Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 55
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu - BARA LÚXUS 553 2075☎ Nýr og betri Hverfisgötu ☎ 551 9000 www.laugarasbio.is Miðasala opnar kl. 15.007 3 Sýnd kl. 8 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 10.15 SV. MBL Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.I 16 ÁRA kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 16 ÁRA Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann r tr llir Forsetinn er í lífshæt u og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann   HL mbl l Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 6, 8 og 10 KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari  HL mbl l KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 6  HJ. MBL FORSALAN Í FULLUM GANGI FORSALAN Í FULLUM GANGI ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20   HL mbl EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÞEGAR LÍF ÞITT ER KOMIÐ Í RÚST ER GOTT AÐ EIGA SNARKLIKKAÐA ÆTTINGJA TIL AÐ BJARGA MÁLUNUM. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 55 HARÐKJARNABANDIÐ Funeral Diner heldur tónleika í Tónlist- arþróunarmiðstöðinni í kvöld, ásamt sveitunum Denver og Gavin Portland. Funeral Diner er frá Kaliforníu og starfar í San Franc- isco, en hún var stofnuð árið 1998 í Half Moon Bay þar í fylki. Tónlistarstefna sveitarinnar hef- ur oft verið nefnd „screamo“, sem er samsuða orðanna „scream“ (öskur) og „emotional“ (tilfinn- ingaríkt). Kunnugir segja að um sé að ræða öskrandi, kaótískan og melódískan harðkjarna, en sveit- armenn vilja sjálfir láta tónlistina tala. Funeral Diner hefur sent frá sér fjölda smáskífna og tvær plötur í fullri lengd. Sú fyrri kom út árið 2002 og heitir Difference Of Potential, en hún var endurútgefin fyrir skemmstu. Nýjasta afurð hennar heitir The Underdark. Tónlistin á henni er að sögn fjöl- breyttari en fyrri verk sveit- arinnar, með lengri lögum og til- raunum með ný hljóð, í bland við hina hefðbundnu, hrjúfu og öskrandi árás. Textarnir taka á þeim mótsögnum og persónulegu vandamálum sem fylgja því að búa í hnignandi samfélagi. Funeral Diner spilar einnig á Grand rokki annað kvöld, ásamt Myra, Bölvun og Bob, en nánari upplýsingar um tónleikana er að finna á imc-promotions.org. Tón- leikar sveitarinnar hér á landi eru hluti af þriggja og hálfs mánaðar tónleikareisu um Bandaríkin, Jap- an og Evrópu. Tónlist | Harðkjarnasveitin Funeral Diner heldur tvenna tónleika hér á landi Funeral Diner spilar „tilfinningaríkt öskur“. Hin hefðbundna hrjúfa og öskrandi árás SAGAN af geimferðalangnum Arth- ur Dent er mörgum kunn enda hefur bókin sem lýsir ævintýrum hans, Hitchhiker’s Guide to the Galaxy, um árabil verið notuð til ensku- kennslu í íslenskum skólum. Kvik- myndaaðlögunin hefur lengi verið á teikniborðinu og aðdáendur bók- arinnar geta hér með varpað öndinni léttar: myndin er vel heppnuð, nær anda bókarinnar og fylgir henni með umtalsverðri trúfestu. Verkið sem ráðist er til atlögu við er heldur eng- in smásmíð, bæði er það nokkuð langt og umfangsmikið hvað rúm- svið söguheimsins varðar. Þótt í að- alatriðum sé hér um aðlögun á fyrstu sögunni að ræða, sækir myndin nokkur atriði í framhalds- sögurnar. Í útfærslu sögunnar eru ímyndunarafli og skopskyni höfund- arins engin takmörk sett og er það ævintýri út af fyrir sig að sjá hið kómíska geimferðalag Arthurs gætt lífi og litum í myndinni. Arthur og félagi hans Ford Prefect leggja nefnilega í puttaferðalag um stjörnukerfið eftir að búrókratískir geimsilakeppir (Vogons) taka upp á því að eyða plánetunni Jörð (fyrir hálfgerð mistök) til að ryðja veginn fyrir stórri og mikilli geim- hraðbraut. Þar með hefst nokkurs konar líkingarfræðileg þeysireið sem sækir til fantasía og staðleysa allt frá Lísu í Undralandi til Ferða Gúllívers, og í anda síðarnefnda verksins er skáldskapurinn notaður til þess að spegla nútímasamfélag. Adams var Bretland eflaust efst í huga er hann skrifaði söguna upphaflega í útvarps- leikritsformi, en í þess- ari samtímaútgáfu er ekki laust við að geim- forsetafígúran Zaphod Beeblebrox kalli fram hugrenningatengsl við pólitíkusa á borð við George W. Bush og Arnold Schwarzen- egger. Í myndinni leggst allt á eitt til að gera puttaferðalagið að bráðskemmti- legri upplifun. Sanntrúaðir aðdá- endur BBC-þáttanna The Office geta notið þess að sjá Martin Freeman („Tim“) stíga öruggan fram í sínu fyrst stóra kvikmynda- hlutverki sem Arthur, og frábærir mótleikarar koma úr óvæntustu átt- um. Rapparinn Mos Def gæðir Ford nægilegum undarlegheitum til þess að maður sannfærist um að þar sé geimvera á ferð, og sama er að segja um eftirminnilega túlkun Sam Rock- wells á hinum tannkremsbrosandi og tvöfalda Zaphod. Allt frá því að Arthur vaknar stúrinn í bragði í litla húsinu sínu í Surrey, grandalaus um yfirvofandi katastrófur, er réttur tónn sleginn hvað húmor og lipra frásögnina varðar. Ekki er laust við að aðstandendur myndarinnar sæki sér innblástur til Monty Python- stílsins í alls kyns grafískum inn- skotum, útúrdúrum og útleggingum á sögunni og fer vel á því að kalla fram anda bresku húmormeistar- anna með þeim hætti. Þegar Jörðinni var óvart eytt KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjórn: Garth Jennings. Aðalhlutverk: Martin Freeman, Mos Def, Sam Rockwell og Zooey Deschanel. Bandaríkin, 103 mín. Handbók puttaferðalangsins um stjörnu- kerfið / Hitchhiker’s Guide to the Galaxy  The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy er „þeysi- reið sem sækir til fantasía og staðleysa allt frá Lísu í Undralandi til Ferða Gúllívers“. Heiða Jóhannsdóttir ,,Vald hans á röddinni er svo fullkomið, að það að sjá hann og heyra verður algerlega óblandin gleði.” Philadelphia Tribune
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.