Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óvænt pólitísk tíðindi urðu ásíðasta starfsdegi þingsins ívetur. Gunnar Örn Örlygs- son alþingismaður tilkynnti á þing- fundi skömmu fyrir þinglok að hann hefði sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins og gengið til liðs við sjálfstæðismenn. Nokkrum mínútum fyrir tilkynningu þing- mannsins hafði þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins samþykkt sam- hljóða ósk hans um að ganga í þingflokkinn. Tíðindin komu á óvart enda ekki á hverjum degi sem sitjandi þing- maður skiptir um flokk. Hvað þá að þingmaður færi sig milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það er þó ekki einsdæmi. Kristinn H. Gunnarsson, þá þingmaður utan flokka, gekk t.d. til liðs við þingflokk framsóknar- manna í desember árið 1998. Tæp- um tveimur mánuðum áður hafði hann sagt sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins. Með vista- skiptunum gekk hann úr stjórn- arandstöðu yfir í stjórnarliðið. Þar hefur hann verið allar götur síðan, þ.e. í stjórnarliðinu, þótt ýmsir myndu sennilega telja hann til „órólegu“ deildarinnar. Mér eru t.d. minnisstæð svör Davíðs Odds- sonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, fyrir u.þ.b. ári, þegar fjölmiðlamenn spurðu hann hvort allir stjórnarþingmennirnir styddu breytingarnar á fjölmiðlafrumvarp- inu. Þá svaraði hann eitthvað á þessa leið: „Það fer eftir því hvað þið kallið Kristin H. Gunnarsson!“ x x x En aftur að málefnum Gunn-ars Örlygssonar. Fréttinum hann fór að kvisast um þinghúsið á sjötta tímanum á mið- vikudag. Ekkert bólaði þó á form- legri staðfestingu; hvorki frá Gunn- ari né frá öðrum sem málið varðaði. Á elleftu stundu dró hins vegar til tíðinda, þegar Gunnar gekk í fylgd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, inn í þingflokksherbergi sjálfstæðis- manna. Davíð Oddsson tók á móti Gunnari í þingflokksherberginu með orðunum: „Komdu sæll, gott að fá þig.“ Þeir tókust síðan í hend- ur. Að því búnu hófst þingflokks- fundur. Fréttamenn biðu fyrir utan og heyrðu þrisvar ef ekki fjórum sinnum öflugt lófaklapp innan úr þingflokksherberginu. Þingmenn voru væntanlega að leggja blessun sína yfir inntökubeiðni Gunnars! Með vistaskiptum Gunnars eykst meirihluti ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarliðar eru orðnir 35 en stjórnarandstæðingar 28. Þetta þýðir að fjóra stjórnarþingmenn þarf til að fella þingmál ríkisstjórn- arinnar. Áður þurfti aðeins þrjá. Þess má þó geta að varamaður Gunnars, Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir, verður áfram í Frjáls- lynda flokknum. Þurfi hann fjar- vistarleyfi á þingi, kemur hún inn í hans stað, og þar með eykst hlutur stjórnarandstöðunnar að nýju. x x x En að síðustu. ÞingfundumAlþingis var frestað á tólftatímanum í fyrrakvöld. Sama kvöld samþykkti þingheimur 27 frumvörp sem lög frá Alþingi. Halldór Blöndal, forseti þingsins, þótti stýra þeim atkvæðagreiðslum með miklu öryggi og hraða. Til að mynda voru atkvæði greidd um sextán þingmál á níu mínútum í einni lotunni. Steingrímur J. Sig- fússon, þingmaður Vinstri grænna, kom eitt sinn í pontu, í miðri at- kvæðagreiðslu, og sagðist vilja gera grein fyrir atkvæði sínu „þótt ekki væri nema til að gefa forseta þings- ins tíma til að anda“. Að öllum líkindum var þetta síð- asti þingfundurinn sem Halldór Blöndal stýrði sem forseti þingsins. Stefnt er að því að Sólveig Péturs- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, taki við af honum næsta haust. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, gerði þetta að umtalsefni við þinglok og sagði m.a.: „Halldór Blöndal hefur gegnt embætti for- seta þingsins frá því á vordögum 1999. Þótti mörgum vita á storma- sama sambúð hans við þingið hvernig hann handlék fundar- hamarinn í upphafi forsetaferils síns fremur sem verkfæri til stór- átaka en léttan smíðisgrip úr trjá- viði.“ Á heildina litið hefði Halldór þó haldið merki Alþingis Íslendinga á lofti af reisn og myndarskap. Síð- ar sagði Ögmundur: „Um þau ágreiningsmál sem upp hafa komið hirði ég ekki að ræða nú, enda efast ég ekki um að forseti Alþingis Hall- dór Blöndal sé mér sammála um að mistök eru til að læra af þeim, vítin eru til að varast þau.“ Hló þá þing- heimur enda hefur Halldór í for- setatíð sinni vítt Ögmund fyrir um- mæli sín á Alþingi.      Vítin eru til að varast þau! EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is ÁKVÖRÐUN Gunnars Arnar Örlygssonar um að ganga úr Frjálslynda flokknum yfir í Sjálfstæðis- flokkinn kom forystumönnum Frjálslynda flokks- ins mjög á óvart. Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, segir að það sé alltaf vont að „missa mann fyrir borð“, eins og hann orðar það, „en þetta er hörkulið sem eftir er. Þetta þýðir enn meiri vinnu. En við erum vanir að vinna mikið.“ Engan bilbug sé að finna á Frjálslynda flokknum; flokkurinn haldi áfram sínu striki. Guðjón kveðst fyrst hafa heyrt af vistaskiptunum frá fjölmiðlamönnum seint í fyrradag, eða sama dag og Gunnar gekk formlega til liðs við sjálfstæðis- menn. Guðjón segist hafa átt fund með Gunnari deginum áður, þ.e. á þriðjudag, þar sem sá síð- arnefndi greindi frá því að hann væri að hugsa um að segja sig úr Frjálslynda flokknum. „Gunnar Ör- lygsson hefur hins vegar aldrei sagt mér að hann væri að sækjast eftir inngöngu í Sjálfstæðisflokk- inn.“ Inntur eftir því hvort þessar breytingar séu áfall fyrir flokkinn, segir Guðjón að þær séu fyrst og fremst áfall fyrir kjósendur Gunnars. „Það liggur náttúrlega skýrt fyrir að ekki einn einasti kjósandi Frjálslynda flokksins taldi sig vera að kjósa þing- mann fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kjósendurnir voru að kjósa um stefnu Frjálslynda flokksins og áherslur hans.“ Guðjón vísar því á bug að flokkurinn hafi færst frá hægri yfir á vinstri kant stjórnmálanna, eins og Gunnar heldur fram. „Áherslur Frjálslynda flokks- ins hafa ekkert breyst í grófum dráttum. En ef Gunnar hefur þróast til hægri eru það hans vaxt- arverkir og hann verður að fylgja þeim.“ Guðjón segist einnig vilja minna á að Gunnar hafi, ekki alls fyrir löngu, boðið sig fram til að gegna varaformennsku í flokknum. Í þeim kosningum hafi hann lýst því yfir að hann myndi taka því drengi- lega ef hann myndi tapa. „Annað ætla ég ekki að rifja upp. Hann verður sjálfur að gefa skýringar á þessum sinnaskiptum og þá aðallega gagnvart fólk- inu, sem kaus hann í góðri trú, sem fulltrúa þeirrar stefnu sem Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokks- ins, segir eins og Guðjón, að ákvörðun Gunnars hafi komið á óvart. „Gunnar nefnir málefnaágreining sem eina skýringu, en ég bendi á að hann hefur ávallt fylgt okkur í öllum atkvæðagreiðslum inni á þingi möglunarlaust. Hann hefur aldrei viðrað það á þingflokksfundum að við ættum kannski að greiða atkvæði öðruvísi en við höfum gert. Hann kom með örfá mál inn á landsfund í byrjun mars og fékk eina ályktun samþykkta. Aðrar tillögur dró hann til baka í samráði við forystu fundarins. Við höfum ekki orðið vör við neinn stórkostlegan málefna- ágreining, sem ætti að réttlæta það að hann segði sig úr flokknum.“ Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að önnur ástæða fyrir úrsögn úr flokknum væru samstarfsörðugleikar við Magnús Þór. Sá síðarnefndi kveðst hins vegar ekki kannast við samstarfsörðugleika. „Ég minni bara á að sjald- an veldur einn þegar tveir deila. Ef hann er að gagnrýna mig fyrir að tala ekki við hann get ég al- veg eins gagnrýnt hann fyrir að tala ekki við mig. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna.“ „Stórkostleg kúvending“ Magnús Þór rifjar einnig upp að Gunnar hafi boðið sig fram til varaformanns í flokknum, fyrir tveimur mánuðum. Þar hafi hann lýst því yfir að hann myndi ekki erfa það þótt hann tapaði kosning- unum. „Nú eru aðeins liðnar átta vikur og hann er farinn úr flokknum og yfir í raðir okkar höfuðand- stæðinga. Hann er gjörsamlega búinn að snúa við blaðinu. Virðist því ekkert vera að marka það sem hann hefur áður sagt, hvorki í ræðu né riti. Þetta er ein stórkostlegasta kúvending í íslenskum stjórn- málum sem ég hef nokkurn tíma séð. Ég held það hljóti að vera leitun að öðru eins.“ Margrét Sverrisdóttir, ritari og framkvæmda- stjóri Frjálslynda flokksins, segir að Gunnar sé fyrst og fremst að bregðast kjósendum sínum. Þeir hafi hringt nær linnulaust til hennar síðasta sólar- hringinn vegna tíðindanna. „Símalínur hafa verið glóandi hjá mér frá því ákvörðun hans varð op- inber,“ segir hún. „Flestir tala um að þeim finnist ósanngjarnt að hann skuli hafa haft þingsæti af flokknum með þessum hætti. Einnig að hann skuli hafa horfið frá þeirri meginstefnu sinni í síðustu kosningum að berjast gegn kvótakerfinu.“ Persónulega segist hún ekki sjá eftir „lið- hlaupum sem hverfa frá hugsjónum sínum á einni nóttu“, eins og hún orðar það. „Áherslur hans í sjávarútvegsmálum eru núna á vísindastarf, mark- að og samkeppni. Það er mikil kúvending að mínu mati.“ Aðspurð segir hún að það hljóti alltaf að vera áfall fyrir flokk þegar þingmaður taki ákvörðun um að yfirgefa hann. „Ég hef að sjálfsögðu ákveðnar áhyggjur af því en það verður bara að koma í ljós. Gunnar hefur sagt í fjölmiðlum að fylgi flokksins muni dala við brotthvarf hans. Við skulum bara sjá hvort þau orð hans reynast rétt.“ Ákvörðun Gunnars Örlygssonar kom forystu Frjálslynda flokksins á óvart Halda áfram sínu striki Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Margrét Sverrisdóttir Magnús Þór Hafsteinsson Guðjón A. Kristjánsson „ÞAÐ hefur aldrei orpið örn í Borg- arhólma, ekki svo nokkur viti,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi í Flatey á Breiðafirði. Hann setti gas- byssu í hólmann til að fæla varg frá æðarvarpi, en Hafsteinn er með víð- feðmt æðarvarp í eyjum og hólmum. Náttúrufræðistofnun hefur nú kært Hafstein fyrir að ætla að koma í veg fyrir arnarvarp með gasbyssunni. Hafsteinn segir að næsti varp- staður arna við Borgarhólma, sem vitað er um með vissu, sé í Höfði í um tveggja kílómetra fjarlægð. Þar hafi tvisvar orpið örn en ekki lukkast að koma upp ungum. Gasbyssan var sett upp 25. mars síðastliðinn í fyrsta sinn. Hafsteinn segir að þá hafi hvergi sést örn á svæðinu. „Við fórum um þar sem við töldum helst að hún gæti verið. Hún sást hvergi. Síðan fórum við aftur 14. apríl og skiptum um gaskút. Það var alveg sama, sást engin örn og reynd- ar enginn svartbakur heldur.“ Hafsteinn segir að talsvert sé skotið á svartbaka og sílamáfa og þeir hrökkvi frá við hvelli gasbyss- unnar. Æðurin hins vegar laðist að. „Æðurin finnur verndina þegar vargurinn er ekki að sækja á hana á svæðinu. Það eina hreiður sem var komið í Borgarhólma, meðan gas- byssan var þar, var grágæsarhreið- ur og var orpin þar grágæs. Hún fælist ekki gasbyssuna og lærir á þetta eins og margir aðrir fuglar.“ Fuglarnir fælast flugvélar Hafsteinn telur það rétt, sem haft er eftir Kristni Hauki Skarphéðins- syni fuglafræðingi, að gasbyssa hafi einhvern fælingarmátt gagnvart örnum, sérstaklega í byrjun. „En það hefur engin áhrif á varp arna því þeir hafa yfirleitt nokkur óðul til að verpa á. Það er mjög algengt að örn- in sé með óðul á tveimur til þremur stöðum á sínu svæði,“ segir Haf- steinn. Hann segir að arnarvarp sé víða í Breiðafirði þar sem menn eigi leið um, því fuglarnir venjist umferð- inni, séu þeir látnir óáreittir. Dæmi um það séu úr Hvammsfirði og við siglingarleið ferðamannabáta. „Mesta truflunin sem verður er þegar Kristinn Haukur er að fljúga í lágflugi yfir varpstöðvarnar. Þá flýg- ur allur fugl upp, sama hvaða tegund það er. Við höfum séð þá fljúga yfir í hæð sem er innan við 100 metra. Það kemur mikill hávaði og svo snöggt að ekki nokkur fugl situr það af sér.“ Örn hefur aldrei orpið í Borgar- hólma Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra veitti í fyrradag 35 fyrirtækjum viðurkenningu fyrir að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands. Félagið er líknarfélag stofnað í september 2003 af konum sem hafa að baki yfir 70 ára reynslu af sjálfboðastörfum í þágu þeirra sem minna mega sín á öllu landinu. Markmið Fjöl- skylduhjálparinnar er að hlúa að einstaklingum og fjölskyldum sem búa við lökust kjörin í land- inu hverju sinni og létta þeim lífsbaráttuna. Að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur stendur nú yfir söfnun í Sumarbúðasjóð Fjölskyldu- hjálpar Íslands og beinir félagið tilmælum til fyrirtækja og einstaklinga um að leggja málefn- inu lið. Fyrirtækin fengu viðurkenningar Morgunblaðið/Eyþór MIÐSTJÓRN Frjálslynda flokksins segir í ályktun, sem hún samþykkti í gær, að úr- sögn Gunnars Örlygssonar úr flokknum hafi komið miðstjórninni í opna skjöldu. „Það er augljóst mál, að þingmaður sem nú vill styðja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, á ekki heima í Frjálslynda flokknum,“ segir í ályktuninni. „Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur það lýsa litlum drengskap af hálfu Gunnars Örlygssonar að nota fylgi kjósenda Frjálslynda flokksins til þess að styrkja ríkisstjórnina til verka þvert á hans eigin málflutning.“ Kom miðstjórninni í opna skjöldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.