Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ eigum þess kost að velja og hafna og í háleitum skilningi vænt- anlega til að samræmast þeirri skipulögðu tilveru sem okkur hugn- ast. Í þjóðfélags- eða alþjóðamálum getur valfrelsið verið vandasamt vegna mikilla breytinga, eins og þeirra sem nú ganga yfir Ísland og alþjóðlega umhverfið. Við erum í forystusveitinni í heiminum um bata lífs- kjara, sem nú eru væg- ast sagt mjög ólík því sem var jafnvel í minni æsku. Gjörbylting í samgöngum og tölvu- samskiptum hefur rof- ið einangrun fyrri alda og þann hugsunarhátt að við séum örlítið þjóðfélag í fjarlægð frá umheiminum. Það er engu líkara en að þotu- öldin hafi fært okkur til landfræðilega. Ég kom heim frá Kína fyrir nokkru á svipuðum tíma og það tók að komast með áætlunarbíl norður í land fyrir hálfri öld eða svo. Kínverjar reistu múrinn mikla sér til langrar eingrunar. Hafið og vönt- un á skipakosti höfðu sömu afleið- ingar fyrir okkur. Hin mikla mið- aldamenning okkar geymd í fornritunum var þjóðarleg einka- eign og ekki deilt með öðrum. Var það ekki svo þegar erlendir ferða- menn fara að skrifa um það á 19. öld, að við værum merkur og óað- skiljanlegur hluti hins evrópska menningarheims, að Íslendingar tóku lítið við sér? Einangr- unarsinnar verða til af slíkum sögu- legum ástæðum eða fyrir slysni og misskilning. Varðandi það sögulega, finnst mér sagan af vestfirska prest- inum og frönsku sjóliðsforingjunum úr ferðafrásögn Gaimard-leiðang- ursins gott dæmi. Frakkarnir voru að grennslast fyrir um skipstapa og náðu til prests sem þeir gátu haft full samskipti við á latínu. En prest- setrið, vafalaust venjulegur torfbær, var í þeirra augum hreysi sem skepnum var ekki boðlegt. Þeir buðu þessum mikla lærdómsmanni um borð í herskipið og þar fékk hann aldin að borða í fyrsta skipti og fylltist barnslegum fögnuði við gjafir sem voru verðlítið glerglingur ætlað þeim á Grænlandi. Þó var þessi fátæki prestur menningar- legur jafnoki menntaðra Evrópu- manna. Við erum stoltir afkom- endur þjóðar sem háði hina hörðustu lífsbaráttu við afar erfið skilyrði enda ein sú fátækasta í Evr- ópu fyrir aðeins rúmri öld. Þegar Reykjavík var smá- þorp í kvosinni, var hin glæsilega París risin og borgarmenningin í Evrópu fullmótuð. Okkar þjóð varðveitti hina fornu tungu og þau menningar- verðmæti sem hún geymir, en hefur þurft að fara býsna langa leið á skömmum tíma til að vera samstiga öðrum. Við lifðum af ein- angrun og harðræði og þjóðfélagið blómstrar þessa dagana í menningarlegum samskiptum. Listahátíðin í Reykjavík ber þess heldur betur merki, svo aðeins eitt dæmi sé tekið. Til að því marki sé náð eru hagvöxtur og pólitískur stöðugleiki undirstöðuskilyrði og minnist ég fyrirlestrar, sem Per Jacobsson, merkur yfirmaður Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, flutti um það efni fyrir mörgum árum í Há- tíðasal Háskóla Íslands. Það var þörf áminning á tímum verðbólgu, víðtæks skömmtunar- og stjórn- unarkerfis hins opinbera og tíðrar stjórnarkreppu. Við komumst út úr þeim ósköpum og lifum nú þriðja heila kjörtímabil farsælla rík- isstjórna, sem stýra vexti og hag- sæld við frelsi til einstaklings- framtaks. Þetta varð jafnframt með tilkomu þess annars undirstöðuskil- yrðis, að við deilum víðtækum og vönduðum lagagrundvelli fjórfrels- isins – til frjálsra vöruviðskipta, þjónustu-, fólks- og fjármagnsflutn- inga – með Evrópusambandinu, sem setur þau lög og við innleiðum. Það að framkvæmd laganna er háð eft- irliti ESA þýðir í raun, að við, sem þó erum ekki aðildarríki, höfum í raun gæðastimpil framkvæmda- stjórnar ESB, sem endanlega má skjóta til dómstóls. Þetta merkilega fyrirkomulag, sem telja má hin mesta happafeng og Ísland og Nor- egur deila, var alls ekki ætlað þeim einum í upphafi, en er einskonar efnahagsleg aðlögun að Evrópusam- bandinu utan stofnana þess. Ásamt stöðugleikanum er það undirstaða fyrir áhuga á erlendum fjárfest- ingum hér og þeirri miklu útrás ís- lenskra fyrirtækja og fjármálastofn- ana sem verið hefur undanfarin misseri. Í Evrópuumhverfinu hafa okkar framsæknu menn lagastöðu heimamanna og stækkar það tæki- færi hagkerfið hröðum skrefum á stuttum tíma. Það hlýtur því að vera okkur meginmál að halda því sem áunnist hefur í samningum okkar sem EFTA-ríkis við Evrópusambandið. Þar vaknar sá gamli draugur í um- ræðunni sem er aðild eða ekki aðild. Við viljum halda innri markaðs- löggjöfinni í stöðugri endurnýjun en stofnanirnar standast aðeins meðan EES-aðilarnir eru þeir sem nú eru. Þetta er þó annmörkum háð vegna breytinga á lagagrundvelli ESB á ríkjaráðstefnunum í Maastricht, Amsterdam og Nice og ekki ná til EES. Það sem nú er fremst á dag- skrá í ESB er þó stjórnarskráin og hugsanleg áhrif þess að hún nái ekki samþykki í Frakklandi eða Bret- landi. Hvernig sem því reiðir af er- um við og verðum evrópsk menning- arþjóð, sem á afkomu sína undir jafnri samkeppnistöðu í ESB. Ekki leist mér svo á „Nei til EU“- hreyfinguna í Noregi þegar ég var við störf í Ósló að ég vildi fylgja for- ystu þeirra og það hefur ekki breyst. En það er mitt val. Valkostir Einar Benediktsson fjallar um Evrópumál ’Það hlýtur því að veraokkur meginmál að halda því sem áunnist hefur í samningum okk- ar sem EFTA-ríkis við Evrópusambandið.‘ Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra. RÍTALÍNNOTKUN lands- manna hefur þó nokkuð verið í deiglunni undanfarið og margir hissa. Fólk með diplómu gluggar dýpra í textabækurnar og reynir að finna orsakirnar. Jóni er ekki skemmt enda ber hann sem æðsti maður heil- brigðismála ákveðna ábyrgð. Sérfræð- ingaskarinn rís upp á afturlappirnar og horfir með vanþóknun á fáfróðan lýðinn sem að vanda hörfar og fer á fleiri námskeið. Og aumingjans fólkið sem þegið hefur umrædd- an valkost fyrir börn- in er litið hornauga. Nýju fötin keisarans Ég skil þó ekki þennan darrað- ardans í kringum augljósan hlut. Hundur sem ekki fær útrás verður hamslaus, hávaðasamur og hvefs- inn. Að eiga hund er vinna, að eiga barn er yfirtíð. Ofvirkni er öllu ungviði eiginleg og hefur ekkert með sjúkleika að gera né hegð- unarvanda. Foreldrum er þetta kannski ekki alltaf ljóst og leita því eðlilega ráða. Hins vegar er áhyggjuefni hve margir þeirra telja geðlyf raunhæfan kost fyrir afkvæmi sín. Þá óvitundarvakningu má rekja til fagstétta sem kerrtar ganga í nýju fötum keisarans og gaspra út vitleysuna. Gaman væri að vita hve margir í þessari fram- varðarsveit eiga börn á rítalíni eða eru afsprengi þeirra kannski laus- ar við genið? Ofvirkni fagaðila Ofvirkni barna er ekki vangreind á Íslandi, hún er ofgreind. Hins vegar er ofvirkni fag- aðila klárlega mjög vangreind og stórkost- leg ofmeðhöndlun sömu aðila er að gera þjóðina að ósjálf- bjarga aumingjum. Hafi fagaðili ekki þá lágmarksskynsemi að geta leiðbeint halloka uppalendum er kom- inn tími til að líta upp úr textabókunum og horfa í kringum sig. Bækur og fræðirit skal að sjálfsögðu nota en aldrei sem skjólveggi. Lang- skólagengnir ættu að hafa það hugfast. Skyndibitaþjóðfélagið Rítalín er bara enn ein skipti- mynt skyndibitaþjóðfélagsins sem vill fá allt hér og nú. Heilbrigð- isstéttir, og þá læknar sérstaklega, verða að fara að gera sér grein fyr- ir að þeirra hlutverk er ekki að þjóna heldur að leiðbeina. Við er- um öll þreytt og viljum gjarna fara auðveldustu leiðina en reynslan kennir okkur að hamingjan er ekki þar. Neysluþjóðfélagið skítur pen- ingum en étur fólk. Helsta vopnið gegn allri þessari geggjun er al- menn skynsemi og hana hafa flest- ir. Aðeins í undantekning- artilvikum þarf lyf til að kreista hana fram. Þetta vita læknar, þetta vita ráðherrar, þetta vita allir, jafnvel sálfræðingar. Samt er ástandið svona. Fífl með diplóma Hvað er þá til ráða? Augljósast væri að segja öllum upp og drepa skrímslið, gera þjóðina læknislausa þannig að hún læri aftur að bíta á jaxlinn. Hin leiðin, að heilbrigð- isstéttir geri sér grein fyrir að vandinn sé að miklu leyti sprottinn af þeirra völdum, er langsóttari, kannski kemur eitthvert lyf á markaðinn sem jarðtengir afvega- leitt heilbrigðisstarfsfólk, hver veit? En í guðanna bænum, Jón, farðu nú ekki að hlusta á alla þessa of- vita, taktu frekar af þeim bæk- urnar og settu þá í að moka grunn fyrir nýtt hátæknisjúkrahús sem senn skal rísa. Það er nefnilega þannig með fífl, að þegar þau eru farin að sveifla diplómunum, þá fyrst verða þau hættuleg … Samfélagsmein – eða hvað? Lýður Árnason fjallar um rítalínnotkun barna ’Ofvirkni barna er ekki vangreind á Íslandi, hún er ofgreind. Hins vegar er ofvirkni fagaðila klárlega mjög vangreind …‘ Lýður Árnason Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður í Önundarfirði. ALVEG er það merkilegt hve snörp viðbrögð minning manns sem lést fyrir bráðum 40 árum get- ur vakið enn þann dag í dag, manns sem lauk virkum stjórnmálaafskiptum fyrir rúmum 60 ár- um. Jónas Jónsson, kenndur við kotið Hriflu í Köldukinn, er líklega ásamt Halldóri Laxness umdeildasti Íslend- ingur síðustu aldar. Hann var einn af upphafsmönnum hreyfingar íslenskra jafnaðarmanna, en um leið hatursmaður kommúnista og var það hatur gagn- kvæmt lengst af. Á sama tíma var hann óvæginn við auðmenn og atvinnurekendur samtíma síns, tals- maður ríkisafskipta í verslun og við- skiptum, maður sem taldi að viðskiptalífið ætti að þjóna samfélaginu en ekki að lúta eigin lögmálum. Allt þetta er nú liðið. Jónas hafði líklega rétt fyrir sér í afstöð- unni til kommúnista en að lík- indum rangt fyrir sér í afstöðu sinni til viðskiptalífsins þótt hon- um snerist síðar hugur í þeim málum og gerðist ákafur tals- maður verslunarfrelsis og vest- rænnar samvinnu. Við ættum hins vegar að fara varlega í að dæma menn síðustu aldar hart fyrir við- horf sem sköpuðust af öðrum tím- um og öðrum veruleika en við bú- um við. Í því ljósi er geðshræring manna vegna Jónasar illskiljanleg. Á málþingi sem haldið var á Bifröst hinn 1. maí sl. kom fram hjá Guðjóni Friðrikssyni sagn- fræðingi að Jónas Jónsson var ekki einungis frumkvöðull um stofnun Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, heldur má einnig með gildum rökum telja hann áhrifavald um stofnun Sjálfstæð- isflokksins árið 1929 þegar ís- lenskir hægrimenn sameinuðust í einn flokk til að ná samstöðu gegn Jónasi sem þá var valdamesti stjórnmálamaður landsins. Því má segja að áhrifa Jónasar gæti enn í dag í íslensku flokkakerfi með af- gerandi hætti. Arfur Jónasar í íslenskum sam- tíma liggur annars með beinum hætti í Framsóknarflokknum og á Bifröst. Því þótti við hæfi að þess- ir tveir aðilar stæðu saman að því að minnast þessa frumkvöðuls í tilefni af því að 120 ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Slíkt var m.a. gert með undirritun yfirlýsingar rektors Viðskiptaháskólans og Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra, um fjármögnun á pró- fessorsstöðu í samvinnufræðum á Bifröst. Rétt er að geta þess að enginn munur er á aðkomu stjórn- málaflokks að kostun á rann- sóknar- og/eða kennslustöðu við háskóla og kostun fyrirtækis eða banka að sambærilegri stöðu. Þeg- ar eru dæmi um að bankar, trygg- ingafélög og lyfjafyrirtæki kosti stöður við íslenska háskóla á svið- um sem varða þessa hags- munaaðila með beinum hætti. Lykilatriðið hér er að í slíkum til- vikum er rannsóknarsvið stöð- unnar skilgreint og að innan þess hefur sá sem stöðunni sinnir fullt og óskorað frelsi til akademískra starfa, óháð afskiptum þess sem fjármagnar stöðuna. Prófessor sem kenndur verður við Jónas Jónsson frá Hriflu mun aðallega sinna rannsóknum á sviði samvinnufræða (cooperative stud- ies). Slík fræði eru rannsökuð við háskóla víða um hinn vestræna heim. Má hér t.d. nefna hinn virta Cornellháskóla sem starfrækir öfluga rannsóknarmiðstöð í samvinnufræðum, Wisconsinháskóla, Rómarháskóla, háskól- ann í Leicester og marga fleiri. Sam- vinnufræði eru þver- fagleg fræði, en eðli málsins samkvæmt er áhersla á efnahags- lega þætti rík, enda hér um að ræða eitt þeirra félagaforma sem fólk notar í at- vinnustarfsemi. Málþingið um arf Jónasar fjallaði hins vegar einnig um hann sem skólamann, en stjórnmál voru í raun aukastarf þess sem hafði kennslu og skólastjórnun að lífs- starfi. Jónas Jónsson frá Hriflu var stofn- andi og fyrsti stjórn- andi Samvinnuskólans sem nú heitir Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Eðlilegt er að staða við skólann sé kennd við stofnanda hans og er slíkt, að einstakar stöð- ur séu kenndar við þekktar per- sónur lífs eða liðnar, algengt í heimi vestrænna háskóla. Eru þær stöður oft fjármagnaðar af aðilum sem tengjast þeim sem staðan er kennd við með beinum eða óbein- um hætti eins og hér er. Okkur Bifrestingum er heiður að því að kenna stöðu prófessors við mann- inn sem stofnaði þann skóla sem nú er rekinn hér í Norður- árdalnum. Við erum stolt af 87 ára glæstri sögu þessa skóla. Það er ekkert rangt við að sýna fortíð sinni og rótum virðingu og sóma. Svo einfalt er það. Jónas Jónsson frá Hriflu Runólfur Ágústsson fjallar um stöðu prófessors á Bifröst sem kennd er við Jónas Jónsson frá Hriflu Runólfur Ágústsson ’Prófessor semkenndur verður við Jónas Jóns- son frá Hriflu mun aðallega sinna rann- sóknum á sviði samvinnu- fræða.‘ Höfundur er rektor Viðskipta- háskólans á Bifröst. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrr- verandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýð- ræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyr- irmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.