Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Tryggvi Vil-mundarson fæddist í Höfðahús- um á Fáskrúðsfirði 12. október 1938. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss laugardaginn 7. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Stefaníu Mörtu Bjarnadóttur, f. 18. sept. 1901, d. 13. okt. 1970, og Vilmundar Sigurðssonar, f. 31. ágúst 1889, d. 6. júlí 1978. Systkini Tryggva eru Gunnar, f. 13. des. 1931, d. 17. okt. 1996, og Sigur- laug, f. 1. júní 1935, búsett í Vest- mannaeyjum. Synir Mörtu með fyrri manni sínum, Gunnari Sam- úelssyni, hálfbræður Tryggva, voru Bjarni, f. 12. mars. 1926, d. 23. feb. 2004, og Jón Þórir, f. 6. okt. 1928, d. 1. ágúst 1981. Tryggvi kvæntist 18. des. 1959 Lilju Jóhannsdóttur, f. á Trölla- nesi á Norðfirði 25. nóvember 1938, dóttur hjónanna Guðnýjar Stefaníu Guðmundsdóttir, f. 28.8. 1907, d. 1.8. 1980, og Jóhanns Jónssonar íþróttakennara, f. 22.3. ágúst 2000 og Andrea Cecillja, f. 6. júní 2004, b) Björn Natan, f. 11. ágúst 1987 og c) Hörður Barðdal, f. 8. mars 1990. 5) Stefanía Marta, f. 10. mars 1965, d. 12. apríl 1967. Tryggvi flutt ungur með for- eldrum sínum frá Fáskrúðsfirði í Neskaupstað, með stuttri dvöl í Hellisfirði við Norðfjörð. Tryggvi og Lilja hófu búskap í Kópavogi 1956 og bjuggu þar og víðar á höf- uðborgarsvæðinu til 1965 en þá flytja þau aftur á heimaslóðir í Neskaupstað og þar hóf Tryggvi síðan nám í netagerð á Netaverk- stæði Friðriks Vilhjálmssonar. Að loknu námi var Tryggvi allmörg ár til sjós á skipum Síldarvinnsl- unar. 1974 fór fjölskyldan til Þórshafnar í Færeyjum þar sem Tryggvi tók að sér rekstur neta- verkstæðis. Haustið 1975 kemur fjöldskyldan heim aftur og er Tryggvi þá nokkur ár á Berki og Beiti, nótaskipum Síldarvinnsl- unnar, þar sem hann hafði verið áður. Tryggvi tekur svo við verk- stjórn á Netaverkstæði Friðriks Vilhjálmssonar í kringum 1984, og er þar til 1989, er hann gerist meðeigandi og rekstarstjóri í Veiðarfæragerð Hornafjarðar og hafa þau hjónin búið þar síðan. Veiðarfæragerðin var seld á síð- asta ári til Ísnets en Tryggvi hélt áfram sem stjórnandi hjá fyrir- tækinu. Útför Tryggva fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1905, d. 10.1. 1990. Systkini Lilju eru Halldór, f. 16. júní 1932, og Sólveig , f. 5. júlí 1948, bæði búsett í Garðabæ. Börn Tryggva og Lilju eru: 1) Lilja, f. 30. des 1956, dóttir hennar er Heiða Dögg, f. 7. nóv. 1975, sonur hennar Tristan Jóhannes, f. 28. des. 2004. 2) Vilmundur, f. 20. mars 1961, kvænt- ur Gyðu Maríu Mar- vinsdóttir, f. 10. ágúst 1960, börn þeirra eru, a) Guðrún Halla, f. 21. júní 1979, dóttir henn- ar Martha María, f. 23. sept 1999, b) Ólöf María, f. 5. des 1981, sonur hennar Alexander Vilmar, f. 28. feb. 2004 og c) Tryggvi, f. 1. júlí 1986. 3) Jóhann, f. 20. mars 1961, kvæntur Jennýju Sigrúnu Jörgen- sen, f. 10. janúar 1961, börn þeirra, a) Stefán Jóhann, f. 12. sept. 1980, b) Karl Friðrik Jörg- ensen, f. 11. feb. 1986, c) Bjartur Þór, f. 18. mars 1994 og d) Lilja Tekla, f. 18. sept 1995. 4) Bjarni, f. 6. des 1963, börn hans eru, a) Svanhildur Jóna, f. 12. sept. 1980, börn hennar Jakop William, f. 15. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugustu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Í dag kveð ég góðan tengdaföður minn, Tryggva Vilmundarson. Nú þegar hann er farinn frá okkur streyma allar minningarnar fram í huga mér, minningar sem við geym- um í hjarta okkar. Hann var trygg- ur og góður vinur, það var ávallt gott að leita til þeirra hjóna. Tryggvi var fullur af fróðleik sem barnabörnin fengu að njóta. Hann var tekinn frá okkur allt of fljótt, aðeins 66 ára, lífið er ekki alltaf réttlátt. Elsku tengdapabbi, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér fyrir samfylgdina. Þín tengdadóttir, Gyða María. Elsku afi. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, en það hefur víst sinn gang og verðum við að sætta okkur við að þú sért kominn á betri stað. Við barnabörnin viljum, með þess- um fáu orðum, minnast þeirra stunda sem við áttum með þér. Þær verða ávallt vel geymdar. Tryggvi afi var þögull maður, en alltaf svo góður og blíður. Hann fylgdist vel með okkur öllum og því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Alltaf feng- um við hlýjar móttökur þegar við komum til ömmu og afa á Höfn. Á Humarhátíð var gerð hin gómsæta humarsúpa sem Hörður man svo vel eftir. Afi var maður sem orti fjölda vísna og vísurnar sem hann kunni eftir aðra voru enn fleiri. Alltaf lum- aði hann á einni við hvert tilefni. Öll munum við eftir því að hann hafði ótrúlega gaman af því að deila þessu með okkur og virðast þessi gen vera í okkur öllum. Okkur er minnisstætt þegar nær öll fjölskyldan hittist í Svíþjóð hjá Gyðu og Villa. Þá var mikið hlegið eins og alltaf. Tekið var upp á því að fara í skemmtigarð og gista þar. Við krakkarnir skemmtum okkur kon- unglega í vatnsrennibrautum og öðrum tækjum og munum eftir afa í stuttbuxum, fráhnepptri stutt- ermaskyrtu, sólbrunnum með bumbuna útí loftið og með skipstjórahúfu sem hann keypti handa sér og einnig handa litlu kút- unum sínum Teypa og Túlla. Þeir sem lentu í kofa með ömmu og afa fengu ekki mikinn svefn fyrir ýms- um búkhljóðum. Við munum flest eftir veiðidell- unni í afa og ekki síst eftir ferðinni þegar hann bakkaði yfir nýja veiði- boxið hans Kalla. Öll höfum við ein- hvern tímann farið með afa í veiði- ferð. Hann gaf sér alltaf tíma til segja okkur sögur og gera eitthvað með okkur. Þá var alltaf gert eitthvað skemmtilegt. Við munum eftir þegar hann sagði Kalla og Tryggva söguna um einbjörn, tvíbjörn og þríbjörn. Svo var afi orðin þreyttur og allt í einu segir annar strákanna: Afi, nú ertu farinn að tala í hringi. Okkur stelpunum fannst ekkert skemmtilegara en þegar afi sagði við ömmu að reyna að losa smápláss úr fataskápnum og fórum við þá með ömmu í fataskápatiltekt og fengum fullt af ónotuðum tískuföt- um. Hann fylgdist með en sagði fátt, glotti og fannst gaman að fylgjast með. Öll barnabörnin fengu að vera hjá ömmu og afa fermingarsumarið sitt. Enginn mun gleyma sumrinu sem Stefán Jóhann fitnaði. Hann lifði góðu lífi í þessar vikur. Uppáhalds- maturinn var borinn fram, þar á meðal var franskbrauð og öll barna- börnin fengu að vera hjá ömmu og afa fermingarsumarið sitt steik í kvöldmat. Þetta eru nokkrar minningar af mörgum sem við eigum um afa og erum sammála um það að hann var af gulli gerður og vildi öllum vel. Elsku afi, við kveðjum þig og biðjum Guð að geyma. Þín barnabörn Stefán Jóhann, Karl Friðrik, Tryggvi, Björn Natan, Hörður, Guðrún Halla, Ólöf María. Elsku afi minn. Núna þegar guð hefur kallað sinn engil á jörðu aftur til sín, verðum við að varðveita minningu þína. Minningu sem ekki er auðvelt að út- skýra fyrir öðrum. Þitt skakka bros og þín björtu augu, þín innri ró sem var alltaf yfir þér, léttleikinn sem fékk mig til að brosa, og indælu orð- in sem þú áttir alltaf handa mér. Ást þína til fjölskyldunnar sá ég þegar við hittumst fyrir stuttu, þá sá ég mjög stoltan mann, yfir að vera eiginmaður, faðir, afi og langafi, og augu þín gátu ekki leynt ánægjunni, hún lýsti úr augum þín- um. Þegar ég sagði syni mínum Jak- obi frá því að uppáhalds langafi hans væri engill, svaraði hann: Þetta er allt í lagi, mamma, ég bara dreg frá gardínurnar, og þá sé ég stjörnuna hans. Og það er alveg rétt, þú ert hjá okkur, um allt í minningu og hjarta. Vængir þínir munu faðma okkur og lyfta okkur upp þegar okkur vantar styrk. Þú ert góð manneskja með hjartað á réttum stað, afi minn. Ég elska þig, afi minn, og mun sakna þín af öllu mínu hjarta. Svanhildur Jóna Bjarnadóttir, Danmörku. Elsku afi, það er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur hér, en við vonum að nú sért þú kominn á góðan stað hjá henni Stefaníu Mörtu. Við hefðum svo gjarnan viljað eiga meiri tíma með þér, geta komið í heimsókn, Bjartur að kíkja á verk- stæðið með þér og Lilja að fá reykt- an silung, sem alltaf var til hjá þér. En nú reynum við að hugsa um ömmu og kveðjum þig og vonum að þér líði vel. Nú guð ég vona að gefi af gæsku sinni frið og sársaukann hann sefi af sálu allri ég bið En þó að sárt sé saknað og sól sé bak við ský þá vonir geta vaknað og vermt okkur á ný Þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum og götu okkar greiða með góðum hugsunum (JT.) Bjartur Þór og Lilja Tekla Jóhannsbörn. Gaman er að gleðja fólk á gömlu tungu Braga hún hefir verið móðurmjólk mína um lífsins daga. Þessi vísa eftir K.N. lýsir vel okk- ar uppvexti og öllum þeim minn- ingum um pabba sem munu fylgja okkur um ókomin ár. Það er komið að kveðjustund og við vitum að lífið er að heilsa og kveðja. Og þó við höfum oft kvatt hann þegar við vorum yngri er hann var oft langdvölum að heiman, sjómaður að afla heimilinu tekna. Það var hins TRYGGVI VILMUNDARSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Krithóli, Skagafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki þriðjudaginn 3. maí síðastliðinn, verður jarð- sungin í kapellunni á Löngumýri laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Jarðsett verður að Víðimýri. Guðríður Björnsdóttir, Jónas Kristjánsson, Kjartan Björnsson, Birna Guðmundsdóttir, Bára Björnsdóttir, Ólafur Björnsson, Anna Ragnarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Okkar ástkæri HENRIK LANGVAD, fæddur 16.11. 1926, lést föstudaginn 6. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Fjölskyldan. TERESA HALLGRÍMSSON, Túngötu 2, Grindavík, er látin. Jarðarför auglýst síðar. Ættingjar. Okkar elskulega eiginkona, móðir, tengda- móðir, dóttir, amma og langamma, GUÐRÚN MARÍA EIRÍKA EGILSDÓTTIR (Edda), lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. maí. Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Jón Pétur Andrésson, Egill Guðni Jónsson, Hulda Þorbjarnardóttir, Vilhelm Jónsson, Bjarney Aðalheiður Pálsdóttir, Jóhann Jónsson, Svanhildur Jónsdóttir, Jónas A. Þ. Jónsson, Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, Guðný Þ. Jónsdóttir, Gísli M. Auðbergsson, Egill Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er vottuðu okkur samúð og vináttu vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu, LAUFEYJAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar fyrir ein- staka umönnun, hjálpsemi og vináttu. Helga Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigrún E. Einarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR HÓLMKELSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-3 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Sjöfn Eyfjörð, Ásgeir Eyjólfsson, Sigrún Ásgeirsdóttir. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.