Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN Ámenningarsetrinu í Reykholtií Borgarfirði hefur verið opn-að menningartengt hótel og er það þrettánda hótelið sem bætist við Fosshótel-keðjuna, sem verður tíu ára á næsta ári. Hótelið var opnað í lok apríl eftir gagngerar breytingar. Gangar hússins eru nú prýddir myndum og listmunum sem allir tengjast norrænni goðafræði, ís- lenskum bókmenntum og klassískri tónlist. Fosshótel Reykholt er fyrsta menningartengda hótelið á Íslandi og er starfrækt í náinni samvinnu við Snorrastofu. Markhópurinn er fólk, sem vill fara út á land og njóta þess að vera í ró og næði og hlaða sig orku, bæði á sál og líkama, en hótelhald- arar stefna sömuleiðis að ýmsu nám- skeiðahaldi. Veitingasalur hótelsins heitir Ásgarður, en þar er hægt að fá fjölbreyttar veitingar fyrir ein- staklinga og hópa. Í eldhúsinu ræður matreiðslumeistarinn Þráinn Júl- íusson yfir pottum og pönnum. Þegar Daglegt líf falaðist eftir þjóðlegum réttum hjá Þráni, bauð hann upp á lamba-carppacio í forrétt, lambafile í aðalrétt og jarðarber í vanillusósu í eftirrétt. Að hans sögn eru þetta ís- lenskir og einfaldir réttir, sem bragð- ast sérstaklega vel. Lamba-carppacio (forréttur) 1 fullhreinsað lambainnanlæri, mjög þunnt skorið 1 poki klettasalat 1 stk. parmesan ostur 2 msk. pernod aníslí- kjör jarðsveppa olía svartur pipar í kvörn maldon salt extra virgin ólífuolía Raðið lambasneið- unum á disk þar til þið hafið þakið hann. Penslið svo sneiðarnar með örlitlu af jarð- sveppaolíunni, saltið og piprið. Hellið pernod í hring yfir lambið, veltið klettasalatinu upp úr örlítilli ólífuolíu og setjið á miðjan diskinn. Skafið að síðustu parmesan ostinn niður í flög- ur með grænmetisskrælara eða osta- skera og dreifið flög- unum yfir diskinn. Lambafile (aðalréttur fyrir fjóra) 800 g hreinsuð lambafile 200 g kartöflur, skrældar og skornar í teninga 200 g gulrætur, skrældar og skornar í teninga 200 g sellerírót, skræld og skorin í teninga rauðlaukur, skrældur og skorinn í teninga fínsaxaðir hvít- lauksgeirar 500 ml lambasoð 150 g smjör ósaltað Kryddið lambakjötið með salti og pipar og brúnið á pönnu. Setjið síðan í ofn á 180°C í um 15 mín. Á meðan að kjötið er í ofninum á að svita kartöfl- urnar og grænmetið á pönnu á lágum hita í 50 g af smjörinu í um 10 mín. Hellið þá lambasoðinu út á og látið malla í fimm mínútur eða þar til grænmetið er soðið. Sigtið þá græn- metið frá og sjóðið upp á soðinu og setjið afganginn af smjörinu út í og smakkið til með salti og pipar. Jarðarber í sósu 800 g jarðarber, skorin í tvennt 1 vanillustöng, skorin í tvennt eftir endilöngu 4 dl sætt hvítvín 50 g sykur hálft búnt myntulauf, grófsöxuð Skafið vanillustöngina með hníf og setjið fræin og stöngina í pott. Bætið hvítvíninu og sykrinum út í og sjóðið upp. Látið standa í 15 mínútur við stofuhita. Veiðið vanillustilkinn upp úr og kælið. Á endanum setjið mynt- una saman við. Setjið berin í glas eða skál og hellið sírópinu yfir.  LAMBAKJÖT Matreiðslumeistarinn Þráinn Júlíusson. Lamba-carppacio join@mbl.is Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 Fyrirtækjaþjónusta Pantanasími 515 5100 • Fax 515 5101 www.oddi.is 34%afsláttur 1.190kr Verð áður 1.790kr Brennslan skiptir máli DVD+R, 10 í pk. Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 Fyrirtækjaþjónusta Pantanasími 515 5100 • Fax 515 5101 www.oddi.is 50%afsláttur 8.450kr Verð áður 16.900kr Plastað og klárt? Plöstunarvél A4 Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 Fyrirtækjaþjónusta Pantanasími 515 5100 • Fax 515 5101 www.oddi.is Frábærtverð 29.900 kr. Aðeins Flatur og  ottur Flatur 19“ skjár ÞESSI kaka staldrar ekki lengi við þegar hún er bökuð á heimili einu í Kópavoginum. Auðsótt mál var að fá uppskriftina sem klikkar víst aldrei. 250 g makkarónukökur 75 g smjör 400 g rjómaostur 200 g flórsykur 2 pelar rjómi 2 tsk. vanillusykur Súkkulaðikrem 200 g suðusúkkulaði 1 msk olía eða rjómi 1 dós sýrður rjómi Smjörið brætt og makk- arónukökurnar muldar út í. Látnar blotna vel. Sett í botninn á formi og sett smástund í frysti. Rjómaostur, vanillu- sykur og flórsykur þeytt vel saman. Rjóminn þeyttur sér. Ostahrærunni og þeyttum rjómanum blandað saman og þessu síðan smurt í formið ofan á makkarónukökurnar. Sett í frysti. Þegar frost er komið í kökuna, er hún tekin út og smurð með súkkulaðikreminu. Kökuna er tilvalið að eiga í frosti með súkkulaðikreminu á. Þegar hana á að nota er hún skreytt með ýmsum ávöxtum, t.d. jarðarberjum, vínberjum, kíví eða bláberjum. Sumar- ostakaka Lambafile Matur á menningarsetri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.