Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEMENDUR í 2. bekk grunnskólanna á Akureyri komu saman í Glerárkirkju í gærmorgun og héldu blokkflaututónleika. Spiluðu bæði hver skóli í sínu lagi, fyrir aðra nemendur og gesti þeirra, foreldra og önnur skyldmenni, og svo allir saman. Þetta voru krakkar úr Brekkuskóla, Oddeyrarskóla, Giljaskóla, Glerárskóla, Síðuskóla, Lundarskóla og Grunnskólanum í Hrísey, sem tilheyrir nú orðið Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blásið í blokkflautur HALLDÓR Ásgrímsson for- sætisráðherra verður í opin- berri heimsókn í Noregi ásamt konu sinni, Sigurjónu Sigurðardóttur, 13. til 15. maí. Tilefnið er meðal annars að liðin eru 100 ár frá því Norð- menn öðluðust sjálfstæði og norska konungdæmið var end- urreist. Í frétt frá forsætisráðuneyt- inu kemur fram að ráðherra muni eiga fund með Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, og verða for- sætisráðherrahjónin viðstödd setningu tónlistarhátíðar í Harðangri, tónleika Dimitri og Vladimirs Ashkenazy, ballett- sýningu og fleiri menningar- viðburði. Halldór Ásgrímsson mun einnig afhenda norsku þjóðinni gjöf frá Íslendingum í tilefni aldarafmælisins. Forsætis- ráðherra til Noregs V ísitala neysluverðs lækk- aði um 0,54% á milli apr- íl og maí sem þýðir að verðhjöðnun ríkti milli mánaða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,9%, sem þýðir 2,9% verðbólgu á ársgrundvelli. Tólf mán- aða hækkun verðlags mældist 4,3% hjá Hagstofunni í apríl sl. þannig að verðbólgan nú er 1,4 prósentustigum lægri en í aprílmánuði. Án tillits til húsnæðisverðs lækkaði vísitala neysluverðs um 0,39% milli mánaða. Meginskýringin á lækkun vísitölu neysluverðs milli apríl og maí er sögð tvíþætt, annars vegar hörð verð- samkeppni á matvörumarkaði og hins vegar breytt aðferð Hagstof- unnar við útreikning vaxta af hús- næðislánum. Ekki má heldur gleyma því að vísitalan tók mikið stökk upp á við í maí á síðasta ári, fór þá upp í 8% á ársgrundvelli. Húsnæðislán eru sem kunnugt er langflest verðtryggð miðað við vísi- tölu neysluverðs, eða um 95% af öll- um lánum. Með lækkun vísitölunnar um 0,54% milli mánaða lækka af- borganir fólks af verðtryggðum lán- um sem þessu nemur og eftirstöðvar lána lækka þegar vísitöluhækkanir síðustu mánaða ganga í raun til baka. Verðbólgulækkunin gæti haft áhrif á fleiri þætti en afborganir lána, s.s. húsnæðisverð og laun, en þá þyrfti hún að vera viðvarandi yfir lengri tíma en þennan eina mánuð. Er því óvarlegt að draga of miklar ályktanir út frá þessari einu lækkun. Verð á dagvöru lækkaði um fjögur prósent milli mánaða Hagstofan segir verðsamkeppni á matvörumarkaðnum enn vera til staðar en verð á dagvöru lækkaði um 4% milli apríl og maí. Aðeins sú breyting lækkar neysluvísitöluna um 0,65%. Fyrr í þessum mánuði hafði Hag- stofan tilkynnt breytingu á aðferð við útreikning vaxta af húsnæð- islánum í vísitölu neysluverðs. Mið- ast vextirnir nú við meðaltal síðustu tólf mánaða í stað fimm ára með- altals áður. Þessi breyting leiddi til 0,45% lækkunar á vísitölunni að þessu sinni. Auk þessa lækkaði þetta 12 mánaða meðaltal vaxtanna vísitöl- una um sem svarar 0,11% milli apríl og maí. Á móti lækkunum á vísitölu neysluverðs kemur að markaðsverð húsnæðis hækkaði um 2,3% milli apríl og maí en vísitöluáhrif þeirrar hækkunar er 0,35%. Þá má nefna að verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,8% (vísitöluáhrif 0,18%), og verð á fötum og skóm um 1,9% (0,10%). Hækkun síðar á árinu Fjármálasérfræðingar bankanna virðast vera sammála um að lækkun verðbólgunnar nú sé tímabundin, hún muni aukast síðar á árinu, og reikna þeir með að Seðlabankinn haldi sínu striki í áformum um vaxta- hækkanir. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbankans, reiknar með að þrátt fyrir verðbólgulækkun hækki Seðla- bankinn vexti um 0,25 til 0,5% í byrj- un júní. Edda bendir á að hennar deild hafi alls ekki reiknað með þetta mikilli lækkun á verðbólgunni í maí- mánuði. Búist hafi verið við einhverri lækkun milli mánaða, bæði vegna breyttra útreikninga Hagstofunnar og samkeppni á matvörumarkaði. Telur Edda Rós þessa verðbólgu- lækkun tímabundna og hún muni ekki hafa áhrif á verðbólguspá Seðla- bankans. Þróunin sé hins vegar í rétta átt, ekki síst þegar skuldir heimilanna lækka. Nú sé bara stóra spurningin hvort verðsamkeppni á matvörumarkaðnum haldi áfram. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka segir að lækkun verð- bólgunnar sé ánægjuefni, verðbólg- an hafi verið allt of há nú í ríflega ár, bæði yfir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans, en efri mörk verðbólgu- markmiðsins eru 4,0%, og umfram það sem telja megi til stöðugleika í verðlagsmálum. „Reikna má með því að enn dragi úr verðbólgunni núna fram yfir mið- bik ársins,“ segja sérfræðingar Ís- landsbanka, sem telja jafnframt ólík- legt að Seðlabankinn nái verðbólgu- markmiði sínu á þessum tíma þó að ekki sé hægt að útiloka það. Verð- stríð á matvörumarkaði sé í eðli sínu tímabundið og reikna megi með því að lækkunaráhrif þeirra gangi til baka að mestu á fáum vikum. Geng- islækkun krónunnar undanfarið muni síðan fara að segja til sín en bent er á að krónan hafi lækkað um tæp 7% frá lokum mars sl. Greining Íslandsbanka telur að frekari lækkun krónunnar muni síð- an þrýsta verðbólgunni upp að nýju er líða tekur á árið, svo mikið að verðbólgan fari aftur út fyrir þol- mörk peningastefnunnar um eða eft- ir næstu áramót. „Möndl“ með vísitöluna „Þannig eru verðbólguhorfur ekk- ert sérstaklega góðar og reiknum við með því að Seðlabankinn bregðist við með frekari hækkun vaxta á næst- unni. Reiknum við með því að bank- inn hækki vexti sína um allt að 0,5 prósentustig 3. júní næstkomandi eða samhliða útgáfu á verðbólguspá og ársfjórðungsriti bankans. Frekari vaxtahækkana af hálfu bankans er síðan að vænta fyrir lok árs,“ segja Íslandsbankamenn. Í Hálffimm fréttum Kaupþings banka frá í gær segir m.a. að af við- brögðum á fjármálamarkaði, lækkun krónunnar og lækkun nafnvaxta megi sjá að markaðsaðilar hafi tekið þetta til vitnis um að Seðlabankinn muni fara hægar í vaxtahækkanir en áður hafi verið búist við. Lækkun verðbólgunnar nú sé að miklu leyti „möndl“ með vísitöluna sem hafi ekki sterk áhrif á hana til lengri tíma litið. Kaupþing banki segir ennfremur að þrátt fyrir að neysluvísitalan hafi lækkað milli mánaða bendi allar vís- bendingar um framtíðina til þess að hagkerfið sé á leið til mikillar of- þenslu og aukinnar eftirspurnar, sem muni leiða af sér verðbólgu. Af þessum sökum er það álit Greining- ardeildar Kaupþings banka að lækk- un vísitölunnar nú muni ekki hafa áhrif á vaxtahækkunarferli Seðla- bankans. Stýrivextir muni því hækka um 25–50 punkta við útgáfu Pen- ingamála hinn 3. júní næstkomandi. Fréttaskýring | Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú um 2,9%, samanborið við 4,3% í síðasta mánuði. Hörð verðsamkeppni á matvörumarkaðnum dró úr verðbólgunni en sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að verðbólgan muni aukast síðar á árinu. Grétar Júníus Guðmundsson og Björn Jóhann Björnsson könnuðu markaðinn. Lækkun verð- bólgunnar sögð tímabundin Morgunblaðið/Golli Enn samkeppni Verð á dagvöru lækkaði um 4% milli apríl og maí samkvæmt mælingu Hagstofunnar, sem segir að hörð samkeppni ríki enn á matvörumarkaði.                         gretar@mbl.is, bjb@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað lög- reglumann, sem ákærður var fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi með því að hafa í starfi sínu sem lög- reglufulltrúi dregið sér haldlagt fé, 870 þúsund krónur, sem hann hafði fengið til varðveislu. Lögreglumað- urinn var sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið. Lögreglumaðurinn neitaði frá upphafi rannsóknar málsins stað- fastlega að hafa dregið sér umrætt fé. Hélt hann því fram að hann hefði sett hin haldlögðu gögn í pappaöskju á hillu í sameiginlegu rými en að ein- hver þeirra lögreglumanna, sem fóru með rannsókn málsins, hefði gengið frá peningunum. Hæstiréttur taldi, að í ljósi þess að engar reglur giltu um það hver skyldi sjá um að koma haldlögðum fjármunum í vörslu skrifstofustjóra sem sæi um að leggja þá inn á sérgreindan banka- reikning og framburðar lögreglu- manna fyrir dómi væri talið ósannað að sakborningi hefði verið eða átt að vera ljóst að peningunum var ekki skilað til gjaldkera í framhaldi af haldlagningu þeirra. Sú vanræksla hans sem yfirmanns þeirra lögreglu- manna, sem stóðu að húsleitinni um- rætt sinn um að ganga úr skugga um að búið væri að koma fjármununum til gjaldkera, var ekki talin leiða til refsiábyrgðar. Þá taldi Hæstiréttur ekki, að skýringar lögreglumannsins á þeim drætti, sem varð á afhend- ingu peninganna, hefðu verið óeðli- legar. Framburður yfirlögreglu- þjóns um að lögreglumaðurinn hefði í samtölum viðurkennt með óbeinum hætti að hafa dregið sér peningana var gegn neitun lögreglumannsins ekki talinn hafa sönnunargildi í mál- inu. Taldi Hæstiréttur, að ákæru- valdið hefði ekki sannað sekt lög- reglumannsins gegn neitun hans. Málið dæmdu Ingibjörg Bene- diktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugs- son og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sýknaður af ákæru um fjár- drátt ♦♦♦ ÞJÓRSÁRVERANEFND hefur sent Umhverfisstofnun umsögn um skipulagstillögu Samvinnunefndar um miðhálendi Íslands varðandi Norðlingaölduveitu. Eru þar ítrekuð fyrri mótmæli gegn veitunni og 6. áfanga Kvíslaveitu. Rökstuðningur meirihluta nefnd- arinnar er einkum sá að Þjórsárver séu verðmætasta hálendissvæðið með tilliti til líffræðilegra þátta eins og tegundafjölbreytileika, freðmýra og að vera minnst snortna gróður- lendi hálendisins. Ekki hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum lóna, stíflna, veituskurða og leiðigarða austast í Þjórsárverum, né á lands- lagsáhrifum framkvæmdarinnar við friðlandsmörkin. Nefndin telur heldur ekki ljóst að framkvæmdin uppfylli skilyrði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráð- herra, um að hún hafi ekki áhrif inn- an friðlandsins. Á vef Náttúruverndarsamtaka Ís- lands kemur fram að Þjórsárvera- nefnd hafi greitt atkvæði um hvort svara ætti erindi Samvinnunefndar um miðhálendið. Var það samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveim- ur. Andvígir voru fulltrúar Lands- virkjunar og Ásahrepps sem töldu nefndina ekki bæra um að svara er- indinu. Studdist meirihluti nefndar- innar við álit lögfræðings Umhverf- isstofnunar, sem taldi að nefndinni væri heimilt að svara erindinu. Þjórsár- veranefnd ítrekar mótmæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.