Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Nordica hotel. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga í maí- júní; gistingu fylgir morgunver›ur og a›gangur a› líkamsrækt. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. E N N E M M / S ÍA / N M 16 15 0 Á NORDICA HOTEL Í MAÍ DRAUMADAGAR • Nordica SPA, heilsulind • VOX veitingasta›ur • Frí akstursfljónusta til og frá mi›bæ • Vildarpunktar www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 TILBO‹ Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi, morgunver›ur og a›gangur a› líkamsrækt. á mann alla virka daga 8.000 kr.Frá Frambo› á herb. er takmarka›. Á ég ekki bara að hringja í frúna og biðja hana að skutlast eftir þér, Mr. Blair? Mannslíkaminn býryfir ótal aðferð-um og leiðum til að bregðast við hungri en er aftur á móti afar illa bú- inn undir það að takast á við offitu. Að sögn Stefáns B. Sigurðssonar, forseta læknadeildar Háskóla Ís- lands, skýrist það e.t.v. af því að í gegnum aldirnar hefur mannkyn reglulega þurft að takast á við mat- arskort og hafa þá þeir einstaklingar lifað af sem voru best í stakk búnir lík- amlega til að takast á við langvarandi næringarskort. Nokkuð hefur verið einblínt á erfðir og umhverfi sem aðalor- sakavalda offitu, en líkt og fram kom í erindi Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennadeild LSH og lektors við HÍ, sem hún flutti á málþingi sem bar yfirskriftina „Offita og ofþyngd frá fæðingu til fullorðinsára, orsakir og meðferð“ sem læknadeild HÍ, landlæknis- embættið og franska sendiráðið gengust fyrir í síðustu viku, benda rannsóknir til þess að sé kona of feit eða þung á meðgöngunni þá getur það haft áhrif á það hvernig barn hennar tjáir gen sín í fram- tíðinni í þá veru að barnið þurfi að glíma við offitu síðar á ævinni. Rannsóknir á offitu barna og unglinga er fremur ungt fræða- svið, en sjónum er í auknum mæli beint að því sviði enda telja sér- fræðingar að fyrsti hluti ævi- skeiðsins sé mótandi fyrir fram- haldið. Þannig hefur, að sögn Bertrands Lauth, barna- og ung- lingageðlæknis, t.d. verið sýnt fram á að brjóstagjöf hafi for- varnaráhrif eða verndandi áhrif gegn offitu hjá börnum alla vega fram á unglingsár. Hluti af því sem gerir fræði- menn mjög hugsi í tengslum við umræðuna um offitu er sú stað- reynd að almennt virðist fólk ekki borða svo mikið meira en það gerði áður fyrr og fituneysla hef- ur frekar minnkað en hitt. Samt erum við að fitna. Að sögn Stefáns hafa fræðimenn í auknum mæli leitt sjónum sínum að öðrum þátt- um í líferni fólks til að leita skýr- inga á þessu. Meðal þeirra rann- sóknarspurninga sem sérfræð- ingar hafa velt upp er hvort í fæðu okkar sé eitthvað sem geri það að verkum að við stækkum og þyngj- umst sífellt meir. Bendir hann á að í öllum landbúnaði er mark- miðið ávallt að hlutir séu ræktaðir eins hratt og hægt er til þess að við fáum sem mest magn fyrir sem minnst. Velta má upp þeirra spurningu hvort þetta geti haft áhrif í gegnum fæðukeðjuna á mannfólkið, þ.e. hvort fæða okkar innihaldi efni sem leitt geti til örv- unar fitufrumumyndunar. Vega þarf upp kyrrsetuna Í erindi Jean-Michel Oppert, prófessors við Parísarháskóla, á fyrrnefndu málþingi kom fram að hingað til hafa menn einblínt á lík- amlega þjálfun, þ.e. að lausnin fel- ist í því að fara í ræktina nokkrum sinnum í viku. Oppert lagði hins vegar aðaláherslu á hin gríðar- legu áhrif kyrrsetunnar. Í nú- tímaþjóðfélagi eru flestir í kyrr- setu í 8–10 klst. á dag og þótt fólk fari í ræktina í hálftíma til klukku- tíma á dag þá nær sú hreyfing ekki að vinna upp öll kyrrsetu- áhrifin sem það verður fyrir dag- langt. Að mati Opperts er því mikil- vægt að finna leiðir til þess að virkja hreyfingu almennings á þessu kyrrsetutímabili með því t.d. að fá fólk til að velja ávallt stigann í stað lyftunnar og standa reglulega upp í vinnutímanum og hreyfa sig svo eitthvað. Er aðal- atriðið að auka vægi lítillar og stöðugrar hreyfingar á kyrrsetu- tímanum. Með þessu er þó ekki verið að gera lítið úr mikilvægi þjálfunar, enda benti Oppert á að öflug hreyfing í hálftíma á dag, s.s. að ganga hratt eða hjóla, minnkar verulega hættuna á að fá t.d. ýmsa kvilla síðar á ævinni, s.s. hjartasjúkdóma og sykursýki. Fræðslan þarf að vera á jákvæðum nótum Að mati Stefáns og Bertrands er brýn þörf á vitundarvakningu þar sem nútímatækni geri það að verkum að fólk þarf sífellt minna að hreyfa sig í hinu daglega lífi, þannig senda t.d. flestir sam- starfsfélögum sínum tölvupóst í stað þess að labba við hjá viðkom- andi til að bera upp erindi sín. Leggja þeir þó áherslu á að vit- undarvakningin og fræðslan til handa almenningi þurfi að vera á jákvæðum nótum, enda annars hætt við að þeir sem nú þegar eru of þungir verði fyrir aðkasti eða finnist þeir misheppnaðir. Bendir Bertrand á að þetta eigi sérstaklega við um börn og ung- linga, en rannsóknir sýna að of þung börn geti þróað með sér bæði líkamlega og andlega sjúk- dóma vegna ofþyngdar sinnar. Þannig eru of feit börn í mörgum tilvikum með afar lélega sjálfs- mynd sem gerir það að verkum að þau forðast félagsleg samskipti og leitast eftir því að einangra sig frekar sem leiðir svo aftur til þess að þau hreyfa sig enn minna. Bendir hann á að hafa megi bein áhrif á þyngd barna með því að draga úr veru þeirra fyrir framan sjónvarps- eða tölvuskjáinn. Fréttaskýring | Hvernig vinna má á offitu Þörf á vitund- arvakningu Líkaminn mun betur í stakk búinn til að takast á við vannæringu en ofnæringu Gera þarf hreyfinguna skemmtilega. Auka þarf hreyfingu almennings í kyrrsetutíma  Hluti af því sem gerir fræði- menn mjög hugsi í tengslum við umræðuna um offitu er sú stað- reynd að almennt virðist fólk ekki borða svo miklu meira en það gerði áður og fituneysla hef- ur frekar minnkað en hitt. Samt erum við að fitna. Hafa fræði- menn sökum þessa í æ ríkara mæli beint sjónum sínum að breyttum lifnaðarháttum í nú- tímasamfélagi, þó sérstaklega sí- aukinni kyrrsetu okkar. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.