Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 20
Akureyri | Það var heldur dauft hljóðið tveimur gömlum trillu- körlum sem voru að landa afla í Sandgerðisbót þegar ljósmynd- ari Morgunblaðsins var þar á ferð í gær. Þeir Grétar Sigurðs- son á Von EA og Stefán Bald- vinsson á Elvu Dröfn EA voru sammála um að ástandið í firð- inum hefði sjaldan verið eins slæmt á þessum árstíma. „Það hefur alltaf verið góð veiði á færin í maí og jafnvel mok,“ sagði Grétar. Hann kom að landi með um 115 kg af þorski en Stefán gerði heldur betur og kom með um 300 kg af þorski og nokkrar ýsur. Morgunblaðið/Kristján Stefán Baldvinsson kom með 300 kg af þorski úr róðri í gær og nokkrar ýsur. Dauft hljóð í körlunum Trillukarlar Höfuðborgin | Akureyri |Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fuglalíf | Þröstur nokkur hefur ekki mikl- ar áhyggjur af umferð um pósthúsið á Raufarhöfn því hann hefur – án þess að sækja um bygging- arleyfi, eins og segir á heimasíðu hrepps- ins – gert sér hreið- ur á syllu ofan við inngang starfs- manna. Þykir frágangur þrastarins heldur tjásulegur svona til að byrja með. Sam- býli þrasta og manna á Raufarhöfn er með þeim ágætum að hann fær þó að vera óáreittur á syllunni með búskap sinn. Annað verður ekki sagt um hettumáf sem hyggst verpa í Hólmanum í Kottjörninni og á bökkum tjarnarinnar. Sveitarstjórnin hefur samþykkt að undan honum skuli steypt og fá starfsmenn hreppsins það hlut- verk að hirða egg hans nú í maí. Að öðru leyti hefur sveitarstjórnin sam- þykkt að öll eggjatínsla sé bönnuð innan hreppsmarkanna. Jafnframt sé óheimilt að beina ferfætlingum á fenjasvæðið svo og öllum almenningi nema í samráði við sveit- arstjóra. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hamingjudagar | Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps hefur farið yfir tillögur sem bárust um nafngift á bæjar- og fjöl- skylduhátíðina sem fram fer á Hólmavík helgina 1.–3. júlí nk. Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjóra hátíðarinnar kemur fram að alls bárust nefndinni um þrjátíu til- lögur að nafni frá fjölmörgum áhugasömum einstaklingum. Samþykkt var að velja til- lögu Ásdísar Jónsdóttir frá Hólmavík og verður hátíðin hér eftir kynnt og markaðs- sett undir nafninu Hamingjudagar á Hólmavík. Evrópumeistari | Jósef Ægir Stefánsson einn af hraustustu sonum Skagastrandar gerði garðinn frægan úti í Landerneau í Frakklandi um liðna helgi en þar sigraði hann í glímu sem kölluð er gouren. „Þessi tegund glímu er satt að segja ekki algeng á Skagaströnd en Jósef hefur ekki verið þekktur fyrir að setja smámuni fyrir sig og lærði glímuna eftir óhefðbundnum leiðum. Að vonum eru Skagstrendingar mjög stolt- ir yfir afreki Jósefs,“ segir á vefnum skaga- strond.is. Ísland hafnaði í fimmta sætinu sem verð- ur að teljast mjög góður árangur miðað við að Ísland hefur ekki tekið þátt síðan 1991 og auk þess að vera aðeins með sex menn, segir í frétt á vef Glímusambands Íslands. Hrútavinir og gest-ir þeirra fagnafimm ára afmæli félagsins í kvöld, klukkan 21, í lista- og menning- arverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri á sérstakri vorhátíð. Guðni Ágústs- son, landbúnaðarráð- herra flytur hátíðarávarp og fjölbreytt tónlistar- atriði verða á samkom- unni. Stjórn Kaupfélags Ár- nesinga afhendir Hrúta- vinafélaginu uppstopp- aðan hrút sem var um árabil á skrifstofu félags- ins á Selfossi. Elfar Guðni Þórðarson, listmál- ari á Stokkseyri, verður með forkynningu á mál- verkasýningu sem hann opnar svo formlega laug- ardaginn 14. maí kl. 14. Hrútavinir Þessar ungu stúlkur, Bergþóra Björg, ÞorbjörgEva og Elva Dögg, eiga heima á Raufarhöfn. Ítilefni af sumarkomunni gengu þær í hús á Raufarhöfn og sungu til styrktar UNICEF – Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna. Þær söfnuðu 2.616 krónum. UNICEF er sjálfstæð stofnun sem treystir eingöngu á frjáls framlög. Lögð er áhersla á að fjárstuðningur- inn skili sér beint til þeirra barna sem á honum þurfa að halda, segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Sungið til styrktar börnum Rúnar Kristjánssoná Skagaströndlætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann fylgdist með frétt- um af kosningunum í Bretlandi á dögunum: All is going up and down everywhere in London town. I like neither Blair nor Brown, Britain’s Labour men of crown! Og fyrst hann er farinn að velta fyrir sér heims- málunum: Hitler og Stalín að líku ég legg því ljóti karlinn þeim báðum réð. En ólík voru þau yfirskegg sem óþokkar þessir voru með. Loks sá Rúnar mynd í Morgunblaðinu af Basil fursta, hagmæltum hundi Péturs Þorsteinssonar, og orti: Alla virðist aðra bursta er í vísnaleik hann fer. Bragsnilldin hjá Basil fursta bregður ljóma á Kópasker! Hitler og Stalín pebl@mbl.is Snæfellsnes | Ferðaþjónustan Snjófell verður með skíðalyftuna á Snæfellsjökli opna um hvítasunnuhelgina. Forsvarsmenn Snjófells gera ráð fyrir allnokkrum fjölda fólks á jökulinn um helgina. Fyrstu tjöldin og tjaldvagnarnir eru farnir að sjást á þessu vori. Jökullinn hefur reyndar oft komið betur undan vetri og hefur sjaldan verið jafn lítill snjór í honum um þetta leyti, að því er fram kemur í tilkynningu frá Snjófelli. Því má gera ráð fyrir að vertíðin á jöklinum verði með stysta móti í ár. Lyftan á Snæ- fellsjökli opnuð Njarðvík | Atlantsolía opnaði í gær fyrstu almennu bensínstöð sína á Suðurnesjum. Hún er við Hólagötu í Njarðvík, við Bið- skýlið. Árni Sigfússon bæjarstjóri dældi fyrstu lítrunum á bíl af því tilefni og naut við það aðstoðar Geirs Sæmundssonar framkvæmdastjóra. Stuttan tíma tók að byggja stöðina því Árni tók fyrstu skóflustunguna að henni fyrir nákvæmlega tveimur mánuðum. Geir segir að erfitt sé að fá lóðir fyrir bens- ínstöðvar og því sé opnun stöðvarinnar í Reykjanesbæ mikilvæg viðbót. „Þetta er líka stór áfangi fyrir íbúana því nú fá þeir samkeppni um bensínsöluna. Það verður þeim til hagsbóta.“ Stöðin í Njarðvík er hefðbundin sjálfs- afgreiðslustöð með bensín og dísilolíu. Fjórir bílar komast að í einu. Geir segir að fyrst í stað verði starfsmaður félagsins við- skiptavinum til aðstoðar á stöðinni. Atlantsolía vonast til að geta hafið fram- kvæmdir við tvær nýjar stöðvar á höfuð- borgarsvæðinu á næstunni. Segir Geir að þótt það sé tiltölulega fljótgert að byggja bensínstöð taki skipulagsferlið mjög lang- an tíma og hafi tafirnar orðið vegna þess. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fyrsta stöð Atlantsolíu opnuð á Suðurnesjum ♦♦♦ Ólafsvík | Fiskmarkaður Íslands hf. sendi ekki jólakort til viðskiptavina sinna um síðastliðin jól. Þess í stað var andvirði þeirra ráðstafað til björg- unarsveitanna Bjargar á Hellissandi og Sæbjargar í Ólafsvík. Keypt var hjartastuðtæki til endurlífgunar og var tækið afhent sveitunum nýlega. Með þessu vill Fiskmarkaður Íslands hf. sýna þakklæti fyrir hið mikla og fórnfúsa starf sem félagar í björgunarsveitunum leggja af mörkum til að auka og tryggja öryggi meðborgara sinna. Á myndinni má sjá Tryggva Leif Óttarsson framkvæmdastjóra og Fann- ar Baldursson fjármálastjóra Fiskmarkaðs Íslands hf. afhenta fulltrúum björgunarsveitanna tækið, þeim Davíð Óla Axelssyni, Hlyni Hafsteinssyni, Arnari Laxdal og Guðbjarti Þorvarðarsyni. Morgunblaðið/Alfons Hjartatæki í stað jólakorta      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.