Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ÞORSTEINN Helgi Árbjörnsson, 22 ára ís- lenskur söngnemi við Oberlin-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum, datt í lukkupottinn nýverið þegar honum var boðið að syngja í uppfærslu á Næturgalanum eftir Strav- inskíj eftir sögu H. C. Andersens, með einni bestu sinfóníuhljómsveit í heimi, Sin- fóníuhljómsveitinni í Cleveland í Ohio, undir stjórn hljómsveitarstjórans kunna, Pierre Boulez. Þorsteinn er frá Eskifirði og lærði söng hjá Keith Reed fyrir austan, áður en hann lagði í framhaldsnámið vest- ur um haf. Þorsteinn er lýrískur tenór og stefnir á störf við óperusöng í framtíðinni. Þótt hann sé tiltölulega stutt kominn í námi, hefur honum auðnast að næla sér í óperuhlutverk við atvinnuhús, og það í ítalskri óperu, á Ítalíu. Það er aðal- hlutverkið – hlutverk Nemorinos – í Ást- ardrykknum eftir Donizetti. „Ég fór bara í prufusöng fyrir óperuhúsið í Urbania, og fékk hlutverkið. Þetta er mjög þekkt óperuhús og heiður fyrir mig að fá að syngja í því.“ Söng undir stjórn Boulez  Undratenór/27 DANSKI stórmeistarinn í skák og skólastjóri taflfélagsins Hróksins, Henrik Danielsen, sló núverandi Íslandsmet í blind- skák er hann tefldi 18 skákir samtímis, en skákin stóð í sex klukkustundir. Henrik gerði sér lítið fyrir og vann 15 skákir og gerði þrjú jafntefli og fékk þar með 16 og hálfan vinning. Nú- verandi Íslandsmet var sett af Helga Áss Grétarssyni stór- meistara þegar hann tefldi við 11 mótherja árið 2003. Danielsen sat með bundið fyr- ir augu og með bakið í andstæð- ingana og fékk upplýsingar um leiki þeirra í gegnum aðstoð- armann og varð því að muna alla leiki andstæðinganna 18. Danielsen kvaðst vera orðinn nokkuð þreyttur eftir sex tíma lotu og því hafi hann verið far- inn að gera nokkur mistök und- ir lokin. Hann segist ekki vera sérstaklega þjálfaður í blind- skák og því sé nauðsynlegt að algjör kyrrð og ró ríki meðan á taflinu stendur. Blindskák sé erfið og krefjist gríðarlegrar einbeitingar og ekki hvað síst þegar att er kappi við 18 and- stæðinga. „Það erfiðasta við þetta er að muna nákvæmlega hvaða leikur er í gangi. Þ.e.a.s. er um borð eitt að ræða eða borð tvö og svo koll af kolli. Ekki síst í ljósi þess þegar leik- irnir eru líkir innbyrðis,“ sagði Danielsen. Skákviðburðurinn var í boði taflfélagsins Hróksins og Ís- landsbanka og voru mótherjar Danielsen 18 krakkar sem unnu sér rétt til að tefla á úrslitamóti Tívolísyrpunnar 2005, en syrpan er skákmótaröð fyrir börn á grunnskólaaldri sem Hrókurinn og Íslandsbanki hafa staðið að. Aðspurður sagði Danielsen and- stæðinga sína marga hverja hafa verið mjög góða og því hafi hann þurft að einbeita sér vel og taka sem minnsta áhættu til þess að ná sem bestum árangri. Henrik Danielsen atti kappi í blindskák við 18 keppendur Fimmtán sigrar og þrjú jafntefli Morgunblaðið/Ómar Bundið var fyrir augu Henriks Danielsen við upphaf blindfjölteflisins. HAGNAÐUR Landsbanka Íslands á fyrsta ársfjórðungi nam rúmum 6 milljörðum króna og var yfir vænt- ingum. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður bankans tæplega 4,2 milljörðum. Breytt tekjustreymi er ein helsta ástæða þessa afkomubata en tekjur bankans hafa aukist á nær öllum sviðum og munar þar mestu um vaxtatekjur sem hafa aukist um ríflega 1,3 milljarða króna frá því á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár bankans var 81,7%, sem jafngildir 81,7% vöxt- um á fé bankans. Alls eru fjórir bankar skráðir í Kauphöll Íslands og hafa þeir nú allir skilað ársfjórðungsuppgjöri sínu. Samanlagður hagnaður þeirra á tímabilinu var tæplega 24,8 millj- arðar króna sem er rúmlega helm- ingur, 53,4%, samanlagðs hagnaðar bankanna á öllu síðasta ári en hann var 46,3 milljarðar króna. Stefnir í methagnað Hagnaður bankanna á fyrsta fjórðungi síðasta árs var tæplega 14,1 milljarður króna og er um tæplega 76% aukningu að ræða. Margt bendir því til þess að afkomumet síðasta árs verði slegið með látum. Bankar hafa hagnast um 25 milljarða króna /"   " ""   0   1  "/  ""  2/ = <- 'A'<- A'<- $**$ &   # *  +            ((). ) *) )++ )+ Hagnaður Landsbanka Íslands var umfram væntingar KONUR í Soroptimistaklúbbnum á Austurlandi hafa stofnað til vináttu- tengsla við erlendar konur í Kárahnjúkum. Sautján konur og nokkur börn heimsóttu virkjunarsvæðið og hittu Kárahnjúkakonurnar og börn þeirra. Voru þau Áslaug Kjartansdóttir og drengirnir hennar, Njörður og Trausti, með í för./23 Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heimsóttu Kárahnjúka SPARISJÓÐUR Svarfdæla á Dalvík hefur heitið refa- og minkaveiðimönnum á starfs- svæði sparisjóðsins að tvöfalda verðlaun fyrir hvert dýr sem þeir veiða. „Ég er mikill útivistarmaður og hef orðið vitni að því hvað ref og mink er að fjölga. Við erum með friðland í Svarfaðardal og það má ekki við svona löguðu,“ sagði Frið- rik Friðriksson sparisjóðsstjóri. „Allir sem eru úti í náttúrunni sjá hvað þetta hefur aukist hin síðari ár. Það kemur niður á mó- fugli og hefur þurrkað út fuglalíf á sumum svæðum.“ Auknar fjárveitingar í athugun Umhverfisráðuneytið hefur hafið máls á því við fjármálaráðuneytið að auka fjárveit- ingar til veiða á ref og aðgerða til þess að hrinda í framkvæmd tillögum nefndar, sem fjallaði um áhrif refs í íslenskri náttúru. Tal- ið er að til þess þurfi um 30 milljónir króna næstu fimm árin. Einnig hafa ráðuneytin rætt um auknar fjárveitingar til aðgerða gegn mink. Eru bæði þessi mál til frekari skoðunar milli ráðuneytanna. Þetta kom fram í svari umhverfisráð- herra við fyrirspurn Þuríðar Backman al- þingismanns nýlega. Sparisjóður verðlaunar vargveiðar ♦♦♦ HÆTTUMAT vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdals- jökli og Eyjafjallajökli sýnir að við- vörunartími vegna eldgosa og jök- ulhlaupa getur verið mjög skammur, jafnvel fáeinar klukku- stundir. Stýrihópur hættumatsins leggur áherslu á að unnin verði sérstök við- bragðs- og rýmingaráætlun fyrir svæðið. Almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra ásamt almanna- varnanefndum á svæðinu vinnur nú þegar að slíkri áætlun vegna mögu- legra eldgosa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Þá bendir stýrihóp- urinn á mikilvægi góðrar vöktunar á eldstöðvunum og að við hana sé beitt þeirri tækni sem tiltæk er á hverjum tíma. Einnig þurfi að at- huga hvort vegakerfið á svæðinu ráði við hraða rýmingu, ef á þarf að halda. Aukin ferðamennska hefur valdið því að stundum eru ferða- menn fleiri en íbúarnir á svæðinu. Hættumatið var gefið út í gær en vinna við það hófst haustið 2003. Út- gefandi er embætti Ríkislögreglu- stjóra og Háskólaútgáfan. Stýri- hópur hættumatsins og almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra efndu í gær til málþings í Norræna húsinu þar sem niðurstöður hættu- matsins voru kynntar. Fjöldi sérfræðinga lagði hönd á plóginn við gerð hættumatsins og hefur hliðstætt hættumat vegna eldgosa og jökulhlaupa ekki verið unnið áður. Í hættumatinu koma fram ýmsar nýjar upplýsingar um tíðni eldgosa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli, jarðfræði svæðisins, jökulhlaup fyrri tíma, núverandi ástand eldstöðvanna og einnig er leitt getum að mögulegum áhrifum jökulhlaupa og eldgosa í framtíð- inni. Hættumat vegna eldstöðva í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli komið út Viðvörunartími vegna eld- gosa getur verið skammur  Hættumat/30 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.