Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 19 ERLENT AÐEINS TIL 22. MAÍ. Toppurinn í fjölhæfni, þægindum og hönnun í einum sófa. Með einstökum fjölbreytileika í einingum gerir Klaus sófinn (302sm x 139sm á mynd) þér kleift að móta stofuna þína að þínum óskum, sama hvernig rýmið er. Djúp seta og þægilegur bakstuðningur veitir þér ítrustu þægindi og sófagrindin er með 10 ára ábyrgð. Ennfremur færðu hentuga og aðlaðandi útfærslu með fagurlega hannaðri bogaeiningu. Klaus, eins og hann er sýndur á myndinni með dreamfibre áklæði, getur orðið þinn með 20% afslætti og hraðri afgreiðslu, núna frá 149.000 kr. Ítölsk hönnun, gæði og handbragð eru tryggð af Natuzzi, heimsins fremsta framleiðanda í leðurhúsgögnum og leðursófum. Tilboðið gildir í Natuzzi versluninni til 22. maí 2005 og ekki með öðrum tilboðum. Heimsending er innifalin í verði á höfuðborgarsvæðinu. Skjót afgreiðsla meðan birgðir endast. Fáðu frekari upplýsingar eða ókeypis eintak af Natuzzi bæklingnum. Hringdu gjaldfrjálst í síma 800 4477 eða smelltu á www.natuzzi.com Klaus raðsófi með kubbi í leðri á sértilboði frá 229.000 kr. 20% sparnaður It’s how you live GÆÐAFRAMLEIÐSLA FRÁ ÍTALÍU - Vottað iso 9001-14001 Verslunin einnig opin á sunnudögum frá kl. 13-18Natuzzi verslunin: SMÁRALIND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 ÞRÍR METRAR - ALLT SEM ÞARF TIL AÐ SKAPA HEILDARMYND Á STOFUNA ÞÍNA Peking. AFP, AP. | Kínverska stjórnin kvaðst í gær ekki ætla að verða við beiðni Bandaríkjastjórnar um að beita Norður-Kóreumenn þrýstingi vegna kjarnavopnaáætlunar þeirra og hafnaði þeim möguleika að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti refsiaðgerðir gegn Norður- Kóreu. Sérfræðingar í málefnum As- íulandanna telja að stjórnvöld í Kína hafi meiri áhyggjur af afleiðingum hugsanlegs hruns kommúnista- stjórnarinnar í Pyongyang en af norður-kóreskum kjarnavopnum. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Japan létu í ljósi miklar áhyggjur af kjarna- vopnaáætlun Norður-Kóreustjórnar í gær eftir að hún lýsti því yfir að hún hygðist láta endurvinna 8.000 elds- neytisstangir, sem teknar hefðu verið úr kjarnakljúfi, í því skyni að fram- leiða fleiri kjarnorkusprengjur. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir 10. febrúar að þeir réðu yfir kjarnavopn- um og Alþjóðakjarnorkumálastofn- unin telur að þeir eigi nú þegar um það bil sex kjarnorkusprengjur. Vilja að Kim haldi völdunum Fréttaskýrendur telja ólíklegt að stjórnin í Peking verði við beiðni Bandaríkjamanna um að beita Norð- ur-Kóreumenn þrýstingi, meðal ann- ars með hótun um að hætta að sjá þeim fyrir olíu. „Það leikur ekki nokkur vafi á því að stjórnvöld í Kína óttast óstöðug- leika og stjórnarskipti í Norður-Kór- eu meira en kjarnavopn,“ sagði Brad Glosserman, sérfræðingur í málefn- um Asíulandanna. „Kínverjar vilja að Kim Jong-il [leiðtogi Norður-Kóreu] haldi völdunum. Þeir þekkja hann og vita að hann er ekki jafnhættulegur og Bandaríkjamenn láta í veðri vaka.“ Glosserman bætti við að mikil óvissa væri um hver tæki við af Kim Jong-il færi svo að hann hrökklaðist frá völdum. „Í Norður-Kóreu eru enn til menn sem eru verri en Kim.“ David Zweig, stjórnmálaskýrandi við Vísinda- og tækniháskóla Hong Kong, telur einnig að Kínverjar hafi áhyggjur af því að refsiaðgerðir geti orðið til þess kommúnistastjórnin í Norður-Kóreu falli. „Hrun kommún- istastjórnarinnar er talið meira áhyggjuefni en smíði kjarnavopna. Það gæti hæglega orðið til þess að milljónir flóttamanna færu yfir landamærin til Kína, Suður-Kóreu- menn gætu tekið við völdunum í Norður-Kóreu og bandarískar her- sveitir yrðu við landamæri Kína.“ Sérfræðingarnir telja þó að afstaða kínverskra stjórnvalda gæti breyst ef Norður-Kóreumenn sprengdu kjarn- orkusprengju í tilraunaskyni. Banda- ríkjastjórn telur að Norður-Kóreu- menn séu að undirbúa slíka kjarnorkutilraun. Kínverjar óttast hrun stjórnar Norður-Kóreu Telja það meira áhyggjuefni en norður-kóresk kjarnavopn Bagdad. AP, AFP. | Að minnsta kosti 17 létust og meira en 80 særðust er bílsprengja sprakk í gærmorgun á fjölförnu stræti í Bagdad. Þremur klukkustundum síðar sprakk önnur sprengja í vesturhluta borgarinnar. Fyrri sprengjan eyðilagði í það minnsta átta bíla og farþegavagn og dreifðust hlutar úr þeim og sundurtættum líkum víða um ná- grennið. Komu bandarískir her- menn fljótlega á vettvang en voru þá grýttir af fólki á götunni. Síðari sprengjan í Bagdad sprakk er bandarísk herflutn- ingalest fór hjá og í Kirkuk í norð- urhluta Íraks sprungu að minnsta kosti þrjár sprengjur. Til vopna- viðskipta kom síðan í nokkrum borgum og var þar nokkurt mann- fall, einkum meðal íraskra lög- reglumanna. Á síðustu tveimur dögum hafa þrír bandarískir hermenn fallið og enn fleiri særst í sókninni gegn skæruliðum í Vestur-Írak, rétt við sýrlensku landamærin. Hafa Bandaríkjamenn þá misst meira en 1.600 menn frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003. Reuters Óbreyttir borgarar flytja burt lík manns, sem týndi lífi í sprengingunni í Bagdad í gærmorgun. Nokkru síðar sprakk önnur sprengja í borginni. Ekkert lát á óöldinni Riga. AFP. | Þingið í Lettlandi samþykkti í gær að skora á rússnesk stjórnvöld að viðurkenna og bæta fyrir þá glæpi, sem framdir hefðu verið í landinu í þá hálfu öld, sem það var undir Sovétríkjunum. „Við Lettar fordæmum harðstjórnina og hernám Sovétríkjanna og einnig alla þá, sem tóku þátt í glæpa- verkum Sovétstjórnarinnar,“ segir í samþykktinni. Rússneska stjórnin er hvött til að viðurkenna sið- ferðilega, pólitíska og fjárhagslega ábyrgð á hernám- inu og bæta fyrir það samkvæmt alþjóðalögum. Þá er einnig hvatt til, að fyrrverandi sovéskir hermenn og fjölskyldur þeirra, sem enn eru í Lettlandi, hverfi það- an hið bráðasta. Talið er, að þetta fólk sé um 10.000 talsins. Eystrasaltsríkin voru innlimuð í Sovétríkin eftir undirritun griðasáttmála Þjóðverja og Sovétmanna 1939. Fengu þau ekki fullt frelsi fyrr en 1991. Á sov- éttímanum voru hundruð þúsunda manna í löndunum ýmist drepin eða flutt burt en Rússar fluttir til þeirra í staðinn. Vilja bætur frá Rússum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.