Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRMÁL FLOKKANNA Það virðist nú líklegra en áður aðloksins verði sett lög um fjárreiðurstjórnmálaflokka. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra kynnti á Al- þingi í fyrradag skýrslu um fjármál flokk- anna, sem tekin var saman að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þing- manna. Við það tækifæri lýsti forsætis- ráðherra því yfir að hann hefði þegar fengið tilnefningar frá tveimur þingflokk- um í nefnd, sem hann hyggst skipa til að fjalla um málið og hún ætti að ljúka störf- um fyrir árslok. Í skýrslu forsætisráðherra kemur fram að mikilvægt sé að samstaða sé milli stjórnmálaflokkanna um meginreglurnar í þessu efni. Þar kemur ennfremur fram að síðast er flokkarnir störfuðu saman í nefnd um málið árið 1998 hafi ekki verið lagt til að sett yrðu lög um fjármál þeirra. Síðan hefur auðvitað ýmislegt breytzt. Vaxandi umræður eru hér á landi um fjár- mál flokkanna; nauðsyn þess að það liggi fyrir opinberlega frá hverjum þeir þiggi fé og hvernig þeir ráðstafi þeim fjárveit- ingum, sem þeir fá frá skattgreiðendum. Þá eru margir þeirrar skoðunar að kostn- aður, bæði við prófkjörsbaráttu einstakra frambjóðenda og kosningabaráttu flokk- anna, sé kominn úr böndunum og hætta á að stjórnmálabaráttan sé háð á forsend- um peninga og auglýsingamennsku, en ekki málefna. Aukinheldur hefur tilurð stórra við- skiptasamsteypa hér á landi á undanförn- um árum vakið marga til umhugsunar um hvort nauðsynlegt sé að færa samskipti stjórnmálamanna og stórfyrirtækja bet- ur fram í dagsljósið. Í skýrslu forsætis- ráðherra segir: „Þær breytingar, sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi á undan- förnum áratugum, hafa dregið stórlega úr hættu á spillingu tengdri stjórnmála- starfsemi. Viðskiptalífið hefur verið leyst úr viðjum leyfisveitinga og úthlutunar- kerfa sem buðu heim óeðlilegum þrýst- ingi á stjórnmálamenn um úthlutun tak- markaðra gæða. Viðskiptalífið býr í dag við lagaumhverfi sem er algerlega sam- bærilegt við það sem tíðkast í nágranna- löndum okkar og getur gengið að því sem vísu að vald og vilji stjórnmálamanna til að ráðskast með það umhverfi er ekki lengur til staðar.“ Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en önnur þróun á vettvangi viðskiptalífsins kemur til mótvægis. Viðskiptasamsteyp- urnar starfa með öðrum hætti en fyrir- tæki gerðu fyrr á tíð. Þær hafa í sinni þjónustu almannatengslasérfræðinga og ímyndarhönnuði og þess kann að vera skammt að bíða að þær ráði sér einnig „lobbíista“, fólk sem hefur beinlínis þann starfa að leitast við að hafa áhrif á löggjöf og reglur hins opinbera í því skyni að gæta hagsmuna fyrirtækjanna. Auðvitað má segja að slíkir hagsmunagæzlumenn starfi nú þegar á vegum ýmissa samtaka fyrirtækja og atvinnugreina. Mikilvægt er að það sé alveg á hreinu að engin teng- ing sé á milli þessarar hagsmunagæzlu fyrirtækja og samtaka þeirra – sem getur verið fullkomlega eðlileg – og fjárfram- laga fyrirtækjanna til stjórnmálaflokka. Framsóknarflokkurinn steig raunar mikilvægt skref í þá átt að hreinsa and- rúmsloftið í þessu efni er þingmenn og ráðherrar flokksins gerðu opinberar tekjur sínar og tengsl við fyrirtæki. Í skýrslu Halldórs Ásgrímssonar er bent á tilmæli ráðherranefndar Evrópu- ráðsins frá 2003 um að aðildarríkin setji reglur gegn spillingu í tengslum við fjár- mögnun stjórnmálaflokka og kosninga- baráttu. Reglurnar eiga að hindra hags- munaárekstra og koma í veg fyrir leynileg framlög til stjórnmálaflokka, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er lagt til að að- ildarríkin meti þörf fyrir að setja viðmið- unarmörk um hversu miklu fé skuli varið til kosningabaráttu. Í skýrslu forsætisráðherra vantar það, sem skýrslubeiðendurnir fóru þó fram á, samanburð á lagalegu umhverfi stjórn- málaflokka hér og í nágrannalöndunum. Í því nefndarstarfi, sem framundan er, hljóta menn að skoða hvernig nágranna- ríkin haga málum og hvaða fyrirkomulag getur hentað okkur bezt. Í Bandaríkjun- um er t.a.m. mikið gegnsæi í fjármögnun stjórnmálabaráttu, en illa gengur að koma böndum á þær fjárhæðir, sem varið er til kosningabaráttu, bæði innan og á milli flokka. Í Bretlandi verða flokkarnir að gera rækilega grein fyrir því frá hverj- um þeir þiggja gjafir og jafnframt eru því sett ströng mörk hversu miklu fé þeir mega verja til kosningabaráttu, bæði flokkarnir á landsvísu og einstakir fram- bjóðendur í sínum kjördæmum. Brezkir þingmenn hafa á orði að þótt þeim þyki mörkin oft heldur lág miðað við það hvernig þeir vildu vekja á sér athygli, sé jafnframt gott til þess að vita að enginn geti komið og „keypt af þeim þingsætið“ – andstæðingarnir verði að sigra þá á mál- efnalegum grundvelli. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur lagt til að fyrirtækjum verði einfaldlega bannað að styrkja stjórnmálaflokka. Um það ríkir ekki sam- staða meðal flokkanna; Samfylkinging og Vinstri grænir hafa verið hugmyndinni hlynnt, en Framsóknarflokkurinn síður. Yrði slíkt ofan á, yrði sennilega bæði að auka opinbera styrki til flokkanna og setja strangari hömlur á kostnað við kosningabaráttu. Margir eru tortryggnir í garð hug- mynda um að auka opinbera styrki til flokkanna. Það má hins vegar ekki gleyma því að þeir eru grundvallarstofn- anir í lýðræðiskerfi okkar og ber að styrkja þá og efla sem slíka. FRJÁLSLYNDUR TIL HÆGRI Úrsögn Gunnars Örlygssonar alþingis-manns úr Frjálslynda flokknum og innganga hans í þingflokk Sjálfstæðis- flokksins styrkir auðvitað síðarnefnda flokkinn og stjórnarliðið en veikir Frjáls- lynda að sama skapi. Gunnar segir í samtali við Morgunblað- ið í gær að Frjálslyndi flokkurinn sé ekki að sínu mati sá „mildi hægri flokkur“ sem honum hafi verið kynntur, heldur vinstri flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini hægri flokkurinn. Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt að flokkur, sem þarf að starfa í stjórnarand- stöðu með vinstri flokkum, halli sér til vinstri. Morgunblaðið hefur hins vegar bent á það áður að Frjálslyndi flokkurinn geri fyrst og fremst út á fylgi þeirra, sem af ýmsum ástæðum eru óánægðir með Sjálfstæðisflokkinn þótt hann standi þeim nálægt. Helztu forystumenn flokksins koma úr Sjálfstæðisflokknum og Frjáls- lyndi flokkurinn hefur meira að segja tek- ið upp hið gamla vígorð sjálfstæðismanna „stétt með stétt“. Morgunblaðið hefur jafnframt bent á að ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmi annars vegar til móts við þá óánægju, sem víða ríkir um stjórn fiskveiða, og hins vegar sjónarmið þeirra, sem telja ýmsa hópa hafa orðið útundan í velferðarkerfinu, væri lítið eftir af málefnaágreiningi Sjálf- stæðisflokksins og Frjálslynda flokksins. Sú staðreynd að einn af þingmönnum frjálslyndra telur sig munu eiga betra með að koma eigin stefnumálum í fram- kvæmd innan Sjálfstæðisflokksins sýnir auðvitað að leiðin þarna á milli er opin, ef ekki fyrir Frjálslynda flokkinn í heild sinni, þá a.m.k. hluta hans. K jartan Þorkelsson, sýslumað- ur Rangæinga og formaður stýrihóps um hættumatið, fylgdi málþinginu úr hlaði og sagði m.a. að hættumatið og áhættugreiningin sem því er samfara væri grundvöllur þess að hægt væri að gera raunhæft skipulag almannavarna á svæð- inu til verndar lífi og eigum fólks. Þarna búi mikill fjöldi fólks auk þess sem að þar séu fjölsóttir ferðamannastaðir. „Enn fremur hafa niðurstöður hættu- matsins sýnt fram á nauðsyn þess að þeirri vöktun, sem á svæðinu er í dag, verði fram- haldið og ekki verði úr henni dregið á nokk- urn hátt,“ sagði Kjartan. „Það er okkur sem komum að almannavörnum á þessu svæði mjög nauðsynlegt að fá sem allra fyrst upplýsingar um möguleika á hættu fyrir byggðirnar til að geta brugðist skjótt við.“ Í samantekt stýrihópsins í hættumats- skýrslunni kemur greinilega fram hve fyr- irvari getur verið skammur þegar gos brýst út í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli. Jarðskjálftahrina á undan gosi, t.d. á vatnasvæði Entujökuls, þar sem endur- komutími gosa er talinn vera um 700 ár, stendur ef til vill ekki nema í klukkustund Eyjafjallajö er kvika a landris og j kvika sé á Goðabungu urinn sérsta Unnin ve ingaráætlun Almannavar samvinnu svæðinu að vegna eldgo um. Mikilvæg viðvörunart geta verið m stundir. Gó tækni á hve áður en gos hefst. Hermun stórra hamfara- hlaupa niður Markarfljót sýnir að hlaup sem gæti fylgt slíku gosi myndi flæða yfir allar Landeyjar, austur með Eyjafjöllum að Holtsósi og vestur í Þykkvabæ. Þannig hlaup myndi ná að Þórsmörk um tveimur stundum eftir upphaf eldgoss og til byggða í Fljótshlíð eftir um þrjár stundir. Dýpt hlaupsins gæti orðið 10–15 metrar ofan Stóra-Dímonar en mun minni í Landeyjum. Hermun hlaupa í suðurhlíðum Eyja- fjallajökuls, sem talin eru geta orðið á 1.000 til 10.000 ára fresti, sýnir að hlaup næðu víðast hvar að fjallsrótum á 15–30 mínút- um. Taldar eru verulegar líkur á að eldgos verði á svæðinu á næstu árum. Vart hefur orðið ókyrrðar bæði í Mýrdalsjökli og Hættumati senda alman Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyja- fjallajökli er nú komið út. Af því tilefni var efnt til mál- þings í Norræna húsinu í gær þar sem niðurstöður matsins voru kynntar. Mynd/Hættumat vegna eldgosa Litur hvers svæðis segir til um hve langt líður á milli þess að gjósi í hinum ýmsu hlutum Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Ætlað hám Hættumat vegna eldgosa og jökulhlaupa frá vestanverðu HELSTU niðurstöður vísindamanna sem unnu við hættumatið eru teknar saman í hættumatsskýrslunni. Þar kemur m.a. fram að stór jökulhlaup hafa farið niður farveg Markarfljóts að jafnaði á 500 til 800 ára fresti síð- ustu 8.000 ár. Þau stærstu hafa komið undan Entujökli og orðið í kjölfar eldgosa í norðvesturhluta Kötluöskj- unnar. Þessi hlaup hafa verið hamfarahlaup með rennsli 200.000 til 250.000 m3/s og flætt yfir allar Landeyjar. Oftast verða eldgos innan Kötluöskjunnar og gýs þar að meðaltali tvisvar á öld. Eldgos þar geta valdið ham- farahlaupum með rennsli 100.000 til 300.000 m3/s. End- urkomutími eldgosa er stystur í austurhluta öskjunnar, á vatnasvæði Kötlujökuls, þaðan sem hlaup fara niður á Mýrdalssand. Meðallengd goshléa þar er talin vera 58 ár. Milli eldgosa á vatnasvæði Sólheimajökuls er talið að líði um 600 ár og endurkomutími eldgosa á vatnasvæði Entujökuls er talinn um 700 ár. Mun lengra er talið líða á milli eldgosa í vesturhlíðum Mýrdalsjökuls og er endurkomutími gosa þar talinn vera nokkur þúsund ár. Hlaup vegna gosa á þ eru ekki talin verða stór, eða 10.000 til 30.000 m flestum tilvikum minni. Í Eyjafjallajökli hafa orðið fjögur gos, svo vi síðustu 1.500 árum. Gos í Eyjafjallajökli eru minni en Kötlugos og hafa valdið minni hlau Katla. Endurkomutími eldgosa í gígnum efst á j er talinn í nokkrum hundruðum ára en á bilinu 10.000 ár í hlíðum eldfjallsins. Hlaup til norðurs fjallajökli gæti því orðið á nokkur hundruð ár Síðast gerðist það árið 1822 þegar hlaup sem h marksrennsli 10.000 til 30.000 m3/s fyllti alla Markarfljóts. Hlaup til suðurs úr Eyjafjallajö orðið á nokkur þúsund ára fresti. Þau verða í fæ vikum stærri en 10.000 m3/s. Gos gera boð á undan sér Eldgos gera yfirleitt boð á undan sér. Lang boðar sem geta komið fram og varað í nokkur ár Stöðug vöktun eldfja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.