Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU Lista- hátíð í Lesbókinni KJELL Inge Rökke hefur skráð fyr- irtæki sitt Aker Seafoods á verð- bréfamarkaðinn í Noregi. Þetta er í annað sinn, sem Rökke fer með sjáv- arútvegsfyrirtæki í sinni eigu á markað. Fyrir átta árum skráði hann fyrirtækið Norway Seafoods á mark- að, en það gekk ekki upp og var fyr- irtækið tekið af markaði tveimur ár- um seinna. Leif-Arne Langöy, stjórnarfor- maður Aker, segir að nú sé staðan allt önnur en í fyrra skiptið. Norway Seafoods hafi verið afar flókið fyr- irtæki með starfsemi víða um heim, eins og í Alaska, Rússlandi og Suður- Ameríku. Þá hefði fyrirtækið aðeins verið með leyfi til útgerðar fimm tog- ara og þetta og ýmislegt fleira hafi valdið því að menn hafi verið tregir til fjárfestinga í því. Nú sé um að ræða mun einfaldara fyrirtæki, sem fyrst og fremst stundi veiðar og vinnslu á hvítfiski, eins og þorski, ýsu og ufsa og ráði yfir leyfum til út- gerðar 29 togara. Að íslenzkri fyrirmynd Frá þessu var greint á vefsíðu Aft- enposten í gær, en þar segir enn- fremur að mikilvæg breyting hafi orðið frá árinu 1997, þegar Norway Seafoods fór á markað, sé að fisk- veiðistjórnuninni hafi verið breytt að íslenzkri fyrir- mynd. Þá hafi 80% aflans verið tekin á fyrri hluta ársins, en nú dreifist veiðin jafnar yfir árið. Þetta sé mjög mikilvæg breyt- ing með tilliti til stöðugt vaxandi markaðar fyrir ferskan fisk og fersk flök. Yngve Myhre, framkvæmdastjóri Aker, segir að það gangi alls ekki að segja við fiskkaupandann að nú fái hann ekki fisk næstu sex mánuðina. Þá segi kaupandinn einfaldlega að þá verði ekkert af viðskiptum fyrr en eftir 10 ár. Nú skili ferskar afurðir 10% af tekjum Aker Seafoods, en markið er sett á 30% árið 2006, sem sé svipað hlutfall og hjá Íslending- um. „Íslendingar hafa verið klókir og tekið frumkvæðið á þessum mark- aði,“ segir Myhre. Hann segir að í ferska fiskinum sé hagnaðurinn 45% meiri en í frysta fiskinum, þar sé vöxturinn og auk þess geti Kínverjar ekki keppt á ferskfiskmörkuðunum. Aker sé eina fyrirtækið í Noregi sem geti boðið upp á ferskan fisk alla daga ársins. Góð sambönd Fiskurinn frá Aker Seafoods er seldur í stórum verzlunarkeðjum í Evrópu undir öðrum vörumerkjum en Aker Seafood og segir Myhre að þegar þeir hafi átt norska fyrirtækið Frionor, þafi þeir komizt að því að það kosti óhemju fjárhæðir að byggja upp alþjóðlegt vörumerki. Það sé miklu auðveldara fyrir fisk- útflytjendur að byggja upp góð sam- bönd og treysta á staðbundin vöru- merki en ætla sér að koma með svar sjávarútvegsins við Coca-Cola í Evr- ópu. Hagnaður hefur verið lítill undan- farin ár, en nú er Aker Seafoods að vinna að endurfjármögnun í sam- vinnu við Den Norske Bank. Myhre segir að bankarnir hafi trú á fyrir- tækinu og því verði fjármagnskostn- aður nú minni en áður. Aker Seafoods á markað í Noregi Aðstæður miklu betri en fyrir átta árum er Norway Seafoods var sett á markað Kjell-Inge Røkke ÍSFELL býður rekstrarleigu á björgunarbátum, en löng hefð er fyrir slíku í nágrannalöndum okk- ar. Í Bretlandi er það t.d. algeng- asta fyrirkomulagið að fyrirtæki leigi björgunarbáta en eigi þá ekki. Þýsku DSB björgunarbát- arnir, sem Ís- fell býður á leigu, hafa verið á ís- lenska mark- aðnum í fjölda ára, þeir eru við- urkenndir af Siglinga- málastofnun. „Björgunarbátar sem komnir eru til ára sinna þurfa að ganga árlega í gegnum mjög kostnaðarsamar skoðanir. Slíka báta er í mörgum tilfellum hag- kvæmara að taka strax úr notkun og taka í staðinn nýjan bát á rekstrarleigu. Sama gildir þegar þörf er á að kaupa nýja björg- unarbáta, þar er rekstrarleigan mjög hagkvæmur valkostur. Þegar björgunarbátur er tekinn á leigu hjá Ísfelli er engin útborg- un, engin fjárbinding á leigutím- anum eða lokakostnaður. Ekki er greitt fyrir árlegar skylduskoð- anir, heldur er einfald- lega greitt fast mán- aðargjald fyrir þjónustuna. Leigutími er 3–5 ár en því lengri sem leigu- samning- urinn er, því lægri er leigan. Í ná- inni framtíð kemur til greina að bjóða upp á enn styttri leigusamn- inga. Þegar komið er að árlegri skoðun björg- unarbáta sjá starfstöðvar Ísnets/ Ísfells um móttöku þeirra en fyr- irtækið er með starfstöðvar á níu stöðum víðsvegar um landið. Þeg- ar bátur er afhentur til skoðunar móttekur leigutaki annan nýskoð- aðan bát og losnar þannig við allar frátafir frá veiðum vegna biðtíma við skoðun,“ segir í frétt frá Ís- felli. Ísfell býður rekstrarleigu á björgunarbátum á morgun FRÉST hefur af ágætri bleikjuveiði í vötnum sunnanlands í vikunni. Í Laugarvatni fyrir landi Úteyjar hafa veiðimenn fengið ágætar bleikjur og sögðu þeir fiskinn koma vel und- an vetri. Blaðamaður Morgunblaðsins veiddi tvisvar í Hlíðar- vatni í Selvogi í vikunni. Þrátt fyrir kulda og hryssingslegt veður upp á síðkastið mátti sjá á veiðibókum að vanir veiði- menn höfðu verið að veiða ágætlega. Á þriðjudag náðu blaðamaðurinn og tveir félagar hans rúmlega 30 fiskum, „góðum Hlíðarvatnsbleikjum“, og tóku þeir flestir djúpt og með mjög hægum drætti. Eins og oft áður gaf Krókurinn vel og einnig nýjasta vopnið úr smiðju Gylfa Kristjáns- sonar fluguhönnuðar, flugan Beykir. Fiskinn var að finna í vari undan stífri suðvestanáttinni, eins og við Mosatanga, Réttarnes, Kaldós og svo komu Austurneshólmar á óvart, en þar dró tíðindamaðurinn átta bleikjur á stuttum tíma. Samtímis voru tveir félagar í Hlíðarey og gerðu þeir einnig góða veiði, náðu um þrjátíu fiskum og mörgum væn- um. Í gær var blaðamaður aftur mættur og veiddi í dýrðar veðri í nokkrar klukkustundir. Landaði hann 17 bleikjum. Í Hlíðarey tóku vænir fiskar litlar Pheasant Tail-púpur en í Skollapollum gáfu ýmist Krókurin eða Teal & Black. Veiðifélagi blaðamanns gerði enn betur og landaði tuttugu fiskum. Þaðr sem þeir stóðu úti í lygnu vatninu, fluga klaktist út allt í kring og kríugerið sveimaði yfir, höfðu þeir á orði að nú væri sumarið svo sannarlega komið. 160 úr Fitjaflóði Veiði er hafin í Fitjaflóði í Grenlæk og fór mjög vel af stað. Valmundur Guðmundsson, bóndi á Eystra Hrauni, sagði að fyrsta hollið hefði veitt mikið af fallegum fiski; stangirnar fjórar voru með um 160 fiska eftir tvo daga. „Það er veitt og sleppt núna í vorveiðinni, það má hirða einn fisk á stöng á dag,“ sagði Valmundur. „Þeir stærstu voru tíu pund. Mikið af þessu var hrygningarfiskur. Hann er enn á svæðinu en er á leið niður, sögðu veiðimenn.“ Í Elliðavatni hefur verið reytingur. Veiðivörður sagði af mönnum sem hafa fengið þrjá, fjóra fiska en einn sá harð- asti náði tuttugu urriðum um helgina. Eins og síðustu ár er uppistaðan í veiðinni urriði, en honum hefur farið mjög fjölgandi á kostnað bleikjunnar. Þegar hlýnar í veðri má búast við að veiðimönnum fjölgi og fiskurinn taki betur. Eins hafa menn náð fiski og fiski í Vífilsstaðavatni. Á dögunum stóðu nokkrir undir norðurhlíðinni við vatnið, köstuðu og köstuðu en enginn festi í fiski. Einn veiðimað- urinn tók þá eftir því að fiskur sýndi sig í yfirborðinu, hann hnýtti þá á bústna þurrflugu og setti strax í tvær ágætar bleikjur. Það getur borgað sig að reyna ólíkar aðferðir í veiði. Ágæt bleikjuskot Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaðurinn Birgir Snæbjörn Birgisson er hér kom- inn með Hlíðarvatnsbleikju í háfinn. veidar@mbl.is TEIKNIMYNDINNI Kötu – litlu lirf- unni ljótu hefur verið dreift inn á flest heimili á landinu undir slagorð- inu „Sumar gjafir skipta öll börn máli – Sumargjöf Umhyggju og UNICEF“. Ráðist hefur verið í að texta sérútgáfu vegna vinsamlegra ábendinga til þess að heyrnarskertir geti notið ævintýrisins um Kötu litlu. Þeir sem vilja fá textað eintak af ævintýrinu geta sent sitt eintak af diskinum til Caoz hf., Ægisgötu 7, 101 Reykjavík, og fá þá sent annað textað eintak í staðinn. Þau 11.000 heimili, sem óska að fá ekki fjölpóst sendan heim til sín, hafa skiljanlega ekki fengið sumargjöfina. Þeir, sem eru í þeim sporum en vilja engu síður fá eintak af diskinum, geta sent tölvupóst á netfangið info@caoz.is og verður hann þá sendur til viðkom- andi. Umhyggja og UNICEF fagna þeim góðu móttökum sem sumar- gjöfin hefur fengið og eru þakklát þeim fjölda fólks sem hefur greitt gíróseðilinn og stutt samtökin. Litla lirfan ljóta textuð STANGVEIÐI MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úthlutað styrkjum til þróun- arverkefna í framhaldsskólum og fullorðinsfræðslu í ár. Alls var sótt um styrki til 67 verkefna. Að fengn- um tillögum nefndar ákvað ráð- herra að veita 15,8 milljónir til 41 verkefnis. Hæstu styrkirnir fóru til rannsókna á námstilboðum Mímis – símenntunar og til vinnu fram- haldsskólanema með námi. 41 þróunarverk- efni styrkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.