Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 23 MINNSTAÐUR AUSTURLAND LANDIÐ NOKKRAR mikilsverðar hugleiðingar djúpviturs fræðimanns um grjót og eðlisfræði, nefnir Einar Kolbeinsson, bóndi í Bólstaðarhlíð í Austur- Húnavatnssýslu, kvæði sitt um hrun gljúfrabúans við Jöklu, eða Einbúans eins og steinninn með tröllsandlitið var einnig kallaður. Kvæðið er svar Einars við kvæði Davíðs Hjálmars Haraldssonar á Akureyri um Einbúann, Álu og Mammon sem birtist hér í blaðinu síðastliðinn þriðjudag en gljúfrabúinn stóð sem kunnugt er á væntanlegu lóðstæði Kárahnjúkavirkjunar. Einar titlar sig hinn rómantíska náttúruunn- anda í þessu sambandi. Hér kemur kvæðið: Við árbakka margfrægur einbúi sat, og ýmislegt taldi að meini, þó aftraði honum við umhverfismat, – nú, að hann var gerður úr steini! Að líta um öxl það var leiðinda þraut, því liðugt ei gengu þær fettur, að endingu koma svo uppgjöfin hlaut, því einbúinn – hann var jú klettur! Og margoft hann hefði sko orðastað átt, við uppblásinn bakkann á móti, og haldið þar ræður um hyggindi og sátt, en hann var jú bara úr grjóti! Ég verð nú að telja það vafasamt allt, að viljandi slíkir sér fargi, því einbúi sá er í iðuna valt, var eldgamall moli úr bjargi! Þá ályktun dreg ég að misjafn svo mjög, sé mannfólks og jarðefna gangur, og ennfremur teljast það líklega lög, að lífvana er stórgrýtisdrangur! Mér þykir það barasta þónokkuð leitt, en þráðurinn sá er víst rauður, að einbúinn drap sig jú alls ekki neitt, því einbúinn – hann var sko dauður! Sá afrakstur vorsins sem ólgaði og rann, því olli sem varð ekki forðað, að fúnaði stoðin sem fjötraði hann, og fram til þess hafði þar skorðað. Við árbakka margfrægur einbúi sat, og átti ekki frekari kosti, en velta í flauminn því vitað ei gat, að vatn eykst að rúmmáli í frosti! Hugleiðingar um grjót og eðlisfræði Morgunblaðið/RAX Gljúfrabúi Steinhöfuðið stóð á vesturbakka Jöklu þar til nýlega að það hrundi. Hagyrðing- ana greinir á um ástæður. Glucosamine (870 mg í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Fyrir vöðva og liðamót PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Kárahnjúkavirkjun | Á björtum vordegi fóru sautján íslenskar konur í Soroptimistaklúbbi Austurlands ásamt nokkrum börnum í hópferð til að heimsækja konurnar við Kárahnjúka. Fé- lagið hafði sl. haust boðið Kárahnjúkakonunum með börn sín til samsætis í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum og þannig komið á langþráðum sam- skiptum. Rofið þá samfélagslegu einangrun sem þessar erlendu stallsystur þeirra hafa búið við hér á landi og hlotið ríkulegt þakklæti fyrir. Nú var komið að því að endurgjalda boðið. Fyrst var farið í gagngera skoðunarferð um byggingarsvæði Kárahnjúkastíflu í fylgd kín- verska verkfræðingsins Julie Wang, sem vinnur á tæknisviði Impregilo. Hún sagði frá framgangi verksins, lýsti stærðum og umfangi, benti í aust- ur og benti í vestur, sýndi távegginn sem er hryggjarstykki stífluferlíkisins, frá öllum hliðum og bauð hópnum að sólglitrandi Jöklu ofan og neðan stíflu. Þetta var daginn fyrir slysið í tá- veggnum, þegar nokkrir verkamannanna hrundu með steypumótum fleiri metra niður í gljúfrið. Þeir slösuðust ekki að ráði og þykir undrum sæta. Argentínski öryggisfulltrúinn Fatima Hoyes sem fór fyrir rútunni, sagði távegginn verða tilbúinn eftir viku og rifjaði upp sögur frá átta ára dvöl sinni í Kína og aðrar frá Indlandi, Úganda og Simbabwe. Hún missti drenginn sinn í fyrra og eftir leyfi sendi Impreg- ilo hana til öryggisstarfa á Íslandi. Hún sagðist þegar unna hinum íslensku víðernum og finna þar ró í hjarta. Blönduðust eins og deig í skál Hin ítalska valkyrja Yole hélt utan um hópinn á sinn viðfelldna hátt, með hlátrasköllum og ein- lægni. Hún afsakaði enskuna sína í bak og fyrir en sagðist tala sex önnur tungumál reiprennandi eftir líf sitt víða um heim á verkstöðum Impreg- ilo. Hún vakti athygli á því að aðstæður við Kára- hnjúka væru til dæmis nokkuð ólíkar virkj- unarsvæðum í Kína eða á Indlandi, þar sem Impregilo-fjölskyldur hefðu mikil samskipti við heimamenn, verslanir og þjónusta heimafólks sprytti upp í túnfæti búðanna og konurnar hefðu starfsmenn í heimilisþrifum, garðyrkju og versl- unarferðum. Lífið í Kárahnjúkum væri á stund- um erfitt fyrir þær og börnin og veggir húsanna þrengdu sér inn í sálarlífið þar sem dagarnir væru einhæfir, ekki síst um langan vetur. Nú eru konurnar hins vegar flestar að undirbúa sum- arleyfi í heimalöndum sínum og léttari á þeim brúnin. Eftir skoðunarferðina, sem verður að segjast eins og er að var mun nákvæmari heldur en til dæmis sveitarstjórnarmönnum úr nágrenninu hefur verið boðið upp á undanfarið, var ekinn hringur um búðir Impregilo og helstu póstar þar tilgreindir. Loks var staðnæmst við klúbbhús þeirra Kárahnjúkakvenna. Þar biðu þær bros- mildar á útidyraþrepunum og buðu gesti sína velkomna í bæinn. Innan dyra var dýrðlegt um að litast, þrír tugir kvenna af ólíkustu þjóðernum, sumar í litríkum búningum heimalanda sinna og allar fallegar, hver á sinn hátt. Á borðum voru ekki færri en sextíu útgáfur af alveg hreint her- legum þjóðlegum kræsingum, sem konurnar höfðu sjálfar útbúið og þær tóku það sérstaklega fram að maturinn væri ekki búinn til í sexhundr- uðmanna-mötuneyti Impregilo. Börnin, íslensk og útlend, hlupu saman um leikskólastofuna al- sæl og þar sem tungumál dugði ekki til voru not- aðar hendur og fætur, blýantar og blöð. Sam- kundan var yndislega óformleg og konurnar blönduðust eins og deig í skál í samræðum sínum um heima og geima. Soroptimistakonurnar sungu Krummavísur við mikla hrifningu og gáfu gestgjöfum sínum fágaða íslenska undrasteina frá Álfasteini í sögulok. Eins víst að einhvers staðar eigi kona úr Kárahnjúkum heimboð í kaffi á láglendi og vísi að vináttu við heimafólk. Austfirskar dömur í kaffiboði við Kárahnjúka Dáðst að litlum dreng Þær Wang og Yan hrifust mjög af rauð- hærða hnokkanum honum Nirði í fangi Áslaugar móður sinnar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í stólpakjafti Íslenski hópurinn ásamt Julie Wang verkfræðingi og hinni ítölsku Yolie sem stjórnaði undirbúningi heimsóknarinnar. Þjóðernin mörg Konur og börn, þó af ólíku þjóðerni væru, áttu ekki í neinum vandræð- um með tjáskiptin. Hvergi banginn í boðinu Jaana Lindberg frá Finnlandi með 8 mánaða gamla drenginn sinn. Sá á ítalskan föður. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Í AÐALBÚÐUM Impregilo við Kárahnjúka búa ekki aðeins fleiri hundruð karlmenn sem vinna við framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar, heldur einnig hátt í fjörutíu konur og á annan tug barna, allt frá mánaðargömlum til fermingaraldurs. Flestar eru konurnar af erlendu bergi brotnar og á Íslandi til að eiga fjölskyldulíf með eiginmönnum. Nokkrar þeirra vinna marg- vísleg störf hjá Impregilo og eru til dæmis verkfræðingar, öryggisfulltrúar, tæknimenn eða í skrifstofuhaldi hjá fyrirtækinu. Margar hafa átt allt sitt líf með Impregilo, bæði feður þeirra og eiginmenn hafa unnið hjá ítalska verktakanum og þær búið í fjölmörgum löndum við alls- konar aðstæður á framkvæmdastöðum. Þær fara í Egilsstaði á laugardögum með börn sín til að versla það sem ekki fæst í Supermarket Kárahnjúka, setjast í kaffihornið í Kaupfélaginu til að kasta mæðinni, skreppa kannski í sund og eru svo farnar aftur heim í fjallaþorpið sitt við Kárahnjúka. Íslensku konurnar sem starfa fyrir Impregilo eru m.a. verslunarstjórar, trukka- bílstjórar og þvottahússtarfsmenn, svo eitthvað sé nefnt. Börnin ganga ýmist í leikskóla eða grunnskóla Impregilo við Kárahnjúka og konurnar hafa sérstaka félagsaðstöðu fyrir sig í sömu búðarunu og leikskólinn. Impregilo er fjölskylda þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.