Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 51 MENNING NÝ LEIKSKÁLD velta fram hjá Hugleik um þessar mundir. Nú er það Nína Björk Jóns- dóttir Hugleikari, blaðakona og stjórnmála- fræðingur sem hefur skrifað ,,fjölskyldusplatter“ eins og hún sagði sjálf í sjónvarpinu á dög- unum. Í viðtali í skemmtilegri leikskránni segir hún frá því að verkið hafi þróast frá alvarlegu fjölskyldudrama yfir í brjálaðan farsa þó að sjálf hafi hún aldrei þolað farsa! Þorgeir Tryggvason leikstjóri og gamalgróinn Hug- leikari segir hins vegar í leikskrá að verkið sé ekki farsi heldur ,,snyrtilega uppbyggð aðstæ- ðukómedía“ og ,,splatter undir- textans“. Enginn með Steindóri er blanda af þessu öllu, hvorki farsi né ekki farsi en mjög fyndið og beitt þegar líða fer á, nákvæm- lega unnið af Þorgeiri leikstjóra og fjarska vel leikið á sterkustu póstunum. Undirtextinn er blóðugur, verkið daðrar við absúrdisma eða súrrealisma en þó að mjög gaman megi hafa af frá byrjun er ekki gengið nógu langt nógu snemma. Leikritið fjallar um tvær ólík- ar fjölskyldur; bankastjóri og galleríeigandi halda kvöldverðarboð í tilefni þess að dóttir þeirra hefur eignast kærasta en móðir hans er skúringakona sem vinnur líka í vídeóleigu og bróðirinn Hraunari. Þessar tvær fjöl- skyldur eru fjarska ólíkar við fyrstu sýn en ekki er allt sem sýnist í mannlegri hegðun segir boðskapur verksins og spurning hver er heiðarlegur eða betri en annar þegar upp er staðið. Helsti kostur verksins er að höfundur er óhræddur við súrrealismann til að sýna steríótýpur hversdagsins í sinni ýktustu mynd og tekst það allt saman með miklum ágætum. En þetta er líka helsti ókostur verksins. Með öðrum orðum er höfundur hræddur við að fara strax inn í hið fáránlega á mörkum veruleikans og geldur sýningin fyrir það. Þrátt fyrir þetta er víst að fyndin var sýningin og vel leik- in. Hulda B. Hákonardóttir var afar góð í hlutverki hinnar snobbuðu og um leið óöruggu bankastjórafrúar, hún lék sér svo fínlega á mörkum fáránleik- ans að geri aðrir betur. Einar Þór Einarsson lék hinn venju- lega, hógværa kærasta alveg frábærlega, hann þurfti að vera eini eðlilegi maðurinn í hópnum og tókst það erfiða hlutverk mjög vel. Júlía Hannam kom, sá og sigraði sem móðir hans; lék snilldarlega hvernig konan hafði engin mörk í siðferði og mann- legum samskiptum en rataðist mjög oft satt á munn. Hér verð- ur einnig að nefna Gísla Björn Heimisson sem var á heimavelli í trúðslegum töktum í hlutverki lögfræðingsins kokkálaða og átti tvímælalaust fyndnasta atriði verksins og best útfærða en það var þegar hann át mik- ilvægt skjal og dró það svo aftur út úr sér. Hugleikur stekkur þvers og kruss um lend- ur leiklistarinnar í frumsömdum verkum sín- um þessi árin og tekst jafnvel upp nú og svo oft áður. Ef fólk vill fara í leikhúsið og hlæja dálítið ætti það að drífa sig strax í heimsókn til Hugleiks. ,,Fjölskyldusplatter undirtextans“ LEIKLIST Hugleikur Höfundur: Nína Björk Jónsdóttir. Leikstjóri: Þorgeir Tryggvason. Frumsýning í Möguleikhúsinu, 5. maí 2005. Enginn með Steindóri Hrund Ólafsdóttir Nína Björk Jónsdóttir SÝNING Rúríar í FUGL samanstendur af ljósmynd af vatnsfalli, heyrnartólum þar sem má heyra drunur þess og texta á veggjum þar sem fjallað er um verk mannanna gagnvart náttúrunni sem er sífellt í mótun. Tíminn og náttúruöflin vinna gegn verkum mannanna, en þó er svo komið að tækniþekking mannsins ógnar sjálfum náttúruöflunum. Þessi sýning er eins og lítill en tær endurhljómur af verki Rúríar Archive – endengered waters sem sýnt var á Feneyjartvíæringnum fyrir tveimur ár- um og í Listasafni Íslands nýverið. Útlit sýn- ingarinnar er einnig kalt og hannað eins og fyrr, og fer ekki illa í vel hönnuðu versl- unarrýminu sem má segja að sé í naumhyggju- stíl. Textinn er svolítið ljóðrænn um leið og hann hefur yfirbragð kennsluefnis, verður kannski eilítið mærðarlegur á köflum eins og oft vill henda þegar hugsjónir eru annars veg- ar. Það vaknar upp sú spurning hvort ekki sé vænlegra fyrir listakonuna að fara að skipta um búning eða útfærslu á þessu hugðarefni, sérstaklega ef tilgangurinn er að vekja athygli á málstaðnum. Út frá listrænu sjónarhorni er sýningin frekar dauf og ber í sér útþynnt bragð endurtekningarinnar. Ekki það að end- urtekningar þurfi að vera slæmar, þær geta þvert á móti verið góðar ef það tekst að virkja einhvers konar kraft endurnýjaðs vægis. Rúrí er einn af okkar stærstu listamönnum, hefur verið iðin í baráttu sinni fyrir verndun náttúrunnar og er ein fárra listamanna sem vinnur markvisst að því að vekja athygli á sinnuleysi okkar gagnvart fósturjörðinni. Það er því vel við hæfi að hún sýni verk sitt í sýn- ingarrýni sem kennir sig við gagnrýna mynd- list. Þótt sýningin sé full lágstemmd að mati undirritaðrar þá má segja að það sé vel þess virði að koma við í FUGL og hlusta á fossa- drunur og ekki ólíklegt að það kveiki í fólki að fara að leggja land undir fót með hækkandi sól og berja augum hina einstæðu náttúrufegurð landsins. Framtíð lands og þjóðar Þóra Þórisdóttir Þótt sýningin sé fulllágstemmd að mati undirritaðrar er það vel þess virði að koma við í FUGL. MYNDLIST FUGL félag um gagnrýna list Skólavörðustíg 10 Sýningunni lýkur 15. maí. Rúrí Heillaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.