Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON SÝNINGIN Norðurland 2005 verð- ur haldin í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri um hvítasunnuhelgina. Sýn- ingarbásar eru 65 talsins en sýnendur eru fleiri þar sem margir hafa samvinnu um kynningar. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra opnar sýninguna kl. 16 í dag, en hún verður opin til kl. 20. Á laugardag er opið frá 11 til 18 og 12 til 17 á sunnudag. Á sýningunni kennir margra grasa, matvælafyrirtæki kynna það nýjasta í framleiðslu sinni, við- burðir á Norðurlandi verða kynnt- ir, sveitarfélög eru með kynningar- bása, fornbílar verða á svæðinu, veltibíll VÍS og sýnikennsla verður í matreiðslu þorskrétta. Tónlistar- atriði, m.a. þar sem Paparnir og Hvanndalsbræður koma við sögu eru einnig í boði. Það eru almanna- tengslafyrirtækið Athygli og hand- knattleiksdeild Íþróttafélagsins Þórs sem annast framkvæmd sýn- ingarinnar. Norðurland 2005 AKUREYRI SÍMENNTUNARNÁM í kín- versku, bæði í máli og menningu, verður á næstu misserum komið á fót við Háskólann á Akureyri. Kenndir verða áfangar í helsta tungumáli Kínverja, þróun og stöðu kínversks viðskiptalífs, kín- verskum viðskiptaháttum og kín- verskri nútímamenningu auk nokkurra annarra menningar- námskeiða. Þá er einnig í burð- arliðnum samstarfsverkefni Há- skólans á Akureyri og Háskóla Íslands í austrænum fræðum. Af þessu tilefni afhenti Yang Junqi frá kínverska sendiráðinu á Íslandi Bókasafni háskólans veg- lega bókagjöf í gær, um 1.000 valdar kínverskar bækur, sem nú er búið að koma fyrir á Bókasafni háskólans þar sem þær eru til sýnis. Flestar eru þær á kín- versku, en nokkrar á ensku eða báðum tungumálum og verða þær landsmönnum öllum aðgengilegar gegnum millilánasafn. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði ánægjulegt að samband við Kína og kínverska háskóla væri að styrkjast um þessar mundir, en í hópi kennara og nemenda háskólans eru Kínverj- ar, „sem hafa flust hingað til að taka þátt í upp- byggingu há- skólans og lagt sitt mik- ilvæga fram- lag til þess af mörkum“. Sagði rektor ekki þurfa að fjölyrða um hversu mik- ilvægt væri nú á tímum að kunna skil á kínverskri tungu og menningu, með vaxandi samskiptum við landið. Gat rektor þess einnig að fulltrúi frá háskólanum yrði með for- seta Íslands í för hans til Kína innan tíðar, en hann myndi heim- sækja 6 kínverska háskóla í ferð- inni, „sem vonandi hefur í för með sér aukin samskipti okkar og þeirra“. Yang Junqi, fulltrúi kínverska sendiráðsins, afhenti gjöfina formlega við athöfn á Bókasafni háskólans og lýsti yfir ánægju sinni með að brátt hæfist kennsla í kínversku og kínverskri menn- ingu við Háskólann á Akureyri, en að hans sögn vilja æ fleiri til- einka sér tungumálið, enda væri landið vaxandi markaður í alþjóð- legum viðskiptum. Menning þjóð- arinnar væri einnig að taka breyt- ingum og því tækju landsmenn einnig meiri þátt í samskiptum á sviði vísinda. Alls væru 2.300 há- skólar í heiminum sem byðu upp á nám í kínversku, í um 100 lönd- um og væru um þessar mundir um 30 milljónir manna að læra tungumálið. Háskólinn á Akureyri væri nú að skipa sér í hópa há- skóla sem byðu upp á slíkt nám, „og ég yrði ekki hissa þó ég hitti í nánustu framtíð fyrir Íslending sem ræddi við mig málið á kín- versku“. Símenntun í kínversku máli og menningu við Háskólann á Akureyri Fékk um 1.000 kínverskar bækur að gjöf Morgunblaðið/Kristján Bókagjöf Yang Junqi frá kínverska sendiráðinu á Íslandi afhenti Þorsteini Gunnarssyni, rektor HA, bókagjöfina. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Sýningar | Leikklúbburinn Saga verður með þrjár aukasýningar á verkinu Davíð Oddsson – súperstar. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og hefur verkið fengið mjög góðar við- tökur. Sýningarnar verða í kvöld, 13. maí og um helgina, 14. og 15. maí og hefjast allar kl. 20. Sýnt er í Húsinu við Hafnarstræti. Tónleikar | Tónleikar verða í sal Tónlistarskólans að Hvannavöllum 14 á föstudag, 13. maí, kl. 18.30 þar sem fram kemur Teitur Birgisson saxó- fónleikari. Tvennir fiðlutónleikar verða svo á sama stað á laugardag, 14. maí. Unnur Birna Björnsdóttir spilar kl. 14 og Pawel og Tomasz Kolosowski kl. 16. Meðleikari á píanó á öllum tónleikunum er Helga Bryn- dís Magnúsdóttir. Tónleikarnir eru hluti af framhaldsprófi þessara nem- enda. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.       UPPSVEIFLAN í golfíþróttinni virðist engan endi ætla að taka, og áformar Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) nú að stækka völl- inn út 18 holum í 27, og er vinna langt komin við uppbyggingu nýju braut- anna. Reiknað er með því að þær verði tilbúnar til notkunar síðla sum- ars 2006 eða vorið 2007. Jóhann Gunnar Stefánsson, for- maður GKG, segir að meðlimir í klúbbnum séu í dag um 1.300, sem sé hámarkið á meðan leikið er á 18 hol- um. Þegar 9 holur hafi bæst við geti fjöldi meðlima farið í um 1.500, og enginn skortur á eftirspurn. Það er í raun Kópavogsbær sem hefur alfarið tekið að sér að gera nýju brautirnar í Leirdalnum, sem liggur meðfram Salahverfi og upp að Kóra- hverfi. Þegar starfsmenn bæjarins og verktakar á þeirra vegum hafa lokið við mestan undirbúninginn taka svo vallarstarfsmenn GKG við, sá í völl- inn, bera áburð, vökva og slá til þess að völlurinn verði sem bestur. Golf og hestamennska Jóhann segist ekki vita nákvæm- lega hver kostnaður Kópavogsbæjar vegna þessa er, en segir að í dag sé hann trúlega nálægt 100 milljónum króna. „Kópavogskaupstaður og bæj- aryfirvöld í Kópavogi eiga allan heið- ur skilið fyrir það frumkvæði sem þeir áttu við það að gera þetta. Það er ótrúlega stórhuga að nota þetta land, sem hefði örugglega verið hægt að selja fyrir hundruð millj- óna undir bygg- ingar, undir golfvöll.“ Þrátt fyrir að mikil mynd sé þegar komin á hinar nýju brautir er enn mikil vinna framundan við að sá rétta gras- inu, nota sér- blandaðan áburð svo það vaxi vel, ásamt hefðbundnum sumarverkum eins og að vökva og slá, áður en brautirnar og flatirnar verða tilbúnar. Jóhann segir að samkvæmt áætlunum klúbbsins sé reiknað með því að nýju holurnar verði tilbúnar vorið 2007, þegar landsmót Ung- mennasambands Íslands fer fram í Kópavogi. Hann segir að það velti að sjálfsögðu mest af öllu á veðurfari, en er vongóður um að hægt verði að byrja að spila haustið 2006. Athygli vekur að reiðstígur liggur þvert á Leirdalinn, og mun hann liggja þar áfram, þvert yfir golfvöll- inn. Jóhann segir golfspilara og hestamenn eiga auðvelt með að lifa saman í sátt og samlyndi, og reiðstíg- ar liggi þegar meðfram vellinum að hluta. „Það er ekkert annað en ánægju- legt að eiga samstarf við hestamenn. Það eina sem hefur komið fyrir teng- ist lausagöngu hesta, sem er alger- lega banvæn fyrir golfvöllinn og ómetanlegt tjón sem við getum orðið fyrir. En hestar á ferð á sínum stað og golfarar á sínum stað er ekki eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Mikið veltur á staðarvali nýs golfskála Golfklúbburinn stendur frammi fyrir erfiðu vali, nú þegar einnig hefur verið ákveðið að reisa nýjan golfskála. Jóhann segir þann möguleika sem reiknað sé með í dag vera að reisa skálann þar sem núverandi golfskáli stendur. Þá yrði hægt að leika fyrstu þrjár holurnar á núverandi velli, fara svo nýju holurnar í Leirdalnum, og klára svo 18 holur með því að leika 6 holur á gamla vellinum til baka að skálanum. Þar sé gallinn sá að ekki sé hægt að koma við í skálanum að lokn- um 9 holum þar sem þá séu golfararn- ir staddir upp undir Kórahverfi. Svo verði 9 holur næst Reykjanesbraut- inni aukalega sem hægt sé að spila einar sér. Hinn möguleikinn er svo að reisa skálann nær Leirdalnum og skipu- leggja völlinn sem nokkurs konar þrjá 9 holu velli, svo hægt sé að spila hvaða 9 holur sem er í þeirri röð sem hentar. Það segir Jóhann e.t.v. henta betur, en ekki hefur verið tekin end- anleg ákvörðun um hvor leiðin verður farin. Það sé þó e.t.v. heppilegra þar sem meirihluti þeirra sem koma og spila komi e.t.v. eftir vinnu og séu bara að fara 9 holur. Mikil uppbygging er fyrirhuguð hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fram til ársins 2007 Níu holur bætast við í Leirdal á næstu árum Uppsveifla í golfinu Jóhann segir að meðlimum í GKG gæti fjölgað í 1.500 þegar nýju holurnar verða komnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Golf í Leirdalnum Nýju brautirnar í Leirdal liggja meðfram Salahverfi að Kórahverfi. Í bakgrunni er núverandi golfvöllur. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.