Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 39 MINNINGAR ✝ Sigurbjörg Lúð-víksdóttir fædd- ist á Djúpavogi 30. maí 1904. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lúðvík Jóns- son, snikkari frá Djúpavogi, og Anna Kristrún Finnsdóttir frá Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði. Bræður Sigurbjargar voru Niels Sophus Wey- wadt, f. 1883, og Lúðvík Ágúst, f. 18.2. 1901. Árið 1922 giftist Sigurbjörg Jóni Sigurðssyni, frá Starmýri í Álftafirði, f. 4.10. 1894. Jón var kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og bjuggu þau hjón þar alla sína hjúskapartíð. Börn Sigurbjargar og Jóns eru Lúðvík, f. 29.10. 1923, Ragnhildur, f. 5.5. 1925, Erla f. 1.4. 1927, Anna, f. 22.12. 1928, og Margrét, f. 15.4. 1940. Afkomendur eru alls 76. Árið 1945 lést Jón Sigurðsson og flutti þá Sigurbjörg til Reykjavíkur þar sem hún hélt heim- ili með móður sinni og yngstu dóttur. Árið 1956 giftist Sigurbjörg Helga Guðmundssyni, fyrrverandi bónda frá Núpi í Fljóts- hlíð, f. 12.11. 1897, en hann lést árið 1986. Dætur Helga frá fyrra hjónabandi eru Hanna Þyrí, f. 31.12. 1927, og Guðný Kristín, f. 29.8. 1930. Eftir lát Helga bjó Sigurbjörg áfram í íbúð þeirra í Bólstaðarhlíð 41, en flutti fyrir tæpum tveimur ár- um á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Grund. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Flestum sem lifa finnst lífið eft- irsóknarvert, a.m.k. óttast margir dauðann. Hún amma mín, Sigurbjörg Lúð- víksdóttir, var gæfukona og naut lífsins í heila öld. Er hægt að biðja um meira? Mikil birta er yfir fyrstu bernsku- minningu minni. Þannig var að mamma mín ákvað að fara austur á Djúpavog á bernskuslóðirnar með frumburð sinn og sólin skín enn í huga mínum þótt liðlega fimmtíu ár séu nú liðin. Berufjörðurinn var spegilsléttur, amma og langamma stóðu í hlaðvarpanum við Sólhól og Gútti hló. Skömmu síðar flutti amma til Reykjavíkur og giftist seinni manni sínum, Helga Guðmundssyni, það var góður maður sem reyndist ömmu vel. Amma var mjög vönd að virðingu sinni, hún fylgdist með öllum niðja- hópnum og bar hag okkar fyrir brjósti. Nú er brostinn sá strengur sem hélt saman stórfjölskyldunni sem upphaflega spratt fram á Djúpavogi. Eftir standa börnin hennar ömmu fimm, teinrétt í baki eins og hún. Við í Reykjakoti þökkum þér sam- fylgdina, amma mín. Sigurður Þráinsson. Það eru ekki margir sem verða þeirrar ánægju aðnjótandi að vera samferða langömmu sinni í allt að 30 ár. Á þessum árum höfum við fengið tækifæri til að kynnast þessari stór- kostlegu konu í gegnum heimsóknir, mannamót og með því að bralla ým- islegt með henni. Þegar við heim- sóttum hana í Bólstaðarhlíðina þá fengum við að kynnast ævi hennar með því að skoða myndaalbúm og heyra margar sögur. Efst í huga hennar var ávallt æska hennar á Djúpavogi og fengum við að kynnast því hvernig það var að vera barn í byrjun síðustu aldar. Skrýtnast þótti okkur þegar hún sagði frá því að hún sjálf hafði verið jólatréð á einni jóla- trésskemmtuninni, íklædd grænum kjól og höfðu verið hengd kerti á hana. Ömmu var alltaf í mun að allir gestir fengju nóg og ávallt lumaði hún á einum eða tveimur sælgæt- ismolum í skúffum hér og þar. Langamma var ansi hrifin af rjóma og trúði því að smá rjómi gæti bætt hinar verstu kökur. Eitt sinn hafði hún fjárfest í rjómasprautu og ætlaði að vígja hana í heimsókn okkar til hennar. Ekki gekk betur en svo að öll fjölskyldan endaði rjómahvít í framan. Langamma okkar var mikið fyrir mannamót. Fyrir þremur árum síð- an buðum við henni með okkur til Njarðvíkur. Þrátt fyrir óveður ákváðum við að fara. Þegar við kom- um í Bólstaðarhlíðina stökk amma í bílinn í síðbuxum en við höfðum aldr- ei séð hana áður í buxum. Spurði hún hvort við treystum okkur til að fara en hún sjálf treysti sér alveg en hafði farið í buxur til vonar og vara ef eitt- hvað skyldi koma fyrir. Þetta lýsir henni í hnotskurn en veislugleðin var það mikil að það hefði þurft eldgos til að halda henni heima. Langamma var mjög handlagin kona og fyrir nokkrum árum keypti hún sér saumavél. Hún var nú ekki alveg viss hvort að svona gömul kona ætti að kaupa saumavél en lét slag standa. Hana notaði hún til að sauma á sig föt og ýmislegt annað. Hún var ansi liðtæk í prjónaskap og prjónaði ófá teppin handa börnum í Afríku. Velflest ömmubörn fengu frá henni prjónaða ketti og einhverju sinni þegar við heimsóttum hana á Grund biðu sex slíkir kettir í röð á borðinu hjá henni. Á síðustu árum hefur langamma verið mjög heilsuhraust og höfum við því getað brallað ýmislegt með henni. Við höfum farið út að borða, í búðir að kaupa garn og serrílögg og margt fleira. Í fyrra, á hundraðasta ári hennar, skruppum við á hand- verkssýningu en langamma fór um alla sýninguna forvitin að vanda og settist aðeins einu sinni niður til að hvíla sig. Með kynnum okkar af ömmu höf- um við fengið tækifæri til að kynnast uppruna okkar. Ekki bara með því að kynnast hvernig líf hennar var heldur líka eiginleikum hennar sem við höfum sumpart fengið í vöggu- gjöf frá henni. Persónueinkenni eins og sjálfstæði, ákveðni, forvitni, hand- lagni, eilítil glysgirni, veislugleði og þörfin að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni eru allt einkenni sem við vilj- um trúa að búi í okkur og séu komin frá henni. Við kveðjum í dag lang- ömmu okkar með söknuði en líka með gleði en nú er langri og farsælli ævi lokið. Hvíl í friði, elsku amma. Systurnar úr Njarðvík. Ótal minningar koma upp í hug- ann á þessum tímamótum þegar við kveðjum ömmu, sem nú hefur kvatt þennan heim eftir langt og farsælt æviskeið. Minningar um fallega konu sem alveg fram á síðasta dag hélt sinni reisn, var létt í spori og ávallt vel til höfð. Minningar um konu sem ávallt var ung í anda og fylgdist vel með, jafnt heimsmálum sem og því sem var að gerast hjá allri fjölskyld- unni. Minningar um konu sem var glöð og kát og hafði gaman af því að hitta fólk við alls konar tækifæri. Minningar um myndarlega konu sem á tíræðisaldri keypti sér nýja saumavél og fór að sauma föt handa börnum í Afríku og föt sem hún klæddist sjálf með glæsibrag. Minn- ingar um góða ömmu sem ég hef verið svo lánsöm að eiga svona lengi. Ég þakka henni fyrir samfylgdina og veit að minningarnar um hana eiga eftir að orna mér í framtíðinni. Blessuð sé minning hennar. Guðlaug Björg Björnsdóttir. SIGURBJÖRG LÚÐVÍKSDÓTTIR vegar hátíð í bæ þegar hann kom heim.Þá var glatt á hjalla og fjöl- skyldan sat oft fram á kvöld við söng, sögur og vísnaspjall. Þó tím- inn sem við höfum átt saman hafi ekki alltaf verið mikill þá hefur hann verið vel nýttur, þar hefur ver- ið örvuð þörf fyrir fróðleik, áhuga á kveðskap og byggð upp rík réttlæt- iskennd sem fylgir okkur alla tíð. Veganesti er gott sem við höfum frá honum og mömmu, hjálpsemi, gleði og húmor og jákvætt viðhorf til lífs- ins. Fyrir þetta og margt fleira þökk- um við. Vonum að guð styðji mömmu, systkini okkar og fjöl- skyldur, Jóhann og Vilmundur Tryggvasynir. Kæri afi minn, sem gekkst mér að svo mörgu leyti í föður stað. Þakka þér fyrir að fylla lífið með ævintýrum og ljóðum. Hlýja þín, réttsýni, kímni og ástúð munu ávallt veita mér leiðsögn og öryggi þótt þú sért lagður upp í ferðina löngu. Það vildi ég þó að litli drengurinn minn, sem þú kallaðir Stórólf, fengi að njóta þín í uppvextinum eins og ég gerði. En lífið vill sitt lag hafa, hvað sem okkur finnst, og það sem þú gafst mér mun lifa og skila sér áfram. Ljóðið, Minni Tröllastelp- unnar (Til afa), sem ég sendi þér um árið, og þér þótti svo vænt um, segir flest sem segja þarf um þann arf: Þegar veröldin var barn veifuðu álfarnir í hamrinum Klettarnir úti fyrir urðinni voru hvalir í felum Steinninn uppi í hlíðinni var Willísjeppi. Skrýtni hóllinn fyrir ofan húsið var óheppið nátttröll. Hrafnarnir krunkuðu leyndarmál í næmt barnseyra. Og morguninn boðaði ævintýri sem biðu eftir að gerast. Rauða stúlknahjólið með skakka stýrið var tryllitæki, tímavél farkostur með óendanlega möguleika Skaust léttilega austur fyrir sól vestur fyrir mána, útfyrir endamörk alheimsins og til baka, fyrir hádegisverð Í morgun skein sólin í fullorðnum heimi Samt glottu skórnir og sokkarnir ærsluðust Rauða peysan frá ömmu var pell og purpuri Vatnið í sundlauginni hló Og ég brosti þegar ég veifaði til Esjunnar Og álfarnir veifuðu til baka Með þakklæti og söknuði, Heiða Dögg Liljudóttir. Það var í desember 2000, sem ég gekk inn í Veiðarfæragerð Horna- fjarðar og bað Tryggva um að taka mig á samning sem nema í neta- gerð. Eins og við var að búast var það auðsótt mál, enda lærði ég það fljótt að Tryggvi sagði ekki nei við nokkurri bón ef það var í hans valdi að uppfylla hana. Víst höfðum við þekkst í gegnum störf okkar en við það að fara að vinna hjá honum kynntist ég einstökum persónuleika hans. Tryggvi var ákveðinn og fylginn sér en óð ekki yfir nokkurn mann, og það að læra hjá honum var auðvelt, hann var kennari af guðs náð og var stoltur af starfi sínu. Þeir eru margir sem hófu sinn starfsferil hjá Tryggva og allir minnast þeirrar óendanlegu þolin- mæði sem hann hafði við að kenna mönnum fjölbreytt handtök, sem og hugsunina á bak við þau, enda fannst honum til lítils að kenna handtökin ef hugsunin fylgdi ekki með. Að vinna með Tryggva var lífs- reynsla sem ég mun búa að alla ævi og er þakklátur fyrir þau forrétt- indi. Elsku Lilja, öll höfum við misst mikið en þú þó allra mest. Megi góður guð styrkja þig og fjölskylduna í sorg ykkar. Nökkvi Jóhannesson.  Fleiri minningargreinar um Tryggva Vilmundarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guð- mundur Gunnarsson. Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall ást- kærrar móður minnar, dóttur, systur og mág- konu, KRISTÍNAR MARÍU HAFSTEINSDÓTTUR kennara. Aðalheiður Björg Halldórsdóttir, Hallbera Ólafsdóttir, Auður Aðalheiður Hafsteinsdóttir, Þorbjörn V. Gestsson, Stefanía Ólöf Hafsteinsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur, mágkonu og frænku okkar, SVANHILDAR ÓLAFSDÓTTUR, Vesturholtum. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuðust hana í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Sigmar Óskarsson, Ingimunda Þorvaldsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Óskarsson, Margrét Ólafsdóttir, Gunnar G. Baldursson, Óskar Ólafsson, Sigríður Valdimarsdóttir, Guðjóna Ólafsdóttir, Haraldur Gunnarsson, Ármann Ólafsson, Bjarnveig Jónsdóttir, Anna Ólöf Ólafsdóttir, Garðar Óskarsson, Hulda Katrín Ólafsdóttir og fjölskyldur. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-3, Hrafnistu Reykjavík. Fyrir hönd vandamanna, Sóley Benna Guðmundsdóttir, Fjóla Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LOVÍSU BJARGMUNDARDÓTTUR, Ægisíðu 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar fyrir ein- staka umönnun og hlýju. Eybjörg Sigurðardóttir, Geir Jóhann Geirsson, Guðríður Þorvaldsdóttir, Sigurður E. Þorvaldsson, Jóna Þorleifsdóttir, Þorvaldur, Geir Helgi, Lovísa og Valgerður Geirsbörn, Lovísa og Unnur Sigfúsdætur, Ingibjörg, Þorvaldur og Sturla Þór Sigurðarbörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HARALDUR HALLDÓRSSON bifreiðastjóri, Bleiksárhlíð 14, Eskifirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 14. maí kl. 14.00. Sigrún M. Bjarnadóttir, Ragnheiður B. Haraldsdóttir, Leif Nilson, Jón Ævar Haraldsson, Vera Haraldsson, Huldís S. Haraldsdóttir, Jóhann Á. Fannberg, Heimir Haraldsson, Hróðný Kristjánsdóttir, Bjarnrún K. Haraldsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Júlíana Haraldsdóttir, Einar Már Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.