Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 51 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félagsstarf Gerðubergs | ,,Sendu mér sólskin“ 29. apríl–6. maí menningardagar, m.a. listsýning frá Iðjubergi, myndlistarsýning Lóu Guðjónsdóttur, kynslóðir saman í Breiðholti, íþrótta- og útivist- ardagur á vegum FÁÍA (félags áhugafólks um íþróttir aldraðra) o.fl. Allir velkomnir. Hraunsel | Fyrirhuguð ferð í Krýsuvík og Bláa lónið frestast til þriðjudagsins 3. maí. Tekið við greiðslu v/ferðarinnar föstudaginn 29. apríl í Hraunseli milli kl. 13–16. Hæðargarður 31 | Morgunganga Háaleitishverfis kl. 10 árdegis. Teygjuæfingar og vatn að lokinni göngu. Sumargleðin föstudaginn 29. apríl kl. 20–23. Miðasala haf- in. Uppl. í síma 568–3132. SÁÁ, félagsstarf | Tveggja kvölda dansnámskeið verður 25. og 26. apríl kl. 20 í sal IOGT í Stangarhyl 4. Kennt verður salsa bæði kvöldin. Fjölmennum og tök- um með okkur gesti. Félagsstarf SÁÁ. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Samkoma kl. 20, ræðumaður Egon Falk, kristniboði í Tansaníu. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Dagskrá fyrir börn 5 ára og eldri. Allir velkomnir. Sjá nánar dagskrá m/Egon Falk á www.gospel.is. Að tala íslensku á sunnudögum ICELANDAIR, Icelandair-Hotels og FL-group eru meðal fyrirtækja er standa að Íslensku kvik- myndahátíðinni, sem nefnist reynd- ar Iceland International Film Festival. Á hátíðinni eru sýndar ágætar kvikmyndir og veitti vissulega ekki af að hressa upp á úrvalið í bíó- unum. Meirihluti myndanna er frá enskumælandi þjóðum og titlar þeirra eru látnir halda sér í auglýs- ingum. 99% kvikmyndagesta eru hvort sem Íslendingar og skilja ef- laust allir ensku. Nokkrar myndanna eru frá öðr- um þjóðum og þá er auðvitað sjálf- sagt að þýða heitin á þeim kvik- myndum – á ensku. Maria Llena Eres de Gracia – þýðir Maria Full of Grace. Der Untergang – Downfall. Min Misunderlige Frisör – My Jealous Barber. Á Iceland International Film Festival eru líka íslenskar myndir. Af hverju fær t.d. myndin Englar alheimsins ekki sinn enska titil? Nota Íslendingar íslensku aðeins á sunnudögum? Guðjón Sveinbjörnsson. Í hvernig landi búum við? Í ÖLLUM fréttum í dag, 20. apríl, er búið að vera að segja frá því að 17 ára piltur hafi verið færður inn í bíl og fluttur upp á Vaðlaheiði og þar hafi tveir menn skotið á hann úr loftbyssu 10–15 skotum. Búið er að handtaka mennina, þeir yfirheyrðir og annar búinn að játa verknaðinn á sig og hinn að mestu leyti líka. Hvað skeður svo? Lögreglan, já lögreglan, sleppir þessum mönnum aftur út í sam- félagið og á hverju getum við hin átt von, jú jú, hver er næstur, er það ekki? Hvers lags ríki búum við í? Hér geta menn gert nánast það sem þeim sýnist og komist upp með það, hálfdrepið fólk ef þeim sýnist svo, bara játa, og ganga svo glottandi út af lögreglustöðinni og beint inn í samfélagið aftur eins og ekkert sé. Í þessu tilfelli eru mörg landslög þverbrotin, ólöglegur vopnaburður, misþyrmingar, skerðing á persónu- frelsi og svo mætti lengi telja. Nú er kominn tími til að Björn bretti upp ermarnar og fari að láta sína menn vinna vinnuna sína, eftir þeim lögum sem eiga að gilda í þessu landi. Eru ekki einkunnarorð ríkisins „Með lögum skal land byggja“? María Gunnarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Laugardagur Alþjóðadagur bókarinnar og höf- undarréttar, 23. apríl, er haldinn hátíðlegur víða um heim að frum- kvæði UNESCO, menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Dagur- inn er helgaður bókinni og þeim sem vinna við bækur með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur Félag íslenskra bókaútgefenda beitt sér fyrir hátíðahöldum og margvíslegri dagskrá á Degi bók- arinnar og í Viku bókarinnar 19.– 25. apríl eins og fram kemur í dag- skránni. Ávarp dagsins Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson, rit- höfundur. Flutt og birt í fjölmiðlum. Sprell og fjör – Húsdýragarðurinn Garðurinn opinn frá kl. 10–17. Barnabókahátíð Eddu útgáfu í Húsdýragarðinum. Frítt í garðinn og skemmtileg dagskrá allan dag- inn með tilheyrandi sprelli og fjöri. Kalli á þakinu kemur í heimsókn en bókin kemur einmitt út í sömu viku, Benedikt búálfur kemur í heimsókn. Upplestrar: Barnabóka- höfundar Eddu lesa úr bókum sín- um, einnig verður lesið úr þýddum bókum, t.d. H.C. Andersen og Ast- rid Lindgren. Barnabókamarkaður í veitingatjaldi, teiknihorn og rat- leikur um garðinn. Borgarbókasafn – Hlíðarskáld, Öskjuhlíð Kl. 14. Bókmenntaganga í leið- sögn Péturs Gunnarssonar rithöf- undar. Lagt verður upp frá Perl- unni og endað í kaffihúsinu Nauthól í Nauthólsvík. Gangan tek- ur 1–1½ klst. Staldrað verður við á nokkrum stöðum og spjallað um Öskjuhlíðina og bókmenntirnar og lesið úr verkum nokkurra höfunda. Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfund- ur les eigin ljóð við Perluna, Einar Kárason les úr bók sinni, Diddu dojojong, á söguslóðum verksins og einnig verður Margrét Árnadóttir, leikkona og starfsmaður í Kringlu- safni, með í för. Allir velkomnir! Heimur ljóðsins Ljóðaþing í stofu 101 í Odda. Kl. 9.30–17.00. Helgina 23.–24. apríl verður haldið ljóðaþing í Háskóla Íslands þar sem 32 fræðimenn munu halda erindi um ljóðagerð. Þingið verður með sama sniði og skáldsagnaþing sem haldið var árið 2001 en afrakstur þess varð greina- safnið Heimur skáldsögunnar sem út kom sama ár. Ljóðlistin verður án landamæra á þinginu, eins og yfirskriftin Heimur ljóðsins ber með sér, þ.e. fjallað verður jafnt um ljóð sem frumort eru á ís- lensku, þýdd ljóð og óþýdd erlend ljóð. Þingið er öllum opið og stend- ur frá 9.30–17.00 báða dagana í stofu 101 í Odda. Nánari upplýs- ingar um þingið er að finna á heimasíðu Hugvísindadeildar Há- skóla Íslands (http://www.hug- vis.hi.is). Lestrarmenning í Reykjanesbæ Veisla þar sem fulltrúum 2ja ára barna verður boðið á bókasafn bæj- arins og þeim afhent bókagjöf. Önnur 2ja ára börn fá bókagjöf um leið og þau hefja skólagöngu sína í leikskólunum. Með bókinni fylgir bæklingurinn Viltu lesa fyrir mig? sem Fræðsluskrifstofa Reykjanes- bæjar gaf út 2003. Bókagjöfin í ár er Gráðuga lirfan eftir Eric Carle. Bókin er gefin af Eddu útgáfu. Fé- lag íslenskra bókaútgefenda hefur stutt dyggilega við þetta verkefni síðastliðin ár með höfðinglegum bókagjöfum til 2ja ára barna í bæj- arfélaginu. Frekari upplýsingar má finna á www.reykjanesbaer.is Íslensku þýðingaverðlaunin Gljúfrasteinn. Kl. 17.00. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir Íslensku þýðingaverðlaun- in á Gljúfrasteini. Vika bókarinnar 23. apríl Metorð líkjast klæðum, þau fara illa fyrr en vaninn getur þau lagað eftir limum þess, sem ber þau. William Shakespeare 1564 (Bretland): Macbeth (ísl. Matthías Jochumsson) Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarð- neskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. Halldór Laxness 1902: Fegurð himinsins Önnur afmælisbörn dagsins: Jorge de Lima 1896 (Brasilía) Vladimir Nabokov 1899 (Rússland/Bandaríkin) George Steiner 1929 (Bandaríkin) Árbók bók- menntanna LEIKSÝNINGIN Héri Hérason stekkur nú aftur á svið Borg- arleikhússins, en gera varð hlé á sýningum vegna veikinda aðal- leikkonunnar, Hönnu Maríu Karlsdóttur. Hún er nú komin á kreik. Tólf leikarar taka þátt í sýning- unni. Það eru auk Hönnu Maríu, Bergur Þór Ingólfsson sem fer með titilhlutverkið, Theodór Júl- íusson, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunn- ar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Marta Nordal, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Sveinn Geirsson. Næstu sýningar eru í kvöld, föstudaginn 29. apríl, og laug- ardaginn 7. maí. Héri Hérason snýr aftur Fréttir á SMS Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2005-2006 Innritun nýnema fyrir næsta skólaár stendur nú yfir hjá Tónlistarskóla FÍH til 1. maí nk. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu skólans www.fih.is/sk eða á skrifstofu skólans í Rauðagerði 27. Allir nýnemar þurfa að taka inntökupróf í skólann. Umsækjendur fá bréf um miðjan maí með tíma fyrir inntökupróf, en þau fara fram dagana 23.-25. maí. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvals kennara, sem eru virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi. Skólinn býður nemendum sínum gott námsumhverfi og fjölbreytt námsframboð. Um leið eru gerðar kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Lifandi tónlist – Lifandi fólk. Dagskrá: Samkoman sett: Árni Sigurðsson. Ávarp: Margrét Margeirsdóttir, formaður FEB. Vorljóð: Baldvin Halldórsson, leikari flytur. Kórsöngur: Söngfjelagið kór FEB í Reykjavík. Stjórnandi: Kristín Pétursdóttir, undirleik annast Hólmfríður Sigurðardóttir. Minni karla og kvenna Leiklestur: Snúður og Snælda. Almennur söngur milli atriða við undirleik Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Stjórnandi: Ásgeir Guðmundsson. Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi Kaffiveitingar - verð kr. 1.500 Vorfagnaður Ásgarði, Glæsibæ, 29. apríl 2005 kl. 20.00 Líföndun og jóga Til að lifa til fulls þarftu að anda til fulls Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið dagana 6.-8. maí Endurnærandi helgi fyrir þá sem þurfa að hlaða batteríin. Tækifæri til þess að losa um gamlar og nýjar tilfinningar og finna svörin innra með sér. Guðrún Arnalds, símar 896 2396/561 0151 gudrun@andartak.is • www.andartak.is Nú er lag í Glæsibæ! Harmonikudansleikur af bestu gerð í Glæsibæ kl. 21.30 í kvöld Hljómsveitir undir stjórn Þorvaldar Björnssonar, Þórleifs Finnssonar ásamt söngkonunni Örnu Þorsteinsdóttur auk Vinbelgjanna Félag harmonikuunnenda í Reykjavík. F.H.U.R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.