Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF GREININGARDEILD Lands- bankans gerir ráð fyrir að verulega muni draga úr verðhækkunum á fasteignum þegar líður á árið en reiknar þó ekki með að stóraukið framboð íbúða á höfuðborgarsvæð- inu leiði til almennra verðlækkana á húsnæði. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar bank- ans, sagði á morgunverðarfundi bankans undir yfirskriftinni Er eignaverðbólga á Íslandi? að ef verð- hækkunum linnti á hinn bóginn ekki væri hætta á að aukið framboð leiddi til almennra verðlækkana á fasteign- um. Gert er ráð fyrir að íbúðum á höf- uðborgarsvæðinu fjölgi um 2.500 á ári næstu 3–4 árin en eftirspurnin er 1.600–1.700 íbúðir á ári. Sé gert ráð fyrir 2,5 íbúum í hverja íbúð jafn- gildir það að 2.100 manns þurfi til viðbótar á ári til að anna framboðinu. Edda Rós sagði að mögulega væri þó enn fyrir hendi uppsöfnuð þörf fyrir nýjar íbúðir auk þess sem byggingartími fasteigna hefði styst verulega sem aftur þýddi sveigjan- legri markað og möguleika á að draga snöggt úr framboði þegar eft- irspurn minnkar. Frá janúar 2003 til apríl 2005 hækkaði vísitala fasteignaverðs um 45% samkvæmt tölum frá Fasteigna- mati ríkisins. Á sama tímabili hafa laun hækkað um liðlega 10%. Edda Rós benti á að hlutfall fasteignaverðs og kaupgetu miðað við þróun dag- vinnulauna væri nú 24% yfir með- altali síðustu 15 ára, en 5%, ef lægri vextir íbúðalána væru teknir með í reikninginn og 12% undir meðaltali síðustu 15 ára miðað vaxta- og há- markslánstíma. Hún sagði að áfram væri gert ráð fyrir að kaupmáttur launa yrði hár en hann myndi ekki vaxa með sama hraða og undanfarið. Edda Rós sagði að landsmenn virtust vera hættir að horfa til eigna- myndunar við íbúðakaup heldur fyrst og fremst mánaðarlegar af- borganir. Það sæist best á því að lánstími hefði lengst, 70% af þeim sem tækju lán til íbúðakaupa hjá Landsbankanum tækju 40 ára lán og 30% 25 ára lán, sem væri þó hærra en hjá ýmsum öðrum lánastofnun- um. Samræmi milli hækkunar hlutabréfa og afkomu Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, fjallaði í erindi sem hann flutti á fundinum um hvort innistæða væri fyrir miklum hækkunum hlutabréfa- verðs undanfarin ár. Ívar sagði að greiningar bentu til að gott samræmi hefði verið á milli hækkunar hluta- bréfa að undanförnu og afkomu þrátt fyrir miklar hækkanir. Raunar væru vísbendingar um að markaðurinn hafi verið undirverðlagður 2001 og 2002. Ívar sagði að næmi skráðra ís- lenskra félaga fyrir íslensku hag- kerfi væri á undanhaldi, erlendar hagstærðir væru ráðandi í ytra um- hverfi og verðmyndun íslenskra fé- laga. Fjölbreyttari flóra fyrirtækja í Kauphöll Íslands og alþjóðlegra um- hverfi ylli því að erfiðara væri að segja til um afleiðingar ytri áhrifa en áður. Að sama skapi legðu núverandi markaðsaðstæður meiri kröfur á herðar fjárfesta. Í pallborðsumræðum í lok fundar- ins sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, mun meiri líkur vera á því að fasteignaverð myndi lækka á næstu misserum en gengi hlutabréfa. Ýmislegt benti þó til að fasteignaverð myndi ekki endilega lækka hratt. Bjartsýni um þróun fasteignamarkaðar Morgunblaðið/Golli Bjartsýn Edda Rós Karlsdóttir ætlar að kaupmáttur verði áfram hár. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu ríflega 10,8 millj- örðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir rúma 1,6 millj- arða. Mest hækkun varð á bréfum Landsbankans, 5%, en mest lækkun á bréfum Flögu Group, -0,78%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 1,1% og er nú 3.998 stig en fór á tímabili yfir 4.000 stig í gær. Úrvalsvísitala hækkaði um 1,1% VÖRUINNFLUTNINGUR í apríl- mánuði var með allra mesta móti eða tæpir 22 milljarðar króna. Þetta er um 18% meiri innflutningur að raun- gildi en í apríl í fyrra. Meðaltal inn- flutnings síðustu þriggja mánaða er tæplega fjórðungi meira að raun- virði en á sama tímabili í fyrra. Þess- ar upplýsingar koma fram í Vef- riti fjármálaráðu- neytisins og segir þar að þetta séu bráðabirgðatölur sem byggist á innheimtu virð- isaukaskatts. Fram kemur í vefritinu að verðmæti vöruinnflutn- ings á fyrsta ársfjórðungi hafi numið um 58 milljörðum króna en var á sama tímabili í fyrra um 52 millj- arðar. Að magni jókst innflutning- urinn um 15% en gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 9% mið- að við innflutningsvog milli tímabil- anna sem leiðir til lægra innflutn- ingsverðs. Fjármálaráðuneytið segir, að ef bráðabirgðatölum um innflutning í apríl sé bætt við innflutning fyrstu þriggja mánaða ársins sé innflutn- ingurinn kominn í 80 milljarða króna, sem er ríflega 8 milljörðum króna meira en í fyrra. Þá segir í vefritinu að meginskýringin á aukn- um innflutningi sé að enn vaxi inn- flutningur fólksbifreiða en áætluð verðmætaaukning sé 60% fyrstu fjóra mánuði ársins. Innflutningur á fjárfestingavöru og eldsneyti og olíu hafi einnig aukist, sem skýrist að góðum hluta af hærra innkaups- verði. Vöruinnflutn- ingur með mesta móti LANDSBANKI Íslands hagnaðist um ríflega 6 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins og er það vel yfir væntingum en greining- ardeild Kaupþings banka hafði spáð 5,1 milljarðs hagnaði bankans og Greining Íslandsbanka hafði spáð 5,3 milljarða króna hagnaði. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans tæplega 4,2 milljarðar og er því um 45% afkomubata að ræða. Hreinar rekstrartekjur Lands- bankans námu tæplega 12,8 millj- örðum króna á tímabilinu og hækka um ríflega 3,4 milljarða, 37%, á milli ára. Rekstrargjöld tímabilsins námu ríflega 4 millj- örðum króna en voru tæplega 3,3 milljarðar í fyrra. Er þar um 24% hækkun að ræða á milli ára. Fjár- festingartekjur námu nærri 4,9 milljörðum króna en voru ríflega 4,2 milljarðar í fyrra. Jafnframt voru hreinar vaxtatekjur tæplega 4,3 milljarðar króna á tímabilinu en voru tæplega 3 milljarðar í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 81,7% eftir skatta, en á sama tímabili í fyrra var hún 49,5%, sem almennt þykir mjög gott. Eignir bankans hafa aukist um 15% á tímabilinu og eru nú tæp- lega 851 milljarður króna en voru ríflega 737 milljarðar um áramótin. Í afkomutilkynningu bankans til Kauphallar Íslands er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra að fyrsti ársfjórðungur 2005 sé sá besti í sögu bankans. Hann segir þetta sýna hversu mikið bankinn hefur styrkt tekjumyndun sína. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri segist vera mjög ánægður með tekjumyndun samstæðunnar á fjórðungnum. Gengi Landsbankans hækkaði um 5% í Kauphöll Íslands í gær. Gott uppgjör Landsbanka Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is IKEA fær bestu einkunn allra stórmarkaða í Bretlandi í nýrri könnun sem gerð var meðal neytenda þar í landi, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Daily Record. Í könn- uninni var m.a. tekið tillit til verðs, þjónustu og vöruvals. Könnunin var nú gerð sjötta árið í röð og náði hún til 69 fyr- irtækja. IKEA fékk 144 stig í könnuninni, en í öðru sæti varð stórmarkaðskeðjan John Lew- is en hún var í efsta sæti í könnuninni í fyrra. Í neðsta sæti var stórmarkaðskeðjan Safeway með aðeins 23 stig. Meðal annarra verslana sem urðu neðarlega í könnuninni má nefna Somerfield, Iceland, Kwik Save, Co-Op og Lidl. Af þeim bresku fyrirtækjum sem tengjast útrás íslenskra fyrir- tækja komst aðeins Deben- hams á lista fyrir 20 efstu fyr- irtækin. IKEA efst        ! "# 7  9):+ ;$1'1':* 01$ . 23# 0$ * . 23# 4 ** % . 23# 4 23# (! . 23# (5. 23# 6! , *23# 7 8 4 *23# 7% 23# 5 , *6! ,23# &!23# 93 *$23# "2& 23# $ " ( 3&$ #23# : 23# *$ <$)( # "' (*" * 6! ,23# +4. ,23# + " 23# ;  23# 5/3$<*  23# =>2& 23# 6(23# !$ 3)!# !# 3# %!"$#2 3 ?$2#23# @ ? "$% 23# A !$% 23# B "# ""C< & 23# <0"'$-"*$ = 0$ **23# (*&!,D? 3 23# 5 ,/"6! ,23#  @<*3< 23# =*.>$' ?"$ EFDG / $ *# &          C   C C   C C C C C  4 &?$ 3 3? *# &  C C  C C   C C  C C C C C C C C C C C C C C C C C C C H I C HC I H I HC I HC I H I H I C H I HC I H I C C C C C C C C C C C C H I C C C C C C C +&!, *$ ,  @! /!*, - 7 ! # # # # # # # # # # # # # # C  # C # C  C C C C C #                  C          C        C A*$/8J#* # 0@+#K0$2 !$ (%!, *$    C  C  C  C C C C C 0@+#CL "3 "2 !, ,%!2!$ 3 # 0@+#C*?!, $! !& 3 "?3 $%*$! #2&3 $3 $# 0@+#CA& 3? "3 "% 3)! # 0@+#C 0 & J$&3& , # 0@+#C#A& < $ !#3< !$! " * # ● GENGI krónunnar féll um 1,37% í gær þegar gengisvísitalan hækkaði sem því nam. Veikingin kom í kjölfar birtingar vísitölu neysluverðs í maí en hún lækkaði meira en búist hafði verið við sem og verðbólg- an á 12 mánaða grundvelli. Ekki er ólíklegt að ein- hverjir telji að í kjölfarið muni Seðlabankinn draga úr aðhaldi í peningastefnu sinni sem myndi leiða til veikingar krónunnar. Greiningardeild Kaupþings banka telur þetta þó vera eðlilega þróun gengisins sem hefur fallið um 8,6% síðan það náði hámarki um miðjan mars en allt bendir til þess að gengið hafi verið of hátt. Gengið lækkaði = , M NO   % & & (@D P0Q   ' ' % F0F 9Q  ' ' 7(Q =**&  & & EFDQ PR; &   ' & 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.