Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Valdimar Ingi-berg Þórðarson fæddist á Kvía- bryggju í Grundar- firði 26. maí 1944. Hann lést 1. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sveinsdóttir, f. í Ólafsvík 9. ágúst 1909, d. í Reykjavík 22. apríl 1948 og Þórður Valdimar Þórðarson, f. á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi 22. ágúst 1905, d. í Reykjavík 28. des. 1993. Systkini Valdimars eru Guðmund- ur Ólafur, f. 8. des. 1929, d. 15. feb. 1937, Ingibjörg, f. 26. feb. 1931, Magnþóra Kristín, f. 4. apríl 1932, Kristín Karólína, f. 4. júní 1933, d. 22. jan. 1984, Ólafur Garðar, f. 27. des. 1935, Sveinn Einar, f. 4. júní 1937, d. 4. ágúst 1951, Þorvaldur, f. 29. apríl 1939 og Guðmundur Ólafur, f. 27. apríl 1942. Sambýliskona Valdimars frá 1975 er Pála Jakobsdóttir, f. 25. apríl 1948. For- eldrar hennar voru Þórey Magnúsdóttir, f. 13. janúar 1918, d. 20. ágúst 1995 og Jakob Þorvarðarson, f. 15. des. 1913, d. 19. okt. 1995. Dóttir Valdimars og Pálu er Íris Mjöll, f. 28. júlí 1979, sambýlismaður Magnús B. Baldurs- son. Börn Magnúsar frá fyrri sam- búð eru Jón Marel og Ída Bjark- lind. Fóstursynir Valdimars eru Skúli Jakobsson, f. 5. ágúst 1967 og Kristinn Jakobsson, f. 11. júní 1969, kvæntur Hildi Birgisdóttur, börn þeirra, Jakob og Karen. Útför Valdimars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku vinur. Þetta var ótímabært fráfall, vorið að koma og sumarið framundan. Það verður erfitt að sætta sig við að hafa þig ekki á meðal okkar en við vitum að þú fylgist með okkur öllum. Þú varst minn besti vinur, félagi, stoð og stytta, alltaf jákvæður og brosandi, sama á hverju gekk. Þú ert okkur kær, svo undur kær og sárt við munum þín sakna. Um vangana renna nú sorgartár, minningarnar vakna. Ástvinur, faðir, bróðir og sonur, allt þetta varstu með sanni. Skarðið er stórt, það verður ei fyllt, skarðið í okkar ranni. Í hjarta mér harmurinn hamast og gnýr, þú varst ástin mín, vinur minn besti. Ég hugsa um fallegu augun þín brún, í huganum brosið þitt festi. Nú stöndum við saman hönd í hönd og hægfara förum við fetið. Við reynum að finna hinn rétta veg, þótt hrelli okkur harmahretið. Ó, gerðu það, Guð, taktu hann í fang og blíðlega leiddu í ljósið. Við hinkrum um stund, og hittumst á ný og saman þá leiðumst í ljósið. (Berglind Ósk Agnarsdóttir.) Guð veri með þér elsku vinur, þín Pálína. Kæri fóstri. Nú er komið að kveðjustund, stund sem kom alltof fljótt. Margs er að minnast þau ár sem okkar leiðir lágu saman. Þú komst eins og himnasend- ing inn í líf okkar bræðranna þegar þú og mamma hófuð búskap árið 1975. Þú svo sannarlega gekkst okkur í föð- urstað, nærvera þín var einstök allt frá fyrstu kynnum, hvernig þú á föð- urlegan hátt lagðir okkur lífsins regl- ur og á einstakan hátt varstu ekki bara fóstri okkar heldur miklu frekar vinur sem alltaf var treystandi á. Þú varst vinur vina þína og áttir fleiri vini en kunningja, það segir allt um þig. Þú varst ósérhlífinn maður og hugs- aðir alltaf fyrst um fjölskylduna og vini, að allt væri í lagi og allir kátir, já þér var mikið í mun að öllum liði vel í kringum þig. Þú varst nagli, algjör nagli – alltaf hress, aldrei veikur, jafn- vel ekki þegar þú fórst í hjartaað- gerðina fyrir 10 árum síðan, það var ekkert mál. Þú varst kraftur, mikill kraftur, þið bræðurnir létuð ykkur ekki muna um að byggja hús, jafnvel nokkur í einu. Það var ekki auðveld- asta vinnan sem þú stundaðir, múr- arameistari, en fyrir þig, ekkert mál. Þú varst kátur maður, elskaðir söngva og varst minn uppáhalds- söngvari, þegar ég var lítill. Lögin þín munu lifa í mínum huga um ókomna tíð. Þú kenndir mér margt, að lifa, vera góður maður og hugsa vel um líf mitt og sagðir oft að ég ætti bara einn líkama og að ég ætti að hugsa vel um hann. Þú fórst sjálfur ekki alltaf eftir lífsins reglum en við lærðum báðir vel af því. Þú sagðir mér að hugsa vel um fjölskyldu mína því það er framtíðin og þangað skal stefna, já framtíðin. Þú varst búinn að „plotta“ ásamt tengdaföður mínum, já það gekk eftir og betri konu get ég ekki átt í dag. Þú varst alveg ótrúlegur maður. Þú varst góður afi en því miður bara alltof stutt. Þú kenndir mér að vandamál væru ekki til – aðeins smá vinna sem gaman væri að leysa – með þessum orðum vil ég kveðja þig. Elsku Valdi- mar, minningin um þig mun lifa, nú ertu kominn á þann stað sem okkur öllum er ætlað – við munum hittast aftur, seinna. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Kristinn Jakobsson. Þegar mér bárust þær hörmulegu fréttir að elskulegur bróðir minn og vinur, Valdimar, væri dáinn, trúði ég vart því sem ég heyrði, þetta var sorg- arfrétt sem mér fannst koma mörg- um árum of fljótt. Eina huggunin er sú að þremur dögum áður áttum við góðar stundir saman er við bræðurnir heimsóttum Valdimar í sumarbústað- inn hans í Grímsnesinu til að spila bridge, en í þeirri list var hann frá- bær, svo skapandi og frjór. Valdimar fæddist á Kvíabryggju í Grundarfirði var yngstur níu systkina og var á fjórða ári þegar mamma deyr en við andlát hennar sundrast fjöl- skyldan að mestu, en systurnar okkar elskulegu, Magga og Inga, sáu um heimilið til að byrja með, og hjá þeim var hann til skiptis og ólst upp við mikinn kærleik, einnig var hann hjá afa og ömmu á Skerðingsstöðum um nokkurn tíma og þar naut hann um- hyggju og ástúðar Kristínar systur okkar en hún bjó þar á heimilinu. Valdimar átti marga vini og kunn- ingja, fólk laðaðist að honum, hann hafði svo gott skopskyn að eftir örlitla samræðustund var maður byrjaður að brosa og oftast stutt í hlátur, góða skapið og glaðværðin var honum í blóð borin, með afbrigðum bóngóður og þægilegur og vel greindur. Kannski voru mestu hæfileikar hans söngurinn, röddin undurfögur og sterk, og gædd miklum töfrum og hafði hann gaman af að syngja og skemmta sér í góðra vina hópi. Eftir eins til tveggja ára vinnu á sjó og nokkur ár í vefnaði á Álafossi og í Últímu fór Valdimar að læra múr- smíði og lauk sveinsprófi fyrsta júní 1968, og síðar meistaraprófi og hefur unnið í faginu allar götur síðan, var góður fagmaður þrælduglegur og mikill þrekmaður. Valdimar hefur verið síðastliðin tvö ár meira og minna á Selfossi að byggja íbúðarhús og einnig aðstoðað dóttur sína og tengdason við byggingu á þeirra húsi. Eftirlifandi sambýliskona Valdimars er Pálína Jakobsdóttir og áttu þau eina dóttur saman, Íris Mjöll, en áður átti Pála tvo syni, þá heiðursmenn Kristin og Skúla Jakobssyni. Við systkinin og makar þökkum guði fyrir samfylgd hans og vitum að tekið verð- ur á móti honum með útbreiddum faðmi. Nærvera hans var framúr- skarandi góð. Elsku Palla og fjölskylda, guð styrki ykkur og hjálpi í sorginni, við vottum ykkur innilega samúð okkar. Fyrir hönd systkina og maka, Þorvaldur. 1. maí, gleðidagur, fólk fylkir liði, þrammar af stað, ástæðan: krafa um betri kjör fyrir launþega þessa lands, þannig hef ég upplifað þennan dag alla tíð. Í ár var 1. maí sunnudagur, við hjónin að ljúka morgunkaffinu, er síminn hringdi og systir mannsins míns sagði okkur að mágkona þeirra hefði orðið bráðkvödd kvöldið áður. Þetta fannst okkur sárar fréttir, en nokkrum stundum síðar hringdi syst- ir mín og tilkynnti að maður hennar hefði fengið hjartaáfall og látist sam- stundis. Þetta var fullmikið á einum degi, en bilið milli gleði og sorgar er stundum mjótt. 1. maí var í okkar fjöl- skyldu orðinn sorgardagur. Að vera að skrifa minningagrein um kæran vin minn og mág er ótrú- legt. Ég var búin að ákveða að skrifa smá ræðustúf af öðru tilefni í sumar, en því miður verður ekki af því. Ég kynntist Valdimar árið 1972, en þá var hann ásamt fleirum í bridge- sveit með fyrrverandi eiginmanni mínum. Hann var snjall spilari, og ásamt Hauki spilafélaga sínum unnu þeir marga sigra við græna borðið. Hann hefði líka getað náð langt í sönglistinni ef hann hefði farið í söng- nám, hann hafði fallega rödd og gam- an af að syngja, en hann þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér, og arðbærra þótti að læra múrverk en söng. Á þessum árum vorum við fólk í blóma lífsins, skemmtilegur og hress hópur sem oft gerði sér glaðan dag, með spilamennsku, söng og dansi. Valdimar, stuðkarlinn, sem alltaf var í góðu skapi og alltaf hlæjandi, lét sig aldrei vanta. Í afmæli mínu fyrir 30 árum, var systir mín meðal gesta, og þegar líða tók á kvöldið voru þau orðin upptekin hvort af öðru, og saman hafa þau fet- að sig gegnum lífið síðan. Hún kom með tvo unga drengi í bú- ið, svo það varð töluverð breyting hjá piparsveininum káta að vera allt í einu kominn með fjölskyldu, en hann var barngóður og elskaði þessa nýju syni eins og hans eigin væru. Saman eignuðust þau síðan hana Írisi Mjöll, sem var honum mikill gleðigjafi og samband þeirra mjög kærleiksríkt. Á kveðjustund streyma minning- arnar fram þegar hugurinn reikar, og þrátt fyrir aðstæður læðist bros fram á varirnar, eins og sonur minn sagði: „Allt í umhverfi lífsins verður öðruvísi þegar maður sem alla ævi hefur verið manni nálægur deyr.“ Valdimar skil- ur eftir stórt skarð hjá okkur öllum í fjölskyldunni, við minnumst hans með gleði, og þökkum honum allar skemmtilegu samverustundirnar. Ég bið Guð að hugga og blessa systur mína, Írisi, Skúla, Kidda, og fjölskyldur þeirra, og sendi þeim og öðrum aðstandendum samúðarkveðj- ur. Í minningunni var: Tígulkóngurinn útspilið, Sveinki káti var lagið og Út og suður var dansinn. Við gerum hlé um stund, bless á meðan. Esther. Elsku frændi, vera þín hér á jörð- inni var alltof stutt. Ég var oft í hug- anum búinn að skipuleggja spilakvöld á elliheimilinu hjá ykkur bræðrunum og hafði oft í flimtingum að ég ætlaði að fá þar inni samtímis, en af því verð- ur ekki. Ég get huggað mig við allar þær frábæru minningar sem ég á um þig, elsku frændi, og þeim gleymi ég aldrei. Mér eru minnisstæð sumar- kvöld eftir vinnu þegar við skiptum liði í fótbolta í Fossvogsdalnum og þú lékst við hvern þinn fingur. Þar var stundum háð mikil barátta og keppn- isandinn aldrei langt undan. Margar góðar minningar á ég einnig frá kvöldstundum við spilaborðið og allt- af var stutt í grínið. Í gleðskap varst þú hrókur alls fagnaðar og mér eru minnisstæðar stundirnar, þegar þú hófst upp raust þína í söng og við- staddir stóðu á öndinni yfir fegurð söngraddarinnar. Við systkinin töluð- um oft um að þar væri falinn fjársjóð- ur sem alltof fáir fengju að njóta. Fyr- ir mér versnaði heimurinn til muna við ótímabært andlát þitt. Það sem einkenndi svo okkar samskipti var að kynslóðarbilið var ekkert, hvorki í leik né starfi. Ég veit sannast sagna ekki hvernig ég á að geta fyllt upp í skarðið sem þú skilur eftir í hjarta mínu og mun um ókomna framtíð ríg- halda mér í minningarnar um þig. Ég er þakklátur almættinu fyrir þann tíma sem við áttum þó saman og síð- asta skiptið er við hittumst í sumarbú- staðnum þínum með spilafélögunum, ætla ég að geyma djúpt í hjarta mínu. Ég sendi fjölskyldu, ástvinum og ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur, megi Guð styrkja þau í sorgum þeirra. Minningin um Valdimar Ingi- berg Þórðarson lifir. Þinn frændi, Þórður. Mörg, ljúf og skemmtileg minn- ingabrot koma upp í hugann þegar við hugsum til þín, elsku Valdimar frændi. Efsta myndin í minningabunkan- um er lýsingarmynd af þér þar sem þú ert: fjallmyndarlegur, hörkudug- legur, skemmtilegur og ekki síst um- hyggjusamur og innilegur. Mynd af ykkur bræðrunum saman, er óhjá- kvæmilega næst í röðinni þar sem þið voruð yfirleitt nefndir sem ein heild „Strákarnir“ enda óvenju samhentir bæði í leik og starfi. Síðan kemur upp mynd af heim- sóknum okkar krakkanna til ykkar „Strákanna“ og „Plæs“ afa þar sem alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum. Það var ævintýri líkast að fá að sitja og hlusta á ykkur skemmti- legu frændurna segja sögur eða spila brids og svo að hlusta á þig, Valdimar, spila á gítarinn og syngja. Aldrei fundum við að nærveru okkar væri ekki óskað og oftast vorum við leyst út með nammipeningum. Ein sú skemmtilegasta vinnuvika sem Óskar hefur upplifað var þegar að þið „Strákarnir“ voruð að pússa íbúðina okkar í Flúðaselinu. Hann var alveg hvumsa yfir því hvað þið gátuð alltaf verið hressir og skemmtilegir og drukkið mikið kaffi. Og svo á með- an þið hömuðust við að pússa af ykkar umtalaða krafti gátuð þið líka verið að tefla blindskák ykkar á milli! Þarna er vel lýst kraftinum frá Snæfellsjökli sagði ég alltaf hreykin þegar þetta bar á góma. Þegar hrært er í minningamynd- unum eru þær frá ættarmótunum á Snæfellsnesinu áberandi. Þar varstu ávallt, elsku Valdimar frændi, hrókur alls fagnaðar; í leikjum, við grillið og sem forsöngvari við varðeldinn fram eftir nóttu en þú varst með ákaflega djúpa, sterka og fallega söngrödd. Sérstaklega man ég eftir því hversu vel þú passaðir upp á að eng- inn yrði út undan í dansinum á ætt- armótinu í Ólafsvík. Slíkur herramað- ur varstu. Ferðin okkar að Skerðingsstöðum og myndatakan í rústunum af ykkur systkinunum eru meðal þeirra dýr- mætu minninga sem við geymum nú með okkur. Elsku Palla, Íris, Skúli, Kristinn, systkin og við hin sem syrgjum. Megi minningin um yndislegan dreng verða okkur dálítil huggun. Sveindís María (Didda) og Óskar. Það var á sunnudegi, 1. maí, að okk- ur barst sú frétt að okkar elskulegi frændi væri látinn, kallið er komið. Og allt skeði svo snöggt. Enginn get- ur ráðið sínum tíma, sérstaklega þeg- ar veikindi eru annars vegar. Og svo var margt fram undan hjá þessum yndislega frænda, hann er búinn að berjast gegnum súrt og sætt bæði á góðum tímum og erfiðum. En alltaf gat hann brosað að lífinu. Hann var svo söngelskur og húmorískur og hafði svo margt að gefa. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af alhug. Hann var stoltur faðir, aldrei baðstu um eitt eða neitt. Eins þegar bræður hans komu og báðu um spil (bridge), eins þegar ættingjar og vinir komu var ávallt bros á vör. Í dag kveðjum við hann Valdimar okkar, sem fór svo skyndilega frá okkur. Margs er að minnast þegar við hugsum til baka um þær stundir sem við áttum með honum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Íris Mjöll, Pálína og fjöl- skyldur ykkar, innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ósk María Ólafsdóttir, Sigurþór Ólafsson, Björg Ólafsdóttir, Valdimar Þ. Ólafsson, Ólafur G. Ólafsson, Thelma Dyljá Ólafs- dóttir, Ásgrímur G. Jörundsson, Oddný G. Stefánsdóttir, Guðrún Helga Guðmundsdóttir, Ingvi Freyr Guðmundsson, Eva Dögg Guðmundsdóttir og Ingibjörg Richter. Elsku frændi, þegar mér barst sú harmafregn að þú hefðir yfirgefið þennan heim svo skyndilega varð ég allur dofinn. Ég kom og heimsótti þig fyrir stuttu upp í sumarbústaðinn í Grímsnesi þar sem þú dvaldir svo oft og helgina á eftir varst þú horfinn yfir móðuna miklu. Ekki bara hafði ég misst föðurbróðir minn, heldur líka lærimeistara og góðan vin. Ég á alveg ótrúlega margar góðar minningar um samveru okkar alveg frá því að ég var lítill snáði þá komst þú og heimsóttir mig alveg sérstaklega. Allavega var það mín upplifun. Alltaf tilbúinn að gera allt fyrir mig. Þegar ég varð eldri og var við iðnnám varst þú kenn- ari minn og meistari og áttum við margar góðar stundir þar. Unnum síðan saman alltaf öðruhvoru alveg fram að því síðasta. Ég man þegar við vorum saman á Sómabátnum úti á flóa og suðum okkur kola og kart- öflur, náðum okkur í sjó sem við sett- um í pott og suðum allt þar í, við töl- uðum um það að við hefðum sjaldan smakkað betri máltíð né borðað á betri stað. Það var mikið sungið og hlegið, en aflinn var ekki upp á marga fiska en þarna áttum við margar góð- ar stundir saman, sem eftirá eru svo mörgum sinnum meira virði en góður afli. Ég á endalausar svona góðar minningar sem ég mun ávallt geyma innra með mér. Ég ætla að kveðja þig með ljóði eftir V. Briem. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Elsku Valdi minn, góða nótt og Guð geymi þig. Elsku Palla, Íris, Skúli, Kiddi og aðrir aðstandendur megi Guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu Ingþór Þorvaldsson. VALDIMAR I. ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.