Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 45 HESTAR ERFÐAFJÖLBREYTILEIKI í ís- lenska hrossastofninum er auðlind sem þarf að fara vel með að mati Þor- valds Kristjánssonar sem í dag mun verja meistaraverkefni sitt við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Er þetta fyrsta meistaragráðan við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rit- gerð Þorvalds nefnist Skyld- leikaræktarhnignun og verndun erfðafjölbreytileika í íslenska hrossa- stofninum (Inbreeding Depression and Preservation of Genetic Variation in the Icelandic Horse Population). Leiðbeinandi hans var dr. Ágúst Sig- urðsson rektor. Rannsókn Þorvalds er sannarlega tímabær, því þeir sem fylgst hafa með íslenskri hrossarækt á undanförnum árum hafa flestir gert sér grein fyrir að skyldleiki hrossa í stofninum er að aukast. Ekki er þó víst að fólk hafi al- mennt gert sér grein fyrir hversu hratt þetta hefur gerst. Í rannsókn- inni kom í ljós að frá árinu 1989 hefur virk stofnstærð íslenskra hrossa, eða sá fjöldi einstaklinga sem skapar erfðafjölbreytileika, minnkað úr 365 gripum í 91 árið 2001. Skyldleika- ræktarstuðull var 0,14% á kynslóð fyrir árin 1978–1989, en 0,52% fyrir árin 1991–2001. En þótt þróunin sé svona núna segir Þorvaldur að auð- veldlega sé hægt að grípa í taumana og snúa henni við. Hins vegar sé hætta á að við lendum í miklum ógöngum ef ekkert verður að gert. Skyldleikarækt hefur neikvæð áhrif á eiginleika hrossa Markmiðið með rannsókninni var að kanna hver væri staða erfðafjöl- breytileika í íslenska hrossastofn- inum. Það var gert með því að kanna þróun í skyldleikaræktun í stofninum og skyldleika milli þeirra gripa sem valist hafa til ræktunar undanfarin ár. Einnig var lagt mat á hvaða áhrif skyldleikaræktun hefur á frammi- stöðu gripanna. Að endingu var skoð- að hvaða leiðir eru færar til að vernda erfðafjölbreytileika íslenska hrossa- stofnsins. „Það kom í ljós í rannsókninni að íslenskir hrossaræktendur eru ekki markvisst að reyna að koma í veg fyr- ir skyldleikarækt,“ sagði Þorvaldur. „Ég kannaði þetta með því að reikna út væntanlegan skyldleikarækt- arstuðul folalda sem fædd eru árið 2003 út frá skyldleika foreldra þeirra. Með ákveðnum reikningsaðferðum fann ég út að væntanlegur skyld- leikaræktarstuðull ætti að vera 0,75% ef pörun hefði verið tilviljunarkennd. Raunverulegur skyldleikarækt- arstuðull þessara folalda reyndist hins vegar vera 2,12%. Einnig kom í ljós að skyldleiki milli feðra þeirra fol- alda sem fæðst hafa síðasta áratuginn hefur aukist um helming og er nú 2,3%. Það sama má segja um skyld- leika milli feðra og mæðra sömu fol- aldahópa og er hann nú 1,5%.“ Þorvaldur rannsakaði einnig hvaða áhrif skyldleikaræktun hefur á eig- inleika íslenska hestsins, bæði bygg- ingu og hæfileika. Í ljós kom að skyld- leikaræktun hefur neikvæð áhrif á nær alla metna eiginleika íslenska hestsins. Aukinn skyldleikarækt- arstuðull dregur einnig úr stærð hrossanna. Áhrif af 1% aukningu í skyldleikaræktarstuðli á eiginleika byggingar og hæfileika eru á bilinu +0,0048 til -0,0073 stig. Ef skyldleiki er 10% dregur hann úr hæð hrossa sem nemur um hálfum sentimetra. Neikvæðust áhrif hafði skyld- leikaræktun á höfuð og samræmi í byggingunni, en hvað hæfileika varða eru neikvæðust áhrif á skeiðhæfileika og vilja. Minnst neikvæð áhrif hafði hún á brokk og geðslag. Þarf að viðhalda góðri erfðaframför í stofninum „Skyldleikaræktun leiðir til þess að arfhreinum einstaklingum fjölgar í stofninum. Gen í arfhreinu ástandi getur haft neikvæð áhrif á frammi- stöðu hrossanna og er því óæskilegt að halda saman mjög skyldum ein- staklingum,“ segir Þorvaldur. Hann bendir á nokkrar aðgerðir sem hægt væri að grípa til. Hann seg- ir að mikil og góð erfðaframför hafi verið í íslenska hrossastofninum á undanförnum árum. „Þessari framför þarf að viðhalda en jafnframt að koma í veg fyrir og draga úr of mikilli skyld- leikaaukningu í hrossastofninum. Mikilvægt er að átta sig á því að ef mikil erfðaframför á að viðhaldast til langs tíma má ekki ganga of skart á erfðafjölbreytileikann því hann er það eldsneyti sem knýr ræktunina áfram. Hin síðari ár hefur víða um heim verið kannað með hvaða hætti er unnt að viðhalda mikilli og góðri erfðaframför en jafnframt að lágmarka mikla skyldleikaaukn- ingu. Í ritgerðinni var far- ið yfir helstu aðferðir sem verið er að nota í þessum efnum í heiminum í dag. Einni slíkri aðferð var svo beitt á gögnin um íslensku hrossin. Hún vegur sam- an kynbótagildi hvers grips og skyldleika hans við stofninn í heild og sýn- ir hversu mikið er best að nota hvern grip út frá því. Það kom í ljós að það er mjög vel hægt að draga úr skyldleik- anum án þess að fórna of miklu í erfðaframför. Í því augnamiði gæti verið góð og raunsæ leið að einbeita sér að úrvalsgripum stofnsins. Fá ræktendur bestu hrossanna í lið með sér og leiðbeina þeim við paranir í framtíðinni. Ef hryssueigandi hefur um tvo jafngóða stóðhesta að velja væri ráðlegt að hann notaði frekar þann sem er minna skyldur hryssunni. En það er einmitt úr hópi bestu hrossa stofnsins sem flestir stóðhestarnir koma og hefur sá hópur því mest áhrif á erfðaframfarir, jafnt sem skyld- leikaræktaraukningu. Ennfremur er mikilvægt að við- halda dreifðri notkun á stóðhestum. Hún má ekki dragast það mikið sam- an að einungis séu notaðir stóðhestar af örfáum ættlínum. Sú þróun er að byrja í íslenska hrossastofninum og gæti aukist til muna með mikilli aukn- ingu á sæðingum.“ Þarf að vekja hrossa- ræktendur til vitundar Skyldleikaræktun hefur heppnast í nokkrum tilvikum að mati Þorvalds og sjáist það á góðum gripum sem þannig hafa orðið til. Það þurfi hins vegar að forðast mikla skyldleikaræktun í stofninum í heild þar sem hægt er að rekja ættir margra gripa til örfárra sameiginlegra forfeðra. Það dragi úr fjölda þeirra gena sem hægt er að spila með í ræktuninni og þar með möguleikum á frekari framförum. Þorvaldur segir rannsókn sem þessa ekki hafa verið mögulega nema vegna góðrar ættarskráningar á ís- lenska hestinum og að Worldfengur sé einstakt tæki sem opni möguleika á alls konar rannsóknum á íslenska hestinum í framtíðinni. „Ég held að það væri mjög spennandi að rannsaka mismunandi áhrif skyldleikaræktunar á mismunandi ættarlínur íslenskra hrossa,“ segir hann. „Sumar gætu þol- að skyldleikarækt betur en aðrar. Það þýðir lítið að setja boð og bönn á íslenska hrossaræktendur og er ég ekki hrifin af slíkum aðgerðum, en það sýndi sig í rannsókninni að til dæmis kvótar á fjölda hryssna hjá hverjum stóðhesti geta dregið úr skyld- leikaaukningu. En til þess að viðhalda erfðafjölbreytileikanum í íslenska hrossastofninum tel ég nauðsynlegt að vekja íslenska hrossaræktendur til vitundar um þessi mál.“ Vörn Þorvalds fer fram í Vestursal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í dag kl. 13. Fyrsta meistaraverkefnið við LBHÍ fjallar um hrossarækt Erfðafjölbreytileiki er auðlind sem þarf að fara vel með Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Skyldleiki innan íslenska hrossastofnsins hefur aukist mikið á síðustu tveimur áratugum. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Þorvaldur Kristjánsson sér möguleika á auknum rannsóknum á íslenska hestinum hafa opnast með Worldfeng, gagnagrunni um íslensk hross. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur heldur Reykjavík- urmeistaramót þessa dagana á félagssvæði sínu í Víði- dal í Reykjavík. Mótið hófst á miðvikudag og stendur til 16. maí. Reykjavíkurmeistaramótið er með stærstu hesta- mótum sem haldin eru á þessu ári hér á landi og eru skráningar samtals 322, nokkuð fleiri en í fyrra. Á miðvikudag fór fram forkeppni í gæðingaskeiði í öllum flokkum og forkeppni í 150 m og 250 m skeiði. Í gær var forkeppni í öllum flokkum í fjórgangi og hefst keppni kl. 16.00 á barnaflokki. Í dag föstudag fer fram forkeppni í tölti í öllum flokkum og á laugardag verð- ur forkeppni í fimmgangi og B-úrslit í fjórgangi í barna-, unglinga- og fyrsta flokki, tölti í sömu flokkum og fimmgangi í unglinga- og fyrsta flokki, auk A-úrslita í fjórgangi í öllum flokkum og forkeppni í 100 m skeiði. Engin keppni fer fram á sunnudag, hvítasunnudag, en mótinu lýkur með A-úrslitum í fimmgangi og tölti annan í hvítasunnu, mánudaginn 16. maí. Upplýsingar um rásröð keppenda er að finna á www.fakur.is og þar munu úrslit verða birt. Reykjavíkurmeistaramót í Víðidalnum 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 2.110.210 kr. 211.021 kr. 21.102 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.863.056 kr. 186.306 kr. 18.631 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.785.554 kr. 378.555 kr. 37.856 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.518.762 kr. 351.876 kr. 35.188 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 15.528.372 kr. 3.105.674 kr. 310.567 kr. 31.057 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 14.326.031 kr. 2.865.206 kr. 286.521 kr. 28.652 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.891.997 kr. 2.378.399 kr. 237.840 kr. 23.784 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.674.602 kr. 2.334.920 kr. 233.492 kr. 23.349 kr. Innlausnardagur 15. maí 2005 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.