Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN T æpast hefur farið framhjá nokkrum manni að Samfylk- ingin er að kjósa sér formann. Hér á síðum Morgunblaðsins hafa birst ógrynni greina frá stuðnings- mönnum formannsefnanna, Öss- urar Skarphéðinssonar og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Af háum sem lágum flokksmönnum hefur gjörvilegu atgervi þeirra verið lýst og kostirnir eðlilega verið tíundaðir. Einnig hafa birst skondnar fréttir af stuðningi heilu bæjarfélaganna við formanns- efnin, ef marka má fyrirsagnir eins og „Hafnfirðingar styðja Ingibjörgu Sólrúnu“ og „Hafn- firðingar styðja Össur“. Alltaf verið spes, Hafnfirðingar! Af lestri allra þessara greina- skrifa mætti ætla að hatrömm átök séu innan Samfylkingarinnar nú um stundir. Ekki vilja for- mannsefnin kannast við það og lýstu þau t.d. eindregnum friðar- og samstarfsvilja í Kastljóssviðtali á dögunum, spurð hvernig þau tækju ósigri. Rúm vika er í landsfund, þegar tilkynnt verður hvernig um 20 þúsund flokksmenn hafa ráð- stafað atkvæði sínu. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist Ingi- björgu Sólrúnu ætla að takast að steypa svila sínum af formanns- stóli en athyglisvert hefur verið að sjá sömu kannanir með allt annan vilja fólks úr öðrum flokkum. Þar hefur staðan verið heldur jöfn eða Össur haft nokkuð öruggt forskot. Þá hefur Össur verið oftar nefnd- ur meðal óákveðinna kjósenda í flokksvali. Erfitt er að ráða í þessar nið- urstöður og hvort stuðningurinn við Össur sé eindreginn og sagður frá dýpstu hjartans rótum eða hvort andstæðingar Samfylking- arinnar óttast Ingibjörgu meira en Össur. Skýringin getur verið sambland af þessu tvennu. Össuri hefur reyndar vaxið ásmegin í kosningabaráttunni undanfarið, að auki búinn að missa nokkur kíló og virkað fjallhress. Ingibjörgu hefur einnig vegnað vel þannig að ég spái því að kosningin verði jafnari en kannanir hafa sýnt til þessa. Formannskjörið snýst aug- ljóslega um persónur, ekki mál- efni. Ekki er að sjá mikinn mun í málflutningi þeirra Össurar og Ingibjargar, ef undan er skilin mismunandi áhersla á hugtakið umræðustjórnmál og starf Fram- tíðarhóps flokksins, sem Ingi- björg hefur leitt en Össur gagn- rýnt. Bæði vilja þau veg jafnaðarstefnunnar sem mestan og að sjálfsögðu langar þau í stjórnarráðið. En hvort þeirra ætti nú að verða formaður Samfylking- arinnar? Ég er ekki í Samfylking- unni en leyfi mér að koma með þá hugmynd, sem ég tel býsna snjalla, að þau skipti með sér verkum og beri bæði formanns- titil. Þetta mætti gera með ýmsum hætti, t.d. að skipta kjörtímabilinu í tvennt, eða jafnvel skiptast á mánuðum. Ef Samfylkingin kemst í oddaaðstöðu í ríkisstjórn eftir næstu kosningar gætu þau gert eins og Davíð og Halldór, að skipta með sér forsætisráð- herraembættinu. Þar með gætu öll dýrin í skóginum orðið vinir, minni hætta yrði á klofningi innan flokksins og enn síður innan fjöl- skyldna formannsefnanna. Þetta er kannski í hálfkæringi sagt en grínlaust er ég örugglega ekki sá eini sem vildi gjarnan vera fluga á vegg í samkomu hjá þessari ágætu fjölskyldu. Andrúmsloftið getur varla verið eins og í huggu- legu teboði á sunnudegi. Það væri í raun óeðlilegt ef ekki væri eilítið hnussað og hornaugu gefin. En gerum ráð fyrir hinu ólík- lega, að ég væri flokksmaður í Samfylkingunni og yrði að gera upp á milli þessara persóna.Við fyrstu sýn yrði valið ekki auðvelt. Ég þekki þau bæði af góðu einu í samskiptum við þau sem blaða- maður. Þau svara fljótt og vel skilaboðum, koma vel fyrir sig orði og gera okkur auðvelt fyrir að vinna úr viðtölum við þau. Þau eru ágætir málsvarar síns flokks og myndu standa sig með sóma í þessu embætti. En væntanlega myndi gera útslagið um mitt at- kvæði að ég hef meiri og lengri kynni af Össuri, starfaði um tíma undir hans ritstjórn sem blaða- maður og hvort það var bangsa- legt vaxtarlag okkar eða lund- argeð þá náðum við bara nokkuð vel saman. Skemmtilegur og skarpur, hann Össur, hrókur alls fagnaðar og vinamargur. En þeg- ar kemur að skyldleika okkar vandast valið. Samkvæmt Íslend- ingabók er ég mun skyldari Ingi- björgu en Össuri. Hann getur vart talist frændi minn, þar sem við náum ekki saman fyrr en í tíunda lið aftur á miðri 17. öld, en Ingi- björg er miklu frekar frænka mín, í sjötta og sjöunda ættlið. Og enn versnar það þegar kemur að enska boltanum. Þar hefur Össur lýst stuðningi við Norwich, sem Púllari eins og ég get tæpast fyr- irgefið. Ekki er mér kunnugt um hvar Ingibjörg stendur í boltanum en ef hún hallast að hinum rauð- klæddu í Bítlaborginni þá gæti staða hennar batnað. Í sambærilegri aðstöðu geta flokksmenn Samfylkingarinnar lent, þegar þeir þurfa að gera upp á milli formannsefnanna. Per- sónuleg kynni munu hafa sitt að segja, lífsviðhorf, skyldleiki, áhugamál og jafnvel kynferði. Varla geta það verið málefnin. Verði ofangreind tillaga um for- mannsskipan ekki að veruleika reikna ég með að örlög Össurar verði svipuð og hjá Ágústi Ein- arssyni í rektorskjörinu í Háskóla Íslands, líkt og Ágúst lýsti því sjálfur í Morgunblaðinu eftir að úrslitin lágu fyrir: „Því er ekki að leyna að mikil stemning var fyrir því að gera konu að rektor og sú stemning gerði útslagið í þessum kosningum.“ Össur eða Ingibjörg? Grínlaust er ég örugglega ekki sá eini sem vildi gjarnan vera fluga á vegg í samkomu hjá þessari ágætu fjölskyldu. Andrúmsloftið getur varla verið eins og í huggulegu teboði á sunnudegi. VIÐHORF Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is UMRÆÐAN um lyfjagjöf við of- virkni undanfarna daga hefur því miður ekki alltaf verið málefnaleg. Í kjölfar upplýsinga um að mikil aukn- ing hafi orðið á notkun ofvirknilyfja hefur verið alhæft um lyfjagjöf við of- virkni út frá einstökum dæmum og gefið í skyn beint og óbeint að verið sé að ofnota lyf við hegðunarörð- ugleikum. Einnig er gef- ið í skyn að foreldrar hafi ekki val um það hvort börnin þeirra taka of- virknilyf eða ekki. Reynsla undirritaðs er ekki í samræmi við full- yrðingar um að lyfjagjöf- in sé misnotuð eða að verið sé að viðhafa óvönduð vinnubrögð við greininguna. Í Reykjanesbæ eru 4% barna á grunnskólaaldri með ofvirknigreiningu árið 2004. Af þeim var tæpur helmingur eða rúmlega 1,5% af heildarfjölda barna á grunn- skólaaldri á ofvirknilyfjum. Algengi ofvirkni er talin vera 3–5%, þannig að þessar tölur eru fyllilega innan eðli- legra marka. Lyfjanotkunin sömu- leiðis. Tilvísununum til okkar á fræðsluskrifstofunni vegna ofvirkni og hegðunarvandamála hefur fækkað milli ára og á okkar þjónustusvæði hefur því ekki orðið nein sprenging í notkun á rítalíni og skyldum lyfjum við ofvirkni. Þau börn sem undirrit- aður þekkir til í Reykjanesbæ og eru á ofvirknilyfjum hafa öll fengið við- eigandi greiningu sem uppfyllir þær faglegu kröfur sem gerðar eru. Að þessum ofvirknigreiningum koma auk sálfræðinga margir sérfræðingar á læknasviði, flestir þeir sjálfstætt starfandi barnageðlæknar sem á landinu starfa, læknar á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og læknar sem starfa á Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Vinnu- brögð þessara lækna hafa verið vönduð og full- komlega í samræmi við þau vinnubrögð sem tíðk- ast í greiningarvinnu. Ég geri ráð fyrir að vinnu- brögð þeirra þegar þeir vinna fyrir aðra en í búa í Reykjanesbæ séu jafn- vönduð. Mér finnst alla vega ótrúlegt að við í Reykjanesbæ séum á einhverjum sérsamningum við lækna, þ.e. að þeir vandi sig þegar þeir vinna fyrir okkur og fúski og kasti til hendi þegar þeir eru í grein- ingum annars staðar. Ég tel því lík- legt að skýringa á mikilli notkun of- virknilyfja sé að leita í öðru en að læknar viðhafi almennt óvönduð vinnubrögð. Sjálfsagt er hægt að finna einhvers staðar dæmi um að of- virknilyfjum hafi verið ávísað án und- angenginnar greiningar. Sé svo er um hrein undantekningartilfelli að ræða. Þeir læknar sem koma að mál- efnum ofvirkra barna eru einfaldlega fagmenn sem vanda sig við vinnu sína.Við skulum sýna ofvirkum börn- um og foreldrum þeirra þá virðingu að ræða um ofvirkni og meðferð við henni með faglegum hætti og ná um- ræðunni úr því fari sem hún hefur verið undanfarna daga. Auðvitað þarf að skoða vandlega af hverju notkun ofvirknilyfja er að aukast og fá skýr- ingar á því af hverju við á Íslandi er- um að nota meira af þessum lyfjum en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það setur enginn börn á lyf að gamni sínu. Tilgangur lyfjagjaf- arinnar er ætíð að draga úr skaðleg- um áhrifum ofvirkninnar. Foreldrar hafa alltaf val um lyfjagjöf eða ekki. Lyfjagjöf við ofvirkni er því ekki beitt nema að brýna nauðsyn beri til. Að gefa lyf að gamni sínu Gylfi Jón Gylfason fjallar um rítalínnotkun barna ’Staðreynd málsins erhins vegar sú að það setur enginn börn á lyf að gamni sínu.‘ Gylfi Jón Gylfason Höfundur er yfirsálfræðingur á fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. JÖRGEN Niclasen fulltrúi á fær- eyska lögþinginu og ræðumaður á landsþingi Frjálslynda flokksins í mars sl. notaði tækifærið þar og til- kynnti að veiðidagakerfi Færeyinga sé heimsins besta kerfi fyrir þá, að því er fram kom í við- tali Ríkisútvarpsins við hann. Jafnframt sagði þingmaðurinn í viðtal- inu að Færeyingar væru orðnir gjaldþrota hefðu þeir fylgt ráð- leggingum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins og veitt helmingi minna af bolfiski en þeir síðan gerðu. Vakti málflutningur Nicla- sens hrifningu þing- fulltrúa, sem ekki kem- ur á óvart, enda sami tónninn sleginn í málflutningi beggja. Aflamarkskerfi mun hagkvæmara fyrirkomulag Árið 1996 ákváðu Færeyingar að hætta með aflamarkskerfi sem þeir höfðu tekið upp skömmu áður, en ákváðu að stýra veiðunum með veiðidaga- eða sóknardagakerfi. Þessi ákvörðun fól það jafnframt í sér að meira yrði veitt en Alþjóða- hafrannsóknaráðið ráðlagði. Þetta þýðir þó ekki að beint samhengi sé á milli fyrirkomulags fiskveiðistjórn- unar og þess hvort menn kjósi að veiða umfram ráðgjöf fiskifræðinga: Færeyingar hefðu getað ákveðið að veiða jafn mikið og þeim sýndist í hvoru kerfinu sem var. Munurinn á kerfunum tveimur er sá helstur, að aflamarkskerfi er mun hagkvæmara fyrirkomulag við veiði- stýringu en sóknardagakerfi. Í afla- markskerfi er meira upp úr veið- unum að hafa, enda ber á það að líta að fiskveiðar hafa fyrst og fremst efnahagslegan tilgang og markmiðið er að skila góðum arði til að halda uppi lífskjörum. Lokað kerfi í Færeyjum Niclasen segir að í Færeyjum ríki almenn sátt um fiskveiðistjórn- unarkerfið. Það er gott, en rétt er að benda á að þar er kerfið lokað eins og á Íslandi þannig að nýliðar verða að kaupa bát með veiðileyfi og sókn- ardaga vilji þeir hefja útgerð, rétt eins og menn þurfa að kaupa skip og kvóta á Íslandi. Niclasen heldur því fram að brott- kast þekkist ekki í sóknardagakerfi Færeyinga. Það er eigi að síður vel þekkt staðreynd að hvati til brott- kasts er vissulega fyrir hendi í sókn- ardagakerfi sem og í frjálsum veið- um, einkum þegar vel fiskast. Í blönduðum veiðum eins og stundaðar eru á Færeyjamiðum er freistingin sú að henda verðminnsta fiskinum en hirða þann verð- mesta þegar vel fiskast. Í sókn- ardagakerfi er tilhneig- ing til að beina sókn- inni í verðmætari tegundir eins og þorsk sem síðan eykur hættu á ofveiði hans. Auðvit- að reyna menn líka að hámarka afrakstur hverrar veiðiferðar og því leiðir það af sjálfu sér að sókn eftir stærsta og verðmætasta fiskinum er mest og því stenst ekki fullyrðing Niclasens um að ekki sé leitað í stærsta fisk- inn. Sóknardagakerfi er óhagkvæmt Mörg rök má færa fyrir því að sóknardagakerfi sé óhagkvæmt og miklu óhagkvæmara en aflamarks- kerfi. Þar er áhersla lögð á sem mestan afla á sóknardag fremur en á gæði. Það veldur erfiðleikum við að skipuleggja veiðar og samhæfa veiðar og vinnslu eins og aflamarks- kerfi býður upp á. Sóknardagakerfi gerir erfiðara að verða við kröfum kaupenda um jafnt og stöðugt fram- boð á fiskafurðum og mikil gæði þeirra. Kapphlaupið sem sóknardaga- kerfið hrindir af stað um að ná sem mestum afla á úthlutuðum veiðidög- um leiðir til umframveiði eins og við sáum í dagabátakerfinu á Íslandi. Sóknarstýring leiðir einnig til auk- innar fjárfestingar, bæði í öflugri fiskiskipum og tækjum. Markmiðið er að ná sem mestum afla á tak- mörkuðum sóknardögum, en síður að auka gæði aflans og verðmæti hans. Þetta leiðir til óhagkvæmni og aukins kostnaðar. Mjög örar tækni- framfarir stuðla einnig að auknum afla á sóknardag. Aukinn afli og af- kastageta leiða svo til fækkunar sóknardaga til að stemma stigu við ofveiði. Þá er viðbúið að afli á úthlut- uðum sóknardögum hrökkvi ekki til að standa undir rekstri fiskiskip- anna. Viðvörunarbjöllur hringja Á fundi Frjálslyndra játaði Niclasen að þorskveiðin á Færeyja- miðum færi minnkandi en kvað ekk- ert að óttast. Fiskistofnarnir sveifl- ist upp og niður eins og þeir hafi alltaf gert. Um sama leyti bárust spurnir af því að lítið væri að hafa af þorski á Færeyjamiðum, nema þá helst í námunda við íslenskt haf- svæði og töldu fiskimenn þar um göngufisk af Íslandsmiðum að ræða. Í umræðum um fiskveiðistjórnun er nauðsynlegt að hafa hugfast, að nákvæmni stofnmats og fisk- veiðiráðgjafar takmarkast af eig- inleikum og umfangi þeirra rann- sóknagagna sem byggt er á, sem aftur takmarkast af því hvað menn leggja mikið til hafrannsókna. Þetta er m.a. vandi Færeyinga. Nú er það auðvitað óskandi að ástand þorskstofnsins við Færeyjar sé gott, þrátt fyrir að viðvör- unarbjöllur hringi. Þótt mat á þorskstofninum við Færeyjar sé háð mikilli óvissu, ekki síst vegna tak- markaðra rannsóknagagna, þá eru síðustu fregnir af ástandi hans síður en svo uppörvandi. Lítill fiskur virð- ist vera á heimamiðum. Samkvæmt mati Alþjóðahafrannsóknaráðsins er stærð hrygningarstofnsins svipuð og árið 1990. Efnahagskreppan sem þjóðin lenti í þá leiddi til gríðarlegra erfiðleika og sjöundi hver Fær- eyingur flutti úr landi. Sem kunnugt er hafa færeysk stjórnvöld gert lítið með ráðgjöf fiskifræðinga um sókn- arminnkun undanfarin ár. Ljóst er að of mikil sókn í þorskinn getur leitt af sér aðra kreppu. Vandséð er hvaða skynsemi er í því að taka þá áhættu. Heimsins besta kerfi? Kristján Þórarinsson fjallar um fiskveiðistjórnun ’Nú er það auðvitaðóskandi að ástand þorskstofnsins við Færeyjar sé gott, þrátt fyrir að viðvör- unarbjöllur hringi.‘ Kristján Þórarinsson Höfundur er stofnvistfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.