Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ferðablað Morgunblaðsins, Sumarferðir 2005, fylgir blaðinu föstudaginn 27. maí. Vertu með í Sumarferðum 2005 - blaðinu sem verður á ferðinni í allt sumar! Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 23. maí Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Sumarferðir 2005 Vertu með í ferðahandbók sumarsins! APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri ÞAÐ var hressilegur hópur knatt- spyrnuáhugamanna sem hélt utan 8. apríl síðastliðinn á vegum Actavis til að fylgjast með leik Chelsea og Birmingham í ensku úrvalsdeildinni. Hópurinn samanstóð af fimm hörð- um Chelsea-stuðningsmönnum, sem hafa dvalist um helgar og sumur í Reykjadal á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF) og aðstoð- arfólki. Þegar spáð var í hvernig leikurinn myndi fara voru skoðanir skiptar. Vinsælasta spáin var 3-0 fyrir Chelsea og átti Eiður Smári að skora eitt markanna þriggja. Einhver spáði Chelsea 18-0 sigri á meðan annar sveik lit og spáði Birmingham 0-2 sigri. Í Chelsea Football Club beið hóps- ins hátíðarmálsverður í einkasvítu en áður en sest var til borðs var litið inn í „Chelsea-búðina“. Keyptar voru treyjur, peysur, húfur og treflar enda voru allir staðráðnir í að vera vel merktir sínu liði. Mikil eftirvænting ríkti í hópnum eftir að sjá hetjuna sjálfa, Eið Smára, spila af sinni alkunnu snilld og brut- ust út mikil fagnaðarlæti þegar Eið- ur kom inn á í seinni hálfleik. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, að sögn Heiðar Hrundar Jónsdóttur, sem var í hópi aðstoðarfólks ferða- langanna. Ánægja ferðalanganna hafi verið mikil og einlæg. Þarna hafi verið um hóp að ræða sem eigi erf- iðara með að ferðast en margir aðrir en upplifunin og spennan hafi verið mikil. Þá hafi aðstoðarfólkið ekki síð- ur verið ánægt með ferðina, sem hafi verið einstaklega vel skipulögð. Knattspyrna | Boðsferð Actavis á heimavöll Chelsea Stuð á Stamford Hópurinn samanstóð af fimm dyggum stuðningsmönnum Eiðs Smára og félaga hans í Chelsea. HEIMILDARMYNDIN Gargandi snilld verður tekin til sýninga í dag. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Ari Alexander Erg- is Magnússon en hún er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni auk Ergis kvikmyndaframleiðslu og Zik Zak kvikmyndum. Þetta er mynd í fullri lengd um uppgang íslenskrar popptónlistar í samtímanum. Grunnur myndarinnar er byggður á spurningunni hvað valdi því að fámenn íslensk þjóð hafi getið af sér listafólk sem nær að skapa sér athygli og aðdáun á heimsgrundvelli, með tónlist sem þó sker sig úr og hefur að sumra mati séríslensk einkenni. Í myndinni er sýnt frá yfir fimm- tíu tónlistarviðburðum sem tengdir eru saman með viðtölum við Björk, Hilmar Örn og fjölda annarra lista- manna. Segja þeir skoðun sína á þróun íslenskrar popptónlistar. Myndin var frumsýnd á Kvik- myndahátíðinni í Gautaborg þar sem hún var eina heimildarmyndin í keppni um bestu myndina. Gargandi snilld var frumsýnd hérlendis við góðar viðtökur á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni á Íslandi, IIFF 2005, þar sem hún var lokamynd há- tíðarinnar. Frumsýning | Gargandi snilld Dúndrandi íslensk tónlist Pétur Þór og Mugison taka lagið í Gargandi snilld.  H.L. Morgunblaðinu GAMANMYNDIN The Wedding Date er með Debru Messing í aðal- hlutverki, en hún hefur getið sér frægðar fyrir leik sinn í hinum vin- sælu þáttum Will & Grace. Myndin er rómantísk gamanmynd af klassíska skólanum ef svo má segja. Á móti Messing leikur Dermot Mulroney en hann er orðinn býsna sjóaður í þessum tegundum kvikmynda, en hann fór með aðal- hlutverkið á móti Juliu Roberts í My Best Friend’s Wedding. Hér segir af Kat nokkurri Ellis (Messing) sem ei er gengin út og er hún bara býsna ánægð með það. Hún bregður á það ráð að leigja til sín fylgdarsvein (Mulroney) er henni er boðið í brúðkaup systur sinnar sem fram fer í Englandi. Megin- ástæðan fyrir ráðningu fylgdar- sveinsins er hins vegar sú að gera fyrrum unnusta afbrýðisaman. Sá sagði henni upp tveimur árum fyrr og verður á meðal gesta í brúðkaup- inu – ásamt nýrri kærustu. Margt fer þó á annan veg en ætlað er og veislan verður eiginlega hálf- gert „Mess“. Debra Messing og Dermot Mulroney fara með aðalhlutverkin. Frumsýning | The Wedding Date Hnotið um hnapphelduna Metacritic.com 32/100 Variety 40/100 (skv. metacritic) New York Times 40/100 (skv. metacritic) Roger Ebert 1/2 (af fjórum) MYNDIN Diary of a Mad Black Woman er byggð á geysi- vinsælu samnefndu leikriti Tylers Perr- ys. Hún fjallar um Helen McCarter (Kimberly Elise), sem lifir að því er virðist fullkomnu lífi með eiginmanni sín- um, Charles Carter (Steve Harris). Hel- en hefur verið trú eiginmanni sínum í gegnum árin og elskað hann heitt, á meðan hann hefur byggt upp farsælan starfsferil sem einn af þekktustu lögmönnum Atlanta. Hjónin klæðast nýjustu tískuföt- unum og aka um í flottustu bíl- unum; búa á fokdýru sveitasetri með sundlaug, tennisvelli og öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Þau eiga allt sem hugurinn girn- ist. Daginn fyrir 18 ára brúðkaups- afmæli þeirra hrynur þessi full- komna veröld Helenar, þegar Charles biður um skilnað. Hann rekur hana á dyr og býður annarri konu að búa á setrinu. Helen tekst þá á við það verkefni að púsla saman lífi sínu á ný og með aðstoð fjölskyldunnar, trú- arinnar og örlaganna finnur hún styrk til að ná tökum á aðstæð- unum. Hún sér líka kómíska hlið á þessum sorglegu atburðum. Frumsýning | Diary of a Mad Black Woman Veröld Helenar hrynur daginn fyrir 18 ára brúð- kaupsafmælið. Reið svört kona Metacritic.com 36/100 Variety 50/100 (skv. metacritic) New York Times 40/100 (skv. metacritic) Roger Ebert  (af fjórum)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.