Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 23
MINNSTAÐUR
Aðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga svf.
verður haldinn í Ketilhúsinu
laugardaginn 30. apríl
næstkomandi kl. 10:00.
Á dagskrá fundarins
verða hefðbundin
aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
Kaupfélag Eyfirðinga
Kosin var 5 manna nefnd til að undirbúa framhaldsfund og stofnskrá félagsins.
Sýnd var kvikmynd sem tekin var á Akureyri 1982 og þar kynnti Markús
Örn Antonsson fjölda fyrirtækja og fólk að störfum í öllum helstu iðngreinum á
þeim tíma. Framhaldsfundurinn verður haldinn nk. sunnudag, 24. apríl, í Skipagötu
14, annarri hæð, kl. 15.00. Þar mun 5 manna nefndin skila af sér og kosin verður
stjórn félagsins. Einnig verður sýnd mynd þar sem
Magnús Bjarnfreðsson kynnir iðnað á Akureyri 1974.
Þarna mun margur maðurinn þekkja sjálfan sig eða sína nánustu, auk þess sem
hundruðir mynda af fólki að störfum í iðnaðinum verða þar til sýnis.
Framhaldsstofnfundur
Hollvinafélags Iðnaðarsafnsins
Stofnfundur Hollvinafélags Iðnaðarsafnsins var haldinn 21. febrúar sl.
Þar kynntu Þorsteinn Arnórsson og Jón Arnþórsson nokkrar hugmyndir
um hvernig slíkur félagsskapur gæti lagt hönd á plóginn til eflingar safninu.
Hollvinafélag Iðnaðarsafnsins á Akureyri
Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir
til að taka þátt í fundarstörfum og þiggja kleinukaffi.
ERLINGUR Sigurðarson og Hlyn-
ur Hallsson hlutu starfslaun lista-
manna á Akureyri, til sex mánaða
hvor. Þetta var tilkynnt á árlegri
Vorkomu menningarmálanefndar,
sem haldin var á Amtsbókasafninu á
sumardaginn fyrsta. Þeir Erlingur
og Hlynur voru valdir úr hópi 22
umsækjenda.
Hlynur sem er myndlistamaður,
hefur farið ótroðnar slóðir í listsköp-
un sinni og hlotnast ýmis heiður,
ekki síst erlendis. Hann vinnur
gjarnan með texta, ljósmyndir,
hluti, gjörninga, samskipti og að-
stæður. Framundan hjá honum eru
sýningar í Köln, í Varmahlíð, á
Laugarvatni, í Dessau og heima-
bænum Akureyri. Erlingur hefur
m.a. stundað ritstörf og hann er
jafnframt einn helsti fræðimaður
þjóðarinnar í rannsóknum á Davíð
Stefánssyni skáldi frá Fagraskógi.
Hann hyggst nýta hluta starfstím-
ans til að halda þeim rannsóknum
áfram.
Á Vorkomu menningarmála-
nefndar var í annað sinn veittur sér-
stakur nýsköpunarstyrkur Menn-
ingarsjóðs Akureyrar. Alma Dís
Kristinsdóttir hlaut styrkinn að
þessu sinni en verkefnið sem hún
hefur á prjónunum nefnist „Góðar
stundir“ og er markmið þess að
auka ánægjustundir foreldra og
barna á söfnum á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Guðmundur Jónsson arkitekt
hlaut viðurkenningu nefndarinnar í
byggingalist, fyrir viðbyggingu við
Amtsbókasafnið. Fram kom í máli
Sigrúnar Jakobsdóttur, formanns
menningarmálanefndar, að með
verki sínu hafi Guðmundur samein-
að gamla húsið og viðbygginguna í
nýtt, sjálfstætt verk, markverða
byggingalist sem verður lengi verð-
ugur vitnisburður um listþroska og
verkkunnáttu þjóðarinnar.
Við yfirferð með ráðgjöfum
menningarmálanefndar var niður-
staðan sú að engin viðurkenning
yrði veitt fyrir endurbyggingu eldri
húsa þetta árið. Hins vegar var
ákveðið að tileinka viðurkenningu
Húsverndarsjóðs þetta árið, minn-
ingu Kristjáns Péturssonar húsa-
smíðameistara, með hjartans þakk-
læti fyrir ómetanlegt framlag til
húsaverndunar. Kristján, sem var
einn besti fagmaður í viðhaldi og
varðveislu eldri bygginga, lést í jan-
úar sl. Eftirlifandi eiginkona hans,
Þórkatla Sigurbjörnsdóttir, veitti
viðurkenningunni viðtöku.
Viðurkenningu Menningarsjóðs
fyrir framlag til menningar- og fé-
lagsmála í bænum hlaut Bogi Pét-
ursson, oftast kenndur við Ástjörn.
Bogi starfaði m.a. í 53 ár við Sum-
arbúðirnar á Ástjörn og þar af sem
forstöðumaður í 40 ár. Hann lét af
störfum árið 1999 og þá höfðu þús-
undir barna notið dvalar þar. Að
auki nutu fjöldi stofnana, félagasam-
taka og einstaklinga óeigingjarns
sjálfboðins starfs Boga. Þá hlaut
Lilja Hallgrímsdóttir viðurkenningu
Menningarsjóðs fyrir mikilvægt og
óeigingjarnt framlag til tónlistar-
mála á Akureyri. Hún söng í kórum
og var á meðal stofnenda þriggja
kóra, Passíukórsins, söngfélagsins
Gígjunnar og sönghópsins Gam-
manna. Einnig starfaði hún við Tón-
listarskólann á Akureyri í 20 ár.
Listmunirnir sem veittir voru við-
urkenningarhöfum voru unnir af
Margréti Jónsdóttur leirlistakonu á
Akureyri en hún hlaut starfslaun
listamanna í bænum árið 1993.
Árleg Vorkoma menningarmálanefndar Akureyrar haldin á Amtsbókasafninu
Morgunblaðið/Kristján
Vorkoma Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, t.v., Hlynur Hallsson, Þórkatla Sigurbjörns-
dóttir, Erlingur Sigurðarson, Lilja Hallgrímsdóttir, Guðmundur Jónsson, Bogi Pétursson, Alma Dís Kristinsdóttir,
Diljá Nanna og Sindri Þór Guðmundarbörn og Sigrún Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar.
Erlingur
og Hlynur
hlutu
starfslaun
listamanna
Eftirlit | Á fundi náttúruvernd-
arnefndar var lagt fram minnisblað
frá Hrefnu Kristmannsdóttur og
Gunnari Orra Gröndal hjá Háskól-
anum á Akureyri, um þörf á lang-
tímaeftirliti með afrennsli af vatna-
sviði Glerár. Náttúruverndarnefnd
telur mikilvægt að sett verði á lagg-
irnar varanleg mælistöð fyrir lang-
tímaeftirlit með afrennsli af vatna-
sviði Glerár vegna beinna hagsmuna
bæjarfélagsins og vegna mikilvægis
fyrir rannsóknir á náttúrufari norð-
urhjarans. Nefndin leggur til við
bæjarráð að Akureyrarbær gerist
aðili að samkomulagi um rekstur og
fjármögnun mælistöðvarinnar.
Banki flytur | Ákveðið hefur verið
að flytja starfsemi útibús KB banka í
Sunnuhlíð, á Glerártorg og í Geisla-
götu. Opnuð verður ný afgreiðsla á
Glerártorgi með lengri afgreiðslu-
tíma en bankinn hefur boðið á Ak-
ureyri til þessa. Samhliða þessum
skipulagsbreytingum verður þjón-
usta í aðalafgreiðslu KB banka í
Geislagötu efld til muna. Síðasti af-
greiðsludagur í Sunnuhlíð verður
hinn 19. maí nk. og ný afgreiðsla
verður opnuð á Glerártorgi sama dag.
Hátíðartónleikar | Hátíðar-
tónleikar verða kl. 16 á morgun,
sunnudag í Akureyrarkirkju. Kór
Akureyrarkirkju, Kammerkór
Norðurlands, Voces Thules, Guð-
laugur Viktorsson tenór, Eiríkur
Hreinn Helgason bassi og organist-
arnir Björn Steinar Sólbergsson og
Eyþór Ingi Jónsson flytja verk eftir
Charles-Marie Widor og Maurice
Duruflé. Gestastjórnandi verður
Hörður Áskelsson.
Unglingavinna | Bæjarráð hefur
samþykkt tillögu varðandi laun 14 og
15 ára unglinga sumarið 2005. Laun
16 ára unglinga eru ákveðin í kjara-
samningi Einingar-Iðju við Akureyr-
arbæ. Laun 14 og 15 ára hafa und-
anfarin ár tekið sömu hækkunum og
laun 16 ára. Samkvæmt því er lagt til
að laun þeirra hækki um 1,75% frá
síðasta ári og verði: 14 ára kr. 316,95
pr. klst. (orlof innifalið).15 ára kr.
362,25 pr. klst. (orlof innifalið).
Tónleikar | Sunnudaginn 24. apríl
kl. 15 stíga á svið Tónlistarhússins
Laugarborgar í Eyjafjarðarsveit
góðir gestir. Kristinn Sigmundsson
og Jónas Ingimundarson munu þá
flytja ljóðasöngva eftir Schubert,
Wolf, Brahms, Strauss, Wolf,
Loewe, Beethoven og Mahler. Sömu
efnisskrá fluttu þeir félagar í Saln-
um í Kópavogi nýverið. Tónleikarnir
eru styrktir af Norðurorku.
MIKLAR skemmdir voru unnar á
strætisvagnaskýlum á Akureyri að-
fararnótt þriðjudags. Brotnar voru
dýrar öryggisrúður í fimm skýlum.
Lögreglan telur að rúðurnar hafi
bæði verið brotnar með grjótkasti
og þá var einnig hægt að finna göt
eftir byssukúlur í einhverjum skýl-
anna. Tjónið er talið nema allt að
300 þúsund krónum.
Þá lagði lögreglan hald á um 12
grömm af amfetamíni í heimahúsi
um síðustu helgi og tilkynnt var
um innbrot í fyrirtækið Haftækni
við Hvannavelli. Þaðan hafði verið
stolið fartölvum og GPS-staðsetn-
ingartækjum. Vermæti þýfisins er
talið nema hundruðum þúsunda
króna.
Einnig var tilkynnt um innbrot í
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Þar var m.a. stolið peningum en
ekki er talið að sá, eða þeir, sem
verkið framdi hafi haft mikið upp
úr krafsinu.
Aðfararnótt fimmtudags var svo
brotist inn í húsnæði Sigl-
ingaklúbbsins Nökkva og stolið
þaðan tölvu og tengdum búnaði.
Allir þeir sem geta veitt einhverjar
upplýsingar í málum þessum eru
beðnir að láta lögregluna á Ak-
ureyri vita.
Innbrot og
skemmdarverk
SIGFÚS Fossdal frá Akureyri
gerði góða ferð á Norðurlandamót
unglinga í kraftlyftingum í Sande í
Noregi um síðustu helgi. Hann
sigraði í mínus 125 kg flokki og
lyfti 780 kg samanlagt. Þetta er
fyrsti Norðurlandameistaratitill Ís-
lendings í 18 ár eða frá því að
Kári Elíson varð Norðurlanda-
meistari. Sigfús lyfti 260 kg í hné-
beygju, 227,5 kg í bekkpressu og
bætti þar eigið Íslandsmet ung-
linga og þá lyfti hann 292,5 kg í
réttstöðulyftu.
Sigfús var að vonum ánægður
með árangurinn en markmið hans
var að fara til Noregs og sækja
gullið. Hann háði harða baráttu
við norskan keppanda og náði að
lyfta 7,5 kg meira en sá norski í
samanlögðu. Alls mættu um 40
keppendur til leiks í Noregi, þar
sem keppt var í tveimur aldurs-
flokkum karla og fjölmörgum
þyngdarflokkum og opnum flokki
kvenna. Sigfús var eini keppand-
inn frá Íslandi en naut aðstoðar
Svavars Smárasonar, aðrir kepp-
endur voru frá Noregi, Svíþjóð og
Danmörku. Þetta var í þriðja sinn
sem Sigfús tekur þátt í Norð-
urlandamóti unglinga og áður hef-
ur hann unnið til silfurverðlauna.
Næsta verkefni piltsins er Heims-
meistaramót unglinga sem fram
fer í Bandaríkjunum næsta haust
og ætlar Sigfús að spýta í lófana
fram að því móti.
Sigfús Fossdal
Norðurlandameistari
Morgunblaðið/Kristján