Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 31 tími gefist til viðvörunar. Einnig telur stýrihópurinn eðlilegt að athugað verði hvort vegakerfið á svæðinu dugar til hraðr- ar rýmingar, ef á þarf að halda. Samkvæmt hættumatinu fara hlaup nið- ur Markarfljót á nokkurra hundraða ára fresti. Varnargarðar sem beina Markar- fljóti frá Fljótshlíð austur fyrir Stóra-Dím- on eru ekki byggðir til að standast umtals- vert jökulhlaup. Meta þarf styrk garðanna og ákveða síðan hve stórt jökulhlaup garða- kerfið á að standast og þarf að hanna varn- argarðana á ný með tilliti til þess. Í stýrihópi hættumatsins sátu auk Kjart- ans sýslumanns, Ágúst Gunnar Gylfason, frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Jónas Elíasson prófessor og Magnús Tumi Guðmundsson prófessor. ökli frá árinu 1994. Undir Kötlu ð safnast fyrir og staðbundið jarðskjálftar benda til þess að hægri leið til yfirborðs undir . Í ljósi þessa vekur stýrihóp- aka athygli á nokkrum atriðum. erði sérstök viðbragðs- og rým- n fyrir svæðið. Nú þegar vinnur rnadeild ríkislögreglustjóra í við almannavarnanefndir á viðbragðs- og rýmingaráætlun osa í Eyjafjalla- og Mýrdalsjökl- g niðurstaða hættumatsins er að tímar vegna eldgosa og hlaupa mjög stuttir, oft örfáar klukku- óð vöktun og beiting tiltækrar erjum tíma er forsenda þess að ð er for- nnavarna Mynd/Hættumat vegna eldgosa arksrennsli jökulhlaupa vegna eldgosa á einstökum vatnasvæðum. Morgunblaðið/Golli um Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli var kynnt í Norræna húsinu í gær. ELDGOS í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli geta verið mjög afdrifarík, að sögn Magn- úsar Tuma Guðmundssonar prófessors, en hann ritstýrði hættumatsskýrslunni ásamt Ágústi Gunnari Gylfasyni. Á málþinginu í Norræna húsinu í gær reifaði Magnús helstu niðurstöður rannsókna íslenskra og erlendra vísindamanna í sambandi við gerð hættumatsskýrslunnar. „Kötluhlaup eru stærstu jökulhlaup sem verða á jörðinni, jafnaðarlega, og Kötlu- hlaupið 1918 var að öllum líkindum stærsta jökulhlaup 20. aldar í allri veröldinni,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði að hættu- matið fælist í því að gera skipulega grein fyrir þeirri vá sem gæti stafað af eldgosum og afleiðingum þeirra. Þegar verk- efnið var skipulagt var horft á það sem vitað var um Mýr- dalsjökul og Eyja- fjallajökul og eld- gos í þeim. Verk- efnið snerist því aðallega um að fylla í göt þekk- ingar. Meðal þess sem áhersla var lögð á var að kanna ummerki um eldri hlaup til vesturs frá Mýrdalsjökli, að meta jarðfræðilegar aðstæður við vestanverða Goðabungu og efst í Þórsmörk, að meta stærð og út- breiðslu hlaupa til vesturs frá Mýrdalsjökli, sem gætu orðið við núverandi aðstæður. Einnig hliðstæð athugun á mögulegri stærð og útbreiðslu hlaupa til vesturs, norðurs og suðurs vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Þá var lagt mat á líkindi einstakra atburða í ljósi eldgosasögu og annarra jarð- fræðilegra gagna. Ýmsir vísindamenn höfðu framsögu um þessi atriði á mál- þinginu í gær. Katla hefur gosið um 20 sinnum frá því að land byggðist. Vitneskja um hana er byggð á áratuga löngum rannsóknum, einnig er hennar getið í annálum og öðrum rituðum heimildum frá fyrri öldum. Sam- kvæmt samantekt Guðrúnar Larsen jarð- fræðings eru basísk sprengigos á sprung- um undir jökli innan Kötluöskjunnar algengust. Þannig eru hin hefðbundnu Kötlugos með meðfylgjandi jökulhlaupum og öll gos hennar á sögulegum tíma eru þeirrar gerðar. Síðan eru súr sprengigos sem sennilega hafa öll byrjað undir jökli, væntanlega innan öskjunnar. Tuttugu slík eru þekkt frá forsögulegum tíma. Sjaldgæf- ust eru basísk flæðigos á sprungum utan Kötlu. Þetta eru stórviðburðir á borð við Skaftárelda. Eldgjárgosið frá 934 og Hólmsáreldar voru þeirrar gerðar. Fjögur eldgos eru þekkt í Eyjafjallajökli, þar af þrjú á sögulegum tíma sem bendir til að 300 til 400 ár líði á milli gosa í Eyja- fjallajökli. Magnús Tumi sagði að það skipti ef til vill höfuðmáli í hættumati sem þessu hversu langur fyrirvari gæfist til viðvörunar þegar gos væri að hefjast. Páll Einarsson jarðeðl- isfræðingur tók saman upplýsingar um skammtímaforboða 19 eldgosa hér á landi frá árinu 1971, en næmir jarðskjálftamælar komu til sögunnar 1973. Í meira en helm- ingi tilfella reyndust skammtímaforboð- arnir standa skemur en í tvær klukkustund- ir. Kötlugosið 1918 virðist falla í þann hóp, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Kötluhlaupið 1918 var stærsta jökul- hlaup 20. aldar Magnús Tumi Guð- mundsson í eftirlitsflugi yfir Mýrdalsjökli. Líklegast að gjósi á svipuðum slóðum og 1918 Mestar líkur, eða 85–89%, eru taldar á því að næsta Kötlugos verði á vatnasvæði Kötlujökuls samkvæmt töl- fræðilegri úttekt. Aðeins 4–8% líkur eru taldar á að gos verði á vatnasvæði Sólheimajökuls og sömu líkur á gosi á vatnasvæði Entujökuls. Á eftir stóru Kötlugosi kemur gjarnan langt goshlé. Ekki er því talin sérstök ástæða til að óttast stórt Kötlugos næst, þótt liðin séu 86 ár frá síð- asta gosi 1918. Frá 1994 til 2004 varð vart ókyrrðar í Mýrdals- og Eyjafjallajökli hvað eftir annað. Viðvarandi jarðskjálfta- virkni er undir vestanverðri Goðabungu og fer hún sam- an við staðbundið en tiltölulega hratt landris. Vísbend- ingar eru um að þar geti súr bergkvika verið á hægri leið til yfirborðsins. Í ljósi þess hve viðvörunartími vegna jökulhlaupa er skammur þykir ljóst að stöðug vöktun eldfjallanna sé forsenda öryggis í byggðum og á ferða- mannastöðum í nágrenninu. gýs eru aukin jarðskjálftavirkni, landris, aukinn jarðhiti og útstreymi gass. Skammtímaforboðar eru yfirleitt áköf jarðskjálftahrina sem getur hafist frá hálfri klukkustund og allt að 30 stundum áður en gos brýst út. Af sögunni að dæma er skammtímafyrirvari Kötlugoss á bilinu 1 til 8 klukkustundir. Bræðsluvatn frá jöklinum nær að jökulröndinni á um klukkustund. Hamfarahlaup frá Entujökli og niður farveg Mark- arfljóts gæti náð byggð í Fljótshlíð um þremur stundum eftir upphaf eldgoss, að því er hermun sýnir. Hlaup með hámarksrennsli 300.000 m3/s myndi fara yfir allar Land- eyjarnar og Þykkvabæinn. Hlaup sem kæmi í kjölfar eldgoss vestan Kötluöskjunnar, eða í norðanverðum Eyjafjallajökli, sem væru á bilinu 3.000 til 30.000 m3/s myndi ná til byggða í Fljótshlíð 2–3 stundum eftir upp- haf goss í vesturhlíðum Mýrdalsjökuls, en á 45–60 mín- útum eftir að gos hæfist í Eyjafjallajökli norðvestan- verðum. Líklegt er talið að þess konar hlaup gæti rofið varnargarða milli Fljótshlíðar og Stóra-Dímonar. því svæði m3/s og í itað sé, á töluvert upum en jöklinum u 1.000 til úr Eyja- ra fresti. hafði há- a farvegi ökli gætu æstum til- gtímafor- r áður en alla er forsenda öryggis Davíð Oddsson utanríkis-ráðherra og Bo Xilai, ut-anríkisviðskiptaráðherraKína, hafa undirritað samkomulag um að gerð verði sam- eiginleg hagkvæmnikönnun til und- irbúnings fríverslunarsamnings milli landanna. Er Ísland þar með fyrsta ríkið í Evrópu sem gerir slíkt samkomulag við Kína. Í hag- kvæmnikönnuninni verður m.a. safnað saman upplýsingum um við- skiptahagsmuni, lagaumhverfi og fjárfestingar- og þjónustumögu- leika landanna. „Hagkvæmnikönn- unin er sá grunnur sem byggt verður á þegar fríverslunarsamn- ingaviðræður hefjast,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Talið er að könnunin geti tekið um ár. Eftir það geti hinar eiginlegu fríverslunarviðræður hafist. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að viðskipti milli Ís- lands og Kína hafi aukist á und- anförnum árum. Aðspurður segir hann að Íslendingar flytji þangað aðallega fisk. „Hluti af okkar út- flutningi til Kína hefur hins vegar farið í gegnum Hong Kong eða Taívan,“ segir hann. Fríverslunar- samningur myndi m.a. greiða fyrir því að hægt yrði að flytja vörur beint til Kína. Á móti yrðu m.a. vörur sem hingað yrðu fluttar frá Kína ódýrari en nú er. Gunnar Snorri segir að mörg ríki á Vesturlöndum og víðar líti til Kína og þeirra möguleika sem þar eru. „Mikill hluti framleiðslu og viðskipta er í örum vexti í Kína. Þar geta því falist miklir mögu- leikar í framtíðinni.“ Kínverskir ráðamenn vilji hins vegar fara sér hægt við að byggja upp sín við- skiptanet. Þeir hafi fyrst og fremst komið á viðskiptatengslum við As- íuríki. Nýlega hafi þeir þó átt við- ræður við Ástralíu og Nýja-Sjáland og lokið hagkvæmnikönnunum með þeim. Auk þess séu þeir orðnir að- ilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Gunnar Snorri segir að Kínverj- ar hafi lengi sýnt Íslandi sérstakan áhuga í þessu sambandi. Þeir vilji greinilega efla tengslin við vestræn ríki, en telji þó betra að byrja smátt. Viðurkenni stöðu Kína Í samkomulagi Davíðs og Xilai er einnig yfirlýsing um að Ísland viðurkenni að í Kína sé markaðs- hagkerfi. „Í raun og veru má segja að þeir hafi fengið þá viðurkenn- ingu þegar þeir gengu í Alþjóða- viðskiptastofnunina,“ segir Gunnar Snorri. „En í þessu felst einnig að við munum ekki beita sérstökum heimildum til verndaraðgerða gegn kínverskum innflutningi [skv. að- ildarsamningi Kínverja við WTO]. Í því felst þó ekki mikil fórn fyrir Íslendinga, því við höfum aldrei gripið til slíkra aðgerða. Það eru aðallega stórir aðilar, eins og Evr- ópusambandið og Bandaríkin, sem hafa verið að beita þeim.“ Hann segir að það sé þó Kínverjum nokkurs virði, að Íslendingar lýsi þessu yfir, því það styrki stöðu þeirra innan WTO. Gunnar Snorri bendir á að Ís- land hafi oftast gert fríverslunar- samninga í samfloti með EFTA- ríkjunum, Noregi, Sviss og Liecht- enstein. Undantekningar á því séu t.d. þegar Íslendingar hófu viðræð- ur, á undan EFTA, um fríversl- unarsamninga við Eystrasaltsríkin á sínum tíma eða þegar Íslend- ingar gerðu fríverslunarsamninga við Færeyjar. Samkomulag Davíðs og Xilai er hins vegar tvíhliða, þ.e. það nær ekki til EFTA. „Við viðruðum það við Kínverja hvort það hentaði að gera samninga við okkur með hin- um EFTA-ríkjunum.“ Þeir töldu hins vegar ekki rétt að hafa hin ríkin með til að byrja með, en úti- lokuðu ekki að hin ríkin kæmu inn í ferlið á síðari stigum, segir hann. Íslendingar hafa þegar gert fjár- festingarsamning við Kína, loft- ferðasamning og ferðamálasam- komulag. Að sögn Gunnars Snorra hafa þeir samningar gengið vel. Skv. upplýsingum ráðuneytisins hefur t.d. kínverskum ferðamönn- um hér á landi fjölgað umtalsvert á undanförnum misserum. Morgunblaðið/Arnaldur Samkomulag milli Íslands og Kína um undirbúning fríverslunarsamnings Viðræður verða hugsanlega hafnar næsta ár Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.