Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 59
MENNING
Fr
um
Varðskipið TÝR
Sýning á silfurskúlptúrum og örsmáum
skipslíkönum, Sigurðar Þórólfssonar, gullsmiðs,
í Norræna húsinu kl.12-17. Síðasta sýningarhelgi.
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu
ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis
á næsta skólaári 2005-2006.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíð-
aráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 8620,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
Vika bókarinnar hefst áþriðjudag með veglegridagskrá sem stendur óslit-
ið fram á sunnudag. Á skrifstofu
Félags íslenskra bókaútgefenda
varð Benedikt Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri fyrir svörum og
kvaðst vera að leggja lokahönd á
að taka saman dagskrá vikunnar
en hún verður kynnt í heild sinni
á þriðjudag. Sú hefð hefur skap-
ast að bókaútgefendur í samstarfi
við bóksala gefa viðskiptavinum
bókaverslana sérstaka bók í til-
efni Viku bókarinnar og að þessu
sinni er það Árbók bókmennt-
anna sem Njörður P. Njarðvík
hefur tekið saman. Lesendur
Morgunblaðsins hafa fengið þægi-
legan forsmekk að bókinni því úr
henni hefur verið birt tilvitnun
dagsins frá því í byrjun apríl.
Dagskráin að öðru leyti er
gríðarlega fjölbreytt og skemmti-
leg og má nefna að skáld verða á
faraldsfæti um skóla, bókasöfn,
kaffihús og lista- og menning-
arstofnanir um allt land alla vik-
una og flytja ljóð og segja sögur.
Settar verða upp leiksýningar og
leikarar í ýmsum gervum úr ís-
lenskum barnaleikritum birtast,
t.d. H.C. Andersen sjálfur í
Gerðubergi. Stofnun Sigurður
Nordal efnir til málþings um At-
hafnalandið Ísland og er það
haldið í minningu Ragnars Jóns-
sonar í Smára. Verður m.a. leit-
ast við að svara spurningunni At-
hafnaskáld – hvar er Ragnar í
Smára samtímans?
Engin vika án verðlauna gætilíka verið slagorð bókavik-
unnar því tvenn verðlaun verða
afhent. Barnabókaverðlaun
Menntaráðs Reykjavíkur og
Bókaverðlaun barnanna verða af-
hent á sumardaginn fyrsta. Á
Gljúfrasteini ætlar Pálmi Gests-
son leikari að lesa úr verkum
nóbelsskáldsins undir yfirskrift-
inni Sumarkoma á Gljúfrasteini.
Alþjóðadagur bókarinnar er svo
laugardagurinn 23. apríl, (fæð-
ingardagur Halldórs Laxness) og
flytur verðlaunaskáldið Sjón
ávarp dagsins.
Eins og nærri má geta láta út-
gefendur ekki deigan síga í út-
gáfu þegar bókum er hampað svo
eftirminnilega í sumarbyrjun.
Hjá bókaútgáfunni Sölku eru
allir í sumarskapi að sögn Hildar
Hermóðsdóttur útgáfustjóra.
Af vorútgáfu Sölku útgáfu
nefnir Hildur fyrstar fjórar bæk-
ur um hollustu og heilbrigði.
Hreystin kemur innan frá eftir
Maríu Costantino í þýðingu Þor-
valdar Kristinssonar. „Þessi bók
fjallar um hvernig á að hreinsa
og afeitra líkamann svo hann
vinni betur úr fæðunni og brenni
því sem afgangs er. Það er
greinilega mikill áhugi fyrir
þessu efni og bókin hefur selst
ágætlega frá því hún kom í bóka-
búðir,“ segir Hildur.
Leyndarmál franskrar salat-sósu opinberað Íslendingum
er forvitnileg bók eftir Helen
Magnússon.
„Þessi litla en fallega bók verð-
ur gefin út á fjórum tungumálum:
íslensku, ensku, frönsku og
þýsku.
Undanfarin ár hefur íslensk
matarhefð tekið miklum breyt-
ingum og nú þykir salat sjálfsagt
og nauðsynlegt með hverri mál-
tíð. Það er af sem áður var; flotið
góða hefur vikið fyrir hollum og
auðmeltum olíum – sem er ein-
mitt að finna í þessum gómsætu
vínegrettum höfundar. Þar mæt-
ast frönsk matarmenning eins og
hún gerist best og nýstárleg
notkun á fersku, íslensku hráefni.
Safabókin er einnig eftir Mariu
Costantino í þýðingu Nönnu
Rögnvaldardóttur en þar er okk-
ur kennt að útbúa fjöldann allan
af ljúffengum og hollum ávaxta-
og grænmetissöfum og þeyt-
ingum. Þetta er fallega mynd-
skreytt og lystug bók fyrir heil-
næma sælkera.
Ætigarðurinn er falleg bók eft-
ir listakonuna Hildi Hákonar þar
sem hún kennir okkur að rækta
jörðina okkar allan ársins hring.
Inn á milli eru girnilegar upp-
skriftir, ráðleggingar til að öðlast
betri heilsu og áhugaverðar frá-
sagnir um lífið og tilveruna.
Þetta er þarft alfræðirit fyrir alla
þá sem vilja tengjast jörðinni bet-
ur og borða hollari mat,“ segir
Hildur.
Af allt öðrum toga en þó með
sumarstemningu er Gamla góða
Kaupmannahöfn eftir
Guðlaug Arason. „Guðlaugur
hefur undanfarin sumur lóðsað
Íslendinga um sögufræga staði í
Kaupmannahöfn. Nú hefur hann
sett þessa ferð á bók með ara-
grúa af fróðleik og tilheyrandi
skemmtisögum.
Á stórmarkaði trúarbragðanna
– nýjar trúarhreyfingar og dul-
hyggja er stórvirki eftir sr. Þór-
hall Heimisson sem fjallar þar um
helstu trúarbrögð heims auk þess
sem hann gerir grein fyrir nýjum
straumum og stefnum. Þetta rit
er það eina sinnar tegundar á ís-
lensku og er því þarft í fram-
haldsskóla og fyrir alla þá sem
hafa áhuga á þeim miklu áhrifum
sem trúarbrögðin hafa á sam-
félög víða um heim,“ segir Hildur
og bætir því við að fleiri bækur
séu væntanlegar frá Sölku í sum-
ar og haust en ekki er hægt að
skilja við Sölku útgáfu án þess að
nefna skemmtilegt framtak. „Við
hjá Sölku ákváðum að hrinda af
stað námskeiða- og fyrirlestraröð
þar sem teknar eru fyrir vinsæl-
ustu handbækur útgáfunnar.
Markmiðið með þessum fyrir-
lestrum er að sinna lesendum
sem vilja fá sem mest út úr þeim
bókum sem þeir eru ánægðir
með. Nánari upplýsingar um
þetta má fá á heimasíðu forlags-
ins, www.salkaforlag.is,“ segir
Hildur Hermóðsdóttir útgáfu-
stjóri.
Bók, bók, bók, íslensk bók
’Hjá Sölku útgáfu eruallir í sumarskapi að
sögn Hildar Hermóðs-
dóttur útgáfustjóra.‘
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
Morgunblaðið/Sverrir
havar@mbl.is
FRAMHALDSSKÓLARNIR á
Akureyri hafa ekki farið varhluta
af „sjóveikinni“ sem stingur sér
niður í hverjum menntaskólanum
á fætur öðrum þessi árin. En að
sjálfsögðu eru einkennin með ör-
lítið öðrum blæ en fyrir sunnan.
Tónlistin er allajafnan „live“, þ.e.
ekki er notast við upptekinn og
aðkeyptan undirleik heldur settar
saman hljómsveitir með skóla-
félögunum (auðvitað eru samt á
þessu undantekningar í báðar átt-
ir). Það sem tapast af fagmennsku
vinnst aftur í formi ferskleika og
sannfæringar, því allt snýst þetta
jú um að bera á borð eigin sköp-
un. Með Rígnum er síðan stigið
eitt skref í viðbót því handritið er
eftir tvo skólapilta (eða hvort þeir
eru nýútskrifaðir, skiptir ekki
máli) og efnið sótt í aðstæður
nemendanna sjálfra; rómaðan ríg-
inn milli skólanna tveggja sem
sameinast um sýninguna. Grindin
er svo sótt í Rómeó og Júlíu, svo-
lítið eins og ættarmótsnefndir
Montags og Kapúletts sameinist
um skemmtiatriði.
Handritið hefur margt gott við
sig. Í fyrri hlutanum, meðan verið
er að lýsa aðstæðum og hrinda at-
burðunum af stað, tekst þeim
bæði að skjóta
sannfærandi
skeytum á mór-
alinn í báðum
skólum og ýkja
ástandið upp úr
öllu valdi. Mörg
meinfyndin at-
riði birtast okk-
ur, ekkert þó
snilldarlegra en
kórsöngur mont-
inna MA-inga sem slær út ég
elska menn hjá Versló um árið
sem er best heppnaða tónlistar-
atriði sem ég hef séð í framhalds-
skólasýningu. Og talandi um þann
skóla, að gera verslóstjörnuna
Þorvald Davíð að persónu í verk-
inu sem hliðstæðu Parísar greifa í
Rómeó og Júlíu er innblásin og
dýrðlega andstyggileg hugmynd.
Í síðari hlutanum þyngist nokk-
uð róðurinn þegar dramað hellist
yfir. Þannig er það líka í Rómeó
og Júlíu, en það verður að segjast
eins og er að hinum ungu höf-
undum fatast nokkuð flugið í al-
vörunni. Það er eitthvað við hinar
ýktu og skemmtilegu aðstæður
sem þeir skapa í fyrri hlutanum
sem vinnur gegn harminum og
siðferðislegri alvörunni sem þeir
vilja greinilega fyrir allan mun
skila. Meira frelsi gagnvart frum-
verkinu, meiri hlýðni við aðstæð-
urnar sjálfar í skólunum, léttari
efnistök hefðu gert sýninguna frá-
bæra, og á endanum skilað sterk-
ari áhrifum. Þess í stað er hún
„bara“ verulega eftirtektarverð
frumraun og frábært þrekvirki í
uppfærslu á öllum póstum.
Sviðsetningin er ansi hreint
mögnuð hjá Þorleifi og orkustigið
hátt. Sérstaka aðdáun mína vöktu
kraftmikil og frábærlega útfærð
slagsmálaatriði, aftur eitthvað sem
ég hef ekki séð nálægt því svona
vel gert í öðrum skólasýningum og
þó víðar væri leitað. Kannski má
segja að stundum verði aðstæð-
urnar í Gryfjunni til þess að of
margar sekúndur líði milli atriða
en vel má vera að það þéttist.
Jafnframt má reikna með að
hljóðmaðurinn, sem ekki átti góð-
an dag, verði öruggari á sínu eftir
því sem sýningum fjölgar. Hljóm-
sveitin var mögnuð, en söngur
nokkuð misgóður.
Allir helstu leikarar skila góðu
verki. Mestur er stjörnubragurinn
á Guðmundi Inga Halldórssyni í
hlutverki Verslingsins, eins og
vera ber. Foringjar gengjanna
tveggja voru vel leystir af Unni
Birnu Björnsdóttur og Þorkeli
Stefánssyni. Elskendurnir sömu-
leiðis ágætir hjá Albert Sigurðs-
syni og Snjólaugu Svölu Grét-
arsdóttur. Hópurinn var samstiga
mjög þrátt fyrir mikinn hamagang
á köflum, rós í hnappagat leik-
stjórans sem er flinkur umferð-
arstjóri.
Rígurinn er einstakt verk um
margt. Samvinna tveggja skóla
um verk sem fjallar um ósam-
komulag þeirra. Grettistak ungs
fólks sem er mikið niðri fyrir um
eigið líf og vill miðla því sjálft á
eins áhrifaríkan hátt og kostur er.
Gallarnir fölna við hlið hinnar
augljósu ætlunar. Svona á að gera
þetta!
Af fornri heift
LEIKLIST
Leikfélög Menntaskólans og
Verkmenntaskólans á Akureyri
Höfundar: Andri Már Sigurðsson og Ævar
Þór Benediktsson. Leikstjóri: Þorleifur
Arnarsson. Hljómsveitarstjóri: Sigurður
Helgi Oddsson. Frumsýnt í Gryfjunni í
Verkmenntaskólanum laugardaginn 9.
apríl 2005
Rígurinn
Þorleifur
Örn Arnarsson
Þorgeir Tryggvason
ÍSLENDINGAR eru þátttak-
endur í evrópsku verkefni á
sviði ljósmyndunar sem heitir
Breytt ásýnd. Ljósmyndun á
breyttum myndum evrópskrar
menningar. Þema þessa árs
er: Án vinnu. Sérstök dóm-
nefnd í Slóvakíu hefur valið
Orra Jónsson úr hópi umsækj-
enda sem fulltrúa Íslands í
verkefninu.
Þátttakan er fólgin í að fara
til starfa í tvo mánuði í borg-
inni Poprad í Slóvakíu í
tengslum við ljósmyndagall-
eríið Dom Fotografie. Síðan
mun hollenskur ljósmyndari
koma til Íslands og dvelja hér
við myndatökur.
Það kom í hlut Íslendinga
að velja einn þátttakanda úr
hópi fimm hollenskra umsækj-
enda. Þar varð fyrir valinu
ljósmyndarinn Rob Hornstra,
en hann er nýútskrifaður í
ljósmyndun frá Listaakadem-
ínunni í Utrecht. Bók með
ljósmyndum Hornstra, Comm-
unism and Cowgirls, kom út
árið 2004.
Úrval ljósmynda sem unnar
eru í verkefninu í þátt-
tökulöndunum verður sýnt í
Museum Folkwang í Essen í
Þýskalandi snemma árs 2006
og síðan á farandsýningu sem
sett verður upp hjá samstarfs-
aðilum í verkefninu.
Aðalskipuleggjandi verkefn-
isins er Háskólinn í Sunder-
land í Englandi en samstarfs-
aðilar eru í Finnlandi,
Hollandi, Þýskalandi, Spáni,
Slóvakíu, Tékkóslóvakíu og
Litháen auk Íslands. Aðalsam-
starfsaðili við verkefnið á Ís-
landi er Þjóðminjasafn Ís-
lands.
Orri Jóns-
son tekur
þátt í Evr-
ópuverkefni