Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FORSETAKOSNINGAR verða haldnar í Íran 17. júní og er fyrrver- andi forseti landsins, klerkurinn Ak- bar Hashemi Rafsanjani, sem til- kynnti um framboð sitt nú í vikunni, talinn langsigurstranglegastur. Mo- hammad Khatami, sitjandi forseti, sem kjörinn var árið 1997 er að ljúka seinna kjörtímabili sínu, en Rafsanj- ani sat einnig tvö kjörtímabil árin 1989–1997. Hinn sjötugi Rafsanjani hefur heitið því að vernda írönsku þjóðina fyrir öfgum og harðlínustefnu en það er ekki síst trú fólks á að hon- um takist að koma á efnahagslegum umbótum sem veldur vinsældum hans. Stjórnmálaskýrendur telja að efna- hagsmál verði Írönum efst í huga í komandi kosningum enda er verð- bólga þar í landi há og atvinnuleysi mikið, einkum meðal ungs fólks, þrátt fyrir miklar olíuauðlindir og mann- auð. Þá er ljóst að ungt fólk mun hafa mikið að segja í kosningunum því 65% landsmanna eru yngri en 25 ára og kosningaaldurinn í landinu er 16 ár. Þetta unga fólk vill upp til hópa sjá breytingar í landinu en ungmenni í Íran hafa í gegnum tíðina staðið fyr- ir því að knýja á um þjóðfélagsbreyt- ingar. Raunar voru það stúdentar sem stóðu fyrir mótmælaaðgerð- unum árið 1979 sem leiddu til þess að Reza Palavi, keisara og einvaldi í landinu, var steypt af stóli og klerka- stjórnin tók við völdum með Ayatoll- ah Ruhollah Khomeini sem sinn æðsta mann. Um þessar breytingar voru frjálslyndir andstæðingar keis- ara og íhaldssamir bókstafs- trúarmenn sammála, en síðan tók klerkastjórnin til við að umbylta sam- félaginu. Batt hún meðal annars enda á trúfrelsi og kom á skipan þar sem yfirmaður klerkastjórnarinnar er valdamesti maður landsins þrátt fyrir kjörinn forseta og þing. Vaxandi gjá milli klerkastjórnar og forseta Klerkastjórnin lítur svo á að hún hafi vald sitt beint frá Guði og eru átökin milli hennar – með æðsta klerkinn Ayatollah Ali Khamenei, sem tók við eftir dauða Khomeini árið 1989 í fararbroddi – og kjörins for- seta og þings djúpstæð í landinu. Hefur gjáin milli þessara afla vaxið í valdatíð hins hófsama Mohammad Khatami, sem var kjörinn forseti með yfirburðafylgi árið 1997. Þá var það aftur ungt fólk – auk kvenna og menntamanna – sem krafðist breyt- inga og flykktist um hinn umbóta- sinnaða frambjóðanda sem boðaði að slakað yrði á trúarlegum kennisetn- ingum við stjórn landsins, að lýðrétt- indi yrðu höfð í heiðri og samskipti við umheiminn bætt. Fljótlega fór þó að bera á vonbrigðum meðal almenn- ings í Íran sem fannst Khatami ganga hægt að efna þessi heit og í heildina á litið má segja að fylgjendur hans meti það svo að honum hafi mistekist ætl- unarverk sitt. Klerkastjórnin hafði reyndar sitthvað um gengi hans að segja og lagði ítrekað stein í götu hans þegar hann vildi koma á breyt- ingum í frjálsræðisátt. Almennt er þó talið að Khatami hafi ekki verið nógu mikill bógur í embættið, hann hafi umfram allt verið hugsjónamaður með góðar hugmyndir, en ekki verið maður framkvæmda. Annað þykir hins vegar upp á teningnum þegar Rafsanjani kemur aftur til sögunnar. Hann er einmitt talinn fram- kvæmdamaður og þrátt fyrir rótgró- in tengsl hans við valdaöflin í landinu eru bundnar vonir við að hann geti unnið að framförum. Þá er fyrst og fremst horft til þess að hann þykir raunsær og hagsýnn og hefur lýst því yfir að hann vilji beita sér fyrir því að laga og styrkja efnahag landsins. Þegar hann tilkynnti um framboð sitt sagði Rafsanjani að nýr forseti yrði að ráðast gegn „atvinnuleysi, fá- tækt, spillingu, misrétti“ og að koma til móts við þarfir þjóðar sem er upp til hópa „ung að árum“ og kvenna sem eru æ „staðráðnari í að taka þátt“. Þá sagði hann að „efnahagslegt lýðræði og framfarir í iðnaði“ væru „grundvöllur lýðræðisþjóðfélags og þjóðfélagslegra framfara“. Þá segist Rafsanjani vilja bæta samskipti við Vesturlönd og talar um mikilvægi þess að byggja upp „alþjóðlegt traust“ á tímum þegar spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda fer vaxandi og samskipti ráðamanna við Bandaríkin eru vægast sagt erfið. En Rafsanjani er ekki einn um að bjóða sig fram. Á undanförnum dög- um hafa rúmlega hundrað manns á ýmsum aldri og úr ólíkum þjóðfélags- stéttum skilað inn framboðsgögnum, en það er öllum frjálst að gera áður en fresturinn rennur út í dag, föstu- dag. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína í íranska innanríkisráðuneytið með framboðsgögn er 72 ára bóndi að nafni Haji Kasseh sem sagði við það tækifæri að sig langaði til að setjast niður með George W. Bush Banda- ríkjaforseta, segja við hann: „við er- um allir bræður“ og kenna honum síðan nokkur persnesk ljóð. Annar maður sagði starfsfólki innanrík- isráðuneytisins að hann væri hinn sögufrægi „horfni imam“, Mahdi, sem sagður er hafa horfið árið 873, en endurkomu hans er enn beðið meðal margra sjíta. Maðurinn var sendur heim eftir skilríkjum. En að öllum líkindum verða hvorki Kasseh né sá sem sagðist vera hinn horfni imam í framboði þegar að kosningunum kemur, ekki frekar en flestir aðrir sem hafa og munu skila inn framboðsgögnum. Sérstakt ráð á vegum klerkastjórnarinnar þarf nefnilega að leggja blessun sína yfir frambjóðendur. Ráðið, sem er skipað íhaldssömum bókstafstrúarmönnum, hefur fimm daga til að skoða vænt- anlega frambjóðendur meðal annars með tilliti til þess hvort þeir séu „trúir gildum íslamska ríkisins og hinni op- inberu trú“, það er að segja sjíta- grein íslams, og samþykkir þá síðan eða hafnar þeim. Í aðdraganda síð- ustu forsetakosninga, árið 2001 þegar Khatami var endurkjörinn, sam- þykkti ráðið aðeins 10 frambjóðendur af þeim 814 sem lögðu inn framboðs- gögn. Fyrir þingkosningarnar í fyrra hafnaði ráðið alls 2000 frambjóð- endum, og voru þeir sem hafnað var nær allir umbótasinnar. Konur útilokaðar frá framboði Konum sem vilja bjóða sig fram til forseta er öllum hafnað af ráðinu á grundvelli kynferðis síns, en þó hafa um tíu konur lagt inn framboðsgögn, þar á meðal 18 ára skólastúlka og Rafat Bayat, þingmaður úr röðum íhaldsmanna. Meðal þeirra sem hafa opinberlega gagnrýnt útilokun kvenna frá forsetaframboði er Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafi Nóbels, sem hafnar þeirri túlkun stjórn- arskrár landsins að konur hafi ekki kjörgengi. Þannig er ljóst að aðeins þeir sem hljóta náð fyrir augum klerkastjórn- arinnar eiga möguleika á forsetaemb- ættinu og verða keppinautar Rafsanj- ani um embættið líklega flestir harðlínumenn. Fremstir í flokki þeirra eru Ali Larijani, fyrrum yfir- maður íranska ríkisútvarpsins, Mo- hammad Qalibaf, fyrrum lög- reglustjóri og Mohsen Rezai, fyrrum yfirmaður byltingarvarðsveitanna. En þó að Rafsanjani segist vilja vernda þjóðina fyrir öfgafullri harð- línustefnu hefur hann í gegnum tíðina átt, og á enn, samskipti við klerka- stjórnina. Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði rætt við Kham- enei æðsta klerk áður en hann tók ákvörðum um framboð, svaraði hann því til að æðsti maður landsins „skipti sér ekki af málum varðandi einstaka persónur“ en gaf þó í skyn að hann hefði vissu fyrir því að Khamenei væri ekki andsnúinn framboði sínu. Umbótasinnaðir klerkar gagnrýna stjórnskipan landsins Meðal þeirra sem hafa harðlega gagnrýnt stjórnskipan landsins í að- draganda forsetakosninganna eru tveir af virtustu klerkum landsins, Hossein Ali Montazeri og Ayatollah Yusef Saanei. Montazeri og Saanei eru umbótasinnar og ekki lengur í náðinni hjá klerkastjórninni. Mont- azeri, sem á sínum tíma þótti líklegur eftirmaður Khomeini, þótti of gagn- rýninn á pólitísk og menningarleg höft í landinu og sat í fimm ára stofu- fangelsi, fram til ársins 2003 þegar hann var látinn laus af heilsufars- ástæðum. Í viðtali sem hann veitti nú í vikunni, sagðist hann svartsýnn á að frelsi og réttlæti yrði haft að leið- arljósi í komandi forsetakosningum. „Mitt sjónarmið er, og ég get ekki sagt meira en þetta, að málin eru ekki að þróast í rétta átt. Í upphafi bylt- ingarinnar gáfum við Imam [Khom- eini] heitinn, loforð um frelsi, og það hefur ekki verið staðið við þessi lof- orð.“ Saanei, sem er í flokki þeirra klerka sem telja að trú og stjórnun landsins fari ekki saman, skiptir sér lítið af stjórnmálum núorðið en lýsti nýlega andstöðu sinni við áðurnefnt ráð klerkastjórnarinnar sem „velur“ frambjóðendur. „Það á ekki að vera neitt ráð. Í kosningum þarf enga varðmenn, það stríðir gegn frelsi fólks,“ sagði Saanei. Þá gagnrýnir hann einnig stöðu kvenna í landinu og segir að réttur kvenna til að gegna æðstu embættum landsins sé „óve- fengjanlegur“, þar á meðal embætti dómara og forseta. Fréttaskýring| Talið er að næsti forseti Írans verði fyrrverandi forseti landsins, Akbar Rafsanjani. Birna Anna Björnsdóttir fjallar um stjórnmálaástandið í Íran með tilliti til komandi forsetakosn- inga þar sem aðeins þeir sem hljóta náð fyrir augum klerkastjórnarinnar fá að bjóða sig fram. Rafsanjani vekur vonir um breytingar í Íran Reuters Konur í Íran eru útilokaðar frá forsetaframboði af sérstöku ráði á vegum klerkastjórnarinnar. Nokkrar konur hafa þó skilað inn framboðsgögnum, þeirra á meðal þingmaðurinn Rafat Bayat, sem hér fyllir út viðeigandi plögg. Akbar Hashemi Rafsanjani bab@mbl.is Efnahagsmál mikilvægust í komandi forseta- kosningum LÖGFRÆÐINGAR þeirra, sem lifðu af fjöldamorðin á 8.000 músl- ímum í Srebrenica í Bosníu 1995, hófu í gær að yfirheyra vitni til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir málsókn gegn hollenskum yfirvöld- um. Eru þau sökuð um að bera ábyrgð á því, að hollenskir her- menn, sem gættu borgarinnar, gerðu ekkert til að koma í veg fyrir morðin. Þegar serbneskur her réðst inn í Srebrenica var borgin „griðastaður“ og opinberlega und- ir stjórn hollensks herliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Stríðs- glæpadómstóll SÞ komst síðar að því, að um hefði verið að ræða þjóð- armorð og árið 2002 sagði öll hol- lenska ríkisstjórnin af sér vegna þessa máls. Sagðir hafa þegið mútur frá Saddam BRESKI þingmaðurinn George Galloway og Charles Pasqua, fyrr- verandi innan- ríkisráðherra Frakklands, eru sagðir hafa þeg- ið miklar mútur frá Saddam Hussein, fyrr- verandi forseta Íraks. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá bandarísku öld- ungadeildinni en í henni segir, að múturnar hafi verið í líki um- boðs til kaupa á milljónum fata af olíu. Er því hald- ið fram, að með þessu hafi Sadd- am verið að umbuna „póli- tískum sam- herjum“ sínum í Evrópu. Engar sannanir eru þó lagðar fram og þeir Galloway og Pasqua, sem hafa áður verið bornir þessum sökum, vísa þessu harðlega á bug. Í skýrsl- unni er Galloway sagður hafa feng- ið umboð fyrir kaupum á 20 millj. olíufata frá Írak og Pasqua fyrir 11. Fyrir tveimur vikum var hafin rannsókn í Frakklandi á Bernard Guillet, fyrrverandi ráðgjafa Pasq- ua, vegna gruns um aðild hans að olíuhneykslinu svokallaða. Ný réttarhöld yfir Ocalan? YFIRVÖLD í Tyrklandi sögðust í gær mundu gera það, sem gera þyrfti, eftir að Mannréttinda- dómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu, að réttarhöldin yfir kúrdíska uppreisnarforingjanum Abdullah Ocalan hefðu ekki verið heiðarleg. Tyrkir kalla Ocalan hryðjuverkamann og segja hann bera ábyrgð á dauða meira en 30.000 manna. Var hann dæmdur til dauða 1999 en dóminum síðar breytt í ævilangt fangelsi vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. Viðræður við Tyrki um aðild að sambandinu eiga að hefjast í októ- ber og því þykir líklegt, að efnt verði til nýrra réttarhalda yfir Ocalan. Stjórnarskrár- drög samþykkt NEÐRI deild þýska þingsins sam- þykkti í gær með miklum meiri- hluta drögin að stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið. Studdu þau 569 þingmenn en aðeins 23 voru á móti. Búist er við, að efri deildin, sam- bandsráðið, afgreiði þau með sama hætti 27. maí, tveimur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Frakk- landi. Sex aðildarríki hafa nú sam- þykkt drögin að fullu og Þýskaland verður án efa það sjöunda. Til að öðlast gildi verða þau að vera sam- þykkt í öllum aðildarríkjunum 25. Vilja höfða mál vegna Srebrenica Charles Pasqua George Galloway
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.