir sem vilja geti teflt. Sigurvegari í þessari keppni mun öðlast rétt til að tefla í Norðurlandamóti grunnskólasveita, sem haldið verður í Danmörku í haust. S.Í. mun veita aðstoð við skipulagningu og þjálfun vegna Norðurlandamótsins og greiða fyrir einn fararstjóra en fjármögnun er að öðru leyti á ábyrgð viðkomandi skóla. Þriðja mótið í Tívolísyrpu Íslandsbanka og Hróksins Þriðja Tívolímót Íslandsbanka og Hróksins hefst í höfuðstöðvum bankans, Kirkjusandi, sumardaginn fyrsta, 21. apríl, kl. 13. Mótið er fyrir öll börn á grunnskólaaldri og verða veitt glæsileg verðlaun í boði Eddu, Skífunnar, Pennans, 12 tóna og Íslandsbanka. Teflt er við fyrsta flokks aðstæður hjá Íslandsbanka svo að mótið verði bæði skemmtilegt auk þess að veita mikilvæga reynslu. Teflt verður í einum opnum flokki en verðlaunað fyrir bestan árangur keppenda sem sækja nám í 1.–3. bekk, 4.–6. bekk og 7.–10. bekk. Eftir mótið munu 6 krakkar úr hverjum flokki tryggja sér rétt til þess að tefla á úrslitamótinu þar sem fyrstu verðlaun verða ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Íslands- banki og Hrókurinn verðlauna einn- ig þau sem lenda í 1., 2. eða 3. sæti á hverju stigamóti. Að auki eru veittar viðurkenningar fyrir mætingu og framfarir og á öllum mótum er dreg- ið í happdrætti. Krakkar eru beðnir um að skrá sig sem fyrst á Tívolí- mótið með því að senda rafpóst á netfangið hrokurinn@hrokurinn.is eða hafa samband við Mána í síma 867 7730. Er hægt að bjarga heimsmeistara- keppninni í skák? daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson SKÁK FIDE Um Ísland og HM Október 2005 Forseti FIDE, Kirsan Ilymzhinov, hefur boðað til HM í október 2005. Stöðumynd 1. Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Antík Antík-borðstofusett úr gegn- heilli eik. Keypt í Magasin du Nord rétt eftir aldamótin 1900. Skenkur, línskápur, borð og stól- ar. Tilboð óskast. Sími 661 4920. Dýrahald Nutro - 30% afsláttur! Þurrfóður fyrir hunda og ketti í hæsta gæða- flokki. Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Opið mán-fös kl. 10-18, lau. 10-16 og sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Ferðalög Ef þig vantar gistingu í Frankfurt, Þýskalandi, kíktu þá www.appartement-1-frankfurt.de Geymið auglýsinguna Veitingastaðir Sparaðu þúsundir með 22 krónum á dag! Frystihólf til leigu. Tilvalið fyrir veiðina, heimilið og veitingastaði. Vortilboð - 30% af- sláttur. Frystihólfaleigan Gnoð- arvogi 44 - sími 553 3099. www.frystiholf.is frystiholf@frystiholf.is Heilsa Lithimnulestur (augnlestur) og heilsuráðgjöf fyrir einstaklinga og litla hópa. Er einnig með nudd og svæðanudd. Heiðar Ragnarsson, sími 898 1501. Heimilistæki Sturtuklefar frá kr. 39 þús. Nuddbaðkör með 50% afslætti. Ný sending af inni- og útiflísum. Húsheimar, Lækjargötu 34, Hafnarfirði, sími 553 4488, husheimar.is . Bílskúrssala í Hraunbæ 17 sunnudaginn 17. apríl frá kl. 12 til 18. Húsgögn, heimilstæki, barnavörur o.fl. Wolksvagen Golf '95. Uppl. í síma 567 2311. Húsnæði í boði Til leigu risíbúð á svæði 101 Hentar vel einstaklingi eða pari. Leiga 55.000 krónur á mánuði. Trygging 55.000 kr. og meðmæli skilyrði. Upplýsingar í símum 55 3 5124 og 561 4467. Til leigu einbýlishús í Folda- hverfi, Grafarvogi. Hús + bílskúr, gardínur fyrir gluggum, ísskápur + uppþvottavél. Leigist án hús- gagna. Leigutími til 30. júlí '05. Uppl. í síma 843 0456. Húsnæði í boði Tvö rúmgóð ein- staklingsherb. með hreinlætisað- stöðu og litlu eldhúsi miðsvæðis í borginni (105 Rvík). Langtíma- leiga. Reglusemi algjört skilyrði. Upplýsingar í síma 551 5158 til kl. 20.00. Húsnæði óskast Íbúð óskast sem fyrst Óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð. Greiðslugeta 50-60 þús. á mán. Skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 862 4589. Vantar íbúð miðsvæðis (40-70 þús.) Reglusömu og skilvísu pari vantar íbúð á sv. 101, 105, 103 STRAX. Erum tilbúin að borga allt að 70 þús. á mánuði. Getum útvegað mjög góð meðmæli. Sími 869 7252. 4ra herb. íbúð óskast til leigu á höfuðborgarsvæðinu, helst sér- býli. Góðri umgegni heitið og skil- vísum greiðslum. Reyklaus lang- tímaleiga. Uppl. í síma 869 9971. 4ra herb. íbúð eða stærri óskast strax Reyklaus og reglu- söm fjölskylda vantar strax 4ra herb. íbúð eða stærri, helst í Hafnarfirði eða nágrenni. Uppl. í síma 565 1392 eða 897 1392. Atvinnuhúsnæði Til leigu tæplega 100 fm húsnæði í Hafnarfirði. Salur m. stórri hurð og palli. Mjög fallegt, nýuppgert húsnæði. 3ja fasa rafmagn. Upplýsingar í síma 898 8577. Tangarhöfði - hagstæð leiga. Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsn. á 2. hæð til leigu á ca 600 kr. fm. Skiptist í rúmgott anddyri, 7 her- bergi með parketi, fundar- og eldhúsaðstöðu, geymslu og snyrtingu. Uppl. í vs. 562 6633, hs. 553 8616. Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Námskeið Þyngdarstjórnun /Sterk sjálf- smynd. Orkusviðs og undirmeðvit- undarfræði notuð í einkaþjálfun og meðferð við huglægu, tilfinning- alegu og líkamlegu ójafnvægiN- otuð er m.a.EFT (Emotional Free- dom Techniques) og dáleiðsla (Hypnotherapy) Viðar Aðalsteinsson dáleiðslu- fræðingur s:694 5494 www.EFTiceland.com Upledger stofnunin auglýsir Námskeið í orkuvinnu og samþættingu orkuvinnu við önnur líkamsmeðferðarform verður haldið 21.-24. apríl nk. Upplýsing- ar og skráning í síma 466 3090 og á www.upledger.is/greinar MCP Windows XP kerfisstjóra- nám hefst 3. maí. Alls 63 stundir á aðeins kr. 69.000. Vandað nám hjá viðurkenndum Microsoft skóla. Upplýsingar á vefnum og í síma 863 2186. Rafiðnaðarskólinn www.raf.is CRANIO-SACRAL MEÐFERÐ Nýtt 300 st. réttindanám hefst 22. apríl (A stig), B stig 28. maí. Námsefni á íslensku. Íslenskir leiðbeinendur. Gunnar 699 8064, Inga 695 3612. www.cranio.cc www.ccst.co.uk. íbúð óskast til leigu Reglusöm 3ja manna fjölsk. óskar eftir að taka á leigu góða 3—4 herb. íbúð á svæði 101, 105, 107 eða 170 frá 1. ágúst til 2ja ára. Skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í s. 545 7850 eða 00 1 613 728 3609. Útsala á hundarúmum, þrjú verð 1.500, 2.000, 2.500. DÝRABÆR - Hlíðasmára 9, Kóp., s. 553 3062, opið 13-18 mán.-fös., 11-15 laugard.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.