Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 31
menn eru ekki alltaf sam-
milli flokka. Við gerum okk-
rein fyrir því að samstarf
út á að sýna eðlilega sann-
a tillit til samstarfsaðilanna
undum verður þessi að
r og stundum hinn. Það fer
og aðstæðum en ekki met-
gna hefur þetta gengið vel.
nig verði það áfram.
ð það hafi engu breytt um
f hvor okkar situr í forsæti.
það yrði eitthvað mjög
erfitt milli manna. Það hefur ekki verið.“
Davíð sagði að hann og Halldór hefðu
handsalað samkomulag um samstarf
flokkana á Þingvöllum eftir kosningarnar
1995 um að mynda ríkisstjórn flokkanna
tveggja. „Ég held því nú ekki fram að við
höfum handsalað því til 10 ára. En það var
ágætisbyrjun. Við höfðum enga sérstaka
ástæðu til þess að vera sérstakir vinir, við
Halldór á því augnabliki. Halldór var bú-
inn að vera öflugur leiðtogi stjórnarand-
stöðu og ég býst við að ég hafi verið held-
ur frekur forsætisráðherra. Það þurfti
töluvert til af hálfu beggja ná sama: það
hefur gengið vel.“
Davíð og Halldór ræddu nokkuð um
vinnubrögð í samstarfinu á blaðamanna-
fundinum. Halldór sagði að í samstarfi
flokka væri nauðsynlegt að aðilar tækju
tillit til samstarfsflokksins. Af hálfu
sumra væri slík kallað, að gefa eftir við
samstarfsflokkinn. Þetta væri hins vegar
forsenda fyrir því að samstarfið skilaði
árangri. Halldór sagði að í ríkisstjórninni
hefðu menn tamið sér að vera fljótir að
taka ákvarðanir frekar en að draga í lang-
an tíma að taka þær. Í einhverjum til-
vikum leiddu þessi vinnubrögð til þess að
menn tækju ekki endilega 100% réttar
ákvarðanir, en það væri sín reynsla að
það væri betra að taka fljótt á málunum
en að vera að fresta endalaust ákvarð-
anatöku. Það væri bara ávísun á vand-
ræði.
Davíð sagði að forystumenn flokkanna
hefðu á þessum 10 árum sýnt sveigj-
anleika þegar upp kæmi ágreiningur. Ef
annar flokkurinn gæti ekki hugsað sér að
fara ákveðna leið í tilteknu máli þá væru
menn ekki að halda henni til streitu.
Menn einfaldlega finndu þá aðra leiðir.
Davíð og Halldór sögðu báðir engan
vafa leika á að rétt skref væru stigin með
sölu Símans. Halldór sagði enga ástæðu
fyrir ríkið að standa í samkeppnisrekstri.
Með sölunni yrði hægt að styrkja rík-
issjóð og fá fjármagn til brýnna sam-
félagslegra verkefna.
„Við erum að leysa úr læðingi 60–80
milljarða sem bundnir eru í Símanum.
Það mun engin breyting verða á þjónust-
unni við fólkið í landinu, nema að hún
kannski batnar eins og gerðist með bank-
ana,“ sagði Davíð.
Davíð vék einnig að vegamálum og
gagnrýni á Héðinsfjarðargöng. „Menn
sögðu að þetta væri vitlaus forgangs-
röðun. Mönnum finnst einfalt að segja
þetta. En menn eiga þá að spyrja, var
þetta sett fremst í forgangsröðina? Nei,
menn byrjuðu á allt öðrum verkefnum.
Það er ekki farið að huga að svona verk-
efnum fyrr en umferðin er orðin þannig
að 95% af henni eru á bundnu slitlagi. Þá
fara menn í svona verkefni sem auðvitað
nýtast öllu landinu og styrkir það og eflir.
Þetta er í samræmi við forgangsröðun, en
við byrjuðum bara á öðru.“
Hefur hug á að halda
áfram í stjórnmálum
Davíð veiktist í fyrrasumar og hefur
verið í strangri endurhæfingu. Hann
sagðist aðspurður hafa fullan hug á að
halda áfram í stjórnmálum. „Ég hef ekki
hug á öðru,“ sagði Davíð.
„Ég var orðinn mjög slappur áður en
ég fór inn í þessa seinni aðgerð. Mér
fannst þegar ég var að ganga í Skerjafirð-
inum að ég væri farinn að búa í fjalllendi,
en það er bara hluti af þessu dæmi. Ég
var tekinn af tilteknum lyfjum og þá verð-
ur maður svona slappur. Þetta var allt
hluti af prógrammi sem hefur gengið vel,“
sagði Davíð.
Davíð sagði að þó að hann væri búinn
að vera lengi í ríkisstjórn væri ekki hægt
að segja að hann væri búinn að koma öllu í
verk. Stjórnmálin væru þannig að stór
hluti verkefnanna snerist um að bregðast
við hlutum sem upp koma. „Þá er aðalsp-
ursmálið, hvernig eru þessir menn til að
taka á slíkum málum? Það stendur ekkert
um þau í stjórnarsáttmálanum. Og þá er
spurningin, geta þeir unnið saman? Geta
þeir verið fljótir til ákvarðana? Eru þeir
að tala saman af heilindum eða eru þeir
alltaf að velta fyrir sér hvað kemur vel út
fyrir þá?“
Davíð minnti á að hann væri ekki nema
57 ára gamall. „Mér liggur ekkert á,
hvorki að fara eitthvað né vera eitthvað,
en ég held að ég hafi enn krafta til að gera
góða hluti.“
ur aukist um 51% á 10 árum
Morgunblaðið/Gollimsson og Davíð Oddsson sögðu að árangur af stjórnarsamstarfinu þessi 10 ár væri góður.
egol@mbl.is
fyrir flokkana undanfarinn áratug, ásamt mök-
um. Voru flestir ráðherranna mættir til fagn-
aðarins, en þrír þeirra áttu þess ekki kost að
vera viðstaddir. Ríkisstjórn Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks tók við völdum 23. apríl
1995 að loknum kosningum sem fram fóru 8.
apríl og hélt hún sinn sinn fyrsta fund 25. apríl.
Davíð Oddsson var í forsæti ríkisstjórnarinnar
og sömuleiðis í tveimur næstu ríkisstjórnum
flokkanna. Á síðasta hausti tók Halldór Ás-
grímsson við embætti forsætisráðherra en
Davíð Oddsson varð utanríkisráðherra.
rnarsamstarfi í Ráðherrabústaðnum
n Pálsson, sendiherra í Danmörku, og eiginkona hans Ingibjörg Rafnar, Þorgerður Katrín Gunn-
menntamálaráðherra, Kristrún Eymundsdóttir, eiginkona Halldórs Blöndal þingforseta, Ingi-
lmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra, og Sólveig Pétursdóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra.
Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og eiginkona hans, Margrét
Einarsdóttir, Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, og eiginkona hans, Vigdís Gunn-
arsdóttir, í Ráðherrabústaðnum í gærkvöld. Fjær eru Halldór Ásgrímsson og Árni M. Mathiesen.