Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 47 DAGBÓK TILBOÐ Á PRENTLAUSNUM FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Lægri rekstrarkostnaður og hraði í fyrirrúmi ������� ��� � ���������� �� � ��� ��������� � ���� ��� ���� � �������������� Canon iR1600 Ljósritunarvél fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki 16 eintök á mín. Afritar A3 - A6. Stækkar í 200%. Minnkar í 50%. 250 blaða pappírsskúffa. 100 blaða framhjámatari. 16 MB minni. Aukabúnaður: Prentaratengi, nettenging, heftun í horn, skápur, matari. Tilboðsverð 119.900 kr. Listaverð 149.900 kr. Canon B180C Hraðvirkt faxtæki fyrir lítil fyrirtæki A4 fax og afritun. Bleksprautuprentun, litaprentari. Mikið minni (42 síður). Blaðabakki: 100 bls. Tilboðsverð 16.900 kr. Listaverð 26.900 kr. Canon iP4000R Þráðlaus prentari - Tilvalinn á skrifstofuna IEEE802.11g/b WiFi og 10/100 Ethernet. Innbyggð ,,duplex” tækni og CDR/DVD diskaprentun. 4800x1200dpi, 2pl prentstútar og ContrastPLUS. Allt að 25 bls. á mín. í svörtu og 17 bls. í lit. Hagkvæmt Single Ink kerfi. Windows og Mac samhæfður. Tilboðsverð 19.900 kr. Listaverð 24.900 kr. Söluaðilar um land allt. Síminn er 569 7700 og netfangið er prentlausnir@nyherji.is 85 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn13. maí, verður Vilborg Hall- dórsdóttir 85 ára. Af því tilefni verður opið hús á Kópavogsbraut 69 laug- ardaginn 14. maí kl. 15–19. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Pétur Jónasson gítarleikari og GuðrúnBirgisdóttir flautuleikari fengu þá hug-mynd fyrir nokkrum árum að koma afstað árlegri tónlistarhátíð í Ísafirði og á Bolungarvík, og létu drauminn rætast. Hún verður nú haldin í þriðja sinn, dagana 3. til 7. júní. „Við höfum unnið hátíðina í nánu samstarfi við tónlistarskólana á þessum stöðum og bæj- aryfirvöld og erum mjög ánægð með það sam- starf,“ segir Pétur við Morgunblaðið. Poka- sjóður styrkir hátíðina myndarlega, annað árið í röð, og gerir þau raunverulega kleift að halda hana, segir Pétur. En hvers vegna svona hátíð fyrir vestan? „Við erum reyndar bæði ættuð þaðan, mis- munandi mikið að vísu, og ég hef sjálfur verið með annan fótinn í Bolungarvík af því að við konan mín eigum hús þar. Svo er þarna mikil hefð fyrir tónlist og öllum listum, þannig að segja má við höfum gengið inn í mjög sterka hefð og þarna voru allar dyr opnar. Náttúrufar fyrir vestan skiptir líka máli; þarna er mjög fallegt og fólk er spennt fyrir því að koma vestur á þessum árstíma. Enda skipuleggjum við útivist í tengslum við hátíðina og höfum verið í samstarfi við verkefnið Heilsubær á nýrri öld, Bolungarvík.“ Pétur segir hátíðarhaldarana færa út kvíarnar með hverju ári. „Núna erum við með sér- staklega glæsilega dagskrá og til landsins kem- ur sérstaklega vegna hátíðarinnar tékkneski píanistinn Jaromir Klepac, sem kennir m.a. við Mozarteum-tónlistarháskólann í Salzburg. Í þetta sinn erum við líka í samstarfi við Listahá- tíð í Reykjavík og Ísafjarðarbæ og þá kemur Pacifica-strengjakvartettinn frá Bandaríkjunum, sem er farinn að gera það mjög gott á al- þjóðavísu. Í kvartettinum er einn Íslendingur, Sigurbjörn Bernharðsson fiðuleikari.“ Hátíðin felst bæði í námskeiðum og tón- leikum. Pétur, Guðrún, Jaromir og Sigurbjörn kenna öll á námskeiði á daginn og tónleikarnir fara svo fram á kvöldin. „Við höfum verið ánægð með að sífellt fleiri nemendur taka þátt í námskeiðunum, m.a. nem- endur úr Listaháskólanum í Reykjavík. Ég tel það gott fyrir styttra komin börn að sjá hvernig slíkir nemendur vinna. Við höfum nefnilega ekki sett nein takmörk á aldur eða getu á námskeið- unum og það hefur mælst vel fyrir. Þau eru því opin öllum sem eru að læra á hljóðfæri.“ Tékkneski píanóleikarinn spilar m.a. verk eft- ir Rússann Mussorgskíj á einleikstónleikum og Pacifica-kvartettinn verður með blandaða dag- skrá. Skráning á námskeiðið er hafin, en hægt er að skrá sig á heimasíðunni www.viddjupid.is „og þess má geta að Ísafjarðarbær býður upp á ókeypis gistingu fyrir börn sem vilja koma á námskeiðið og ódýrar máltíðir“, segir Pétur Jón- asson. Tónlist | Hátíðin Við Djúpið verður haldin í þriðja skipti fyrir vestan í byrjun júní Sérstaklega glæsileg dagskrá  Pétur Jónasson er fæddur í Reykjavík 1959. Hann lærði á klassískan gítar hjá Eyþóri Þorlákssyni og stundaði síðan fram- haldsnám í Mexíkó og á Spáni um árabil. Pétur starfar nú sem einleikari og við kammertónlist auk þess að kenna í Listaháskóla Íslands og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Eiginkona Péturs er Hrafnhildur Hagalín leikskáld og eiga þau tvö börn. 80 ÁRA afmæli. Á morgun, 14.maí, verður áttræð Helga Ás- dís Rósmundsdóttir, Kópnesbraut 3a, Hólmavík. Hennar maður er Árni Daníelsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn milli kl. 14– 18 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Skjáreinn á Hvammstanga VIÐ hér á Hvammstanga áttum þess kost að fá Skjáeinn í ókeypis áskrift núna í vetur. Ekki var ég nú mikill áhugamaður um að fá þessa fótbolta- stöð inn á mitt heimili, horfi sjaldan á fótbolta. En lét til leiðast og ekki sé ég eftir því, þar er sá þáttur sem ég vil síst missa af í ljósvakamiðlum, en það er Sunnudagsþátturinn á Skjá- einum sem er á dagskrá kl. 11 á sunnudögum. Þarna er ungt fólk sem tekur þjóðmálin til umfjöllunar eftir að hafa kynnt sér þau vel. Byrja á að skiptast á skoðunum og kynna þau málefni sem á dagskrá verða, síðan fá þau viðmælendur til að rökræða mál- in nánar. Léttleiki ræður þarna ríkjum þó að stundum sé rökrætt af fullri hörku, þarna fær maður málin rædd frá hin- um ýmsu hliðum og fróðlegt á að hlýða. Þessi þáttur minnir mig á rökræð- ur sem fóru oft fram hér áður fyrr er menn mynduðu sér skoðanir og rök- ræddu þær og slógu á létta strengi á milli. Þá lásu menn Ísafold, Tímann og Nýjatímann (sem var útdráttur úr Þjóðviljanum), hlustuðu á fréttir í út- varpinu sem voru vanalega ekki end- urteknar á klukkutíma fresti allan sólahringinn, svo maður hættir stundum að nenna að hlusta. Mér fyndist nú ekkert gera til að inn kæmi nýtt blóð í ríkisfjölmiðlana þó að sjálf- sagt sé þar ágætisfólk innanum. Í Norðurlandsútvarpi heyrast mjög sjaldan fréttir nema frá Akur- eyri og næsta nágrenni nú orðið. Umsjónarfólk Sunnudagsþáttarins á Skjá einum, kærar þakkir fyrir góð- an þátt. Ragnar Gunnlaugsson. Öryrkjar latir? ÞAÐ veldur mér sársauka að lesa og heyra það að við öryrkjar nennum ekki að vinna. Ég bað ekki um það að verða öryrki. Ég fæddist fyrir 53 árum með sjaldgæfan hjartasjúkdóm. Ég fór til London í erfiðan uppskurð, allt var gert til að lækna mig. 19 ára var ég metinn 75% öryrki vegna míns hjartasjúkdóms. Ég bað ekki um að fæðast þetta veikur og þurfa að lifa við mín veikindi alla mína ævi. Ég frábið mér þessa umræðu sem gerir ekki annað en að særa mig. Ég átti mér drauma í lífinu eins og aðrir, en þeir voru ekki þeir að nenna ekki að vinna. Guðjón Sigurðsson, Hátúni 10a. Kettlingur í óskilum íKópavogi SVARTUR kettlingur fannst nálægt Bræðratungu í Kópavogi sl. þriðju- dag. Þetta er ca 5 mánaða fress, ómerktur, mjög gæfur. Upplýsingar í síma 698 8710 og 564 1331. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík MATTHÍAS Mogensen opnar málverkasýningu í gamla Kaab- erhúsinu, Sætúni 8, Reykjavík, laugardaginn 14. maí kl.15. Þetta er fyrsta sýning Matth- íasar á Íslandi, en hann hefur ver- ið búsettur í Svíþjóð lengi. Hann hefur haldið fjölda sýninga þar og segir í fréttatilkynningu að hann sé vel þekktur sem „kunstnerinn“ frá Jönköping. Sýningin verður opnuð almenn- ingi sunnudaginn 15. maí og stendur til 21. maí. Opið verður kl. 14–21 alla sýningardagana. Málverka- sýning Á MORGUN opnar Sissú sýningu á stafrænum verkum sem unnin eru með blandaðri tækni. Sýn- ingin verður á Kaffi Kidda Rót sem er við Þjóðveginn í Hvera- gerði. Einnig setur Sissú upp mynd- varpasýningar sem sýna hluta af vinnuferlinu, ferðalaginu með myndavélina. Sissú, Sigþrúður Pálsdóttir, lærði myndlist í School of Visual Arts 1979–82 og arkitektúr við School of Architecture and Plann- ing, University of New Mexico 1990–95. Sýningin er til 1. júlí. Sissú með sýningu „HEPPINN með veður“ er yfir- skrift málverkasýningar Elfars Guðna en í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar seg- ir: „Eins og yfirskriftin ber með sér þá hefur Elfar verið ein- staklega heppinn með veður, enda er veðrið oft gott við suðurströnd- ina, þó stundum geti blásið.“ Sýn- ingin opnar í Lista- og menning- arverstöðinni, Hafnargötu 9, Stokkseyri á morgun kl. 14. Sýn- ingunni lýkur 5. júní. Sýning á Stokkseyri Opið er um helgar kl. 14–22 og virka daga kl. 17–22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.