Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 27 MENNING LEIKHÓPURINN Á senunni und- irbýr nú sýninguna Kabarett, en frumsýning verður hinn 4. ágúst í Ís- lensku óperunni. Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja leikara til verk- efnisins. Það eru þau Edda Þór- arinsdóttir og Borgar Garðarsson. Edda mun leika Fraulein Schneider og Borgar kemur sérstaklega frá Finnlandi og mun leika Herr Schultz. „Þetta er mjög gleðilegt og mun styrkja sýninguna mikið,“ segir Ingvar Sverrisson hjá leikhópnum Á senunni en hópurinn sem stendur að verkefninu verður formlega kynntur á blaðamannafundi í lok maí. Þess má geta að Edda lék Sally Bowles í upprunalegu sýningunni á Kabarett í Þjóðleikhúsinu! Borgar Garðarsson Edda Þórarinsdóttir Edda og Borgar í Kabarett Þorsteinn Helgi Árbjörnsson,22 ára íslenskur söngnemivið Oberlin-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum, datt í lukkupottinn nýverið, þegar hon- um var boðið að syngja í uppfærslu á Næturgalanum eftir Stravinskíj eftir sögu H. C. Andersens, með einni bestu sinfóníuhljómsveit í heimi, Sinfóníuhljómsveitinni í Cleveland í Ohio, undir stjórn eins mesta músíkmeistara okkar daga, Pierre Boulez. Þorsteinn er frá Eskifirði og lærði söng hjá Keith Reed fyrir austan, áður en hann lagði í framhaldsnámið vestur um haf. „Ég er búinn að vera í tvö ár hjá kennara hér sem heitir Salvatore Champagne, og það var haft sam- band við mig, og mér boðið hlut- verk. Það kemur oft fólk frá hljóm- sveitinni á tónleika í skólanum til að hlusta.“ Þorsteinn er lýrískur tenór og stefnir á störf við óperusöng í framtíðinni. Þótt hann sé til- tölulega stutt kominn í námi, hefur honum þó samt auðnast að næla sér í óperuhlutverk við atvinnuhús, og það í ítalskri óperu, á Ítalíu. Það er aðalhlutverkið – hlutverk Nemorinos – í Ástardrykknum eft- ir Donizetti. „Ég fór bara í prufu- söng fyrir óperuhúsið í Urbania, og fékk hlutverkið. Þetta er mjög þekkt óperuhús og heiður fyrir mig að fá að syngja í því.“    En víkjum aftur að söngnummeð Clevelandhljómsveitinni og Pierre Boulez. Það er ekki of- sögum sagt að Boulez sé ein af stærstu goðsögnum í tónlist nú- tímans. Hann stendur á áttræðu í dag, en var farinn að láta kveða að sér í tónlistinni strax á stríðs- árunum, eftir að hann lagði dokt- orsnám í stærðfræði á hilluna. Hann vildi verða tónskáld, og lærði hjá meisturum á borð við Olivier Messiaen og René Leibowitz. Hann hefur verið fastastjórnandi bestu hljómsveita heims, New York Phil- harmonic og BBC sinfóníuhljóm- sveitarinnar og fleiri slíkra, og með Clevelandhljómsveitinni hefur hann starfað í á fimmta áratug. Hann er hugmyndasmiður IRCAM tónsmíðamiðstöðvarinnar í París, og stofnandi Ensemble Inter- contemporain, sem hefur verið leiðandi í flutningi nýrrar tónlistar frá stofnun hópsins 1976. Það hlýt- ur að hafa verið sérstakt fyrir strák að austan að fá tækifæri til að vinna með Boulez. „Þetta var ótrúlegt og þvílíkur heiður að fá að vinna með svona þekktum manni. Þegar hann var að gefa okkur rétt- ar innkomur fannst manni eins og allur heimurinn væri að segja manni að koma inn á rétta tím- anum. Þetta var rosaleg upplifun. Og það er sko ekki slæmt að standa á sviði með Pierre Boulez og tvö þúsund manns að hlusta.“ Þorsteinn segir að tónleikar Boul- ez í Cleveland séu stærstu tón- leikar hljómsveitarinnar á ári hverju, því meistarinn komi þang- að núna aðeins einu sinni á ári.    Þorsteinn kveðst ekki hafa þurftað biðja um leyfi úr skólanum til að undirbúa tónleikana, það hafi verið sjálfsagt; skólanum hafi þótt það upphefð að nemandi skyldi vera beðinn að syngja með atvinnu- fólkinu. „Við vorum tveir úr skól- anum sem sungum með, og fengum frí í viku fyrir æfingarnar með hljómsveitinni. Laura Claycomb sópransöngkona, sem er eitt af stóru nöfnunum hérna, var í aðal- hlutverkinu, og maður Natalie Dessay [... sem er ein af mestu óperusöngkonum dagsins í dag], var í karlhlutverkinu [... nafn hans lá ekki fyrir, en hann fær að njóta hér nafns og virðingar eiginkonu sinnar]. Það besta við það var að það var hann sem söng á upptök- unni sem ég hlustaði á þegar ég var að læra verkið. Þá var hann í hlutverkinu sem ég var í núna.“    Í næstu viku fer Þorsteinn Helgitil Minnesota, þar sem hann syngur á tónleikum, og þaðan fer hann beint til Ítalíu þar sem Ást- ardrykkurinn bíður hans. Í haust er það svo skóli á nýjan leik, og hann ætlar að klára bachelor- námið næsta vor. Þá er stefnan sett á nafntogaðan skóla í Fíladelfíu, Curtis Institute of Music; þar er kennari sem Þorsteinn hefur verið í sambandi við. „Hún heitir Joan Patenaude-Yarnell, og kennir bæði við Curtis og Manhattan School of Music í New York. Ég er búinn að fara í tíma til hennar og líst vel á hana. Og nú er ég kominn með svo- lítinn meðvind að komast inn í Curtis.“ Þetta er planið fyrir haustið 2006. Eftir Ítalíudvölina í sumar, áður en skólinn byrjar aftur, ætlar Þor- steinn að koma heim til Íslands, og þá er ráðgert að syngja fyrir Ís- lendinga – sennilega í höfuðborg- inni, en alla vega fyrir austan. „Það er algjört möst! Ég ætla að syngja nokkur lög úr ljóðaflokki eftir Gounod, svo verð ég með bálk eftir Schumann, Spænsk ljóð, svo er ég að pæla í að bæta við norræn- um lögum og örugglega nokkrum íslenskum líka.“ Þorsteinn Helgi segist stefna á óperuhúsin í framtíðinni, og hann vonast til að geta sungið ástsjúka Nemorino allan sinn feril. „Svo bætast hlutverkin við eitt af öðru, Rodolfo [La bohéme] og Alfredo [La traviata] … þetta eru sko ekki dónaleg hlutverk.“    Þegar samtali okkar ÞorsteinsHelga er um það bil að ljúka, og ég bið hann að senda mér mynd af sér, kemur á daginn, að hann á mynd af sér með Marilyn Horne, og auðvitað spyr maður við hvaða tækifæri mynd var tekin af honum með þeirri gömlu, góðu dívu. „Ja, ég er búinn að vera að læra með henni líka. Hún heyrði í mér á masterklass, og tók mig með sér í söngprógramm sem hún var með í Kaliforníu, þannig að ég var í allt fyrrasumar að syngja með henni í Santa Barbara í Kaliforníu. Við er- um enn þá í góðu sambandi.“ Það er engin spurning – við vilj- um þá mynd! Undratenór að austan ’Þetta var rosalegupplifun. Og það er sko ekki slæmt að standa á sviði með Pierre Boulez og tvö þúsund manns að hlusta.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Þorsteinn Helgi Árbjörnsson með Marilyn Horne í Kaliforníu. begga@mbl.is SNÆBJÖRN Arngrímsson, útgef- andi í Bjarti, tók í gær við for- mennsku í Félagi bókaútgefenda af Sigurði Svavarssyni, sem gegnt hefur starfinu frá 1998. Að sögn Snæbjörns vinnur félagið að því um þessar mundir í samvinnu við menntamálaráðuneytið að end- urskipuleggja það sjóðakerfi rík- isins sem tengist bókaútgáfu, með smíði nýrrar reglugerðar. „Það er verið að sameina Menningarsjóð og fleiri sjóði og búa til einn sjóð, sem verður vonandi öflugri og skil- virkari.“ Önnur verkefni sem félagið sinn- ir er kynning á bókmenntum og al- menn lestrarörvun. Snæbjörn seg- ir að umræðan um virðisaukaskatt á bókum sé eilífðarumræða, og að félagið taki virkan þátt í henni. „Við erum að berjast við þennan 14% skatt, sem er næsthæsti bóka- skattur í heiminum. Í Bretlandi, sem er stórt og sterkt málsvæði, er enginn virðisaukaskattur á bók- um, og ekki heldur í Noregi. Svíar eru með 4% skatt og Frakkar og Þjóðverjar eru á bilinu 4–6%. Þetta er alls staðar miklu, miklu lægra en hér, þrátt fyrir að við séum pínulítið málsvæði sem væri Þetta er eitt af okkar helstu bar- áttumálum ásamt því að vinna með menntakerfinu að almennri lestr- arörvun,“ segir nýr formaður Fé- lags bókaútgefenda, Snæbjörn Arngrímsson. ekki síður þörf á að vernda. Draumamarkmiðið er auðvitað að fá virðisaukaskatt á bókum alveg felldan niður. Í öðrum Evrópu- löndum nýtur tungan sérstöðu gagnvart virðisaukaskattinum. Bækur | Snæbjörn Arngrímsson formaður Félags bókaútgefenda Draumamarkmið að fá virðisaukann afnuminn Morgunblaðið/Jim Smart Snæbjörn Arngrímsson, nýr formaður Félags bókaútgefenda, ásamt frá- farandi formanni, Sigurði Svavarssyni. Formannsskiptin fóru fram í gær. HUGLEIKUR Dagsson opnar myndlistarsýn- ingu á Café Karólínu í Lista- gilinu á Akureyri á morgun kl. 14. Sýningin hefur fengið titilinn „I see a dark sail“ og inniheldur fjölmargar teikn- ingar. Þetta er önnur einkasýning Hugleiks en hann hefur tekið þátt í um tuttugu sam- sýningum. Hann hefur einnig gef- ið út mynda- sögubækur en auk þess gerði Hugleikur teiknimyndir í tólf þáttum fyrir „Tvíhöfða“ á Popptíví. Hugleikur útskrifaðist úr Listaháskóla Ís- lands 2002. Um sýninguna segir hann: „I see a dark sail er fyrst og fremst skrímslasýning. Flest skrímslin eru einhverskonar djöflar en þarna eru líka stökkbreytt gæludýr og „cyber“-pönkarar. Ég hef teiknað skrímsli síðan ég var lítið skrímsli sjálfur.“ Hann útskýrir nánar: „Hugmyndir mínar eru ættaðar úr sjónvarpi og myndasögum, en ég er alltaf að lesa myndasögur og horfa á sjónvarp. Titillinn „I see a dark sail“ er textabrot úr laginu Broadsword með Jethro Tull. Fyr- ir mér er það einhverskonar áminning um að vondir hlutir eiga eftir að gerast. Skrímslin eru að koma.“ Hugleikur verður viðstaddur opnunina á Café Karólínu á laug- ardaginn klukkan 14 og gefur eig- inhandaráritanir. Stökkbreytt gæludýr og „cyber“-pönkarar Listamaðurinn Hugleikur Dagsson opnar sýninguna „I see a dark sail“ á Café Karólínu á Akureyri. SÝNING Önnu Hallin „Lend- ing“ verður opnuð á laugardag kl. 15 í sýningarrýminu Suð- suðvestur, Hafnargötu 22, í Reykjanesbæ. Á sýningunni verða ný verk; teikningar, skúlptúrar, teiknimynd og vídeóauga. Suðsuðvestur er opið á fimmtudögum og föstudögum klukkan 16–18 og um helgar kl. 14–17. „Lending“ í Suðsuð- vestur www.sudsudvestur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.