Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku vinur, þá er þrautum þínum lokið. Margt hefði öðruvísi farið ef engin mistök hefðu orðið, en svona er lífið. Við minnumst þín sem ógleymanlegs gleðigjafa á okkar heimili og annarra. Þú eignaðist marga vini sem allir minnast þín sem kraftaverks svo ekki sé meira sagt. Eitt skyggði þó á í þínu lífi, það að þú fékkst suma, þér nána, ekki til að viðurkenna þig, en svona fer nú sumt í þessu lífi. Langamma þín orti þessa vísu sem við setjum hér með en hún lýsir vel þinni lífssýn. Ég vildi mega lifa lengur og lífsins njóta, eins og gengur. En við því ekkert er að segja ef ég núna verð að deyja. (GJG.) Góður guð verði sál þinni náðugur. Amma og afi, Funalind 1. Elsku Hilmar Már. Ég sakna þín svo mikið að það að hafa þig ekki lengur hér er alveg óhugsanlegt. Hvað þú varst alltaf svo góður og yndislegur þrátt fyrir öll „prakkara- strikin“ sem eru núna góð minning. Og það verður tómlegt að vita að það komi ekkert meira óvænt frá þér … Allar minningar um þig eru góðar. Ég man þegar þú varst alltaf að bjóða mér á handboltaleiki en ég hafði alltaf eitthvað annað að gera. Ég sé svo eftir að hafa ekki farið með þér, því að nú er það of seint. Ég elska þig svo mikið að það er svo sárt að þú sért farinn en ég veit að þér líð- ur vel hjá Guði. Ég er alltaf að biðja fyrir þér og mér finnst alltaf eins og þú sért við hliðina á mér þegar ég tala um þig. Þú áttir ekki skilið allar þessar þjáningar. Ég fann svo til með þér og HILMAR MÁR JÓNSSON ✝ Hilmar MárJónsson fæddist í Reykjavík 1. júní 1983. Hann lést á endurhæfingardeild Grensásdeildar 7. maí síðastliðinn. For- eldrar Hilmars Más eru Sigrún Guðjóns- dóttir og Friðfinnur L. Hilmarsson. Hilm- ar Már ólst að mestu leyti upp í Hnífsdal og Kópavogi hjá móður sinni og fóst- urföður, Jóni Krist- jánssyni. Systur hans sammæðra eru Elsa Borg Jóns- dóttir og Ester Ýr Jónsdóttir, bræður hans samfeðra eru Hlynur og Samúel. Unnusta Hilmars Más er Aníta Geirsdóttir. Síðastliðin 3 ár bjó Hilmar Már á sambýli fyrir fatlaða á Markar- flöt 1 í Garðabæ. Hilmar Már verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. það er örugglega léttir að vera kominn til himnaríkis. Eins og flestir vita þá á engill að vera á meðal engla. Ég ætla að fara á Man. Utd. vs Arsenal hvað sem það kostar og þá getur þú fylgst með leiknum að ofan. Það er oft sagt að þegar maður missir einhvern náinn, þá sé stór partur af sjálfum manni horfinn. Og það er alveg satt, það vant- ar hluta af mér og það ert því miður þú, Hilmar Már, þó að minningin sé alltaf til staðar. Mér líður alveg ólýsanlega illa, mér finnst eins og ég sé að missa allt frá mér, allt sem mér þykir vænt um. Þar í efsta sæti ert þú, Hilmar Már. Það er svo sárt að ég er alltaf með svona kökk í hálsinum og mest í hjartanu. Núna virkilega finnst mér að það sé að springa. Hver eru takmörkin fyrir sorg? Samt finn ég fyrir sælu og gleði yfir því að þú sért kominn í nýj- an og betri heim þar sem þú ert öruggur. En þá finnst mér ég vera einhver eigingjörn frekja að vilja hafa þig hjá mér. En þannig er til- finningin að hafa þig ekki til staðar, þar sem þú hefur verið allt mitt líf, er ómögulegt líf án þín. Ef að þú værir núna hjá mér myndi ég fara með þér út í fjöru í myrkrinu, og við myndum finna fyrir golunni í andlitinu og hlusta á sjóinn. Það væri yndisleg tilfinning. Ég heyri í sjónum núna og get alveg ímyndað mér það. Það er allt á hvolfi í hausnum á mér. Það er svo margt sem ég get skrifað núna um þig að það tæki eilífð að skrifa það allt. Þú varst alltaf svo góður við alla í kring um þig og alltaf svo gjafmildur að stundum passaði maður sig á að biðja þig ekki um allt of mikið því að þú sagðir næstum aldrei nei við fólk. Elskaðir lakkrís, coke, rauðan lit, Man. Utd., hassý-kjötrétt, snúð með bleikum glassúr, allt fólk í kring um þig og svo margt fleira. Þó að þú hafir stundum verið pirr- aður, reiður eða nokkuð annað þá elskuðu samt allir þig. Þú stakkst upp á svo furðulegum hlutum sem fáum myndi detta í hug. Þetta verður allt tómlegt án þín, Hilmar Már, og ég myndi gefa allt sem ég á fyrir að heyra þig anda, sjá þig brosa og geta sýnt þér hvað ég elska þig mikið. Kveðja, þín systir, sem mun alltaf elska þig, Elsa Borg. Elsku Hilmar Már, þú varst frá- bær manneskja og varst alltaf svo góður og gjafmildur. Það var alveg sama hvað gerðist í þínu lífi, þú hélst alltaf áfram jákvæður um að allt yrði í lagi. Ég man þegar þú ætlaðir út með Hektor hundinn okkar í göngutúr, ábyggilega í fyrsta skipti, en það ruglaðist eitthvað smá og Hektor fór út með þig í staðinn og hljóp æstur út um allt og þú á eftir. En Hilmar Már, ég elska þig alveg ólýsanlega mikið og ég sakna þín líka alveg ólýsanlega mikið. En núna líð- ur þér ábyggilega miklu betur og ég veit að Guð og Jesús munu hugsa vel um þig og megir þú hvíla í friði, elsku bróðir minn. Þín elskandi systir Ester Ýr. Hilmar Már Jónsson fæddist 1. júní 1983. Hann lést laugardaginn 7. maí sl. aðeins tæplega 22 ára að aldri. Þó að Hilmar hafi verið ungur að árum er hann kvaddi þennan heim eru margar minningar sem fara um huga okkar er við kveðjum hann í hinsta sinni. Allar eru þessar minn- ingar fallegar og hlýja okkur um hjartarætur. Hilmar var mjög sér- stakur drengur. Allir sem eitt sinn hittu hann muna alltaf eftir honum. Hann hafði búið hér í sambýlinu í Markarflöt í rúm þrjú ár og við sökn- um hans öll, nú þegar hann er farinn. Hilmar var glaðlyndur, fjörugur, hlýr, barngóður, skemmtilegur, hug- myndaríkur og afskaplega atorku- samur. Hann vildi alltaf hafa nóg að gera og stundum fannst honum hlut- irnir ganga allt of hægt fyrir sig og alls ekki nóg vera að gerast. Hilmar veiktist hinn 31. október sl. og komst aldrei á fætur aftur. Hann var ein- staklega duglegur og var að sjálf- sögðu ekki sáttur við að geta ekki lif- að því lífi sem hann var vanur að lifa, en hann barðist eins og hetja til síð- ustu stundar. Sem dæmi um hlýju og gæsku Hilmars langar okkar að minnast nokkurra atburða, úr lífi Hilmars, sem gerðust hér á heimilinu. Svo óheppilega vildi til að það kviknaði í hjá einum starfsmanninum og var kötturinn hennar lokaður inni. Hilm- ar Már spurði strax um köttinn og þegar hann heyrði að hann gæti ekki mjálmað sagði hann „þá getur hann ekki talað“. Þetta var að sjálfsögðu alveg rétt athugað hjá Hilmari. Ann- að tilvik var þegar starfsmaður missti móður sína. Þá sýndi Hilmar henni mikla samúð, meiri en margur annar, var einstaklega nærgætinn og samúðarfullur. Enn eitt atvik var að starfsmaður hafði verið veikur í langan tíma. Þegar Hilmar frétti að von væri á henni aftur, bað hann um að keypt væri handa henni ný svunta, en hún notar alltaf svuntu. Margar álíka minningar koma upp í hugann, nú þegar við kveðjum Hilmar Má. Öllum sem kynntust honum þótti vænt um hann. Alveg sama hvort það voru konurnar sem afgreiddu hann í bankanum, stræt- isvagnabílstjórarnir sem hann ferð- aðist mikið með, húsverðirnir í íþróttahúsunum, en Hilmar hafði mikinn áhuga á fótbolta, eða við sem vorum með honum daglega. Nú er enginn í Markarflötinni sem tekur á móti okkur úti á hlaði, okkur sem komum snemma á morgunvakt- ir, en það var svo notalegt, enginn strákur til að lesa fyrir bænirnar á kvöldin og enginn sem kennir okkur eins og þú gerðir. Við vonum, elsku Hilmar, að draumar þínir geti ræst þar sem þú ert núna. Draumar um að „geta verið venjulegur og lifað venjulegu lífi“ eins og þú orðaðir það sjálfur. Fötlun þín kom í veg fyrir það hér á jörðu og þú varst aldrei alveg sáttur við það. En þú lifðir samt mjög innihaldsríku lífi, varst svo sætur strákur, áttir svo góða kærustu, hafðir svo mörg áhugamál, áttir svo stóra drauma, gafst okkur svo mikið. Okkur langar að lokum að senda þér okkar dýpstu þakklætiskveðjur með eftirfarandi orðum Einars Ben. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. Um leið og við biðjum Guð að blessa þig, elsku strákurinn okkar, sendum við fjölskyldu þinni okkar einlægustu samúðarkveðjur. Íbúar og starfsfólk Markarflöt 1, Garðabæ. Elskulegi frændi minn, Hilmar Már, er fallinn frá. Þín hefur beðið mikilvægt verkefni hjá guði þar sem þú ert tekinn frá okkur svona ungur. Hetja er það orð sem kemur í hug- ann þar sem þú hefur barist við mikil veikindi síðastliðna mánuði. Þær stundir sem ég hef fengið að eiga með þér eru ógleymanlegar og þakka ég fyrir að hafa átt hlutdeild í lífi þínu. Það tómarúm sem komið er í hjarta mitt, fylli ég af hlýjum minn- ingum um yndislegan, brosmildan dreng sem ég elska svo innilega heitt. Þú varst alltaf svo góður við alla og vildir öllum vel. Vörubíllinn sem þú smíðaðir og gafst Sigmari Jósepi vitnar um handlagni þína. Minningarnar hrannast upp og eru þær allar skreyttar töfrandi brosi þínu og einlægni. Ég var að rifja upp þegar þú fékkst fyrsta reiðhjólið þitt í afmælisgjöf, þú ljómaðir af ánægju. Það verður erfitt að halda áfram án þín, vinur minn, en ég hugga mig við það að þú sért farinn að hlaupa á ný og þér líði vel. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Sigrún, Jón, Elsa Borg og Ester Ýr, til ykkar sendi ég mínar heitustu óskir um blessun ykkur til handa frá mér og fjölskyldu minni. Kolbrún (Kolla). Löngu og ströngu stríði er lokið. Ljúfur drengur hefur kvatt þennan heim, söknuður býr í huga þeirra sem kynntust honum en eftir standa minningar sem munu ylja um ókom- in ár. Hilmar var baráttunni vanur, alla ævi átti hann við vissa fötlun að stríða og ýmsar orrustur hefur hon- um tekist að sigra í gegnum árin. Í rúmt hálft ár hefur þessi síðasta orr- usta Hilmars staðið, oft var hopað en alltaf tókst Hilmari að safna kröftum og sækja fram að nýju. Svo fór þó loks að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir sláttumanninum mikla sem alla sigrar að lokum, það var bara svo allt of snemmt í þessu til- felli. Þrátt fyrir skyldleika okkar Hilm- ars má segja að við höfum í raun ekki kynnst fyrr en hann var orðinn ung- lingur og mætti á ættarmót í Efri- Hrepp með ÍA trefil. Þá kom það fljótt í ljós að áhugi hans á íþróttum var mikill, sérstaklega knattspyrnu þar sem íslenska uppáhaldsliðið hans var einmitt Skaginn. Eftir það varð ekki aftur snúið, sameiginlegur íþróttaáhugi skapaði vináttutengsl þrátt fyrir aldursmuninn. Jóhannes fékk umsvifalaust heiðurstitilinn frændi þótt þeir væru í raun ekkert skyldir. Ekki spillti það heldur fyrir að þeir áttu sama uppáhaldsliðið í enska boltanum, en þar kom enginn að tómum kofunum hjá Hilmari, hann var með allt á hreinu um alla leikmennina, hverjir skoruðu og á hvaða mínútu. Oftar en ekki hringdi síminn að loknum leik í enska bolt- anum, Jóhannes tók upp tólið og þá heyrðist kannski: „Sæll, frændi! Viltu hringja?“ Þá var inneignin bú- in. Og svo: „Heyrðu, frændi, þetta var nú ekki nógu gott hjá okkar mönnum“ Stundum fór Hilmar með okkur á meistaraflokksleiki, því miður allt of sjaldan. Mikið var gaman að fylgjast með honum þá, uppáklæddum í Skagalit- unum og sindrandi af áhuga, ekki síst á úrslitaleiknum góða þegar Skagamenn unnu mikilvægan bikar- meistaratitil. En nú verða fótboltasamtöl „frændanna“ ekki fleiri. Við sendum fjölskyldu Hilmars innilegar samúð- arkveðjur, blessuð sé minning hans. Guðrún og Jóhannes. Þegar við vöknuðum snemma síð- astliðinn sunnudagsmorgun og litum út um gluggann skein sólin og fuglar sungu. Þetta var góð byrjun á fal- legum degi. Stuttu seinna hringdi síminn, óvenju snemma, en því mið- ur voru það ekki góðar fréttir sem við fengum. Hilmar Már vinur okkar hafði lát- ist kvöldið áður. Að sjálfsögðu bregður manni alltaf við slíkar frétt- ir, þó alltaf hafði mátt búast við því að svona gæti farið þar sem Hilmar hafði átt við erfið veikindi að stríða undanfarna mánuði. Hilmar var alla tíð sterkur persónuleiki. Ég kynntist Hilmari fyrst þegar hann var aðeins nokkurra mánaða gamall þegar ég og Sigrún móðir hans sátum saman á skólabekk. Í gegnum tíðina hittumst við alltaf öðru hvoru, en undanfarið meira en áður. Það var engin logn- molla þar sem Hilmar var, hann vissi alla tíð hvað það var sem hann vildi og hélt fast í það. Hilmar fór sínar eigin leiðir, hann var oft uppátækjasamur og vissi stundum ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga. Þegar Hilmar veiktist hélt ég mestallan tímann að hann færi nú ekki að gefast upp núna frek- ar en fyrri daginn, en reyndin varð önnur. Oft á tíðum áttum við saman skemmtilegar stundir með Hilmari. Þær góðu stundir geymum við í minningu okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Sigrún, Jón, Elsa, Ester og fjölskylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Kveðja Anna Marín, Helgi og börn. Í dag er fallinn frá elskulegur vin- ur minn og hlýr drengur, Hilmar Már Jónsson. Kynni mín af Hilmari hófust fyrir alvöru þegar ég vann sem starfsmað- ur í Kaplakrika þar sem hann var tíð- ur gestur. Ég sá það strax að þarna var drengur góður og fann ég að hann vildi kynnast mér og ég honum. Ég hugsaði með mér að þarna væri vinátta sem gæti staðið að eilífu. Hann var ekki jafn heppinn og flest okkar og átti við veikindi að stríða allt sitt líf, þrátt fyrir það lét hann það ekkert á sig fá. Þegar við vorum saman þá tók ég honum sem jafn- ingja og náðum við mjög vel saman á öllum sviðum. Hann gerði hluti sem allir á hans aldri gera. Minnisstætt er þegar við fórum saman í Go-Kart bílana við Smáralind og hann keyrði mig útúr brautinni og Sverrir sem var með okkur hló sig máttlausan. Þetta var þegar ég var að kveðja hann áður en ég hélt til útlanda. Einnig þegar við bónuðum bílinn minn saman reglulega auk þess að leika okkur í íþróttahúsinu daginn út og inn. Hilmar var gæddur þeim hæfileika að halda með tveimur lið- um, FH og Haukum, hann hafði það umfram okkur hin að vera ekki í endalausu stríði og metingi. Þetta er mín fyrsta minningargrein og tekur mikið á en ég veit að hann mun vaka með mér og mun ég biðja fyrir hon- um í hvert skipti sem ég leita til hjálpar guðs, sem gerist oft. Ég held að tárin sem ég felli tákni frekar virðingu og vinskap frekar en væmni og oft gott að losa um tilfinningar. Þegar pabbi hringdi í mig og tjáði mér að þú lægir á spítalanum frekar illa haldinn bað ég fyrir þér, þegar móðir þín sendi mér kveðjur frá þér í síðustu viku vaknaði gleðin upp hjá mér. Það eru ástæður fyrir öllu. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og þegar ég hugsa til baka streyma minningar beint niður á mig líkt og regn. Þú ert farinn veg- inn langa sem við munum öll fara, ég mun hitta þig vinur minn þegar þar að kemur og mun aldrei gleyma þér, aldrei. Fjölskylda þín er frábær og bið ég guð að leiða ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma, ég votta ykkur alla mína samúð. Ég tek mér það leyfi að tala fyrir hönd margra góðra manna úr Hafnarfirði sem þú eyddir mikl- um tíma með. Við kveðjum þig með söknuði og minnumst þín í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Einhvern tíma sagði ég að þegar ég yrði ríkur myndi ég bjóða þér út til mín, það boð stendur enn og munt þú fá að vera hjá mér í huganum um ókomna tíð. Þinn vinur að eilífu. Logi Geirsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.