Morgunblaðið - 16.04.2005, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20,
Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning
Ath: Miðaverð kr 1.500
HÉRI HÉRASON snýr aftur -
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Su 24/4 kl 20,
Fi 28/4 kl 20
Aukasýningar
SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur
Su 17/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20
Síðustu sýningar
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Su 17/4 kl 20 - UPPSELT,
Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, - UPPSELT,
Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 20 - UPPSELT,
Su 24/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 29/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 30/4 kl 20 - UPPSELT, Su 1/5 kl 20 - UPPSELT,
Fi 5/5 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Í kvöld kl 20,
Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20,
Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20
Fáar sýningar eftir
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Su 24/4 kl 20,
Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT
Síðustu sýningar
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds
Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS
Í kvöld kl 20
Fö 22/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20
AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ
fjögur tímabundin dansverk
Fi 21/4 kl 19.09 - Frumsýning,
Su 24/4 kl 19.09, Su 1/5 kl 19.09
Aðeins þessar 3 sýningar
TERRORISMI e. Presnyakov bræður
Mi 20/4 kl 20,
Fi 28/4 kl 20,
Fi 5/5 kl 20
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Aðalæfing mi 20/4 kl 18 - UPPSELT,
Frumsýning fi 21/4 kl 14 - UPPSELT,
Lau 23/4 kl 14,
Su 24/4 kl 14,
Su 1/5 kl 14, Su 1/5 kl 17
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar
29. apríl kl. 20 - Frumsýning
1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn
8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
Ath. Aðgangur ókeypis
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Pakkið á móti
frumsýnt
15. Apríl
Pakkið á móti Eftir Henry Adams
Lau. 16.4 kl 20 2. kortas. UPPSELT
Fim. 21.4 kl 20 3. kortas. UPPSELT
Fös. 22.4 kl 20 4. kortas. UPPSELT
Lau. 23.4 kl 20 5. kortas. UPPSELT
Mið. 27.4 kl 20 Aukas. Nokkur sæti laus
Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. Örfá sæti laus
Lau. 30.4 kl 20 Örfá sæti laus
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Pónik og Einar
í kvöld
ÓVENJU létt stemning ríkti í
Grafarvogskirkju rétt fyrir tónleika
Lúðrasveitarinnar Svans á mánu-
dagskvöldið. Tónleikagestir sátu
ekki í sætum sínum heldur gengu
fram og til baka og voru á svipinn
eins og þeir væru í áhugaverðu
safni, enda er Grafarvogskirkja líf-
lega hannað hús með skemmtilega
afstrakt og litríkri altarismynd sem
er svo risastór að hún er stöðugt
fyrir augum manns. Hljóðfæraleik-
ararnir voru líka lausir við helgi-
slepju og spígsporuðu um kirkjuna
í rólegheitunum; lá við að mörkin á
milli áheyrenda og lúðraþeytara
væru ekki alltaf alveg ljós. Enda
eru meðlimir lúðrasveitarinnar
flestir ungir að árum; ég gat ekki
betur séð en margir þeirra væru
langt komnir nemendur í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík.
Afslappað andrúmsloftið ein-
kenndi einnig sjálfa tónleikana,
enda var megnið af músíkinni
þeirrar gerðar sem maður tengir
helst við óteljandi bréfsnepla svíf-
andi í loftinu. Verk eins og Blásið
hornin eftir Árna Björnsson,
Rheinfelden Sketches eftir Philip
Sparke og Merry-go-round eftir
sama tónskáld eru svo full af gleði
að þó að fyrir hafi komið hnökrar á
borð við óhreina tóna, of sterkan
trompetleik á kostnað annarra
hljóðfærahópa og ónákvæmni í
takti, þá skipti það litlu máli. Rétti
andinn var til staðar í tónlistinni og
það var aðalatriðið.
Rúnar Óskarsson stjórnaði sveit-
inni af skörungsskap og hljóðfæra-
leikararnir fylgdu honum oftast
ágætlega. Eitt athyglisverðasta at-
riði efnisskrárinnar var Concert-
piece nr. 2 eftir Mendelssohn en
þar voru tvær ungar stúlkur í ein-
leikshlutverki, Ólöf Ásta Jósteins-
dóttir á bassetthorn og María
Konráðsdóttir á klarinettu.
Frammistaða þeirra var með mikl-
um sóma, samspilið var í góðu jafn-
vægi og önnur tæknileg atriði
komu einnig vel út. Greinilegt var
að þarna var hæfileikafólk á ferð-
inni.
Í það heila voru þetta ágætir
tónleikar; eins og áður sagði hefði
þurft að fága ýmislegt betur, en
þegar stuðboltar þeyta lúðra sína
og hljóðpípur af slíku hömlulausu
fjöri þá er manni alveg sama um
tæknilegar misfellur; það er ein-
faldlega ekki annað hægt en að
skemmta sér.
Stuðboltar þeyta
lúðra sína
TÓNLIST
Grafarvogskirkja
Tónlist eftir Árna Björnsson, Douglas
Wagner, Carl Strommen, Philip Sparke,
Johan de Meij og Mendelssohn. Lúðra-
sveitin Svanur lék undir stjórn Rúnars
Óskarssonar. Mánudagur 11. apríl.
Lúðrasveitartónleikar
Jónas Sen
MERRY Go Round er
nafnið á hljómklukku,
sem er útskriftarverk-
efni Hildar Ingveld-
ardóttur Guðnadóttur
af nýmiðlabraut
Listaháskóla Íslands í
vor. Hildur er fyrsti
nemandi skólans sem
útskrifast af þessari
braut.
Hljómklukkan felur í
sér viðamikla uppsetn-
ingu og verður flutt af
14 færanlegum hljóð-
færaleikurum í stórri
hljóðmynd og magn-
aðri lýsingu og hljómar
í Klink og Bank í kvöld.
En hvað er eiginlega hljómklukka?
„Já, það er mjög góð spurning,“ seg-
ir Hildur og hlær. „Af því að þetta
eru ekki venjulegir tónleikar fannst
mér ekki við hæfi að kalla þetta það.
Þetta er frekar í ætt
við gjörning. Það sem
ég er að gera í þessari
hljómklukku er að
setja upp hvernig ég sé
tíma, hvernig tími er
skipulagður og hvernig
fólk lifir í tíma.“
Þátttakendurnir í
hljómklukku Hildar
eru Andrew D’Angelo,
Áki Ásgeirsson, Guð-
björg Hlín Guðmunds-
dóttir, Guðmundur
Steinn Gunnarsson,
Guðný Jónsdóttir,
Hilmar Jensson, Jó-
hann Jóhannsson, Júlía
Mogensen, Kjartan
Sveinsson, Matthías M.D. Hem-
stock, Ólafur Björn Ólafsson, Ólöf
Helga Arnalds, Páll Ívan Pálsson og
Skúli Sverrisson, auk hennar sjálfr-
ar. Að sögn Hildar munu hljóðfæra-
leikararnir allir standa á pöllum sem
eru á hjólum og verður þeim ýtt um
allt rýmið í kringum áhorfendur,
sem sitja í hring og mynda þannig
skífu klukkunnar, meðan þeir spila.
Sjálf mun hún sitja í miðju hringsins
og spila á selló, umkringd hátölurum
sem leika þar til gerða hljóðmynd.
Hún segir hugtakið tíma hafa ver-
ið að veltast fyrir sér lengi. „Það
þegar maður gleymir stað og stund
finnst mér svo ótrúlega merkilegt
ástand, því manni er svo mikið
stjórnað af því hvað klukkan er og
hvað tekur langan tíma að gera
þetta og hitt,“ segir Hildur, sem leit-
ast við að túlka tímann og tímaleysi í
hljómklukkunni Merry Go Round í
dag.
Útskriftartónleikar LHÍ | Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
Tíminn túlkaður í hljómklukku
Hljómklukkan Merry Go Round
hljómar í Klink og Bank í kvöld
klukkan 20.
Hildur Ingveldardóttir
Guðnadóttir
GALLERÍ Box er nýtt gallerí á
Akureyri í gömlu sýningarrými
sem áður hét Kompan og var í
umsjón Aðalheiðar S. Eysteins-
dóttur. Þetta er um 6 fermetra
„alternatíft“ og „non-profit“ sýn-
ingarrými eins og það kallast á út-
lensku og sem slíkt telst þetta
varla gallerí eins og þekkist í
myndlistarheiminum þar sem
starfsemin er ekki þess eðlis. En
við Íslendingar höfum tamið okk-
ur að rugla í þessu orði eins og við
getum og kallað hin ýmsu rými
„gallerí“. Allt frá skókassa til
skranverslana.
Gallerí Box er við innganginn á
vinnustofu Jónu Hlífar Halldórs-
dóttur, Hönnu Hlífar og Daggar
Stefánsdóttur sem jafnframt eru
umsjónarmenn rýmisins. Hafa
þær stöllur kosið að bjóða Að-
alheiði S. Eysteinsdóttur að
kveðja sitt gamla svæði með því
að vera fyrsti sýnandi boxins.
Gerir hún það á tilfinningalegum
nótum, enda fóstraði hún rýmið í
14 ár ásamt því að hafa vinnustofu
sína fyrir innan. Aðalheiður stígur
dans í vinnustofurýminu og syng-
ur í takt við vinsæl dægurlög.
Þetta sýnir hún á myndbandi sem
rúllar í 40 mínútur og verður Að-
alheiður, sem er sælleg kona,
rjóðari og móðari þegar á líður.
Ég geri ekki ráð fyrir að lögin séu
valin af handahófi heldur að þau
hafi tilfinningalegt gildi fyrir
listakonuna, en hún afhjúpar sig
nokkuð á þessari sýningu. Ung
stúlka sem situr á stól, smíðuð úr
spýtum eins og Aðalheiði er lagið,
er æskumynd listakonunnar og á
rúðu rýmisins er texti þar sem
hún segir lítillega frá æskuárum
sínum.
Innsetningin er beint framhald
af ágætri sýningu sem Aðalheiður
hélt í Skaftfelli á Seyðisfirði síð-
astliðið sumar. Mér þykir hún öllu
opinskárri í þetta sinn. Maður
getur reyndar velt því fyrir sér
hvenær listamenn segja áhorf-
andanum of mikið og hvenær
ekki. Hve mikið svigrúm hann
ætti að hafa til túlkunar. Þetta
eru auðvitað viðkvæm mörk en úr
því að verkið er þetta tilfinn-
ingalegt þykir mér textanum
ofaukið að lokaorðunum und-
anskildum, þ.e. að hún hafi verið
viðráðanlegt barn – hún söng og
dansaði. Textinn í heild sinni er í
frásagnarformi sem höfðar til höf-
uðsins og drepur þar með tilfinn-
ingalega upplifun sem mér fannst
svolítið pirrandi uppbrot í hita
leiksins. Annars hefur Aðalheiður
verið vaxandi í listinni undanfarin
ár. Er augljóslega að endurskoða
eigið líf í listsköpun sinni með
áhugaverðum afleiðingum og nær
vissulega að gera stóra hluti í
þessu litla rými.
Stórt í litlu rými
MYNDLIST
Gallerí Box
Sýningu lokið.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Jón B.K. Ransu
Fréttir á SMS