Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKEPPNI TIL GÓÐA Aukin verðsamkeppni á mat- vörumarkaðnum átti stóran þátt í því að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,54% milli apríl og maí. Á árs- grundvelli mælist verðbólgan nú 2,9% samanborið við 4,3% í apríl- mánuði. Sé litið til matar- og drykkjarvöru lækkaði hún um 4% milli mánaða. Hækkun á fasteignum og bensíni kom í veg fyrir frekari lækkun vísitölunnar. Dregur úr verðhækkunum Verulega mun draga úr verð- hækkunum á fasteignum þegar líður á árið. Stóraukið framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu mun þó ekki leiða til almennra verðlækkana á húsnæði samkvæmt mati greining- ardeildar Landsbanka Íslands. Lög gegn einelti Sænska stjórnin hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um aukin rétt nemenda til að fá bætur hafi þeir orðið fyrir einelti eða annars konar broti á réttindum sínum í skólum. Munu skólar geta þurft að greiða sekt ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að þeir hafi ekki lagt sig fram um að hindra brotin. Óeirðir í Afganistan Enn kom til blóðugra mótmæla í Afganistan í gær vegna orðróms um að bandarískir fangaverðir í Guant- anamo hafi svívirt Kóraninn. Hafa nú sjö manns látið í lífið í mótmæl- unum. Rússar viðurkenni glæpi Lettneska þingið skoraði í gær á rússnesk stjórnvöld að viðurkenna og bæta fyrir þá glæpi sem Sovét- stjórnin stóð fyrir í Lettlandi þá hálfu öld sem landið var undir stjórn kommúnista. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Fréttaskýring 8 Minningar 34/41 Viðskipti 16 Skák 48 Erlent 18/19 Hestar 45 Minn staður 20 Myndasögur 46 Höfuðborgin 22 Dagbók 46 Akureyri 22 Staður og stund 47 Suðurnes 21 Af listum 51 Landið 23 Leikhús 50 Menning 27 Bíó 54/57 Umræðan 28/33 Ljósvakamiðlar 58 Bréf 33 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                 ! " #       $     %&' ( )***             !# ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og Lenka Ptácníková skákmeistari undirrituðu í gær samning um laun úr launasjóði stórmeistara. Und- irritunin fór fram í Flataskóla í Garðabæ en Lenka tefldi fjöltefli við nemendur skólans við það tækifæri. Lenka hlaut íslenskan ríkisborg- ararétt á síðasta ári og er tíundi stórmeistarinn sem Ísland eignast. Hún er einnig fyrsta konan sem hlýtur laun úr Launasjóði stórmeist- ara. Morgunblaðið/Eyþór Lenka Ptácníková á stórmeistaralaun Í STAÐ þess að vista börn og ungmenni, sem glíma við andfélagslega hegðun eða vímuefna- neyslu, á stofnunum er mun árangursríkara að notast við fjölþáttameðferð, þ.e. Multisystem treatment (MST), í nærsamfélagi barnsins. Þetta er niðurstaða bandarískra og norskra fræði- manna, en fjölþáttameðferðin var kynnt á ráð- stefnu sem Barnaverndarstofa stóð fyrir í gær. Fjölþáttameðferð er meðferðarstefna, sem rutt hefur sér mjög til rúms í Bandaríkjunum og Nor- egi á síðustu árum, en hún miðar að því að vinna bug á andfélagslegri hegðun, afbrotahneigð og vímuefnaneyslu barna og unglinga með því að ráðast á þekkta áhættuþætti hjá barninu sjálfu og í félagslegu umhverfi þess. „Þessi meðferð er frábrugðin hefðbundinni stofnanameðferð að því leyti að hún er veitt á heimili barnsins og beinist fyrst og fremst að fjölskyldunni sem heild, að barninu sjálfu og þess nánasta félagslega um- hverfi, s.s. skóla og jafningjahópnum,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, og tekur fram að meðferðarstefnan hafi verið þróuð á grundvelli ítrekaðra rannsóknar- niðurstaðna sem benda til þess að hefðbundin stofnanameðferð skili yfirleitt litlum eða mjög takmörkuðum árangri og í sumum tilfellum jafn- vel neikvæðum árangri. Bæði ódýrari meðferð og árangursríkari „Árum saman gekk meðferð í svona málum út á að fjarlægja vandræðabörnin af heimilinu og láta sérfræðingana „lækna “ þau á stofnunum og senda svo aftur heim til sín. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að það er ekki nóg, því það þarf líka að skoða fjölskylduna og nærsamfélagið og hugsanlega gera þar breytingar ef nást á raun- verulegur árangur til frambúðar,“ segir Terje Ogden, prófessor við Óslóarháskóla, sem haft hefur með höndum árangursmat á innleiðingu fjölþáttameðferðar í Noregi. Frá 1999, þegar byrjað var að bjóða upp á meðferðina þar í landi, hafa alls rúmlega fimm- tán hundruð fjölskyldur þegið meðferðina, en hún virðist, að sögn Ogden, spyrjast afar hratt út meðal foreldra sökum þess hve ánægðir þeir eru með árangurinn. „Helsti árangur meðferðar- stefnunnar felst í því að okkur tekst að koma börnunum aftur í skóla, þau haldast aftur heima við á kvöldin, auk þess sem hægt er að stöðva vímuefnaneyslu og afbrotahneigð þeirra.“ Að- spurður segist Bragi vilja sjá fjölþáttameðferð notaða hérlendis. „Hjá Barnaverndarstofu höfum við markað þá stefnu að afar eftirsóknarvert sé að gera tilraunir með þetta meðferðarúrræði hérlendis. Reynsla Norðmanna sýnir að árangur með- ferðarinnar tekur hefðbundinni stofnanameðferð fram,“ segi Bragi og bendir á að fjölþáttameðferð kosti að meðaltali aðeins 10–20% af heildarkostn- aði við stofnanameðferð. „Þannig að aðferðin er bæði miklu ódýrari og hún er, samkvæmt nið- urstöðum rannsókna, miklu árangursríkari.“ Börn fá nýja meðferð Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is TÓLF manna kviðdómur í Flórída mælti með því á miðvikudag að Sebastian Young, banamaður Lucille Mosco, hálfíslenskrar konu, yrði dæmdur í lífstíð- arfangelsi en hinn kosturinn sem kviðdómurinn hefði getað mælt með var líflátsdómur. Eftir að nið- urstaða kviðdómsins lá fyrir dæmdi dómarinn Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn. Pensacola News Journal hefur eftir Jóni Atla Júl- íussyni, syni Lucille, að hann sé ánægður með nið- urstöðuna, hvort sem hún hefði orðið líflátsdómur eða lífstíðarfangelsi. „Þessu er lokið og við getum haldið áfram að lifa lífinu,“ sagði hann. Sebastian Young var dæmdur fyrir að hafa myrt Lucille og fyrir að reyna að myrða Jón Atla, sem komst við ill- an leik undan á flótta. Daginn áður en Young var dæmdur til refsingar hafði kviðdómurinn komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um morðið og morðtilraunina. Við tók réttarhald þar sem fjallað var um hvort hann skyldi dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi. Jón Atli og Róbert Mosco, bróðir Lucille, gáfu stuttar yfirlýsingar um hvaða áhrif morðið hefði haft á líf þeirra. Þrettán manns báru vitni fyrir hönd Young og kom þar m.a. fram að hann hefði alist upp við sára fátækt og verið vanræktur sem barn. Móðir hans lýsti því að hún hefði eignast fyrsta barn sitt þegar hún var 14 ára og þegar hún varð 18 ára voru börnin orðin þrjú. Þau hefðu búið í tveggja her- bergja íbúð sem hún læsti á morgnana áður en hún fór til vinnu. Í lokaræðu saksóknarans minnti hann á að erfið æska leysti Young ekki undan siðferðislegri ábyrgð, segir í frétt Pensacola News Journal. Hlaut tvo lífstíðardóma Dæmdur til refsingar vegna morðs á hálfíslenskri konu í Bandaríkjunum SAMKVÆMT launakönnun Hagstofunnar, sem vitnað er til á vef Samtaka atvinnulífsins www.sa.is, hafa laun kvenna hækkað jafnt og þétt umfram laun karla frá árinu 1997. Launabreytingarnar eru mæld- ar ársfjórðungslega og byggjast á ársbreytingu svokallaðra reglulegra launa hjá sömu ein- staklingum. Þær 25 kannanir sem birtar hafa verið frá 4. árs- fjórðungi 1998 hafa leitt í ljós að laun kvenna hafa hækkað 22 sinnum umfram laun karla. Í síðustu könnun, sem gildir fyrir 4. ársfjórðung 2004, hækk- uðu laun kvenna um 6,3% en karla um 4,8% frá sama árs- fjórðungi árið áður. Niðurstöð- ur fyrir fjórða ársfjórðung und- anfarin ár hafa allar sýnt umtalsvert meiri hækkun á launum kvenna en karla, oftast um eða yfir 1% ár hvert. Þegar niðurstöður fyrir 4. ársfjórðung ár hvert eru tengdar saman í vísitölu þá fæst sú niðurstaða að laun kvenna hafa hækkað um 58% frá 4. ársfjórðungi 1997 en karla um 48% á sama tíma. Á vef SA kemur fram að þessi þróun endurspegli að nokkru leyti þá áherslu sem var í kjara- samningum 2000–2003 þegar lægstu launataxtar voru hækk- aðir sérstaklega umfram laun almennt. Í samningunum 2004 var einnig svipuð áhersla uppi en þá með þeim hætti að ýmsar aukagreiðslur voru færðar inn í grunnlaun og kann sú þróun að hafa komið konum frekar til góða á almennum vinnumark- aði. Konur hækka meira en karlar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald til 15. júní nk. yfir manni sem hefur verið ákærður fyrir inn- flutning á 7,6 kílóum af amfeta- míni til landsins. Maðurinn var handtekinn í lok október síðastliðins og hefur set- ið í gæsluvarðhaldi síðan. Hefur hann ávallt neitað sök en fíkni- efnin voru keypt í Hollandi í júlí á síðasta ári og flutt til Íslands með skipi. Maðurinn hefur talið framkomnar upplýsingar frá öðrum sakborningum í málinu rangar og ósannaðar. Fíkniefnin fundust við leit tollvarða í sendingunni og er þáttur manns- ins talinn verulegur þar sem hann er grunaður um að hafa staðið að skipulagningu, fjár- mögnun og kaupum á amfetamín- inu. Umrætt brot getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald BILUNAR varð vart í flugvél Landgræðslu ríkisins, Páli Sveinssyni, við flugtak frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálftvö í gær. Heyrðu flugmenn- irnir bank og drunur í hægri hreyfli og sáu olíu leka úr hon- um, að sögn Heimis Más Péturs- sonar, upplýsingafulltrúa Flug- málastjórnar. Slökkt var á hreyflinum og vélinni flogið hring yfir Faxaflóa og áburður sem í henni var, ætlaður til dreifingar, látinn gossa í hafið til að létta vélina. Var henni síðan lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli aftur. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur málið nú til athugunar. Flugvél Land- græðslunnar bilaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.