Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 35 MINNINGAR ✝ Jón BjartmarKvaran fæddist á Seyðisfirði 18. apríl 1922. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 4. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Kvaran, ritsímastjóri, og El- ísabet Benediktsdótt- ir. Systkini Jóns eru Karl Kvaran, listmál- ari, d. 3. ágúst 1989, Gunnar Benedikt Kvaran, d. 24. febr- úar 1929, og Elísabet María Kvaran sem gift er Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, fv. alþing- ismanni. Hinn 5. september 1943 gekk Jón að eiga Þórbjörgu Elísabetu Magnúsdóttur frá Sæbóli í Aðal- vík. Hún lést 11. maí 2000. Jón og Þórbjörg eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Hrafnhildur Eik, ekkja, bú- sett í Kanada, og á hún tvær dætur a) Laila Pittalwala, gift Anoop, búsett í Kan- ada. b) Mariam Esmail, sambýlis- maður Gunnsteinn Jónsson, búsett í Kanada. 2) Gunnar Ólafur Kvaran, kvæntur Sigríði Þ. Kvaran og eiga þau þrjú börn. a) Jón Þór Kvaran, kvæntur Björgu Sigurjóns- dóttur. b) Ólafía Kvaran, sambýlis- maður Friðleifur K. Friðleifsson. c) Gunnar Ólafur Kvaran, kvæntur Ásdísi Björk Jónsdóttur. Barna- barnabörn Jóns eru þrettán. Jón B. Kvaran starfaði hjá Landssíma Íslands alla sína starfs- ævi. Útför Jóns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Kynslóðir koma og fara. Jón B. Kvaran, sem ég heyrði oft- ast kallaðan Onn, er sá síðasti af elsta árgangi minnar stórfjölskyldu í móðurætt sem kveður þennan heim. Hann var kvæntur yngstu móður- systur minni, Þorbjörgu (Góu), ætt- aðri úr Aðalvík, en hún var yngst sjö systra. Það var mjög eðlilegt að Góa félli fyrir þessum unga, glæsilega manni, þegar þau kynntust á Ísa- firði, bæði ung að árum. Hann var í símavinnu og varð síðar loftskeyta- maður. Þau fluttu að Brú í Hrútafirði árið 1951, hann var þar símritari og hún símamær, eins og þær voru kall- aðar dömurnar sem afgreiddu sím- tölin. Þau bjuggu í Brú í nærri tvo áratugi og kynntust miklum fjölda fólks, bæði heimafólki og þeim, sem áttu þar leið um, en Brú var og er í þjóðleið að sunnan til Norðurlands og Vestfjarða. Það var gaman og gott að koma til Onns og Góu í Brú. Þar var mann- margt á þessum árum og mikið líf og fjör og vel gert við gesti. Onn var mörgum kostum búinn, en einn af hans aðalkostum var hversu góður og yndislegur hann var við börnin. Hann tók vel á móti smáfólkinu sem kom í heimsókn að Brú, og sýndi því inn í völundarhús símstöðvarinnar með allri sinni tækni og tólum. Fór í langa og stutta bíltúra og lék við þessa vini sína á allan hátt. Að laun- um hlaut hann vinskap og virðingu sem entist á meðan hann lifði. Þær eru ljúfar minningarnar frá barns- og unglingsárunum um Jón Kvaran. Onn og Góa voru afar vel að sér um marga hluti, bæði víðlesin og fróð. Þau voru heimsborgarar og höfðu víða farið, m.a. til að heimsækja börn sín og barnabörn, sem búið hafa í þremur heimsálfum. Nú geta þau ferðast saman um nýjar slóðir. Það er mikill söknuður í hjörtum að- standenda Onns. Hann hafði nýlega flust á heimili fyrir aldraða og var, að því er virtist, nokkuð vel á sig kom- inn, bæði líkamlega og andlega. And- lát hans kom því mjög á óvart. Að leiðarlokum votta ég börnum hans, tengdadóttur og systur og fjöl- skyldum þeirra samúð mína og sér- staklega smáfólkinu hér heima og erlendis. Guð blessi minningu Onns og Góu. Með vinarkveðju að vestan. Magnús Reynir Guðmundsson. Örfáar minningar lítillar stúlku frá löngu liðnum tíma, og enn sitja á „harða diskinum“ eins og gjarnan er sagt á tölvuöld. Eitt af skemmtilegustu tímabilum æsku minnar á Ísafirði var þegar við fjölskyldan bjuggum í læknisbú- staðnum við Silfurgötu. Í heimili voru bræður mínir þrír og Jón B. Kvaran, ævinlega kallaður Onn, litla telpan, húsbændur og í kosti var hér- aðslæknirinn, Kristján Arinbjarnar. Þar voru líflegar og skemmtilegar samræður við matarborðið. Kristján var með skemmtilegustu mönnum og strákarnir allir á fjörugasta skeiði og ekki sló húsbóndinn faðir minn af. Allir gengu strákarnir í gagnfræða- skólann þar sem Hannibal réð ríkj- um, og þá var eins gott að mæta ekki ólesinn í skólann. Mig grunar að ekki hafi skemmtanalífið alveg verið for- sómað og þeir frændur gjarnan verið potturinn og pannan þar. Onn sem var bróðursonur móður minnar Guð- laugar Kvaran var glæsimenni og einstakt prúðmenni. Svo kom að því að ástin bankaði á dyr hjá frænda, og í ljós kom að ein af fallegustu stúlkunum í bænum var komin í spilið, Þorbjörg Magnús- dóttir frá Sæbóli í Aðalvík, sem jafn- framt gekk í gagnfræðaskólann, en þau máttu vart hvort af öðru sjá. Þau urðu síðar hjón og eignuðust tvö börn, Hrafnhildi og Gunnar Ólaf, sem bæði eru sómafólk. Hrafnhildur er búsett í Kanada svo að Gunnar og kona hans Sigríður hafa hlúð að hon- um ef á þurfti að halda, og ekki hafa Elísabet systir hans og Þorvaldur Garðar hennar maður legið á liði sínu. Við Ingi vottum ykkur öllum okk- ar dýpstu samúð. Lilja H. Gunnarsdóttir. Til fjölskyldu okkar og vina. Megi friður guðs vera með ykkur öllum. Þó að við getum ekki verið með ykk- ur, þá er hugur okkar hjá ykkur. Lögmál lífsins er að við berum virðingu fyrir þeim sem eru okkur eldri, við sjáum þau eldast og ímynd- um okkur að þau muni deyja og hvernig lífið verði án þeirra. En samt þegar sá tími kemur og við verðum að horfast í augu við þögn dauðans, skiljum við að það var ekki hægt að undirbúa sig. Það er enginn undir- búningur sem getur auðveldað okk- ur að missa þá sem gáfu okkur líf. Það er sá sannleikur sem við verðum öll að horfast í augu við að sama hvað mikið við elskum, verðum við að læra að sleppa. Þegar ástvinur deyr, kveðjumst við ekki heldur reynum að læra að sleppa þörf okkar fyrir þeirra ást og umhyggju. Við höfum komist að þeirri niður- stöðu að erfitt er að lýsa með orðum eða að segja frá lífi Jóns. Hann var margslunginn og krefjandi, en samt lét hann börn sín og okkur barna- börnin skilja að hann elskaði okkur takmarkalaust og án skilyrða, ást sem hann átti nóg af. Hann var okk- ar afi, okkar afi Onn. Hann var til- finningaríkur, góður, gjafmildur, að- laðandi og skemmtilegur maður. Hans mesta ást og yndi voru börnin hans tvö, barnabörnin fimm og þrettán barnabarnabörn. Hann var hamingjusamastur þegar hann gat hlaðið á okkur sælgæti og öðru góð- gæti sem við venjulega máttum ekki fá. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa alltaf kvatt hann afa með orð- unum „Ég elska þig“, hvort sem það var í símtölum eða þegar við hitt- umst. Það sem við sögðum aldrei við hann, en teljum víst að hann hafi vit- að var hvað við vorum stoltar af því að eiga hann fyrir afa, og hvað mikil áhrif hann hafði á hverjar við erum í dag. Við dáðumst að og virtum afa Onn. Aðeins tíminn mun milda söknuð- inn. Dauðinn endar lífið, en endar ekki góðar minningar um afa Onn. Afi, við sem elskuðum þig svo mikið, þú varst svo góður, það varst þú svo sannarlega. Með ást, virðingu og stolti kveðj- um við okkar elsku afa Onn (sælgæt- ismanninn). Guð gefi þér eilífa hvíld og frið. Laila, Anoop, Jahaan Ara, Sonya, og Sureya; Mariam, Gunnsteinn, og Sara Kristín. Jón B. Kvaran móðurbróðir minn er látinn. Ég þekkti hann þó betur sem Onn frænda. Margs er að minnast þegar komið er að kveðjustund. Hugurinn reikar aftur til bernskuáranna. Þegar ég man fyrst eftir Onn frænda var ég ekki há í loftinu, lík- lega verið um þriggja ára. Hann og Góa voru að passa mig heima hjá mömmu og pabba. Góa hafði lagt sig og Onn átti að fylgjast með barninu. Ég sá mér leik á borði og spurði frænda hvort ég mætti mála. Hann hélt það nú að barnið mætti mála og hjálpaði mér að ná í liti sem ég benti honum á langt uppi í skáp. Onn fór eitthvað að bardúsa og gleymdi að hafa auga með systurdóttur sinni, ég var hins vegar alsæl með litina og hófst strax handa. Kom mér mak- indalega fyrir í borðstofunni og mál- aði borðstofuborð foreldra minna blátt. Ég mun aldrei gleyma því hvað mamma var reið þegar hún kom heim en hvort hún var reiðari við mig eða Onn er ég ekki viss um. Ég vann í miðbænum í mörg ár og það liðu ekki margir dagar á milli þess sem ég rakst á Onn eða sá hann tilsýndar í hádeginu þegar hann var í sinni daglegu göngu í miðbænum. Það voru alltaf fagnaðarfundir, smá spjall og faðmlag. Onn frændi vildi allt fyrir mann gera. Hann var sérstaklega barngóð- ur maður og stakk að manni sælgæti í tíma og ótíma. Hann var ljúfur og góður en hafði sínar skoðanir og fór ekkert leynt með þær. Eftir að Góa lést árið 2000 voru það ófáir sunnudagar sem ég sótti Onn í Aðalstrætið til að fara í sunnu- dagsmatinn til mömmu. Hann spurði mig iðulega hvað væri í matinn hjá Betu systur sinni og ef ég sagði hon- um að það væri lambalæri þá brosti hann út að eyrum, ég tala nú ekki um ef ég sagði kótelettur þá ljómaði hann. Ég gerði oft grín að honum þegar hann tók upp saltstaukinn og úðaði yfir matinn án þess að smakka hann, honum fannst bara aldrei nógu mikið saltbragð, það tæki því ekki að smakka nema salta fyrst. Hann kom ekki svo í Skerjafjörð- inn öðru vísi en að stinga sælgæti eða einhverjum krónum í vasann hjá syni mínum. Þorvaldur Garðar var hrifin af frænda sínum, hann var allt- af svo góður við mig, sagði Þorvald- ur, þegar ég sagði honum að Onn væri dáinn. Síðasta skipti sem ég hitti Onn áð- ur en hann veiktist var á afmælis- daginn minn, 25. mars síðastliðinn. Við mamma heimsóttum hann á Laugarásveginn, þangað sem hann hafði flutt stuttu fyrir jól. Að vanda dró hann upp sælgæti en fannst það frekar fátæklegt sem hann hafði upp á að bjóða í tilefni dagsins. Við sátum hjá honum dágóða stund og spjöll- uðum saman. Stuttu síðar var hann kominn á spítalann þar sem hann lést 4. maí síðastliðinn. Minningarnar eru margar, skemmtilegar og ljúfar. Með þær í huga og hjarta kveð ég frænda minn, Jón B. Kvaran, Onn. Elísabet Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Nú er komið að kveðjustund, elskulegur tengdafaðir minn Jón er kvaddur í dag eftir stutt en erfið veikindi. Minningarnar eru margar sem koma í hugann á stund sem þessari eftir löng og góð kynni í gleði og sorg. Ég kom inn í fjölskyldu Jóns fyrir fjörutíu árum og hafa vinátta okkar og samskipti alltaf verið góð. Jón átti gott líf, góða konu og góða fjölskyldu sem hann elskaði mest af öllu. Síðustu árin eftir að tengda- móðir mín lést voru stundum erfið og saknaði hann hennar mikið. Hann var mér góður og umhyggjusamur tengdafaðir og börnum mínum og barnabörnum góður afi og langafi. Það var honum hjartans mál að aldr- ei gleymdist afmælisdagur í fjöl- skyldunni og allir fengu pakka frá afa og langafa að ógleymdu öllu sæl- gætinu sem hann setti í mun barnanna. Ég á eftir að sakna hans mikið, en er glöð og þakklát fyrir að hafa átt hann að í öll þessi ár og sérstaklega fyrir að hafa getað verið vinur hans undanfarin ár. Gott er að vera þess fullviss að hann er komin til þess sem öllu ræður og hefur heitið okkur að við munum sameinast á ný með ást- vinum okkar. Vil ég kveðja hann með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég bið guð að styrkja öll þau sem sakna hans nú og þá sérstaklega börnin hans Hrafnhildi og Gunnar, barnabörnin, barnabarnabörnin og systur hans Elísabetu. Sofðu rótt og hvíl í friði, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir Sigríður. Í dag kveðjum við afa og langafa okkar, Jón Kvaran, eða afa Onn eins við köllum hann alltaf. Við hittum hann síðast um páskana þegar hann hélt matarboð fyrir barnabörnin sín og fjölskyldur þeirra. Þetta var af- skaplega notalegt kvöld og ekki grunaði okkur að við værum að hitta afa Onn í síðasta skiptið. Nú er ég viss um að amma Góa hefur tekið vel á móti honum og að þeim líði vel saman. Honum þótti afskaplega vænt um fjölskyldu sína, vildi allt fyrir hana gera og lét iðulega í ljós hversu stolt- ur hann væri af barnabörnum sínum og langafabörnum. Minningar okkar um afa og langafa geymum við í hjörtum okkar. Við eigum eftir að sakna hans mik- ið. Hvíl í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni (Sig. Jónsson.) Ólafía, Friðleifur, Bjarki Þór, Fannar Óli og Friðleifur Kristinn. Góðvinur okkar, Jón Kvaran, Onn, hefur kvatt þetta tilverustig. Margs er að minnast og þakka, ber þar hæst trygglyndið við fjölskyldu okk- ar alla. Onn og Góa voru óaðskilj- anleg heild, fastir punktar í tilver- unni. Þau voru höfðingjar heim að sækja og menn fóru ríkari af þeirra fundi. Á heimili þeirra var ekkert kynslóðabil, öllum var gert jafnt undir höfði. Aldrei gleymdust litlir munnar og litlar hendur áttu líka vísa hlýja lófa til að leiða sig. Onn var sannur barnavinur og hændust öll börn að honum.Við minnumst með þakklæti ferðanna úr Aðalstrætinu niður að Tjörn þegar öndunum var gefið brauð, „Big Chief“ náttfatanna frá Ameríku og kúrekastígvélanna sem báru glöðum gefendum gott vitni, allra samverustundanna og hjartaþelsins. Með Jóni Kvaran er genginn góður maður sem veitti samferðamönnum sínum ríkulega af hjartahlýju, kímni og heilindum. Nú hafa þau öll kvatt, systurnar sjö og mágarnir. Onn var þeirra síð- astur. Vísast er að honum hefur ver- ið tekið fagnandi þegar hann bættist í hópinn og auðvelt er að ímynda sér endurfundi þar sem skipst er á skoð- unum og hlátrasköll mikil. Við vottum aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Megi þau umvefja hvert annað í þeim kærleik sem var aðalsmerki Góu og Onns. Guð blessi minningu Jóns Kvaran. Hafi hann þökk fyrir allt. Gísli, Rósa og Torfi. JÓN B. KVARAN Móðir okkar, LÁRA SUMARLIÐADÓTTIR GASCH, 144-62 25th Rd, Flushing, New York, andaðist á sjúkrahúsi í New York fimmtu- daginn 5. maí. Diana Benesh, Birgir Sumarliðason, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, HELGA SVEINSDÓTTIR fyrrv. símstöðvarstjóri, Vík í Mýrdal, er látin. Guðný Guðnadóttir. Móðir okkar, VALGERÐUR FINNBOGADÓTTIR, Bolungarvík, lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar miðvikudaginn 11. maí. Sigríður Þ. Jakobsdóttir, Finnbogi S. Jakobsson, Álfdís Jakobsdóttir, Flosi V. Jakobsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.