Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 54

Morgunblaðið - 23.04.2005, Side 54
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I Heimsfrumsýnd 29. apríl Heimsfrumsýnd 29. apríl Miðasala opnar kl. 15.003 3  ÓÖH DV Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 3. 30, 5.45, 8 og 10.15. FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! f r i til r ! a a r r llv kj tryllir frá s rav !  K&F X-FM ÓÖH DV WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 4 m. ísl. tali, Verð 400 kr. Sýnd kl. 8 og 10. 30 SUMARDAGAR í Smárabíói 21.- 24. apríl Aðeins 400 kr. í bíó á allar myndir alla helgina í boði bíó.is og aðeins 1000 kr. í Lúxus sal*Sýnd kl. 5.50 Sýnd kl. 8 og 10.30.Sýnd kl. 3 og 5.30 Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir Sýnd kl. 4 JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 10 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR!I Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10.15. bi. 16 ára Nýjasta meistaraverk Woody Allen Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur kvikmyndaáhugamaður má missa af! Sýnd kl. 2, 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 2, 4 og 6. m. ensku tali Will Smith er Downfall Ó.H.T. Rás 2 54 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ZIK Zak kvikmyndir og Filmus hafa fest kaup á kvik- myndaréttinum að skáldsögu Stefáns Mána, Svartur á leik, sem kom út hjá Máli og menningu síðastliðið haust. Stefán Máni mun sjálfur skrifa handritið af kvikmyndinni. Svartur á leik hlaut mikið lof gagnrýnenda þeg- ar hún kom út, en sagan byggist á umfangsmiklum rannsóknum Stef- áns Mána á ís- lenskri glæpa- sögu. „Okkur fannst vera orðið tíma- bært að gera góða glæpamynd á Íslandi,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak kvikmyndum, sem að líkindum mun fram- leiða kvikmyndina ásamt Skúla Malmquist, einnig hjá Zik Zak, og Arnari Knútssyni fyrir Filmus. „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum í svona verkefni með öðru fyrirtæki, og það er bara mjög gaman að því.“ Engar ákvarðanir hafa verið teknar enn um val á leikstjóra eða leikurum, en Þórir Snær segir myndina verða „al- íslenska“, tekna á Íslandi á íslensku með íslensku fólki. „Þetta er á frumstigi, en pælingarnar eru miklar enda karakterarnir mjög skemmtilegir,“ segir hann en segist ekkert frekar vilja gefa upp á þessu stigi málsins. „Ég er með einhverjar pælingar, en það eru allir með ein- hverjar pælingar líka.“ Þórir segist sjá fyrir sér að kostnaður við gerð mynd- arinnar verði um 150 milljónir króna. „Ef það á að gera þetta almennilega, sem mér finnst að þurfi að gera,“ segir hann. Tökur eru áætlaðar á árinu 2007, en Þórir segist gjarnan vilja byrja fyrr ef mögulegt er. „Við ætlum að vinna handritið þangað til við verðum sáttir, og síðan förum við að kíkja á leikstjóra,“ segir hann að lokum. Kvikmyndir | Svartur á leik eft- ir Stefán Mána kvikmynduð Svartur á leik heitir skáldsaga Stefáns Mána sem brátt verður gerð að kvikmynd. Tímabært að gera íslenska glæpamynd EINS og við mátti búast er Gat í hjartanu, nýjasta mynd sænska leikstjórans Lukas Moodyssons, ein umtalaðasta mynd Kvik- myndahátíðar Íslands, sem nú stendur yf- ir. Myndin hefur skipt mönnum rækilega í tvær andstæðar fylkingar; þá sem hampa henni sem ögrandi og frumlegu meist- araverki og hina sem eiga erfiðara með að greina hina meintu snilld og um leið til- ganginn með öllum þeim ömurleika sem myndin hefur að geyma. Björn Almroth, sem staddur var hér á landi er myndin var frumsýnd og svaraði m.a. spurningum áhorfenda, fer með eitt af fjórum burðarhlutverkum í myndinni, leik- ur Eric, unga manninn sem reynir hvað hann getur til að leiða hjá sér verknað hinna í íbúðinni, klámmyndagerðina; er brothættur og brenndur einfari sem gefist hefur upp á raunveruleikanum og er horf- inn á vit síns eigin sjálfskapaða vítis þar sem limlestingar á manngerðum dúkkum og önnur ímynduð náttúruúrkynjun sefar mesta sálarsársaukann. Það vekur forvitni að Almroth hefur aldrei áður leikið í kvik- mynd, er ennþá að nema leiklist og leik- húsfræði í háskóla og stingur sér þannig til sunds í foraða djúpu laugina, einungis 19 ára að aldri. Vaknar því fyrst sú spurning hvað foreldrum þessa unga manns, sem ólst upp í smábænum Kiruna í Norður- Svíþjóð en býr nú í Stokkhólmi, hafi eig- inlega fundist um að hefja leikferil sinn í svona geysilega ögrandi kvikmynd. „Þau voru stolt af mér og mjög ánægð, einfaldlega vegna þess að þau dást að fyrri verkum Moodyssons,“ segir þessi svart- klæddi, síðhærði ungi maður. Það leynir sér ekki hið svokallaða goth-útlit – hárið litað tinnusvart, hörundið náhvítt og augun blóðhleypt eftir of stóran skammt af til- skildum svörtum augnblýanti. Og kannski af þeim sökum stenst maður ekki mátið að spyrja hvort þeir séu á einhvern hátt líkir, Björn og Eric? „Nei, eiginlega ekki. Ég er fyrir það fyrsta ekki eins einangraður og inn í mig og Eric. Ég á sem betur fer eðlilegri fortíð, hef ekki þurft að glíma við sömu raunir og hann hefur þurft að þola.“ Björn segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig mynd ætti að fara að gera þegar hann sótti fyrst um hlutverkið, hvað þá að Moodysson væri leikstjóri. „Þetta hefði allt eins getað verið sápuópera.“ Björn segist alls ekki hafa fengið bak- þanka þegar hann svo fékk að lesa hand- ritið og aldrei viljað hætta við. „Mér fannst handritið mjög sterkt og ég lagði allt mitt traust á að Moodysson vissi hvað hann væri að fara með því.“ Björn finnst viðfangsefni myndarinnar eiga fullan rétt á sér og eiga erindi við fólk. „Í Lilju-4-Ever var hann að framfylgja ákveðnum málstað en í þessari eru mark- miðin víðtækari og opnari fyrir áhorfand- ann til að ákvarða hvaða þýðingu þau hafa. Fólk sem býður við henni er þröngsýnt.“ Björn segir Moodysson í senn agaðan og tilraunaglaðan kvikmyndagerðarmann, sem fagni ábendingum leikara en haldi um leið sinni skýrt mörkuðu stefnu. Þannig fékk Björn að þróa hlutverk sitt upp að vissu marki. Þegar hann var yngri voru hlutverkaleikir hans helsta áhugamál. Hann segir áhugann á leiklist hafa orðið til upp úr því og þótt hann sé nú að mestu hættur að spila búi hann enn að reynslunni enda sé kvikmyndagerð „hálfgerður hlut- verkaleikur“. Björn segist ekki hafa búist við að fá svona mikla athygli. „Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu mikill áhugi er fyrir Moodysson og verkum hans utan Svíþjóð- ar. Mér sýnist hann reyndar njóta mun meiri virðingar erlendis en heima fyrir.“ Hvers vegna heldurðu að það sé; á fólk erfitt með að horfast í augu við það sem hann hefur fram að færa? „Það er eins og allir vilji reyna að hemja hann í Svíþjóð, bæði framleiðendur og áhorfendur; vilji ekki unna honum þess að segja það sem honum liggur á hjarta.“ Hefurðu lent í vandræðum út af mynd- inni? „Nei ég hef næstum alveg verið látinn í friði, en meðleikarar mínir hafa fengið að finna fyrir því.“ Björn segir vinnuna við myndina hafa aukið áhuga sinn á því að verða leikari í framtíðinni en hefur samt áhyggjur af því hversu fá atvinnutækifæri eru fyrir leikara. „Þetta er óöruggt starf í Svíþjóð þannig að maður verður að hugsa sig vel um áður en maður ákveður að gera það að að- alstarfi.“ Hann segist hafa fengið nokkur atvinnu- tilboð en ekki tekið að sér nein hlutverk, segist vilja klára námið fyrst. Kvikmyndir | Björn Almroth leikur aðalhlutverkið í Gati í hjartanu Brothætt- ur og brenndur Hinn 19 ára gamli Björn Almroth segist mest vera fyrir menningu þá sem er á jaðr- inum og eigi það við um tónlist, kvikmyndir og myndlist. Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Gat í hjartanu er sýnd á Kvikmyndahátíð Íslands, í Reykjavík, Keflavík og á Ak- ureyri. Dagskrá hátíðarinnar um helgina og næstu daga er að finna á vefsíðunni www.icelandfilmfestival.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.