Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 53 FYRSTA æfing ís- lenska Evróvisjónhóps- ins í höllinni í Kíev fór fram í gær og tókst vel, að sögn Selmu Björns- dóttur. Hún segir að sér lítist vel á aðstæður. „Þetta land er í raun- inni mjög framandi fyr- ir mér, því ég hef ekki komið áður á þessar slóðir. Þetta er stór- merkilegt og skemmti- legt. Við höfum samt auðvitað ekki haft mikinn tíma til að skoða okkur um; lentum seint í gær- kvöldi [fyrrakvöld], borðuðum og fórum að sofa. Svo erum við búin að vera að æfa í dag [í gær] og vera í viðtölum. En vonandi getum við skoðað eitthvað á næstu dögum,“ segir hún. Selma segir að sviðið sé alveg frábært. „Þetta verður allt saman alveg stórglæsilegt. Við erum að vinna í atriðinu, slípa það til og venjast svið- inu, en fyrsta æfingin lofaði góðu,“ segir hún, en hópurinn hafði áður æft hér heima reglulega í tvo og hálf- an mánuð. „Ég er vongóð og jákvæð,“ segir hún aðspurð hvort hún sé bjart- sýn, „en ég veit ekkert hvernig þetta fer,“ segir hún. Blaðamannafundur á morgun Hópurinn hélt blaðamannafund í gærkvöldi og var hann vel sóttur. „Við héldum lítinn blaðamannafund, sem var reyndar betur sóttur og lengri en við bjuggumst við. Á laug- ardaginn verðum við með aðalblaða- mannafundinn og þá ætlum við að troða upp og dreifa öllu fjölmiðla- efni,“ segir hún. Undankeppnin fer sem kunnugt er fram á fimmtudag- inn, 19. maí, og úrslitakeppnin á laug- ardaginn eftir viku, tveimur dögum seinna. Evróvisjón | Selma og félagar komin til Kíev í Úkraínu Fyrsta æfingin í gær Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Selma segir að sviðið í Kíev sé stórglæsilegt. Cannes. | MYND Dags Kára Péturssonar, Voksne mennesker, verður frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes á sérstakri viðhafnarsýningu í hin- um glæsilega Debussy kvikmyndasal Hátíðarhall- arinnar á sunnudag. Helstu aðstandendur myndarinnar verða viðstaddir sýninguna; þ.á m. Dagur Kári og íslensku meðframleiðendur mynd- arinnar hjá Zik Zak þeir Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson. Þá má búast við því að fleiri Íslendingar sem staddir eru í Cannes sæki sýn- inguna, kvikmyndagerðarmenn, fulltrúar frá kvikmyndahúsunum og starfsfólk Kvikmynda- miðstöðvar Íslands sem að vanda er með bás á skrifstofu Skandinavian Films. Degi áður, á morgun laugardag, verður haldin sérstök sýning ætluð blaðamönnum en áhugi þeirra á myndinni og Degi Kára er auðgreinilegur. Að sögn fulltrúa frá umboðsskrifstofunni Premier PR, sem sér um kynningarmál fyrir myndina á Cannes-hátíðinni og samskipti við blaðamenn, hef- ur ásókn erlendra blaðamanna í að ræða við Dag Kára verið mjög mikil og sá áhugi sé einkum til kominn vegna hins góða orðspors sem hann ávann sér með Nóa albínóa, en hún virðist enn vera of- arlega í minni margra blaðamanna. Þá ber töluvert á auglýsingum fyrir myndina, m.a. í sérstökum Cannes-útgáfum kvikmyndafagtímaritanna. Voksne mennesker, eða Dark Horse eins og hún hefur verið nefnd á ensku, var heimsfrumsýnd í gær í Kaupmannahöfn og almennar sýningar á myndinni hefjast þar í dag. Myndin verður frumsýnd hér á landi 27. maí. Stuttmynd Gríms Hákonarsonar, Sla- vek the Shit, verður sýnd ásamt öðrum myndum í Cinéfondation dagskránni á miðvikudaginn í næstu viku, 19. maí, en báðar myndir eiga möguleika á að vinna til einhverra þeirra verðlauna sem verða við lokaathöfn hátíðarinnar sem fram fer laugardaginn 22. maí. Dagur Kári vekur athygli Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Veggspjaldið sem kynnir myndina í Cannes. Atriði úr Voksne Mennesker eða Dark Horse eins og hún heitir á ensku. HEIMILDA- og stutt- myndahátíðin Reykjavik Shorts & Docs fer fram dagana 25. til 29. maí. í Tjarnarbíói. Fram kem- ur í fréttatilkynningu frá aðstandendum að aldrei hafi borist jafnmargar ís- lenskar myndir í forval. Að sögn Hjálmtýs Heið- dal, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, bárust einnig fjölmargar er- lendar myndir hvaðan- æva úr heiminum og er þessi áhugi erlendra kvikmyndagerðarmanna að hans mati staðfesting á því að hátíðin sé búin að skapa sér verðugan sess í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi. Miðaverði verður stillt í hóf eða 500 kr. fyrir hverja sýningu og sama verð fyrir stuttmyndapakka þar sem verða sýndar fimm til sex stuttmyndir í einu. Alls verður sýnd þrjátíu og ein mynd, þar af tólf heimildamyndir og nítján stuttmyndir. Þar af eru fimmtán þeirra íslenskar – sem er met í sögu hátíð- arinnar. Nánari upplýsingar um hátíðina og atburði henni tengda er að finna á www.logs.is Kvikmyndir | Reykjavik Shorts & Docs Metfjöldi íslenskra mynda Myndin Róska? Saga og hugsjónir 68 kynslóð- arinnar er á meðal þeirra íslensku mynda sem sýndar verða á Reykjavik Short & Docs. Enginn er honum líkur. Það hefur aldrei verið til neinn honum líkur og verður tæpast nokkru sinni. “Sui generis” mætti segja um hann á latínu. “Handan allra skilgreininga” Los Angeles Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.