Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.003 WWW.BORGARBIO.IS Frá leikstjóra Die Another Day Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Die Another Day Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10.45. B.I 16 ÁRA  HL mbl l  FORSALAN Í FULLUM GANGI FORSALAN Í FULLUM GANGI EINSTÖK UPPLIFUN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Skráðu þig á bíó.is   Sýnd kl. 8 og 10 ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari  HL mbl l EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR HL mbl HL mbl HLJÓMSVEITIRNAR Nine ele- vens, Rass og Hr. Möller Hr. Möller verða með tónleika á Grandrokki í kvöld. Tónleikarnir verða sérstakir að því leyti að hænsnanet verður strengt yf- ir sviðið. Í Suðurríkjum Bandaríkjanna tíðk- ast að strengja slík net fyrir svið til varnar skemmtikröftum, sem annars eiga það á hættu að fá glerflöskur, öskubakka, stóla og annað lauslegt í hausinn. Innblásnir af þessari hefð ætla skipuleggjendur tónleikanna að reisa varnarvirkið til að tryggja að meðlimir hljómsveitanna sleppi til- tölulega óskaddaðir frá kvöldinu. Valdimar Jóhannsson, gítarleikari í suddarokksveitinni Nine elevens frá Ísafirði, hefur staðið í skipulagn- ingunni. „Við ætlum að strengja hænsanetið fyrir allt sviðið. Menn verða bara lokaðir inni á meðan á því stendur,“ segir Valdi- mar. Hann segir að þeir hafi ekki séð þetta á tónleikum hérlendis og hafi því ákveðið að gera þetta. Hafið þið lent í því að fólk hendi hlutum uppá svið? „Nei, það er bara eins og gengur og gerist á rokk- tónleikum. Þetta er kannski meira til að skapa stemningu, ég held að menn verði bara hressir.“ Hvernig gekk að finna rétta net- ið? „Það gekk vel. Þetta er keypt í Múrbúðinni. Hún selur svo gott hænsnanet, sem hentaði fyrir þetta,“ segir hann. Nine elevens hefur starf- að saman í þessari mynd í um eitt og hálft ár og spilar rokk að hætti Mot- orhead og Megadeth. „Þetta gengur út á pungsvita,“ segir Valdimar hreint út. Hljómsveitina Rass með Óttar Proppé í fararbroddi þekkja margir en færri hafa heyrt um Hr. Möller Hr. Möller. „Þeir koma ekki oft fram. Þetta eru hressir kappar úr Kópa- voginum að ég held. Þetta eru bif- vélavirkjar með meiru.“ Tónlist | Nine elevens, Rass og Hr. Möller Hr. Möller á Grandrokki í kvöld Hænsnanet strengt fyrir sviðið Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Nine elevens voru ekki með hænsnanet sér til varnar á Aldrei fór ég suður á Ísafirði heldur létu leðurbuxurnar nægja. Nine elevens, Rass og Hr. Möller Hr. Möller eru með tónleika á Grandrokki við Smiðjustíg í kvöld. Hefjast herlegheitin uppúr 22.30 og kostar 500 kr. inn. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is RAFPOPPSVEITIN múm mun koma fram ásamt kammersveit hollenska ríkisútvarpsins á tón- listarhátíð í Amsterdam sem ber yfirskriftina The Holland Festival 2005. Verkið sem kammersveitin mun leika ásamt múm mun gegna eins konar mótleik við verk gríska tónskáldsins, Iannis Xenak- is sem hefur verið titlaður, frum- legasta nútímatónskáld Evrópu. Hátíðardagskráin verður dreifð um allan júní en múm kemur fram ásamt Xenakis hinn 11. júní. Þess ber þá að geta að Örvar Smárason Þóreyjarson, einn með- lima múm, kemur fram sem gestatónlistarmaður á nýútkom- inni plötu Odds Nostam, Burner. Odd hefur verið fyrirferðarmikill í neðanjarðarrappsenu Bandaríkj- anna um langt skeið en rapparinn Why sem er á mála hjá sömu plötuútgáfu og Odd Nostam, Anti- con, hitaði upp fyrir múm á tón- leikaferð hljómsveitarinnar á dög- unum. Iannis Xenakis og múm í eina sæng Hljómsveitin múm slær ekki slöku við. HIN goðsagnarkennda síðpönksveit Vonbrigði, sem var endurreist í fyrra, hóf stutt hljómleikaferðalag til Þýskalands og Póllands í gær. Von- brigði gaf út nýja plötu síðasta haust, Eðli annarra, sem inniheldur nýjar hljóðritanir á efni sem aldrei hefur komið út og lék sveitin á nokkrum hljómleikum í kjölfar þess. Í gær lék sveitin í Dunckerclub í Berlín, í dag leikur hún í Nordischer Klang í Greifswald og á morgun verður hún í Slovianin Stettin í bæn- um Szeszin, Póllandi. Að sögn Þórarins „Tóta“ Krist- jánssonar, trymbils sveitarinnar, eru þeir félagar að æfa nýtt og notað efni um þessar mundir sem mun prýða næstu plötu sveitarinnar. Vonbrigði starfaði stutt á sínum tíma en samdi eigi að síður yfir 100 lög og fæst þeirra komu nokkru sinni út. Það er greinilegt að nú er unnið af kappi við að bæta úr því ástandi. Morgunblaðið/Jim Smart Vonbrigði í Þýskalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.