Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Reykjavík | Eldsneytisflutningar um Reykjavík hafa aukist mjög und- anfarna mánuði. Munar þar mikið um 20-30% fjölgun ferða með dísil- olíu eftir að henni var skipt í litaða og ólitaða. Ekki er um magnaukningu að ræða, en hver olíubíll þarf að fara lengri ferð en áður þar sem nú er um tvær tegundir olíu að ræða og einn olíubíll flytur einungis eina tegund af olíu. Ennfremur hefur ferðum Olíu- dreifingar hf. með þotueldsneyti fjölgað um 20% frá því að olíubirgða- stöðin í Hfj. var lögð niður. Þetta kemur fram í svari Lúðvíks E. Gústafssonar, deildarstjóra mengunarvarna á umhverfissviði Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa D-lista á fundi um- hverfisnefndar hinn 31. október sl. Telja borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks að æskilegt hefði verið að um- hverfisráð Reykjavíkurborgar hefði verið upplýst um slíka aukningu áð- ur en hún átti sér stað. Í kjölfar ábendinga frá íbúum í Vesturbænum um aukna eldsneytis- flutninga um hverfið óskuðu fulltrú- ar D-lista eftir upplýsingum um það hvort ábendingarnar væru á rökum reistar. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir því að upplýsingar um sjálfa magnaukninguna og fjölda bifreiða verði lagðar fram á næsta fundi um- hverfisráðs. Þá óska sjálfstæðis- menn eftir upplýsingum um hvort viðbragðsáætlun sé fyrir hendi vegna slysahættu af völdum slíkra flutninga. Lúðvík E. Gústafsson segir um- hverfissviði ekki hafa borist neinar kvartanir eða ábendingar vegna þessara eldsneytisflutninga, en telur að athuga beri hvort og hvernig hægt sé að minnka þessa flutninga. Telur Lúðvík þarft að athuga hvort Reykjavíkurborg vilji beita sér fyrir því að meginbirgðastöð fyrir þotu- eldsneyti verði sem næst þeim stað þar sem notkunin er mest. Þetta myndi minnka flutninga í gegnum þéttbýli og draga úr útblæstri loft- mengunarefna þar sem flutnings- leiðir styttast. Í tillögu sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi lagði fram á fundi um- hverfisráðs á þriðjudag er lagt til að Reykjavíkurborg efni til viðræðna við olíufélögin með það að leiðarljósi að tryggja fyllsta öryggi í umrædd- um eldsneytisflutningum. Tekur Kjartan undir ábendingu Lúðvíks að kannað verði í góðu samráði við olíu- félögin hvort unnt sé að minnka þessa flutninga og koma því við að meginbirgðastöð fyrir þotueldsneyti verði sem næst þeim stað, þar sem notkunin er mest. Sjálfstæðismenn í umhverfisráði Reykjavíkurborgar Vilja minnka eldsneytis- flutninga innan borgarinnar Morgunblaðið/Arnaldur Mengun Ferðum með dísilolíu hefur fjölgað til muna eftir að henni var skipt í litaða og ólitaða dísilolíu. Þá hefur fjölgað ferðum með þotueldsneyti. Reyðarfjörður | Samtals eru nú yfir 1200 manns að vinna að Fjarðaálsverkefninu, þegar tal- inn er með fjöldi starfsmanna Bechtel/HRV og undirverktaka í Fjarðabyggð og í Montreal, Kanada. Fjöldi starfsmanna á framkvæmdasvæðinu er nú um 980. Á skrifstofum Fjarðaáls- verkefnisins í Montreal vinna um 240 manns, aðallega við verkfræði- og hönnunarvinnu en einnig við öflun aðfanga, bókhald og aðra þjónustu. Um 130 manns vinna á skrifstofum á byggingarsvæðinu sjálfu við ýmiss konar þjónustu við fram- kvæmdirnar. Um 620 iðnaðar- og verkamenn eru í vinnu hjá Bechtel/HRV sem vinna beint við framkvæmdirnar sjálfar. Þá eru ótaldir um 230 sem eru í vinnu hjá hinum ýmsu undir- verktökum á svæðinu. Hlutfall Íslendinga sem vinna við fram- kvæmdirnar er 31%. 830 íbúar í FTV þorpinu Flestir starfsmenn sem vinna á svæðinu búa í starfs- mannaþorpinu, Fjardaal Team Village, á Haga. Þorpið hefur aðstöðu fyrir 1520 manns en þar búa nú um 830. Nýverið komu 44 nýir starfs- menn frá Póllandi og mun nú hægjast á ráðningum fram yfir jól, en þær hefjast aftur í jan- úar. Búist er við að starfsmenn á framkvæmdasvæðinu verði samtals um 1600 þegar mestu framkvæmdirnar verða í gangi, um miðbik næsta árs. 1.200 manns vinna að Fjarðaáls- verkefninu Reykjavík | Mál- þing um miðborg verður haldið í fyrsta sinn í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur í dag kl. 15–18. Á málþinginu, sem er sam- starfsverkefni Höfuðborg- arstofu, Þróun- arfélags mið- borgar og skrifstofu borg- arstjóra, verður m.a. fjallað um ímynd borgarinnar og ferða- mannaverslun. Meginerindi málþingsins verða í höndum þeirra Massimos Sant- anicchia, arkitekts og sérfræð- ings í borgarhönnun, og Ingi- bjargar Ingvadóttur, lektors við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Erindi Santanicchia ber yfirskriftina „Fjárfest í fegurð“, en þar fjallar hann um áhrif stór- hýsa og ímyndarbreytingar á út- liti borga. Á eftir erindi Sant- anicchia verða pallborðsumræður þar sem þau Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavík- urborgar, og Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu ehf., arki- tektum, sitja fyrir svörum. Erindi Ingibjargar fjallar um ferðamannaverslun og endur- greiðslu virðisaukaskatts. Að er- indi hennar loknu sitja ásamt henni þeir Jónas Hagan frá Ice- land Refund og Hallgrímur Tóm- as Ragnarsson frá Global Refund í pallborði. Að málþinginu loknu verða af- hentar tvær viðurkenningar. Ann- ars vegar viðurkenning Þróun- arfélags miðborgarinnar fyrir framlag til þróunar og uppbygg- ingar í miðborg Reykjavíkur og Njarðarskjöldurinn – ferða- mannaverslun ársins, hvatning- arverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar, en Njarð- arskjöldurinn er kenndur við goð- ið Njörð, sem upphaflega var frjósemisguð en síðar guð sæfar- enda og sagður fésæll mjög. Sæ- farendur þess tíma stunduðu gjarnan kaupskap og því er við hæfi að kenna árleg hvatning- arverðlaun til ferðamannaversl- unar við guð siglinga og við- skipta. Við tilnefningu ferðamannaverslunar ársins er leitast við að verðlauna verslun sem hefur náð góðum árangri í sölu- og markaðsstarfi til er- lendra ferðamanna, sýnt frum- kvæði og frumleika, veitir góða þjónustu og hefur á að skipa af- greiðslufólki sem býr yfir þjón- ustulund, góðri tungumálakunn- áttu og þekkingu á söluvörunum. Auk þess er lagt mat á útlit versl- unarinnar, lýsingu, merkingar og aðkomu. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir. Málþing um miðborgina Morgunblaðið/Sverrir Reyðarfjörður | Á dögunum hitt- ust konur úr Sjálfstæðisfélögunum á Austurlandi á Gistiheimilinu á Egilsstöðum. Tilgangurinn var stofnun Sjálfstæðiskvennafélags á Austurlandi. Fékk það nafnið Auð- ur og varnarþing þess verður á Fljótsdalshéraði. Gestir á fundin- um voru stjórnarfólk Kjördæmis- ráðs NorðAusturkjördæmis. Rúm- lega 40 konur gengu í félagið, formaður var kosin Ólöf Nordal á Egilsstöðum og með henni fjórar konur í aðalstjórn og þrjár í vara- stjórn. Stjórnin hefur haldið fyrsta fund og skipt með sér verkum. Varaformaður er Jóhanna Hall- grímsdóttir, Reyðarfirði, ritari Kristín Ágústsdóttir, Norðfirði, gjaldkeri Eva Dís Pálmadóttir, Egilsstöðum, og meðstjórnandi Ásta Sigurðardóttir, Skriðdal. Í varastjórn eru Katrín Reyn- isdóttir, Seyðisfirði, Maríanna Jó- hannsdóttir, Fellabæ, og Hallfríð- ur Bjarnadóttir, Reyðarfirði. Markmið félagsins er m.a. að efla tengsl, samstarf og samstöðu sjálfstæðiskvenna á Austurlandi. Fyrsti félagsfundur verður haldinn í byrjun desember en áætlað er að fundir verði sem víðast á Austur- landi. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Sjálfstæðiskonur sameinast Frá stofnfundi Auðar, félags sjálfstæðiskvenna á Austurlandi. Sjálfstæðiskonur eystra stofna Auði Neskaupstaður | Nýlega lét Krist- ín Guttormsson af störfum sem læknir við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Kristín hefur starf- að við sjúkrahúsið í samfellt fjör- tíu og tvö ár, en hún hóf störf við það árið 1963, þá nýkomin til landsins frá Þýskalandi með eig- inmanni sínum Hjörleifi Gutt- ormssyni. Við starfslok Kristínar bauð Heilbrigðisstofnun Austurlands og bæjarsjóður Fjarðabyggðar til kveðjuhófs í Egilsbúð þar sem Kristínu voru færðar góðar gjafir, margir tóku til máls og þökkuðu henni góð og farsæl störf í þágu heilbrigðisþjónustu á Austurlandi. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Farsæl starfslok Kristín Guttormsson lætur af starfi við Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað. Kristín ásamt manni sínum Hjörleifi Guttormssyni. Hættir eftir 42 farsæl ár Samningur vegna aldraðra | Á dögunum var undirritaður samn- ingur á milli sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps annars vegar, og Heilbrigðisstofnunar Austurlands hins vegar, um rekst- ur dvalarheimilis og leiguíbúða fyr- ir aldraða á Egilsstöðum. Samning- urinn er gerður til endurnýjunar fyrri samningi sömu aðila frá 2002 og er til 5 ára. HSA Egilsstöðum, f.h. Heilbrigðisstofnunar Austur- lands, tekur að sér að sjá um rekstur og þjónustu dvalarheimilis/ sambýlis aldraðra að Lagarási 21– 25 og nýtir þau átta starfsleyfi sem dvalarheimilið hefur til heilsdags- vistunar, átta leiguíbúðir fyrir aldr- aða að Lagarási 17 ásamt íbúðir nr. 27, 29, 31 og 33 við Lagarás. Í samningum felst einnig meiri þjón- usta við dvalarheimilið, m.a. aukin fagleg yfirstjórnun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.