Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 128. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fá›u ástarþökk í sumarbústaðnum ÍSLEN SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 28 36 3 0 5/ 20 05 Knattspyrna | 20 síðna blaðauki um Landsbankadeild karla í sumar Kynning á liðunum Spá sérfræðinga Morgunblaðsins Bílar | Audi A6 reynsluekið Að aka aftan á jeppa Torfæruhjólin komin á kreik Íþróttir | Rooney klipinn í eyrað? LANDSBANKINN og Kaupþing banki tengjast miklum viðskiptum í gær með bréf í enska knattspyrnu- félaginu Manchester United. Bandaríski auðjöfurinn Malcolm Glazer, eigandi ruðningsliðsins Tampa Bay Buccaneers, rær nú að því öllum árum að eignast félagið og hefur hann samkvæmt nýjustu upp- lýsingum eignast um 70% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur breska verðbréfafyr- irtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbankans, starfað fyr- ir hönd Glazers og mun fyrirtækið hafa keypt nær 112 milljónir hluta í Man. Utd. fyrir hans hönd í gær. Það eru nær 43% hlutafjár en fyrir átti Glazer hátt í 30% hlutafjár. Samkvæmt tilkynningu til kaup- hallarinnar í London miðlaði Kaup- þing í Lúxemborg, fyrir hönd selj- anda, 17 milljónum hluta í knatt- spyrnufélaginu í gær á kaupverðinu 300 pens/hlut sem er einmitt það verð sem Glazer greiðir. Íslenskir bankar í boltanum Miðla bréfum í yfirtöku Glazers á Manchester United Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ENN kom til blóðugra mótmæla í Afganistan í gær, þriðja daginn í röð, vegna fréttar fyrir skömmu í bandaríska tímaritinu Newsweek um að bandarískir fangaverðir í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu hafi svívirt Kóraninn með því að sturta honum niður úr klósetti til að hrella þannig múslímafanga. Fjöldi Afgana er meðal rösklega 500 fanga í Guantanamo og hafa óeirðir orðið vegna málsins í 10 af alls 34 héruðum Afganistans. Hafa sjö manns fallið í átökum mótmælenda við lögreglu og hermenn. Einnig hefur verið mótmælt í pakistönsku landamæraborgunum Peshawar og Quetta en þar er enn mikið af afg- önskum flóttamönnum. Richard Myers, forseti bandaríska herráðs- ins, sagði í gær að farið hefði verið síðustu daga yfir öll gögn um yfir- heyrslur í Guantanamo en ekki fundist neitt sem staðfesti frásögn- ina. Hins vegar hefði fangi eitt sinn mótmælt með því að rífa síður úr Kóraninum og stinga í klósett til að stífla það. Reuters Mótmæli í Afganistan Afganskur unglingur í höfuðborginni Kabúl hrópar slagorð gegn Bandaríkjamönnum í gær. Um er að ræða öflugustu mótmæli gegn Bandaríkjamönnum síðan þeir réðust inn í landið haustið 2001. AUKIN verðsamkeppni á matvörumarkaðnum átti stóran þátt í því að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,54% milli apríl og maí. Á árs- grundvelli mælist verðbólgan nú 2,9% saman- borið við 4,3% í aprílmánuði. Sé aðeins litið til matar- og drykkjarvöru lækkaði hún um 4% milli mánaða. Hækkun á fasteignum og bensíni kom í veg fyrir frekari lækkun vísitölunnar. Þetta er engu að síður meiri lækkun neyslu- vísitölunnar en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með, en þeir telja að hér sé um tímabundna lækkun að ræða og að verðbólgan muni aukast á ný síðar á árinu. Eftir sem áður muni Seðlabankinn hækka stýrivexti sína í byrj- un næsta mánaðar. Af samtölum við talsmenn þeirra tveggja lág- vöruverðsverslana, sem einna mest hafa barist á markaðnum undanfarið, Bónuss og Krónunn- ar, má hins vegar ráða að samkeppnin verði áfram þetta hörð og matvara eigi jafnvel eftir að lækka enn frekar. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bón- uss, segir verðsam- keppnina alltaf hafa verið til staðar en hún verði vænt- anlega áfram jafn- hörð og að undan- förnu. Gengið hafi að vísu verið hag- stætt og innfluttar vörur lækkað í verði en Guðmund- ur minnir einnig á orð Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Baugs, eiganda Bónuss, um að útrás fyrirtækisins í Bretlandi muni skila sér í lægra vöruverði til neytenda á Íslandi. Í ljósi aukinnar samkeppni í matvörunni telur Guðmundur ástæðu fyrir Hagstofuna að auka enn frekar vægi lágvöruverðsverslana í neyslu- vísitölunni. Sífellt fleiri neytendur stundi sín viðskipti þar og því til stuðnings nefnir Guð- mundur að viðskiptavinum Bónuss hafi fjölgað um 25% miðað við sama tíma í fyrra. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir verslunina komna til að vera í baráttunni á matvörumarkaðnum. Krónan hafi skilgreint sig sem lágvöruverðsverslun og ætli að halda sam- keppninni áfram eins lengi og með þarf. „Við förum bara alla leið, höfum mikið og breitt vöru- úrval og stefnum að því að viðskiptavinurinn geti klárað öll sín innkaup hjá okkur,“ segir Hróar og gleðst yfir því að lækkandi matvöru- verð hafi stuðlað að lækkun verðbólgunnar. 80% verðmunur 80% munur reyndist á hæsta og lægsta verði vörukörfunnar í verðkönnun sem verðlagseftir- lit ASÍ gerði á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Karfan kostaði um 4.600 krónur í Bónus en rúmlega 8.300 kr. í Nóatúni. Aukin samkeppni í mat- vöru lækkaði verðbólguna Lágvöruverðsverslanir reikna með áframhaldandi lækkun á matvöru Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Lækkun verðbólgunnar/4  80% munur/26 KENNSLUMÁLARÁÐHERRA Svíþjóð- ar, jafnaðarmaðurinn Ibrahim Baylan, lagði í gær fram stjórnarfrumvarp um aukinn rétt nemenda til að fá bætur hafi þeir orðið fyrir einelti eða réttur þeirra verið brotinn með öðrum hætti. „Allir ættu að geta sótt stofnun sem einkennist af öryggi og virð- ingu fyrir fólki,“ sagði Baylan. „Þetta er einkum brýnt í skólum sem skylda er að sækja [grunnskólum].“ Tekið er fram í texta laganna að ekki megi mismuna nokkrum nemanda í for- skóla, grunnskóla eða stofnunum fullorð- insfræðslu vegna kynferðis, þjóðernis, trú- ar, kynhneigðar eða fötlunar. Engu skipti hver beri sök á misréttinu eða eineltinu, nemandi eða kennari. Skólar skulu sjá til þess að ekki sé brotið á neinum og geta þurft að greiða sekt takist það ekki. Fari málið fyrir dómstóla verður skólinn að sanna að ekki hafi verið um brot að ræða eða sanna að allt hafi verið gert til að hindra brot. Séð verður til þess að útgjöld vegna málskostnaðar fæli ekki efnalitla nemendur og fjölskyldur þeirra frá því að leita réttar síns. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt harka- lega, ekki síst af hálfu talsmanna sveitarfé- laga og kennara. „Tillagan mun valda ör- yggisleysi meðal kennara og ástæðulausum kærum mun fjölga gríðarlega,“ segir Metta Fjelkner, talsmaður Landssambands sænskra kennara. Tryggðar bætur fyrir einelti Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is               !" # $   %      ♦♦♦ Seoul. AP. | Símafyrirtæki í Suður-Kóreu, KTF, sagðist í gær ætla að bjóða hundaeig- endum nýja þjónustu. Geta þeir sem vilja fylgjast með líðan gæludýrsins þegar þeir eru ekki heima látið liðsmenn KTF meta ástandið með því að hlusta á gelt úr nema á dýrinu og fengið síðan smáskilaboð með niðurstöðunni. Símnotandinn verður að tengja farsíma sinn við Netið og láta fyrirtækinu í té upp- lýsingar um hundinn, m.a. hvaða tegund sé um að ræða og hve gamall hann sé. Liðs- menn KTF meta síðan hvort hvutti sé að segja „Ég er harðánægður“ eða „Mér líður ömurlega“. Einnig er hægt að senda hundinum mik- ilvæg skilaboð sem þýdd eru úr mannamáli yfir á gelt. Túlka gelt fyrir eigandann Landsbankadeildin, Bílar og Íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.