Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 1

Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 319. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stjórnandinn Rumon Gamba Sinfónían verður tilbúin fyrir nýja húsið | Menning Viðskipti, Íþróttir og Málið Viðskipti | Kínverskum auðkýfingum fjölgar ört Hvítflibbar fá á baukinn Íþróttir | Eiður Smári og félagar komnir áfram  Viktor á réttri leið að ÓL- takmarkinu Málið Hljómsveitin með ljóta nafnið Leikhús nýrrar kynslóðar Fyrst kvenna í forsetaemb- ætti í Afríku Monróvíu. AFP. | Því var í gær lýst formlega yfir að Ellen Johnson-Sirleaf hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Líberíu fyrr í mánuðinum. Hún er því fyrst kvenna til að gegna embætti forseta Afríkuríkis. Samkvæmt yfirlýsingu kjörstjórnar fékk Johnson-Sirleaf 59,4% greiddra at- kvæða en keppinautur hennar, knatt- spyrnuhetjan George Weah, fékk 40,6%. Weah og stuðningsmenn hans fullyrtu að brögð hefðu verið í tafli og kröfðust rann- sóknar á meintum kosningasvikum. Johnson-Sirleaf er fyrrv. hagfræðingur við Alþjóðabankann og hefur langa reynslu af stjórnmálastarfi. Hún er oft kölluð „Járnfrúin“ með vísan til Margaret Thatcher, fyrrv. forsætisráðherra Bret- lands. Kvaðst hún í gær finna fyrir þakk- læti og auðmýkt og sagði gríðarstór verk- efni blasa við í landinu. Johnson-Sirleaf tekur við forsetaembættinu 16. janúar. Reuters Johnson-Sirleaf veifar til fólks eftir loka- úrskurð kjörstjórnar. Flugskatt- ur fyrir fátæk ríki París. AFP. | Franska stjórnin samþykkti í gær áætlun um að skattleggja flugfar- þega og nota féð til að bæta heilsugæslu í mestu fátæktarríkjunum. Hefur Jacques Chirac, forseti Frakklands, hvatt til, að þessi háttur verði hafður á um allan heim. Skatturinn, sem verður á bilinu 74 kr. til tæplega 3.000 ísl. kr., allt eftir vega- lengdinni, sem flogin er, verður lagður á alla flugfarþega í Frakklandi og skiptir einu við hvaða flugfélag er skipt. Hafa stjórnvöld í Bretlandi, Brasilíu og Chile tekið vel í hugmyndina en í Evrópu al- mennt virðist hún njóta lítils stuðnings. Eru Bandaríkin eindregið á móti og tals- menn flugfélaga gagnrýna hugmyndina harðlega. Hefur talsmaður franskra fyr- irtækja í flutningaiðnaði hvatt frönsku stjórnina til að skoða efnahagslegar af- leiðingar skattsins en að hans mati mun hann kosta 3.000 til 4.000 manns vinnuna. Chirac heldur því fram, að skatturinn muni ekki bitna á samkeppnisgetu franskra flugfélaga og flugvalla en áætl- að er, að hann skili nærri 15 milljörðum ísl. kr. árlega. Frakkland er það land, sem flestir erlendir ferðamenn koma til, eða um 75 millj. árlega. Frakkar telja hann gefa um 15 milljarða kr. á ári ANGELA Merkel, kanslari Þýskalands, kom í gær til Frakklands í sinni fyrstu utanför í embætti og átti þar viðræður við Jacques Chirac, forseta landsins. Hafa samskipti ríkjanna lengi verið mjög náin en Merkel hvatti einnig til, að samskiptin við Bandarík- in yrðu bætt. Hér er verið að koma fyrir mynd af henni, þeirri áttundu í kansl- arahópnum, á veitingastaðnum „Kanzlereck“ eða „Kanslarahorninu“ í Berlín. Í efri röð frá vinstri eru þeir Konrad Adenauer, Ludwig Erhardt, Kurt Georg Kiesinger og Willy Brandt. Í neðri röðinni eru Helmut Schmidt, Helmut Kohl, Gerhard Schröder og síðan Angela Merkel. Reuters Ný mynd í „Kanslarahorninu“ VAXTAÁLAG á bréfum íslensku bankanna, sem ganga kaupum og sölum á erlendum mörkuðum, hefur hækkað að undanförnu, sem þýðir að verðmæti þeirra hefur rýrnað. Í umfjöllun greiningadeilda The Royal Bank of Scotland og Dresdner Kleinwort Wasserstein í síðustu viku var gerð grein fyrir áhyggjum sem fjárfestar hafa af starfsemi Kaupþings banka og hugsanlegri áhættu sem hann taki, m.a. vegna lánveitinga til skuldsettrar yfirtöku á fyrirtækj- um og kaupum hans sjálfs í þeim, vegna stærðar hans í íslensku hagkerfi og möguleika íslenska ríkisins til þess að koma til bjarg- ar ef bankinn lenti í vandræðum. Kaupþing banki gerði veru- legar athugasemdir við umfjöllun The Royal Bank of Scotland og birti bankinn endurskoðað mat í gær þar sem töluvert var dregið í land frá fyrri umfjöllun. „Eins og við sögðum í síðustu viku mælum við gegn því að íslensku bank- arnir verði afskrifaðir á þessum tímamótum og við vörum sann- arlega við því að taka of mikið mið af svæsnustu vangaveltunum í bankaheiminum. Okkar skoðun er að meginverkefni bankanna sé að efla og bæta samskipti og upp- lýsingamiðlun,“ segir þar. Síðari umfjöllun hlutlægari Guðni Níels Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings banka, segir síðari umfjöllun skoska bankans miklu hlutlægari auk þess sem mistök í fyrri umfjöllun hafi verið leiðrétt og það kveði því við annan tón. „Þeir benda á að við séum dálítið háðir fjármögnun á lánsfjármark- aði og það er alls ekki neitt nýtt. Þeir benda líka á að gengishagn- aður af verðbréfum geti verið sveiflukenndur og það hafa menn líka sagt áður,“ segir Guðni. Hann telur að endurmat The Royal Bank of Scotland ásamt með lánshæfismati Fitch Rating, sem birt var í vikunni, muni róa öldurnar á markaðinum en Fitch gaf Kaupþingi banka langtíma- einkunnina A og segir horfurnar vera stöðugar. Um hlutfall innlána af útlánum bendir Guðni á að ef banki sé mjög háður mörkuðum um láns- fjármögnun þá horfi lánshæfis- skrifstofurnar mjög stíft til þess að bankinn ráði yfir miklu lausafé. „Við erum sjálfir með mjög strangar kröfur í þeim efn- um og segjum að við verðum að eiga 360 daga af lausafé eða auð- leysanlegum eignum þannig að […] þá gætum við tórað út árið án þess að þurfa að sækja út á markaðinn,“ segir Guðni. Í umfjöllun Dresdner Klein- wort Wasserstein er á það bent að Kaupþing banki hafi vaxið afar hratt á undanförnum árum og að bankinn sé mjög háður fjármögn- un á lánsfjármarkaði. Hefðbund- in innlán bankans séu einungis 25% af útlánum og minna en 19% af heildareignum, sem sé langt undir því sem almennt þekkist í Evrópu. Tom Jenkins, sem skrifaði fyrri umfjöllun The Royal Bank of Scotland, sagði í gær að hann hefði fyrst og fremst endurspegl- að þær vangaveltur og áhyggjur sem hann hefði heyrt hjá fjár- festum og fleiri aðilum á markaði en hann hefði ekki viljað fara út í getsakir sem líktust frekar slúðri. Umsögn The Royal Bank of Scotland og Dresdner Kleinwort Wasserstein Verðmæti bréfa bank- anna hefur rýrnað Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is  Miðopna, 14 og Viðskipti 23  Greiningadeildir tveggja erlendra banka gagnrýna Kaupþing banka  Fitch Rating gefur Kaupþingi banka langtímaeinkunnina A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.