Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 41 MINNINGAR ✝ Kristinn Guð-laugur Her- mannsson fæddist á Kárnesbraut 95 í Kópavogi 2. apríl 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermann Mel- dal, f. 25. júní 1911, d. 11. apríl 1993, og Sig- ríður Kristmunds- dóttir, f. 27. janúar 1923, d. 14. nóv. 2002. Systur Kristins eru a) Hólmfríður, gift Arnþóri Árnasyni og eiga þau fimm börn, b) Valgerður, hún á tvö börn, c) Ágústa Guðríður, eiginmaður Atli Ragnarsson, hún á þrjú börn, og d) Hulda, gift Dean Thomas og eiga þau fimm börn, þau búa í Houston í Texas. Kristinn kvæntist hinn 15. apríl 1968 Ingu Jónu Stefánsdóttur, f. 7. sept. 1948. Foreldrar hennar eru Stefán Jóhannsson, f. í Fljót- um 12. des. 1916, d. 13. sept. 1997 og Sigríður Sóley Sigurjónsdóttir, f. í Fljótum 7. maí. 1930 Börn þeirra Kristins og Ingu Jónu eru: 1) Sigríður Sóley, f. 15. nóv. 1969, gift Bjarna Traustasyni, f. 10. okt. 1966. Börn þeirra eru Eyþór Trausti, f. 24. mars 1997, Fann- ey Ósk, f. 28. feb. 1999 og Kristinn Rafn, f. 16. ágúst 2004. 2) Heiðrún Meldal, f. 4. jan. 1972. 3) Selma Hrönn, f. 16. nóv. 1980, sambýlismað- ur Ólafur Kári Júl- íusson. 4) Stefán Þór, f. 17. júlí 1986. Krissi, eins og hann var oftast kall- aður, ólst upp í Kópavogi og gekk þar í skóla. Hann lærði bifvélavirkun hjá Strætisvögnum Kópavogs og vann síðan hjá Bílaverkstæðinu Kambi. Árið 1976 keyptu þau Kristinn og Inga Jóna Molastaði í Fljótum og stunduðu þar sauðfjárbúskap í tuttugu ár. Krissi var í hrepps- nefnd Holtshrepps til nokkurra ára. Einnig var hann einn af stofn- endum Miklalax í Fljótum og var lengst af í stjórn þess fyrirtækis. Á sjóinn fór Krissi árið 1994 og var lengst af baadermaður á Kleifarbergi frá Ólafsfirði. Útför Kristins fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Minningar um Krissa mág minn eru allar góðar. Man ekki eftir neinu slæmu þegar ég lít um öxl og hugsa til baka. Fannst t.d. eftirtektarvert að hún amma mín sem dó þegar ég var lítil hældi honum í hástert en það er eitt af fáum minningarbrotum sem ég á um hana. Eða þegar ég var nýbúin að taka bílpróf og Inga systir bað mig að keyra þau eitthvert því þau voru búin að fá sér í glas. Ég var ung og óreynd, keyrði löturhægt og næstum upp á gangstéttunum og þá gætti óþolinmæði hjá systur minni sem bað mig að aka hraðar en Krissi skildi að ég var ennþá græn bak við eyrun og þyrfti meiri tíma við akst- urinn og sussaði á systur mína svo hún þagnaði. Þá var ég þakklát Krissa. Alltaf var gott að koma til Ingu og Krissa í heimsókn og gestrisnara fólk er vandfundið og vafðist ekki fyrir Krissa frekar en Ingu að galdra fram fínustu veitingar. Alltaf leið manni vel hjá þeim. Það var reiðarslag fyrir alla fjöl- skylduna þegar Krissi veiktist í jan- úar á þessu ári og greindist með heilaæxli en ekki bjuggumst við að tíminn sem hann ætti eftir yrði svona stuttur því hraustari og vinnusamari mann er erfitt að finna, man varla eftir honum veikum. Ég heimsótti hann á spítalann tveimur dögum áður en hann dó og lá þá vel á honum, hann reytti af sér nokkra brandara, sagði meðal ann- ars að hann þyrfti að fara að komast í bílskúrinn í smurolíuna því hárið væri orðið svo grátt og setti hend- urnar í hárið á sér eins og hann gæti litað það með smurolíu. Já, hann var harður af sér, kannski of harður því við hin áttuðum okkur ekki á hversu langt hann var leiddur í veikindum sínum. En svona var hann, harður nagli allt til dauðadags. Ég votta systur minni, Ingu Jónu, börnum og barnabörnum dýpstu samúð mína og fjölskyldunnar. Guð veri með ykkur. Þín mágkona Linda María. Í dag kveðjum við þig, Krissi, minn kæri vinur og svili, sem látinn ert langt um aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 36 árum þegar við Helga byrjuðum saman og þið Inga bjugguð á Borg- arholtsbrautinni. Við vorum líka saman í bekk í Iðnskólanum, þú í bif- vélavirkjun og ég í rafvirkjun. Dugn- aður þinn alla tíð var með ólíkindum og afköst mikil í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það lýsir vel hversu duglegur þú varst að þú varðst orðinn verkstjóri hjá Kamb bílaverkstæði fljótlega eftir nám. Þú varst alltaf tilbúinn til hjálpar þegar einhver þurfti aðstoð. Ófá skiptin gerðir þú við bílana mína hér á árum áður, skreyttir íbúðirnar hjá mömmu þinni og tengdamömmu fyr- ir jólin og svo mætti endalaust telja. Leiðir okkar lágu í Fljótin þar sem Rafn, bróðir tengdamömmu okkar, bjó en þangað fórum við nánast á hverju sumri með fjölskyldum okk- ar. Þar var hjálpað við búskapinn eða skroppið í veiði í Flókadalsá. Ég man að eitt sinn er við vorum í hey- skap þá sagði Rafn við mig að mikið yrði hann Krissi nú góður bóndi. Það leið heldur ekki á löngu því 1976 keyptuð þið hjónin Molastaði í Fljót- um þar sem þið bjugguð í rúm 20 ár. Á Molastöðum var mjög gestkvæmt enda gott að koma og þið hjónin bæði fram úr hófi gestrisin. Einhverjar al- bestu matarveislur, bæði grillveislur og holusteikveislur, sem ég hef kom- ist í eru hjá ykkur hjónum. Þegar þið fluttuð í bæinn keyptuð þið íbúð í Galtalind í Kópavogi og síðan raðhús í Jörfalindinni. Þar hafið þið útbúið glæsilegt heimili með þínu hand- bragði í hverju rými enda lék allt í höndum þér, sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Eftir að þið hjónin fluttust í bæinn höfum við farið sam- an í golfferðir á hverju ári bæði inn- anlands og til Spánar. Fyrsta ferðin sem við fórum fyrir 4 árum var hringinn í kringum landið. Þetta er eitthvert albesta sumarfrí sem ég hef átt um dagana og vil ég þakka þér fyrir margar góðir stundir. Inga mín, Sigga, Heiðrún, Selma og Stefán Þór, við Helga vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að vera með ykkur. Guðmundur Ó. Baldursson. Elsku Krissi minn. Þegar um nætur þögla stund ég þreyi einn og felli tár og hjartað slegið und við und um öll sín hugsar djúpu sár, þá er sem góður andi þrátt að mér hvísli skýrt, en lágt „senn er nú gjörvöll sigruð þraut; senn er á enda þyrnibraut“. (Kristján Jónsson.) Ég get ekki lýst því með orðum hversu mikið áfall það er að þú ert horfinn frá okkur. Frá því að ég fæddist hefur þú verið svo stór hluti af lífi mínu, eins og annar pabbi. Ég var lítill heimalningur á Molastöðum og hvern einasta dag þegar við Stef- án vorum að leika okkur í hlöðunni eða hesthúsunum varst þú þar, fífl- aðist og grínaðist og varst alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur ef eitt- hvað var. Þú varst alltaf í góðu skapi, hress og síhlæjandi, ég sá þig sjaldan öðruvísi. Allar fetturnar og gretturn- ar standa mér ljóslifandi fyrir aug- um og þú gast látið okkur gráta úr hlátri. Ég vil þakka þér fyrir allar frá- bæru stundirnar, alla hlýjuna og vin- áttuna. Það var gott að vita að ég gat alltaf leitað til ykkar, hvort sem var á Molastöðum, Sauðárkróki eða Kópa- vogi. Hvar sem þið voruð átti ég þar annað heimili. Takk fyrir allt, elsku Krissi, þín Fjóla Guðbjörg. Áhöfnin á Kleifabergi ÓF-2 hefur misst góðan vin og félaga með Kristni Hermannssyni. Krissi, eins og hann var kallaður, hafði verið með okkur frá upphafi útgerðar skipsins frá Ólafsfirði og var einn af þeim sem mynduðu kjarna áhafnarinnar. Okk- ur sem unnum með Krissa, varð strax ljósir mannkostir hans sem einkenndust mest af heiðarleika í samskiptum, ósérhlífni við vinnu og glaðlegu fasi og framkomu. Hann gekk óhikað til þeirra starfa sem honum voru falin og vann þau vel. Hann var glaðlyndur með afbrigðum þó greina mætti undir niðri alvar- legri mann, þess sem þurft hefur á stundum að hafa fyrir lífinu og mót- aði hann að því sem hann var. Hann var reffilegur ásýndum, bar sig vel og laðaði að sér vini og félaga með háttalagi sínu öllu. Hann var fyrsta flokks skipsfélagi og afbragðsmaður í því lokaða samfélagi sem togara- áhöfn er. Krissi var ekki skaplaus og engin geðluðra heldur. Hann var hreinn og beinn yst sem innst og hafði til að bera alla þá kosti sem prýða má góðan dreng. Þannig minnumst við hans. Við kveðjum í dag með trega þennan góða vin og félaga, um hann eigum við ekkert nema góðar minningar. Við vottum eiginkonu hans og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Þeirra missir er mikill. Áhöfnin á Kleifabergi ÓF-2. Kristinn Hermannsson fæddist 2. apríl 1948. Kristinn ólst upp í Kópa- vogi að Kársnesbraut 23 sem er nr. 95 í dag. Hann gekk í Kársnesskóla og fór svo í Iðnskólann í Reykjavík og lærði bifvélavirkjun. Hann byrj- aði ungur að vinna hjá Kópavogsbæ og Strætisvögnum Kópavogs sem lærlingur í bifvélavirkjun, síðar lauk hann meistararéttindum í þeirri grein. Hann vann hjá bifreiðaverk- stæðinu Kambi og við Þórisósvirkj- un. Kristinn gerðist bóndi 1976 að Molastöðum í Fljótum og bjuggu þau Inga Jóna þar í tuttugu ár og stunduðu sauðfjárbúskap. Á þeim árum vann hann við fiskeldi í Fljót- um og svo lá leiðin á sjó og var meðal annars á Siglfirðingi í Namibíu um tíma og nú síðast á Kleifaberginu frá Ólafsfirði. Kristins er sárt saknað. Hann féll frá langt um aldur fram eftir stutt en erfið veikindi. Kristinn og Inga voru fyrst að njóta lífsins í Jörfalindinni þegar veikindi Kristins gerðu vart við sig. Kristinn var mikill fjölskyldumað- ur, heilsteyptur, ákveðinn, réttsýnn og var manna kátastur í vinahóp. Við sem eftir sitjum söknum Krissa eins og hann var kallaður. Þannig viljum við minnast hans og biðjum Guð að styrkja Ingu Jónu, Siggu, Heiðrúnu, Selmu og Stefán ásamt öðrum að- standendum á þessum erfiðum tím- um. Jón Stefánsson og Ásthildur Sigurjónsdóttir. Þegar þú greindist með krabba- meinið í janúar átti ég von á að þú myndir í það minnsta fá sumarið og jafnvel næstu tvö árin til að vera hér og gera það sem þig hefur langað til. En þá finnast ný æxli og eftir þrjá daga ert þú búinn að kveðja. Eftir situr minningin um þig, hjálpsaman, góðviljaðan og duglegan mann. Þú geymdir ekki til morguns það sem mátti gera í dag. Húmorinn var í góðu lagi og þú vildir hafa glaðværð í kringum þig. Þegar þú varst fársjúk- ur varstu að segja brandara til að létt væri yfir þeim sem komu í heim- sókn. Krissi minn, ég veit að þegar þú ert búinn að heilsa öllum ættingj- um og vinum sem voru farnir á und- an þér, þá ferð þú að athuga hvort þú finnir ekki góðan húsbíl til að ferðast um í á himninum og golfsettið verður með. Þú spilar golf á fallegum völlum í góðu veðri og þess á milli lítur þú til okkar og fylgist með að allt sé í lagi. Nú kveð ég þig, Krissi minn, og guð gefi Ingu og fjölskyldu styrk, því þú varst svo umhyggjusamur og góður eiginmaður og faðir og missir þeirra er svo mikill. Helga Kristín. Kæri vinur. Það er erfitt að sætta sig við það að maðurinn með ljáinn hafi tekið þig svona fljótt. Það er svo óskaplega stutt síðan veikindi þín komu í ljós, en svona er víst lífið, því miður. Það var í febrúar sem við sát- um með þér og Heiðari vini þínum á Borgarspítalanum, báðir voruð þið þá orðnir veikir en samt kátir. Þú hafðir miklar áhyggjur af honum Heiðari, en ekki af þínum eigin veik- indum. Þetta lýsti þér svo vel, sann- ur vinur vina þinna, og að þið skyld- uð kveðja þennan heim með tveggja daga millibili. Það er margs að minn- ast í gegnum árin, eins og það þegar þið Inga Jóna fluttuð norður í Fljót og þú gerðist bóndi á Molastöðum. Þá var bæði gaman og gott að koma til ykkar. Fá að taka þátt í heyskapn- um með ykkur, fara í réttir og að ógleymdu, að lenda á þorrablóti í sveitinni. Þegar þið fluttuð aftur suð- ur urðu samverustundirnar fleiri og var gott að koma í kvöldkaffi til ykk- ar hjónanna, þar sem ætíð var tekið á móti manni með mikilli reisn og glaðlyndi. Elsku vinur, við viljum með þess- um fátæklegu orðum þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og Ingu Jónu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Við biðjum góðan guð að styrkja Ingu Jónu, Siggu, Heiðrúnu, Selmu, Stefán, tengdasyni og barnabörnin í þessari miklu sorg. Pétur og Una. Mig langar að minnast í nokkrum orðum vinar míns Kristins Her- mannssonar, eða Krissa eins og hann var jafnan kallaður. Hann lést langt fyrir aldur fram eftir stutta sjúk- dómslegu. Við kynntumst árið 1976 þegar Krissi og eiginkona hans Inga Jóna Stefánsdóttir fluttu til Skaga- fjarðar og hófu búskap á Molastöð- um í Fljótum. Þar tóku þau við sauð- fjárbúi en ég og eiginkona mín Sigríður Björnsdóttir höfðum þá ný- lega hafið búskap á Stóru Brekku í sömu sveit. Krissi var einstaklega duglegur bóndi og tókst að reka bú sitt af miklum myndarskap sem hef- ur oft reynst erfitt í sauðfjárrækt- inni. Eitt af því sem einkenndi Krissa vin minn var hversu óvenjulega handlaginn hann var. Allt lék í hönd- um hans hvort sem það voru smíða- tæki eða vélaviðgerðir. Hann var ætíð boðinn og búinn að aðstoða sveitunga sína og ég hygg að enginn bóndi í Fljótunum hafi ekki notið að- stoðar hans á einhvern hátt við smíð- ar eða viðgerðir og margir eiga hon- um mikið að þakka. Hann var líka ófáanlegur að taka nokkurn tímann neitt fyrir þá vinnu sem hann lagði á sig fyrir Fljótamenn. Krissi reyndist mér og Sigríði ómetanlegur í okkar búskap og mörg handtökin átti hann að Stóru Brekku. Við Krissi kynntumst náið í gegn- um störf okkar í hreppsnefnd Fljóta- hrepps en þar störfuðum við saman um nokkurt skeið. Árið 1986 réðust margir fljótamenn í það stórræði að reka laxeldisstöð Miklalax. Ég starf- aði þar sem framkvæmdastjóri og Krissi var í stjórn fyrirtækisins. Fljótamenn höfðu stóra drauma um leiðir til að reisa sveitina við aftur með þessu fyrirtæki en því miður tókst það ekki. Fyrirtækið hætti starfsemi árið 1994 og Krissi réði sig þá til sjó- mennsku hjá Þormóði ramma á Siglufirði. Hann starfaði á togurum fyrirtækisins allt til dauðadags en hann og Inga fluttu búferlum til Kópavogs árið 1997. Krissi var einstakt ljúfmenni og maður sem laðaði fólk auðveldlega til sín, enda var ætíð mjög gestkvæmt á Molastöðum meðan Inga og Krissi bjuggu þar. Mannlífið verður í mínum huga aldrei eins að Krissa gengnum því hann hafði svo margt að gefa öðrum. Við Sigríður og börn okkar send- um Ingu og börnum hennar, þeim Sigríði, Heiðrúnu, Selmu og Stefáni, innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu stundum. Gunnar Reynir Pálsson. Með nokkrum orðum vildi ég minnast vinar míns Kristins sem var kvæntur frænku minni Ingu Jónu Stefánsdóttur. Kristinn var ákaflega greiðvikinn og fljótur að bregðast við þegar þess þurfti með, mér og minni fjölskyldu reyndist hann drengur góður eins og öllum er hann þekktu. Þær fréttir bárust að hann Krissi hefði greinst með illkynja sjúkdóm er hann barðist við í rúma þrjá mán- uði, en hann hélt sinni reisn og fór allra sinna ferða fram undir það síð- asta. Á þessari sorgarstund eru hugs- anir mínar og minnar fjölskyldu hjá þér, elsku Inga mín, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra. Eitt verður aldrei frá ykkur tekið; það eru þær fögru og góðu minning- ar er þið eigið um eiginmann, föður og afa. Inga, við sendum þér, börnum þín- um og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur og biðjum að hækk- andi sól lýsi þér og þínum til að kom- ast í gegn um þessar sorgarstundir með góðra manna hjálp. Krissi minn, hafðu þökk fyrir allar okkar samverustundir, drengskap þinn og hjálp í öllum okkar sam- skiptum. Vertu þeim Guði falinn sem léði þér lífið, hvíl í friðarfaðmi hans. Ólafur Jóhannsson. KRISTINN GUÐLAUGUR HERMANNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.