Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR SJÓKAJAKRÓÐUR á Íslandi hefur náð nýjum hæðum með árangri Þor- steins Sigurlaugssonar í íþróttinni en hann varð fyrsti Íslendingurinn til að ná svokölluðu 5 stjörnu kaj- akprófi í Wales nú í vikunni. Þor- steinn er 29 ára gamall og hefur unnið markvisst að þessum áfanga í þrjú ár. Hann settist fyrst í sjókajak árið 1998 og hefur öðlast hverja kaj- akstjörnuna á fætur annarri þar til hann nældi sér í þá fimmtu sem veit- ir honum víðtæk alþjóðleg leiðsögu- mannsréttindi á sjókajak. Nokkrir Íslendingar eru þegar orðnir fjög- urra stjörnu ræðarar og gæti því verið stutt að bíða uns næsti ræðari nær 5 stjörnu prófinu. Aðeins tíu manns í heiminum hafa réttindi til að vera prófdómarar í 5 stjörnu prófunum en þau fara fram á vegum BCU (British Canoe Union). Prófið tók 2 sólarhringa og samanstóð af þrautum og bóklegum hluta. „Í ár reyndu átta manns við prófið og fimm þeirra náðu tilskildum ár- angri,“ segir Þorsteinn. „Þetta var mjög sterkur hópur.“ Til sam- anburðar náðu tveir af tíu í fyrra. Í prófinu þarf að sýna fram á getu til að stýra kajak, veita hópi leiðsögn og framkvæma sjóbjarganir og við- gerðir á biluðum bát í 150 cm öldu- hæð að lágmarki og 5 km/klst reki. Enn fremur þarf að stýra hópi ræð- ara út á sjó að næturlagi og finna ákveðna staði sem krefst kunnáttu í siglingafræði. Í þriðja hluta prófsins átti að skipuleggja ferð með nokkuð vönum ræðurum yfir sund í 9 m/sek. í 4,5 hnúta straumi. „Við áttum að róa yfir sundið, í gegnum nokkrar straumrastir og hitta á eyju hinum megin við sundið og róa til baka,“ segir Þorsteinn. Hann leysti prófið hnökralaust og segir þrautirnar vissulega hafa verið nokkuð strembnar. Á móti kom að hann var vel undirbúinn en hann rekur kajakleiguna Sagan á Stykk- ishólmi og er því vanur að fara með hópa á kajak. „Þetta var samt hörkuvinna,“ segir hann. „Þessi áfangi opnar fyrir mér dyr erlendis sem leiðsögumaður og eins get ég auglýst mig sterkar sem leið- sögumann á Íslandi. Ef ég get sýnt fram á þessa gráðu, þá er auðveld- ara að ná í erlenda hópa.“ Sjókajaksportið nýtur vaxandi vinsælda og segir Þorsteinn að gríð- arlega mikilvægt sé fyrir byrjendur að fara ekki einir síns liðs út á sjó heldur róa með vönum. „Það er mik- ilvægt að fara á námskeið og læra grundvallaröryggisatriðin svo fólk geti notið þess að róa án þess að leggja sig í hættu,“ segir hann. Þorsteinn Sigurlaugsson á Stykkishólmi er fær í flestan sjó Fimm stjörnu ræðari fyrstur Íslendinga Ljósmynd/Nigel Dennis Þorsteinn Sigurlaugsson þreytir hér próf undir eftirliti Rowland Woollven prófdómara. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins hefur Sjálfstæðis- flokkurinn mest fylgi eða 36,2%. Samfylkingin mælist með 34% fylgi, Vinstri grænir 14,1%, Framsóknar- flokkurinn 9,9% og Frjálslyndi flokkurinn 4,7%. Samkvæmt könnuninni fengju rík- isstjórnarflokkarnir ekki meirihluta á Alþingi ef þetta væru úrslit kosn- inga nú, að sögn Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar aðeins sex eða helm- ingi færri en í kosningunum. Sam- anlagt fengju stjórnarflokkarnir því 29 þingmenn af 63. Samfylkingin sem var með næstmest fylgi, sam- kvæmt könnuninni, fengi 22 þing- menn. Könnunin var að sögn Frétta- blaðsins framkvæmd 8. maí sl. Hringt var í 800 manns og tóku 53,3% svarenda afstöðu til spurning- arinnar um það hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þing- kosninga nú. Sjálfstæð- isflokkur- inn nýtur mests fylgis ÍSLENSKUM ungmennum gefst nú tækifæri til að taka þátt í norð- urskautsleiðangri kanadíska skóla- skipsins Explorer sem kemur hingað til lands 22. júlí og tekur Íslendingana um borð áður en lengra er haldið. Leiðangursstjór- inn Geoff Green hefur tekið frá fimm pláss fyrir Íslendinga og hvetur sem flesta til að sækja um skipsvist. Hægt er að sækja um á Netinu á www.studentsonice.com og verður valið úr umsóknum eftir því sem þær berast. „Við erum ekki endilega að leita að nemend- um með háar einkunnir úr skóla, heldur skiptir áhuginn mestu,“ segir Green. „Nemendahópurinn er fjölbreyttur og að svo komnu máli samanstendur hópurinn af nemendum frá Englandi, Kína, Indlandi, Bandaríkjunum, Kanada og líklega verða Rússar og Norð- menn líka með í förinni.“ Leiðang- urinn hefst í Reykjavík 23. júlí og verður dvalið hér í 4 daga þar sem lögð er áhersla á að kynna stefnu í orkumálum. Því næst verður siglt til Grænlands og Kanada. Leið- angurinn tekur tvær vikur. Allt að áttatíu ungmenni um borð „Hugmyndin með leiðangrinum er að fara með 70–80 ungmenni á aldrinum 14–19 ára hvaðanæva úr heiminum með hópi kennara og vísindamanna og fræða þau um hluti á borð við loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar og afleiðingar þess fyrir Ísland, Grænland og Norðurskautið. Það verður einnig farið í landafræði, sögu, menningu, sjávarlíffræði og fleira. Við viljum kafa ofan í hluti sem hafa raun- verulegt gildi fyrir krakkana til að þau geti komið heim reynslunni ríkari og deilt þekkingu sinni með öðrum. Ég vona að a.m.k. fimm íslensk- ir nemendur geti slegist í för með hópnum. Það er enginn skráður enn sem komið er, en ég held frá sætum fyrir Íslendinga. Það er einstæð lífsreynsla að taka þátt í svona leiðangri sem við höfum staðið fyrir undanfarin sex ár. En þetta er stærsta verkefnið sem við höfum tekist á hendur á norður- slóðum.“ Þeir sem vilja sækja um á skip- inu geta ýmist gert það á Netinu eða sent tölvupóst til Greens á geoff@studentsonice.com og feng- ið send umsóknareyðublöð. Íslensk ungmenni hvött til að sækja um vist í tveggja vikna Explorer-leiðangri í sumar „Einstæð lífsreynsla að taka þátt í svona leiðangri“ TENGLAR .............................................. www.studentsonice.com/arctic05 FRUMVARP um Ríkisútvarpið var ekki afgreitt sem lög fyrir frestun þingfunda á miðvikudag. Í nefndaráliti meirihluta mennta- málanefndar sem dreift var á mið- vikudag segir m.a. að skilgreining frumvarpsins um útvarpsþjónustu í almannaþágu sé helst of víðtæk. Í 6. gr. frumvarpsins er fjallað um þátttöku félagsins í nýrri starfsemi en meirihluti nefndar- innar telur að svo stöddu ekki ástæðu til að veita heimild til starfsemi sem ekki telst beinlínis til útvarpsþjónustu í almanna- þágu. Er lagt til að umrædd grein verði felld brott. Í frumvarpinu er útvarpsþjón- usta í almannaþágu sundurliðuð í 18 liðum en meirihluti mennta- málanefndar segist telja 10. og 18. tölulið vera helst til of víðtæka og 16. tölulið óþarfan og leggur því til að þeir verði felldir brott. Í 10. tölulið segir að umrædd þjónusta felist í að veita alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins og þjóðinni má að gagni koma. Samkvæmt 18. tölulið er það hlut- verk stofnunarinnar að gera hvað- eina sem stjórn félagsins telur óhjákvæmilegt eða stuðlar að því að tilgangi félagsins verði náð. 16. töluliður hljóðar svo: Að standa fyrir, taka þátt í eða styðja tón- leika og annað skemmtanahald sem tengist dagskrárefni. Fram kemur í nefndarálitinu, að töluverðar umræður hafi farið fram um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins og bent hafi verið á að ákvæðin um réttindi starfs- manna væru nokkuð óljóst orðuð og því ekki nægilega skýrt hvern- ig réttindamálum starfsmanna yrði háttað hvað varðar biðlauna- rétt og lífeyrisréttindi. Leggur nefndarmeirihlutinn fram breyt- ingartillögur sem eiga að taka á þessu. Skilgreining á út- varpsþjónustu í al- mannaþágu of víðtæk ÁRLEGT gróður- og grillblót ása-trúarmanna verður haldið á morg- un, laugardaginn 14. maí, við Aronsbústað í landi Mógilsár í Kollafirði. Safnast verður saman á bílastæð- inu við rætur Esju kl. 14. Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði helg- ar blótið, bakað verður skógar- brauð, grillað og leitað að földum hlut. Allir eru velkomnir. Gróður- og grillblót ása- trúarmanna NEFND um stefnumörkun Ís- lands um líffræðilega fjölbreytni stendur fyrir málstofu á Grand hóteli í Reykjavík í dag, föstudag, kl. 13–16.30, þar sem verkefnið verður kynnt og rætt um for- sendur og aðferðafræði stefnu- mörkunarinnar. Þátttaka á mál- stofunni er ókeypis og er hún öllum opin. Málstofa um líffræðilega fjölbreytni Frábær buxnasnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.