Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki hafa áhyggjur þótt föstudag- urinn 13. sé í dag, útlitið er gott. Not- aðu tækifærið og farðu í gegnum heimilisbókhaldið og sinntu heimili og fjölskyldu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er skynsemin uppmáluð og hugsar á praktískum nótum. Komdu sjónarmiðum þínum á framfæri í samtölum, það gengur vel því þú út- skýrir mál þitt skilmerkilega. Nautið sker sig úr fjöldanum í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn á að nota daginn til þess að leysa vandamál tengd heimili og eign- um. Honum tekst að koma umkvört- unarefnum áleiðis, án þess að fólki finnist hann vera að kvarta. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn ætti að koma miklu í verk í dag, ekki síst ef um veigamikið verk- efni er að ræða. Hann nýtur þess að finna að hann sé við stjórnvölinn. Ráðfærðu þig við góða vini. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið ætti að ná góðum árangri í dag, ekki síst ef það fær vinnufrið. Það kann að meta stundir þar sem það fær að vera eitt með hugsunum sínum núna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er skynsöm þessa dagana og á að nota tækifærið og hugsa og gera langtímaáætlanir. Ráðleggingar ann- arra koma henni að notum. Kannski færðu góðar fréttir? Vog (23. sept. - 22. okt.)  Skipulag og árangur eru lykilorð dagsins, ekki síst í vinnunni. Vogin er gallalaus að þessu leyti núna og lítil hætta á að hún geri slæm mistök. Allt gengur að óskum í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn kemur miklu í verk í vinnunni núna, skipulagshæfni hans er mun meiri en endranær. Hann nær árangri, en fær ekki endilega viðurkenningu, enda er það ekki tak- markið núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn vill alls ekki eyða tím- anum í neina vitleysu núna. Hann vill láta hendur standa fram úr ermum og ná árangri. Þetta gildir bæði um vinnuna og önnur verkefni í daglegu lífi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eyddu deginum með einhverjum sem þú lítur á sem lærimeistara eða leið- beinanda, þú munt bera mikið úr být- um, til að mynda góð ráð og kærkom- inn stuðning. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gerðu áætlanir tengdar heimili, vinnu eða heilsu í dag. Vatnsberinn er skynsamari í dag en oft áður. Hann vill ekki eyða tíma, peningum eða orku núna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn á að bæta skipulag sitt, þó að hann sé kannski áhugasamari um það núna að segja öðrum hvernig þeir eigi að fara að. Hann fær miklu áork- að núna. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú ert manneskja sem oft langar til þess að breyta lífi sínu, en óttast breyt- ingar á sama tíma. Fyrir vikið er hugsanlegt að spenna og ófullnægja kraumi í þér. Það eina sem er öruggt í lífinu, er að það breytist. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 tannhvalur, 8 trjástofnum, 9 koma und- an, 10 ambátt, 11 manns- nafns, 13 nytjalönd, 15 hringiðu, 18 ótryggur, 21 rödd, 22 hindri, 23 út, 24 konungur. Lóðrétt | 2 sköp, 3 stækja, 4 minnast á, 5 ýlfrar, 6 mestur hluti, 7 nagli, 12 fálka, 14 glöð, 15 slátraði, 16 kirtli, 17 umgerð, 18 hljóminn, 19 vitlausu, 20 heimili. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gráta, 4 sigla, 7 ljáin, 8 öldum, 9 sæl, 11 urta, 13 saur, 14 kaldi, 15 maka, 17 frek, 20 ógn, 22 lepur, 23 æskir, 24 iðrar, 25 annar. Lóðrétt | 1 guldu, 2 áfátt, 3 agns, 4 svöl, 5 gedda, 6 armar, 10 ærleg, 12 aka, 13 Sif, 15 mælti, 16 kopar, 18 ríkan, 19 kórar, 20 órar, 21 næða.  Hræðslubragð. Norður ♠D3 ♥D95 S/Enginn ♦ÁG1094 ♣Á75 Vestur Austur ♠G874 ♠Á1052 ♥10743 ♥862 ♦753 ♦K6 ♣42 ♣KDG3 Suður ♠K96 ♥ÁKG ♦D82 ♣10986 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Austur er í aðalhlutverki í spili dags- ins. Makker hans kemur út með spaða- fjarka gegn þremur gröndum (fjórða hæsta), og austur tekur drottningu blinds með ás. Nú er rétti tíminn til að staldra við og hugsa um spilið í heild. Austur á sjálfur 13 punkta og veit því að makker á ekki mikið, í mesta lagi gosa eða drottningu. Ennfremur er ljóst að vestur á aðeins fjórlit í spaða, því fjarkinn kom út og austur sér bæði þrist og tvist. Sem þýðir að vörnin getur aldr- ei fengið nema þrjá spaðaslagi. Og það er ekki nóg til að bana geiminu. Austur ætti því að íhuga vel þann möguleika að skipta yfir í lauf – og þá er þristurinn mun betri kostur en kóng- urinn, því suður á líklega fjórlit. En makker gæti átt 10x (eða 9x) og þannig mætti sprengja þrjá slagi á litinn. Önnur hugmynd, og kannski betri, er að beita hræðsluáróðri – spila spaðatíu til baka í öðrum slag, ekki tvistinum, eins og venjan er með þrjú spil á hendi. Sagnhafi reiknar með því að liturinn brotni 5-3 og dúkkar væntanlega (hann sér ekki spaðatvistinn). Þegar austur hefur þannig stolið slag á spaða, skiptir hann yfir í laufkóng og lætur fara vel um sig í sætinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. He1 Bc5 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. Bg5 h6 11. Bh4 De7 12. d5 Rd8 13. Rbd2 g5 14. Bg3 h5 15. h4 g4 16. Rg5 Rd7 17. a4 f6 18. Re6 Rxe6 19. dxe6 Rc5 20. axb5 axb5 21. Hxa8+ Bxa8 22. De2 c6 23. Ba2 Rxe6 24. Kh1 Rf4 25. Df1 Kd8 26. b4 Re6 27. c4 Rd4 28. cxb5 cxb5 29. Dd3 Dc7 30. Hb1 Ke7 31. Rf1 Dc2 32. Dxc2 Rxc2 33. Rd2 Hc8 34. f3 gxf3 35. gxf3 Rd4 36. Hb2 Re2 37. Rf1 Rd4 38. Kg2 f5 39. Bb1 Hg8 40. exf5 Bxf3+ 41. Kh2 Re2 42. Bd3 Bg1+ 43. Kh3 Staðan kom upp á skákmóti öðlinga sem Taflfélag Reykjavíkur stóð að fyr- ir nokkru. Björn Þorsteinsson (2.180) hafði svart gegn Sigurlaugu R. Frið- jófsdóttur (1.610). 43. ... Hxg3+! 44. Rxg3 Rf4#. Björn varð efstur á mótinu en Sigurlaug var eina konan sem tók þátt. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur mátar í tveimur leikjum. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Tríó Robin Nolan verður með tónleika kl. 23. Norræna húsið | Duo Arctica heldur tón- leika kl. 20. Arnannguaq Gerstrøm flautu- leikari og Kirsten Karlshøj leika græn- lensk tónverk og verk eftir Frank Martin, Messiaen og Prokofiev. Ókeypis aðgangur. Salurinn | Hátíðartónleikar 13. maí kl. 20. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson flytja nýja efnisskrá sem þeir flytja á tónleikaferð um Norðurlöndin. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Bretton Woods Disaster, þjóð- lagarokksveit frá Utah í Bandaríkjunum. Frítt inn. Tónlistarþróunarmiðstöðin | Funeral Diner (usa) spilar ásamt Denver og Gavin Portland. Miðaverð er 1.000 kr., ekkert aldurstakmark. Húsið opnað kl. 19.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Karlakór Keflavík- ur heldur aukatónleika kl. 20. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Ein- söngvarar eru Steinn Erlingsson bariton og Davíð Ólafsson bassi. Undirleik annast Sigurður Marteinsson píanó. Þórólfur Þórsson bassa, Juri og Vadim Fedorov harmonikku. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Benedikts S. Lafleur myndlistarmanns er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sjá: www.artotek.is. Gallerí Kambur | Sýning á myndum Þor- steins Eggertssonar. Opið alla virka daga kl. 13–18. Lokað á miðvikudögum. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, listaverk úr brotajárni og herðatrjám, fyr- irlestrar, bíó o.fl. Sjá www.gerduberg.is. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Dieter Roth opnuð 14. maí á Listahátíð. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemenda við Listahá- skóla Íslands. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af Snæfelli, þ.á m. eru verk eftir Kjarval, Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Einnig er sýning á svarthvítum ljós- myndum af fólki eftir Sigurð Blöndal í galleríi Klaustri. Sýningarnar eru opnar kl. 12–17 alla daga. Listasýning Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig Tryggvadóttir leirlistakona sýnir verk sín í galleríinu Undir stiganum, Ráðhúsi Þor- lákshafnar, í maí. Verk Rannveigar eru unnin úr steinleir og eru flestir listmun- irnir ætlaðir sem nytjahlutir. Sýningin er sölusýning. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir opn- ar sýningu á raku-brenndum leirverkum 7. maí kl. 14, í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðu- stíg 5. Halla stundaði leirlistarnám í Bandaríkjunum árin 1987 til 1993. Hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 1. júní. Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavíkur sýna lokaverk- efni sín í Iðu, Lækjargötu. Sýningin verður ist fyrir 13. maí í síma 554 3299 (Svana) eða 554 1726 (Þórhalla). Fyrirlestrar Verkfræðideild HÍ | Jón Guðnason flytur fyrirlesturinn: Einkennaval með ratsjár- skuggum og bylgjuhöggum í háupplausna ratsjárgögnum: Aðferð til að auðkenna skotmörk í MSTAR gagnasafninu. Fyr- irlesturinn er 17. maí kl. 16, í VR2, stofu 158 verkfræðideild Háskóla Íslands. Allir velkomnir. Málþing Kennaraháskóli Íslands | Árlegt málþing útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kenn- araháskóla Íslands verður haldið í Skriðu í KHÍ 19. maí kl. 8.30–16. Þar munu nem- endur kynna rannsóknar- og þróunarverk- efni sem þeir hafa tekið að sér að vinna fyrir væntanlegan starfsvettvang. Allir velkomnir. Nánar á www.khi.is. opnuð kl. 19 og stendur fram til 31. maí. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormón- anna sem settust að í Utah. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli skemmtir. Broadway | Stuðmenn á handboltaballi. Fyrr um kvöldið fer fram lokahóf HSÍ. Verð aðeins 1.000 kr. Cafe Catalina | Addi M. leikur. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Úlfarnir verða með dansleik föstudags- og laugardagskvöld. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar heldur uppi syngj- andi sveiflu föstud. og laugard. Sunnud. mun hljómsveitin Sérsveitin halda uppi stuði fram á nótt. Fundir Kvenfélag Kópavogs | Kvenfélag Kópa- vogs fer í vorferð miðvikudaginn 18. maí að Veitingahúsinu Hafinu bláa. Brottför frá Hamraborg 10 kl. 18. Þátttaka tilkynn- Í KVÖLD kl. 20 verða tónleikar í Nor- ræna húsinu með Duo Arctica en það skipa Arnannguaq Janna Gerstrøm flautuleikari og Kirsten Beyer Karlshøj píanóleikari. Duo Arctica var stofnað 1996 og hef- ur leikið á Grænlandi og í Danmörku í tengslum við ýmsa menningarviðburði m.a. í Menningarhúsinu Katuaq í Nuuk. Á efnisskránni á tónleikunum í Nor- ræna húsinu eru verk eftir Olivier Mess- iaen, Frank Martin, Toru Takemitsu og Sergej Prokofiev. Arnannguaq Janna Gerstrøm býr í Nuuk og starfar þar sem hljómsveitar- og kórstjóri. Einnig skipuleggur hún og heldur tónleika jafnframt því að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum bæði sem flautuleikari og stjórnandi. Kirsten Beyer Karlshøj kennir við þrjá af stærstu tónlistarskólum Kaup- mannahafnar. Duo Arctica í Norræna húsinu Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is UM helgina verða 3 aukasýningar á verkinu Davíð Oddsson – súperstar sem Leikhópurinn Saga setur upp. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Fram kemur í fréttatilkynningu um sýninguna að um sé að ræða „póli- tíska ádeilu með kómísku ívafi“. Aukasýningarnar verða í kvöld, laugardag og sunnudag og hefjast þær allar klukkan 20. Miðaverð er 500 kr., og er hægt að panta miða í síma 845 9859. Aukasýningar hjá Sögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.