Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hanna Jóna Mar-grét Sigurjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 13. febr- úar 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Guð- rún Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 11. ágúst 1922 og Sigurjón H. Sigurjónsson, f. 21. apríl 1922. Systkini Jónu eru: a) Sigur- jón, f. 12. september 1943, maki Anna Ás- geirsdóttir, f. 22. mars 1947, þau eiga þrjú börn. b) Guðjón, f. 20. nóvember 1944, d. 3. júní 1990, hann á þrjú börn. c) Viðar, f. 5. nóv- ember 1951, maki Ólöf Jónsdóttir, f. 8. apríl 1954, þau eiga eina dótt- ur. d) Gunnhildur, f. 29. júlí 1955, hún á tvö börn. Fósturforeldrar Jónu voru Margrét Kjartansdóttir, f. 2. ágúst 1896, d. 5. apríl 1960 og Georg Jónsson, f. 24. febrúar 1895, d. 24. mars 1981. Fóstursystkini Jónu eru: Anna, f. 20. febrúar 1928, maki Gunnar M. Pétursson, f. 16. börn þeirra eru; a) Margrét Þór- unn, f. 26. janúar 1981, í sambúð með Björgvini Fjeldsted, f. 26. september 1976, synir þeirra, Óli- ver Dofri, f. 27. nóvember 1998 og Mímir Máni, f. 22. maí 2004, b) Þórður Ingi, f. 22. október 1988, c) Áslaug Þóra, f. 22. september 1992, d) Sigrún Ósk, f. 17. septem- ber 1995 og e) Hanna María, f. 5. desember 1996. 5) Gróa María, f. 16. júní 1967, maki Baldvin Kára- son, f. 7. nóvember 1967, synir þeirra eru Páll Helgi, f. 22. mars 1999 og Gísli Marteinn, f. 12. febr- úar 2002. Jóna ólst upp í Skerjafirði og bjó þar alla tíð að undanskildum fáum árum sem hún bjó í Stigahlíð. Hún starfaði sem dagmóðir, vann að réttindamálum dagmæðra og var fyrsti formaður Samtaka dag- mæðra í Reykjavík. Hún starfaði á skrifstofum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Borgarspítalans og Myllunni. Jóna starfaði í Skátafé- laginu Landnemum. Nokkur sum- ur sá hún um kaffihlaðborð í Nes- búð á Nesjavöllum og eitt sumar í torfbænum á Hrafnseyri við Arn- arfjörð. Síðustu ár var hún mat- móðir nemenda í Hagaskóla. Hún var formaður Kvenfélags Nes- kirkju. Útför Jónu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. október 1919, þau eiga fimm börn og Kjartan, f. 7. maí 1933, maki Sigríður Pétursdóttir, f. 3. október 1934, þau eiga þrjú börn. Jóna giftist 14. nóv- ember 1959 Þórði M. Adólfssyni, f. 14. nóv- ember 1938. Foreldr- ar hans eru Sólborg H. Þórðardóttir, f. 28. júní 1914 og Adólf Ás- björnsson, f. 26. októ- ber 1910, d. 14. febr- úar 1942. Börn Jónu og Þórð- ar eru: 1) Margrét Þórunn, f. 26. febrúar 1960, d. 3. desember 1960. 2) Sólborg Hulda, f. 10. júní 1961, maki Atli Karl Pálsson, f. 5. maí 1963, dóttir þeirra Margrét Heba, f. 30. október 1997. 3) Sigurjón, f. 8. mars 1963, maki Hrafnhildur Garðarsdóttir, f. 9. mars 1962, börn þeirra eru Garðar Hrafn, f. 12. mars 1985, Kristinn Örn, f. 29. ágúst 1992 og Hanna Jóna f. 20. ágúst 1999. 4) Ragnheiður Mar- grét, f. 2. júlí 1964, maki Jón Oddur Magnússon, f. 31. október 1959, Elsku Jóna. Ég man alltaf þá stund er ég fyrst sá þig og kynntist þér. Ég sá það strax hvað þú varst hjartahlý mann- eskja veittir birtu í kringum þig. Allt- af var stutt í brosið þitt og hlátur. Gleðin sem streymdi frá þér smitaði alla í kringum þig. Ekkert var of stórt í þínum augum, alltaf var hægt að tak- ast á við hlutina, orðið vandamál var ekki til í þinni orðabók heldur verk- efni sem hægt var að leysa. Ömmu- börnin þín dáðu þig og elskuðu, þau voru öll ávallt velkomin, alltaf var pláss til að bæta fleirum við. Öllum barnabörnunum þótti gott að koma heim til ömmu Jónu og afa Dodda í stóra faðminn ykkar. Aldrei varstu svo upptekin að ekki væri hægt að knúsa eða faðma lítinn hnokka eða hnátu að sér. Með okkur tókst fljótt góð vinátta og áttum við margar góð- ar stundir saman, þú fannst þér ávallt tíma til að setjast niður og spjalla um allt milli himins og jarðar og ég tala nú ekki um að leysa vandamálin í leið- inni. Vinátta þín og hjálpsemi var aldrei langt undan, oft komstu til að létta undir með mér, annaðhvort með krakkana eða jafnvel að stjórna hóteli fyrir mig. Föndurdagarnir hafa verið ófáir í Skerjó þar sem barnabörnin og börnin þín komu saman til að föndra fyrir jól, páska eða önnur tilefni, alltaf var mikil tilhlökkun. Þessir dagar voru einstakir í hugum þeirra allra. Garðar, Kiddi og Hanna Jóna upp- lifðu þessa daga sem skapandi og hugmyndaríkar stundir sem voru al- gerlega ómissandi í tilverunni. Hún nafna þín spurði mig daginn sem þú varst að fara frá okkur; mamma, ertu enn svona sorgmædd vegna ömmu, en þú veist að þú geymir hana í hjart- anu þínu. Já, þetta er það sem hún hefur frá þér, stórt og hlýtt hjarta. En á svona stundu er hjartað þungt og sorgin mikil, en við vitum að þú ert á góðum stað núna og þín bíða ný verk- efni á nýjum stað. Það var unaðslegt að fá að kynnast þér og deila með þér þeim stundum sem við áttum saman. Elsku Jóna, takk fyrir samveruna. Elsku Doddi, þú stendur þig vel, megi guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Kveðja, þín Hrafnhildur Garðarsdóttir. Elsku amma Jóna. Nú ert þú farin upp til himna. Við vonum að þér líði vel þar og Guð hafi látið þig hafa gott húsnæði því þú átt það svo sannarlega skilið. Við vonum líka að það sé gott eldhús þar svo þú getir haldið áfram að baka þessar góðu kökur. En við vonum fyrst og fremst að þér líði vel á himnum og Jesú passi vel upp á þig en það væri nú samt líkara þér að passa uppá hann Jesú fyrir okkur hin svo hann verði til staðar þegar við kom- um. Einnig vonum við að þú eignist einhverja vini þarna uppi. Þakka þér líka fyrir að passa upp á okkur barna- börnin, fyrir öll þau skipti þegar þú huggaðir okkur, fannst eitthvað fyrir okkur að gera vegna þess að þú þoldir ekki að við værum aðgerðalaus, gafst þér alltaf tíma til að hjálpa okkur að greiða úr ýmsum verkefnum. Ef við sögðum við þig, þetta er ómögulegt, við erum búin að reyna þúsund sinn- um, þá sagðir þú, ekkert er ómögu- legt ef viljinn er fyrir hendi. Þegar við komum inn til þín eftir að hafa verið úti að leika þá var alltaf eitthvað mat- arkyns á borðinu. Elsku amma Jóna, takk fyrir allt, Kristinn Örn, Hanna Jóna og Garðar Hrafn. Það var blíðviðrissumarið 1968 að stór sendiferðabíll renndi í hlað á Reynivöllum. Jóna, Doddi og börnin fjögur, Sólborg, Síi, Magga og Gróa voru að flytja inn hjá afa Georgi þar sem ég var búinn að búa frá fæðingu. Síi og ég fórum strax í kapphlaup í kring um húsið með tilheyrandi hróp- um og köllum. Slík hróp og köll þögn- uðu sjaldan á Reynó næstu áratugina á eftir. Það var sannarlega aldrei lognmolla í kring um hana Jónu frænku. Minningarnar um hana eru svo ótal margar. Jóna frænka var hún alltaf kölluð af okkur systkinunum, en ýmsir áttu eftir að kalla hana ömmu Jónu, fyrst öll börnin sem hún gætti vegna þess að hún var í mörg ár dagmamma. Seinna eignuðust hún og Doddi sín eigin barnabörn og meira að segja barnabarnabörn. Við Síi urðum strax við flutning hans í Skerjafjörðinn bestu vinir og áttum það til að fremja ýmis prakk- arastrik. Þá kom nú fyrir að við vor- um teknir í bakaríið hjá henni Jónu. Það er mér til dæmis mjög minnis- stætt þegar okkur Sía varð það „óvart“ á að brjóta eldhúsgluggann hjá Birnu og Geir í kjallaranum á Reynó. Við hlupum burt frá glæpa- vettvangnum eins hratt og stuttir fætur gátu borið okkur, en höfðum ekki meira hugmyndaflug en svo að við földum okkur í garðinum heima hjá mér. Enda leið ekki á löngu þang- að til það heyrðust háværar drunur í Volkswagen-bjöllunni hennar Jónu og hans Dodda sem staðnæmdist að- eins rétt hjá okkur sökudólgunum. „Komiði eins og skot, ég sé ykkur!“ drundi í Jónu svo að vélarhljóðið í bjöllunni virkaði sem lágvært suð. Við vorum teymdir fyrir Birnu og Geir, látnir biðjast afsökunar, borga rúðuna og þar með var málið afgreitt. Svona gæti ég endalaust rakið atvik þar sem hún Jóna þurfti að hafa hönd í bagga með uppeldi mínu rétt eins og ég hefði verið hennar eigin barn. En að sjálfsögðu voru afskiptin ekki alltaf vegna óþekktar, ég átti líka ótal skemmtilegar stundir með Jónu og fjölskyldu, t.d. þegar ég fékk að fara með þeim á Úlfljótsvatn eða út í Viðey á skátamót og sofa í tjaldi. Hún Jóna frænka var alltaf svo ein- staklega ráðagóð. Það var alltaf hægt að leita til hennar og fá ráðleggingar, enda held ég að það sé ekki á aðra í fjölskyldunni hallað þegar ég segi að hún hafi verið eins og klettur sem allt- af hafi verið hægt að reiða sig á í blíðu og stríðu. Heimilið á Reynó hefur allt- af verið mjög mannmargt, og Jóna var ávallt reiðubúin að taka við gest- um til lengri eða skemmri tíma. Þá gilti einu hvort það voru frændur Dodda að koma suður til hans í öku- nám, frænkur að koma í höfuðborgina í skóla eða hennar eigin börn að flytja í bæinn með sínar fjölskyldur. Alltaf stóðu dyrnar hjá Jónu og Dodda opn- ar upp á gátt og allir voru velkomnir. Á sama hátt voru veislurnar hjá þeim, allir máttu koma og veitingar sem voru á boðstólum voru aldrei skornar við nögl. Hún Jóna frænka var bara 63 ára þegar hún dó. Ég sakna hennar alveg óskaplega mikið og hefði viljað hafa hana hjá okkur svo miklu lengur. Elsku Doddi, Sólborg, Atli Karl, Síi, Habba, Magga, Jón, Gróa, Baldi og ömmubörn, megi almáttugur Guð styðja ykkur í sorginni. Minningin um einstaka konu lifir áfram. Pétur Gunnarsson. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Við kveðjum Jónu með þakklæti fyrir samfylgina öll árin. Fjölskyldu hennar og ástvinum sendum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Jónu M. Sig- urjónsdóttur. Saumaklúbburinn. Jóna Sigurjónsdóttir var límið í vinahópnum. Við vorum skátar sem höfðum kynnst ung í félagsstarfi í skátafélag- inu Landnemum í Reykjavík. Stóðum að skátastarfi frá barnsaldri fram á fullorðinsár. Nutum í hvívetna glaðværðarinnar, vináttunnar og hugsjónarinnar sem við vildum bera áfram. Og þarna var hún í miðjunni; sterk, hjartahlý og traust, búin sínum ynd- islega smitandi hlátri. Jóna tók af ein- lægni þátt í tilfinningum okkar í gegn um tíðina, gleði og sorgum. Hún var okkur athvarf, sem oft var leitað til. Þau kynntust ung, Jóna og Doddi vinur okkar sem nú sér á bak æsku- ástinni. Voru eilítið eldri en við sum, en aldrei skipti það máli. Það sem skipti máli var að njóta þess að sinna sínu hlutverki, og umfram allt að njóta lífsins. Mörg voru Landnema- mótin og landsmótin þar sem Jóna var í forsvari, stjórnaði eldhústjaldi og stýrði matseld. Dugnaðurinn og krafturinn var mikill og smitaði okkur hin. Hún var kvenhetja. Í einkalífi var hún afar farsæl. Átti fallegt heimili og góða fjölskyldu sem við tengjumst öll. Sérstaklega nú, þegar sorgin hefur slegið þungu höggi. Hugur okkar er hjá þeim. Minninguna um Jónu Sigurjóns- dóttur viljum við geyma vel. Haukur Haraldsson, Landnemi. Í dag kveðjum við konu sem hefur verið einn okkar besti vinur í meira en þrjátíu ár. Þegar við nú sitjum og syrgjum er margt sem kemur upp í hugann. Konan sem hló mikið og hafði gott auga fyrir hinu spaugilega í til- verunni. Hún og Doddi voru alltaf efst í huga okkar hjónanna þegar við fögn- uðum einhverju í lífi okkar, nú síðast við brúðkaup dóttur okkar. Aldrei kom til greina annað en að þau hjón tækju þátt. Jóna átti líka eitt stærsta hjarta sem við höfum kynnst, alltaf reiðubúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Í hennar huga voru ekki til vanda- mál heldur verkefni til að leysa. Hvernig henni tókst alltaf að eiga tíma fyrir alla sem til hennar leituðu er óskiljanlegt, ef til vill átti hún auka stundir í hverjum sínum sólarhring. Mörg undanfarin ár hefur sumarið hafist með veiðiferð okkar hjónanna og þeim Jónu og Dodda. Ef svo hefur viljað til að við værum á undan þeim þá var húsið hálf tómt þar til kallað var úr dyrunum, „komið þið nú sæl, er ekki búið að hita kaffi“? Margar ferð- irnar höfum við farið til Reykjavíkur og aldrei komið til greina annað en fara í Skerjafjörðinn, þar var alltaf heitt á könnunni, alltaf gott að borða svo ekki sé talað um brauðið og kök- urnar, enda Jóna æði oft að baka fyrir veislur hér og veislur þar. Einhverju sinni hringdi ég til hennar og bað hana að baka fyrir mig afmælistertu og færa systurdóttur minni sem bjó í nágrenninu og það var auðvitað sjálf- sagt mál eins og hún hefði ekkert ann- að með tímann að gera. Það er sagt að þá fyrst sértu vinur þegar þú gagnrýnir, tekur gagnrýni og fagnar umræðunni. Slíkur vinur var Jóna, hún fann að við mig, sagði mér jafnvel að ég væri leiðinleg án þess að særa. Hún hringdi stundum í mig með þeim orðum að nú þyrfti hún að heyra sannleikann um sjálfa sig og svo var talað og talað þar til báðar höfðu sagt allt það sem segja þurfti. Alltaf var maður ríkari eftir hvert spjall. Það voru forréttindi að eiga slíkan vin. Eitt af því sem Jóna gerði mikið af var að lesa ljóð og með ljóði viljum við kveðja vinuna okkar. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. (Tómas Guðmundsson.) Með hjartans þökk fyrir árin öll. Kveðja, Borghildur Blöndal og Páll Heimir Pálsson. Að kvöldi uppstigningardags kvöddum við Jónu hressa í bragði eft- ir ánægjulega leikhúsferð ,,Hjör- leifs“. Hver hefði trúað því að þetta yrði síðasta kveðjan okkar? Það er varla hægt að minnast Jónu án þess að nefna Dodda í sömu andrá en þau voru svo nátengd og samhent. Við kynntumst þeim hjónum í Skátafélaginu Landnemum strax á unglingsárum okkar. Síðan hefur þróast með okkur traust og einlæg vinátta. Fyrir meira en 30 árum stofn- uðum við, nokkrir spilafélagar úr Landnemum og makar, ,,Menningar- klúbbinn Hjörleif“. Mörg minningar- brot koma upp í hugann um það sem ,,Hjörleifur“ brallaði: Árlegar spila- útilegur með tilheyrandi veislukvöld- verðum, fiskisúpan hennar Jónu, Þor- láksmessuskatan í Skerjó, dansæfingar og leikhúsferðir. Há- punkturinn er án efa ferð hópsins til Kúbu veturinn 2002. Fyrstu minningarnar um Jónu eru tengdar röggsemi hennar í eldhús- tjaldi Landnema á skátamótum. Hún var rösk til allra verka og það var henni einni lagið að töfra fram mat fyrir fjölda hungraðra skáta. Í veislum hjá henni svignuðu veislu- borð ávallt af ótal girnilegum kræs- ingum og aldrei hefur neinn mátt fara svangur frá henni Jónu. Helstu einkenni Jónu voru hjarta- hlýja, traust, velvild og mikil gest- risni. Heimili Jónu og Dodda í Skildinga- nesinu í Skerjó var alltaf opið fjöl- skyldu og vinum hvort sem komið var til skemmri eða lengri dvalar. Var því oft margt um manninn í Skildinganes- inu. Jóna var alltaf boðin og búin að liðsinna öðrum og þótti henni það svo sjálfsagt að rétta öðrum hjálparhönd að henni fannst að slíkt þyrfti aldrei að þakka. Hún var ,,kletturinn“ í fjöl- skyldu sinni og ræktaði fjölskyldu- böndin af mikilli alúð og allir fengu að njóta sín. Hún var einstaklega barngóð og nutu barnabörnin og börnin okkar þess í ríkum mæli. Hún tók þeim ávallt fagnandi og vildi allt fyrir þau gera. Börn hændust að henni og mun- um við varla eftir Jónu nema með barnaskara í kringum sig. Í mörg ár starfaði hún sem dagmamma og nutu mörg börn góðmennsku hennar og hjartahlýju. Jóna hefur farið í síðustu leikhús- ferð lífs síns og lagt upp í aðra og lengri ferð. Við kveðjum trausta og kæra vinkonu með söknuði en efst í huga er þakklæti fyrir samfylgdina og allar góðu samverustundirnar. Við munum geyma minninguna um góða og trausta vinkonu. Sæti hennar verð- ur vandfyllt. Elsku Doddi og fjölskylda, við vott- um okkar dýpstu samúð. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta.) ,,Hjörleifur“: Finnbogi og Sigríður, Hrólfur og Ingibjörg Steinunn, Kristinn og Helga Birna, Magnús og Sigrún. Jóna M. Sigurjónsdóttir hóf störf við Hagaskóla fyrir átta árum. Hún var matmóðir nemenda, smurði brauð á morgnana og í hádeginu, útbjó sam- lokur og eitt og annað góðgæti og annaðist söluna. Margir nemenda skólans nýttu sér þessa þjónustu hennar. Jóna var því í stöðugum tengslum við ákveðinn hóp nemenda sem var í reglulegum viðskiptum hjá henni og gengu þau vel og snurðu- laust fyrir sig. Það sem hún útbjó var hvorttveggja í senn lystilegt og snyrtilegt og mæltist vel fyrir. Jóna var atorkukona mikil og hafði alla hluti í röð og reglu. Nemendur vissu því vel að ekki þýddi að troðast að sölulúgunni, best gengi dæmið upp ef farið væri í raðir og allt haft í föst- um skorðum. Stundvísi, snyrtimennska og vinnu- semi einkenndu Jónu og hún lá ekki á skoðunum sínum þannig að enginn þurfti að velkjast í vafa um það hvar hann hefði hana. Hún samlagaðist starfsliði hér vel enda hafði hún haft góð tengsl við Hagaskóla þar sem bæði börn hennar og barnabörn gengu í hann fyrr á árum auk þess sem dóttir hennar vann með henni í mötuneytinu. Það var fastur þáttur í lok vinnudags að skiptast á nokkrum orðum við hana þegar hún færði að- stoðarskólastjóra afrakstur sölu dagsins. Fólki var brugðið föstudaginn 6. maí því andlát hennar bar brátt og óvænt að. Að leiðarlokum skulu færð- ar þakkir fyrir eljusemi og óeigin- gjarnt starf í þágu skólans um leið og JÓNA M. SIGURJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.