Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 SIXTIES í kvöld 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Rómuð gestasýning! Græna landið Eftir Ólaf Hauk Símonarson Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu Fös 13. 5 kl. 20 Lau 14. 5 kl. 15 Leiklistarnámskeið í sumar. Námskeið fyrir alla aldursflokka. Nánari upplýsingar á www.leikfelag.is Skráning stendur yfir. Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 - Síðasta sýning HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 14/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 - UPPSELT, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 Síðustu sýningar DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 - Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Í kvöld kl 20, Lau 14/5 kl 20 Síðustu sýningar TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fö 20/5 kl 20 - Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 14/5 kl 14 - UPPSELT, Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 AUTOBAHN Á LISTAHÁTÍÐ Leiklestur nýrra þýskra verka Þri 17/5 kl 17 Falk Richter og Theresia Walser Mi 18/5 kl 17 Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Umræður við höfunda á eftir Ókeypis aðgangur Sólheimaleikhúsið (Sólheimum Grímsnesi) sýnir Ævintýri Þumalínu e. H.C Andersen Miðasala sími 847 5323 Mán. 16. maí (annar í Hvítasunnu) kl. 15 Sun. 22. maí kl. 15. Lau. 28. maí kl. 15. Miðaverð 1000 kr fullorðinir, 500 kr. 12 ára og yngri. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna og Hátíðakór Bláskóga- byggðar halda tónleika í Skálholts- kirkju á morgun klukkan 16. Flutt verða kórverk eftir Mozart, Vivaldi, Bach og Fauré, en auk þess Exsultate, jubilate eftir Mozart og trompetkonsert í Es-dúr eftir Hum- mel. Einsöngvari verður Hlín Pét- ursdóttir, sópran, og einleikari á trompet Jóhann Stefánsson. Stjórn- endur á tónleikunum verða Ingvar Jónasson og Hilmar Örn Agnarsson. Með þessum tónleikum lýkur 15. starfsári Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, sem starfað hefur síð- an 1990. Ingvar Jónasson hefur ver- ið aðalstjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi en þetta verða síðustu tónleikar hans með hljómsveitinni. Í haust er ráðgert að halda afmælis- tónleika og að sögn Ingvars mun hann áfram fá að fylgjast með sveit- inni og útilokar ekki að hann komi fram með henni sem gestastjórn- andi. Hátíðakór Bláskógabyggðar er skipaður söngfólki úr Söngkór Mið- dalskirkju og Skálholtskórnum. Stjórnendur þeirra eru Hilmar Örn Agnarsson, organisti Skálholts- kirkju, og Örlygur Atli Guðmunds- son, organisti og tónlistarkennari. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Ingvar kveður SÁ í Skálholti Morgunblaðið/Sverrir Ingvar Jónasson stjórnar hljómsveitinni á æfingu í vikunni. ISNORD er ný tónlistarhátíð sem leggur áherslu á íslenska og aðra norræna tónlist. Hátíðin verður haldin í Borgarneskirkju nú um hvítasunnuhelgina. Ný íslensk tón- list verður á efnisskránni en ungt tónskáld, Anna Sigríður Þorvalds- dóttir, hefur samið tvö ný sönglög fyrir hátíðina. „Hún er Borgnes- ingur og hún semur lögin við texta eftir Þorstein frá Hamri sem er af eldri kynslóð og líka úr Borgarfirð- inum. Þannig hittast þarna nýir og gamlir Borgfirðingar og búa til tón- verk,“ segir Jónína Erna Arnar- dóttir, listrænn stjórnandi hátíð- arinnar. Frumflutningur verður á opnunartónleikum hátíðarinnar í kvöld kl. 20.30, en það eru söngkon- urnar Dagrún Hjartardóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir sem flytja og þær flytja einnig m.a. sönglög eft- ir Rangström, Sibelius, Sigfús Ein- arsson við meðleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Í takt við norrænt þema hátíð- arinnar mun svo norskur píanóleik- ari, Helgi Kjekshus leika einleik og spila með Auði Hafsteinsdóttir fiðlu- leikara á morgun kl. 16. Þau leika verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Sibelius, Sæverud og Grieg. Á laugardagskvöldið kl. 20.30 munu Pamela De Sensi flautuleikari og Hannes Þ. Guðrúnarson gít- arleikari leika efnisskrá sem er að miklum hluta íslensk. Þau leika verk eftir m.a. Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Carl Nielsen. Lokatónleikar IsNord-tónlist- arhátíðarinnar verða sunnudaginn 14. maí kl. 16 en þá munu listamenn- irnir halda saman tónleika helgaða norska tónskáldinu Edvard Grieg. Þetta er fyrsta IsNord hátíð en Jónína vonar að þetta verði árlegur viðburður og þá með svipuðu sniði nema að annað Norðurlandanna verði tekið fyrir. Í ár er sérstök áhersla á Noreg. Tónlistarhátíð í Borgarnesi Dagrún Hjartardóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir og Jónína Erna Arn- ardóttir taka þátt í IsNord í Borgarneskirkju um helgina. Allar upplýsingar um hátíðina eru á vef hátíðarinnar www.Isnord.is SAMSÝNING stendur yfir í Lækjarási, Stjörnugróf 7, Reykjavík, þessa dagana í tengslum við listahátíðina List án landamæra. Sýningin er opin frá klukkan 13 til 16 og lýkur í dag. Þeir sem sýna eru: Álfheiður Ólafsdóttir, Guðrún Þorbjörg Guðmunds- dóttir, Helga Sigurðardóttir og Kristinn Breiðfjörð. Morgunblaðið/Þorkell Samsýning í Lækjarási HOMMALEIKHÚSIÐ Hégómi er að hefja sumarsýningarnar í kvöld. Leikfélagið hefur það markmið að skemmta áhorfendum „sama hvað það kostar“ eins og segir í fréttatilkynningu frá leik- félaginu. Stefnt er að hafa sýningar á Naustinu í allt sumar. Sýningar verða af öllum toga og verður engin sýning eins. Þær hefjast kl. 23 alla föstudaga og verður húsið opnað Geirsbúðarmegin kl. 22 og er miðaverð 500 kr. inn (borgað með korti kostar 550 kr.). Engar tvær sýningar eins Félagar í leikhúsinu Hégóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.