Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 37 MINNINGAR ✝ Rósa Þorsteins-dóttir fæddist að Sléttaleiti í Suður- sveit 29. desember 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn 7. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Jónsson, f. 4. apríl 1876, og Þór- unn Þórarinsdóttir, f. 7. júlí 1887. Systkini Rósu eru: Þóra Guð- laug, f. 24.10. 1912; Guðjón Óskar, f. 7.10. 1913, d. 18.7. 1941; Benedikt Steinar, f. 10.11 1915, d. Steinþór, f. 15.2. 1949, maki Sólveig Sveinbjörnsdóttir, f. 16.9. 1949. Börn þeirra eru Sveinbjörn, f. 9.12. 1970, og Rósa Júlía, f. 16.3. 1976. Rósa og Hafsteinn giftust 18. mars 1944. Þau stofnuðu sitt fyrsta heimili 1942 á Breiðdalsvík og bjuggu þar til ársins 1958 er þau flytjast til Hafnar í Hornafirði. Rósa starfaði alla tíð við hlið eig- inmanns síns hjá Vegagerð ríkisins sem matráðskona og síðar á skrif- stofu. Hjónin voru alla tíð samrýnd og miklir vinir og félagar. Þeirra aðaláhugamál voru útivist, golf og ferðalög. Rósa var í fremsta flokki í kvennagolfi á Höfn og víðar og starfaði ávallt mikið fyrir Golf- klúbb Hornafjarðar. Þau hjón fóru mikið utan til að stunda þetta áhugamál sitt. Útför Rósu verður gerð frá Hafn- arkirkju í dag og hefst athöfn klukkan 14. 7.10. 2001; og Jóhanna Lovísa, f. 13.1. 1920. Eftirlifandi maki Rósu er Hafsteinn Jónsson, f. 25.1. 1919, fyrrverandi rekstrar- stjóri Vegagerðar rík- isins. Foreldrar hans voru Jóhanna Guð- mundsdóttir og Jón Magnússon. Rósa og Hafsteinn eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Bára, f. 7.8. 1945, maki Bjarni Stefánsson, f. 3.7. 1942. Synir þeirra eru Stefán, f. 17.8. 1964; og Hafsteinn, f. 30.11. 1965. 2) Elsku besta amma mín, Rósa amma, eins og ég kallaði hana alltaf hefur kvatt okkur. Ég sit hér á heimili mínu í Reykjavík með fallega mynd af henni við hliðina á mér og kveikt á kerti. Upp í hugann koma minning- ar um margar skemmtilegar og góð- ar stundir. Ég á svo margar góðar minningar sem tengjast Rósu ömmu sem ég mun varðveita vel. Ég var tíður gestur á Höfðaveg- inum og rölti nú ósjaldan til ömmu og afa eftir skóla til að fá djús og eitthvað gott með því. Góðgætið hjá ömmu og afa var af ýmsum toga, ég man eftir því að við amma gerðum oft grín að afa þegar hann smurði jólaköku með smjöri og setti svo slátur ofan á. Þetta fannst okkur ekki mjög girnilegt og þegar ég rifja þetta upp í dag er ég enn jafn- hissa. Eftir kaffið settumst við oft inn í stofu og spiluðum kasínu. Ég man ekki eftir að Rósa amma hafi leyft mér að vinna eins og margar ömmur eiga til að gera. Við erum báðar miklar keppniskonur svo það var oft fjör. Keppnisskapið kom einnig fram hjá ömmu í golfinu en hún var mikil afrekskona á því sviði. Ég var mjög stolt af því að eiga ömmu sem átti fullt af bikurum og dró oft vini mína heim til ömmu og afa til að sýna þeim safnið. Þegar ég byrjaði sjálf í íþróttum þá var mitt markmið að eignast fleiri bikara en hún elsku Rósa amma. Aðfangadagur var alltaf haldinn hátíðlegur á Höfðaveginum hjá ömmu og afa. Þá steikti amma rjúp- ur af mikilli snilld. Amma og afi læstu alltaf alla jólapakkana inni í svalaherbergi og fékk enginn að sjá þá fyrr en búið var að borða og vaska upp. Þetta fannst okkur Sveinbirni bróður erfiður tími. Ég man satt að segja ekki eftir eins hröðum uppvaskara og honum bróður mínum þegar hann hjálpaði ömmu. Hann tók stundum hálfþvegna diskana úr höndunum á henni og byrjaði að þurrka. Amma hafði mjög gaman af þessu. Meðan á uppvaskinu stóð bar afi inn gjafirnar og setti þær undir jólatréð. Við vorum læst inni í eld- húsi hjá ömmu í uppvaskinu og amma geymdi lykilinn í svuntunni. Það var engin leið að plata hana til að hleypa okkur inn í stofu fyrr en afi bankaði á hurðina. Nú þegar komið er að kveðju- stund er ég ánægð og þakklát fyrir að hafa átt elsku Rósu ömmu svona lengi að og veit að hún mun fylgjast með okkur áfram. Rósa Júlía. RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Leo BernhardFredric Schmidt meindýraeyðir fæddist í Hafnarfirði 29. júlí 1915. Hann lést í Danmörku 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bernhard Schmidt, þýsk-dansk ættaður sjómaður í Hafnar- firði, f. í Þýskalandi, og Anna Schmidt húsmóðir, f. á Ís- landi. Eiginkona Leos er Enid Schmidt hús- móðir, f. í Grenå á Jótlandi 16. nóvember 1924. Börn þeirra eru: 1) Lísa Tunøe hús- móðir, f. á Íslandi 11. janúar 1943, gift Henrik Tunøe. Dæt- ur hennar og fyrri manns hennar, Wol- ter, þau skildu, eru: a) Kolbrún Wolter, f. 3. nóvember 1961, dóttir hennar, Nadia Wolter, f. 19. ágúst 1989. b) Helle Wolter, f. í Dan- mörku 5. október 1967. 2) Andri Schmidt, f. 1944, d. 1945. Útför Leos fer fram frá Glad- saxe kirke í dag. Elsku Leo. Nú er þessari píslar- göngu lokið og ég veit að þér líður vel núna, á betri stað og að þú hefur hitt pabba minn og alla ættingja og vini hinum megin og ég efast ekki um að það hafi verið glatt á hjalla. Minningarnar streyma þegar maður hugsar til baka og þá fyrst í bröggunum úti á Nesi þar sem þú og Enid og Lísa bjugguð í einum bragga og við, pabbi og mamma og sex systkinin í öðrum bragga í um 7 ár, svo við vorum eins og ein fjöl- skylda, ykkar og okkar. Þið pabbi kynntust í Danmörku á stríðsárunum og náðuð ykkur í danskar systur, áttuð báðir fyrsta barnið í Danmörku og siglduð með Drottningunni heim með fjölskyldur í nóvember 1945. Þú byrjaðir í bygg- ingarvinnu, bara stutt, en fórst síðan að vinna hjá bænum og varst mein- dýraeyðir þar til þú fluttist til Dan- merkur aftur 1969. Lísa dóttir þín fluttist nokkrum árum áður og giftist Dana og býr í Danmörku. Hún var eina barnið ykkar Enid en hún átti dóttur á hér á Íslandi sem þið Enid óluð upp fyrstu árin og svo þegar Lísa gifti sig fékk hún dóttur sína til sín og þá ákvaðst þú að flytjast til Danmerkur sem var kannski stærsta skyssan sem þú gerðir því þú hafðir það svo gott á Íslandi. Varst ekta úti- legumaður, gekkst upp á fjöll og firnindi að veiða fugla, refi, minka og áttir vini út um allar sveitir landsins. Þú vannst líka hjá löggunni á nótt- unni við að veiða dúfur og hafðir allt- af nóg að starfa hér á landi sem ekki var úti í Danmörku svo þér leið aldr- ei nógu vel þar, því miður. Þú komst bara einu sinni í heim- sókn til Íslands og var mjög erfitt fyrir þig að fara héðan og heim aftur og vildir þú ekki leggja það á þig aft- ur en þú sagði að þig dreymdi Ísland á hverri nóttu svo að þú værir alltaf á Íslandi á nóttunni. Þú áttir þér áhugamál í að safna frímerkjum, að- allega íslenskum og allt sem viðkom Íslandi var vel geymt og hugsað vel um það. Heilsunni fór að hraka og þið hjón- in fluttuð á hjúkrunarheimili en síð- ustu mánuðina varst þú að fá síend- urtekna lungnabólgu og varst inn og út af spítala, varst orðinn rúmliggj- andi, alltaf með súrefni og gast varla talað. Ég og mamma mín skelltum okkur til Danmerkur 23. apríl til 4. maí, mamma gisti hjá ykkur hjón- unum svo að við náðum að kveðja þig, elsku Leo minn, og þú deyrð svo 8. maí á friðardeginum og á 60 ára af- mæli bróður míns, Ingó. Já, þú valdir daginn. Elsku Leo, þín verður ætíð minnst af ótal Íslendingum, því þú varst hrókur alls fagnaðar og hafðir samband við marga Íslendinga eftir að þú fluttist út, fylgdist vel með fréttum og íþróttum og öllu sem við- kom þínu elskaða Íslandi. Hvíldu í friði, kæri vinur. Guðbjörg Ágústsdóttir, Elí Sigurðsson. LEO SCHMIDT ✝ Sólveig Eiríks-dóttir fæddist í Reykjavík 21. sept- ember 1944. Hún andaðist á Sjúkra- húsinu á Akranesi 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar Sólveigar eru Eiríkur Guðna- son, sem starfaði lengst af sem toll- vörður, f. 24. septen- ber 1918, d. 10. sept- ember 1999, og Bryndís Tómasdóttir húsmóðir, f. 1. apríl 1925. Þau bjuggu ætíð í Reykjavík. Eiríkur var son- ur Guðna Einarsson- ar kolakaupmanns í Reykjavík, og konu hans Ásu Jónu Ei- ríksdóttur húsmóð- ur. Bryndís er dóttir Tómasar Guðnason- ar skipstjóra og konu hans Sólveigar Gísladóttur. Bræður Sólveigar eru Eirík- ur, f. 12. febr. 1946 og Auðunn, f. 17. okt. 1953. Sólveig verður jarðsungin frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sólveig vinkona mín er látin. Við höfum verið vinkonur í um 46 ár. Ég kynntist Sólveigu fyrst þegar við vorum í unglingavinnunni og þá í gegnum sameiginlega vinkonu. Fljótlega kom í ljós að við erum fjarskyldar. Aldrei bar skugga á okkar vináttu. Eitt sumarið þegar við vorum 19 ára fórum við í ferða- lag með strandferðaskipinu Heklu hringinn í kringum landið og var þá komið inn á margar hafnir víðsveg- ar um landið. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Þá fór ég oft í bíl- túra með foreldrum Sólveigar og henni og urðu það hinar bestu skemmtiferðir. Sólveig var aðeins um tvítugt þegar bera fór á veikindum hennar, sem áttu eftir að hrjá hana alla ævi. Veikindunum var lengi vel haldið niðri með lyfjum og gat hún verið úti á vinnumarkaðnum í um 10–12 ár. Vann hún í um 10 ár í verk- smiðju Nóa-Siríusar. Þá komu fram önnur veikindi sem kröfðust að- gerða og þurfti hún að fara í upp- skurði oftar en einu sinni. Sólveig dvaldi meira og minna á stofnunum, það sem eftir var. Lengst var hún á Vistheimilinu Ási í Hveragerði, þar sem hún eignaðist góða vini. Eftir mörg ár þar þurfti hún að fara til Reykjavikur og leggjast inn á hjúkrunardeild þar. Síðustu 2 árin var hún á Vistheimilinu að Fells- enda í Dölum og leið henni vel þar, en ég veit hún saknaði vistmann- anna í Hveragerði. Á milli vistheim- ila dvaldi Sólveig hjá móður sinni, sem hugsaði vel um hana. Sólveig tók veikindunum af slíku æðruleysi að undrun sætti. Hún var mjög dugleg í handavinnu og á ég ýmsa dúka og myndir sem hún saumaði út. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu mannglögg hún var og minnug á nöfn. Þá var hún einstaklega trygg- lynd við mig og mína. Sólveig giftist ekki og eignaðist ekki börn, en þótti afskaplega vænt um bræðrabörn sín sem eru fimm talsins. Ég hitti Sólveigu síðast í 60 ára afmælinu hennar, í september 2004, en hún kom þá suður og hélt upp á það heima hjá móður sinni, sem var henni stoð og stytta eins og alltaf öll árin sem Sólveig lifði. Sól- veig var flutt veik frá Fellsenda á miðvikudegi á sjúkrahúsið á Akra- nesi, þar sem hún lézt nokkrum dögum seinna, laugardaginn 30. apríl. Bryndísi móður hennar og bræðrum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sólveigar Ei- ríksdóttur. Sigrún Halldórsdóttir. Sólveig frænka mín er dáin, nú er þinni þrautagöngu lokið hér á jörðu. Ég vil minnast þess er við vorum að alast upp hvor í sínum enda Reykjavíkur, þú á Sogavegi 156 en ég á Melunum vestur í bæ. Mikið var gaman að koma í Soga- mýrina til ykkar og vera þar með ykkur í framandi umhverfi, eigin- lega uppi í sveit og í stórum krakkahópi sem átti heima í ná- grenni ykkar, þú varst ári eldri en ég og Eiríkur bróðir þinn var ári yngri en ég, þannig að þú varst ætíð stór í okkar huga og gættir okkar þegar við vorum t.d. að renna okk- ur á stýrissleðanum ykkar sem var engum líkur, alla leið niður Borg- argerðið. Oft hittumst við á Öldu- götunni hjá afa og ömmu og þá var glatt á hjalla. Eftir að þú veiktist og fórst að dvelja langtímum fjarri fjölskyldu þinni þá var ávallt gaman að koma til þín í Hveragerði og eiga sam- veru með þér, þú varst oft svo kát og ánægð með dvöl þína þar og gaman var að hlusta á þig segja okkur frá golfáhuga þínum og sjá verðlaun sem þú hlaust fyrir þátt- töku í þeirri íþrótt hjá Dvalarheim- ilinu Ási. Síðustu árin dvaldir þú á Fells- enda í Dölum sátt við allt og alla. Við biðjum góðan guð að varð- veita þig, kæra frænka. Móður þinni, bræðrum og fjöl- skyldum vottum við dýpstu samúð. Benedikt, Ása og fjölskylda. SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR fjölskyldu hennar eru sendar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd starfsliðs og nemenda Hagaskóla, Einar Magnússon. Landnemanna lag látum hljóma hátt með látum, kátt hjá skátum… Svo sannarlega var kátt þar sem Jóna var. Færri voru fyllri af lífsgleði og þrótti en hún. Þegar við kynnt- umst Jónu vorum við unglingar en hún orðin fullorðin kona, margra barna lífsreynd móðir. Ekki lét hún þó neitt kynslóðabil hindra sig í að leyfa okkur krökkunum að njóta okk- ar og hún leit ávallt á okkur sem jafn- ingja. Hana munaði einfaldlega ekki við að bæta heilu skátafélagi í barna- hópinn sinn. Doddi og Jóna tóku fé- lagið að sér þegar við Skjáturnar vor- um á viðkvæmasta skeiði og þau löðuðu fram í okkur viljann til að starfa að uppbyggjandi og gefandi skátastarfi. Þau hjónin voru óvenju- lega samtaka, þótt ólík væru, og fjöl- skyldan öll tók virkan þátt í starfinu í Landnemum. Heimili þeirra hjóna stóð okkur ætíð opið og ófá skátamót- in voru skipulögð við eldhúsborðið í Skildinganesinu. Það er einmitt af skátamótunum sem við eigum hvað skýrustu minningarnar um Jónu þeg- ar hún stóð yfir pottunum með Land- nemahúfuna, eldandi ofan í allt félagið þegar það var sem fjölmennast og eldhúsið alltaf opið gestum og gang- andi. Andinn í kringum þau hjónin var svo óþvingaður og notalegur að allir fengu notið sín. Það var ótrúlegt hvað Jóna virtist alltaf hafa tíma til að sinna okkur og við hugsuðum ekkert út í að kannski biðu fjögurra barna móður skyldur heima. Hún mætti alltaf hress til leiks og ekki var að sjá þreytu í fari hennar, hvort sem það var í Viðey eða á landsmótunum. Ekki skrýtið að þessi kona gangi í okkar hópi undir nafninu „skátamamman okkar!“ Við skiljum varla að þessi glaðværa, hlýja og góða kona sé ekki lengur meðal okkar. Á þessari sorg- arstundu færum við Dodda, börnun- um og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Skjáturnar. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Erla og Tryggvi. Jóna M. Sigurjónsdóttir. Elsku Jóna frænka, eins og við köll- uðum þig alltaf. Það var í lok febrúar síðastliðinn á Eyrarbakka hjá Jónu systur, sem við hittumst seinast og þú varst að hughreysta mig eftir fráfall Sifjar minnar. Þú talaðir um að vegir guðs væru órannsakanlegir og að við vissum aldrei hver yrði næstur. Og núna ert þú, elsku Jóna frænka, búin að kveðja okkur og eru það sko orð að sönnu ,,að vegir guðs eru órannsakanlegir“. Fyrir mér varst þú alltaf höfuð ætt- arinnar; þú kunnir að stjórna; þú með þinn dillandi hlátur. Það var alltaf gott að vera hjá þér í Skerjafirðinum í herberginu hans Georgs fóstra þíns, sem hann Georg minn er skírður eftir og þú hélst á undir skírn. Elsku Jóna frænka, nú kveð ég þig og bið þig að gæta hennar Sifjar minnar. Kæri Doddi, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, megi allt gott styrkja ykkur og hjálpa í þessari miklu sorg. Gróa Haraldsdóttir og fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.