Morgunblaðið - 13.05.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.05.2005, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ferðablað Morgunblaðsins, Sumarferðir 2005, fylgir blaðinu föstudaginn 27. maí. Vertu með í Sumarferðum 2005 - blaðinu sem verður á ferðinni í allt sumar! Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 23. maí Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Sumarferðir 2005 Vertu með í ferðahandbók sumarsins! APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri ÞAÐ var hressilegur hópur knatt- spyrnuáhugamanna sem hélt utan 8. apríl síðastliðinn á vegum Actavis til að fylgjast með leik Chelsea og Birmingham í ensku úrvalsdeildinni. Hópurinn samanstóð af fimm hörð- um Chelsea-stuðningsmönnum, sem hafa dvalist um helgar og sumur í Reykjadal á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF) og aðstoð- arfólki. Þegar spáð var í hvernig leikurinn myndi fara voru skoðanir skiptar. Vinsælasta spáin var 3-0 fyrir Chelsea og átti Eiður Smári að skora eitt markanna þriggja. Einhver spáði Chelsea 18-0 sigri á meðan annar sveik lit og spáði Birmingham 0-2 sigri. Í Chelsea Football Club beið hóps- ins hátíðarmálsverður í einkasvítu en áður en sest var til borðs var litið inn í „Chelsea-búðina“. Keyptar voru treyjur, peysur, húfur og treflar enda voru allir staðráðnir í að vera vel merktir sínu liði. Mikil eftirvænting ríkti í hópnum eftir að sjá hetjuna sjálfa, Eið Smára, spila af sinni alkunnu snilld og brut- ust út mikil fagnaðarlæti þegar Eið- ur kom inn á í seinni hálfleik. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, að sögn Heiðar Hrundar Jónsdóttur, sem var í hópi aðstoðarfólks ferða- langanna. Ánægja ferðalanganna hafi verið mikil og einlæg. Þarna hafi verið um hóp að ræða sem eigi erf- iðara með að ferðast en margir aðrir en upplifunin og spennan hafi verið mikil. Þá hafi aðstoðarfólkið ekki síð- ur verið ánægt með ferðina, sem hafi verið einstaklega vel skipulögð. Knattspyrna | Boðsferð Actavis á heimavöll Chelsea Stuð á Stamford Hópurinn samanstóð af fimm dyggum stuðningsmönnum Eiðs Smára og félaga hans í Chelsea. HEIMILDARMYNDIN Gargandi snilld verður tekin til sýninga í dag. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Ari Alexander Erg- is Magnússon en hún er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni auk Ergis kvikmyndaframleiðslu og Zik Zak kvikmyndum. Þetta er mynd í fullri lengd um uppgang íslenskrar popptónlistar í samtímanum. Grunnur myndarinnar er byggður á spurningunni hvað valdi því að fámenn íslensk þjóð hafi getið af sér listafólk sem nær að skapa sér athygli og aðdáun á heimsgrundvelli, með tónlist sem þó sker sig úr og hefur að sumra mati séríslensk einkenni. Í myndinni er sýnt frá yfir fimm- tíu tónlistarviðburðum sem tengdir eru saman með viðtölum við Björk, Hilmar Örn og fjölda annarra lista- manna. Segja þeir skoðun sína á þróun íslenskrar popptónlistar. Myndin var frumsýnd á Kvik- myndahátíðinni í Gautaborg þar sem hún var eina heimildarmyndin í keppni um bestu myndina. Gargandi snilld var frumsýnd hérlendis við góðar viðtökur á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni á Íslandi, IIFF 2005, þar sem hún var lokamynd há- tíðarinnar. Frumsýning | Gargandi snilld Dúndrandi íslensk tónlist Pétur Þór og Mugison taka lagið í Gargandi snilld.  H.L. Morgunblaðinu GAMANMYNDIN The Wedding Date er með Debru Messing í aðal- hlutverki, en hún hefur getið sér frægðar fyrir leik sinn í hinum vin- sælu þáttum Will & Grace. Myndin er rómantísk gamanmynd af klassíska skólanum ef svo má segja. Á móti Messing leikur Dermot Mulroney en hann er orðinn býsna sjóaður í þessum tegundum kvikmynda, en hann fór með aðal- hlutverkið á móti Juliu Roberts í My Best Friend’s Wedding. Hér segir af Kat nokkurri Ellis (Messing) sem ei er gengin út og er hún bara býsna ánægð með það. Hún bregður á það ráð að leigja til sín fylgdarsvein (Mulroney) er henni er boðið í brúðkaup systur sinnar sem fram fer í Englandi. Megin- ástæðan fyrir ráðningu fylgdar- sveinsins er hins vegar sú að gera fyrrum unnusta afbrýðisaman. Sá sagði henni upp tveimur árum fyrr og verður á meðal gesta í brúðkaup- inu – ásamt nýrri kærustu. Margt fer þó á annan veg en ætlað er og veislan verður eiginlega hálf- gert „Mess“. Debra Messing og Dermot Mulroney fara með aðalhlutverkin. Frumsýning | The Wedding Date Hnotið um hnapphelduna Metacritic.com 32/100 Variety 40/100 (skv. metacritic) New York Times 40/100 (skv. metacritic) Roger Ebert 1/2 (af fjórum) MYNDIN Diary of a Mad Black Woman er byggð á geysi- vinsælu samnefndu leikriti Tylers Perr- ys. Hún fjallar um Helen McCarter (Kimberly Elise), sem lifir að því er virðist fullkomnu lífi með eiginmanni sín- um, Charles Carter (Steve Harris). Hel- en hefur verið trú eiginmanni sínum í gegnum árin og elskað hann heitt, á meðan hann hefur byggt upp farsælan starfsferil sem einn af þekktustu lögmönnum Atlanta. Hjónin klæðast nýjustu tískuföt- unum og aka um í flottustu bíl- unum; búa á fokdýru sveitasetri með sundlaug, tennisvelli og öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Þau eiga allt sem hugurinn girn- ist. Daginn fyrir 18 ára brúðkaups- afmæli þeirra hrynur þessi full- komna veröld Helenar, þegar Charles biður um skilnað. Hann rekur hana á dyr og býður annarri konu að búa á setrinu. Helen tekst þá á við það verkefni að púsla saman lífi sínu á ný og með aðstoð fjölskyldunnar, trú- arinnar og örlaganna finnur hún styrk til að ná tökum á aðstæð- unum. Hún sér líka kómíska hlið á þessum sorglegu atburðum. Frumsýning | Diary of a Mad Black Woman Veröld Helenar hrynur daginn fyrir 18 ára brúð- kaupsafmælið. Reið svört kona Metacritic.com 36/100 Variety 50/100 (skv. metacritic) New York Times 40/100 (skv. metacritic) Roger Ebert  (af fjórum)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.